Morgunblaðið - 02.06.1985, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 02.06.1985, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. JtJNl 1985 41 Sjötugur í dag: Páll Arason lang- ferðabílstjóri Þrennt er talið vera eyrnamark á Þúfnvellingum — skrýtilegu klani í Hörgárdal. Númer eitt: Þeir trúa á brennivín, að því er þeir segja fyrir norðan, og halda, að það sé allra meina bót. Númer tvö: Þeir trúa á brennivín og halda, að það sé svar við öllu. Númer þrjú: Þeir trúa á brennivín og líta á það sem karlmennsku- þraut að þola það samanber orðs- kviðinn, Gnginn þolir drukkinn nema jötnar. Svona léttúðugir hafa þeir stundum verið þeir Þúfnvellingar og láta sér hvorki bregða við högg né bana, þá mjöður eða mungát er á borðum og öl á könnu. Þetta eru annars fyrirtaks náungar, vel gerðir frá náttúrunnar hendi og harðduglegir á köflum, vinhollir og hlýir menn, sem mega ekki vamm sitt vita í einu eða neinu. Eitt ættmennanna, Hrafn Eiðs- son, sem lengi var togarajaxl (á Bökunum) á Ak., var svo kraft- mikill og glæsiíegur, að hann minnti á stríðalinn stóðhest, sem leitaði sér fanga i hópi ólmra hryssa, þá hann geystist um eða öllu heldur skeiðaði um Bótina á Akureyri — nýkominn af sjó — stundum á leið í Lindina gömlu, sem var café, þar sem nú er Hótel Akureyri og var — ellegar þá er hann ferðaðist á leigudrossíu frá BSO og lét bæði bíl og einkabíl- stjóra (sem yfirleitt var ekki val- inn af verri endanum) bíða eftir sér svo langtímum skipti við hús svipað og Djákninn á Myrká skildi eftir gæðinginn sinn fyrir neðan garða garða eins og segir í þjóð- sögunni. Krummi fór með Einar Ben í tíma og ótíma eins og að drekka vatn og auk þess ýmis önn- ur Ijóð. Það lá við, að hann gæti kveðið menn niður í jörðina — allt að þvi sex fet — eða hátt upp til skýjanna, ef sá var gállinn á hon- um. Sagt var um annan Þúfnvell- ing, að svo magnaður hafi gaurinn sá verið í kveðskaparlistinni, að hann hafi oftlega átt létt með að kveða til sín konur. „Undir," bætti við annar stríðinn náungi, honum óskyldur, en náttúrlega að norðan. „Sönnu nær,“ sagði sá þriðji, sem til þekkir, og líka að norðan. Það eru ýmsir fleiri karakterar í þess- ari Þúfnavallaætt. Einn af þeim er Páll Arason, langferðabílstjóri, ferðalangur og ævintýramaður — maður lífsins og veraldarinnar lystisemda. hann verður sjötugur annan júní og er unglegur úr hófi fram, enda sjóaður af Amor og hirð hans og sver sig því í ættina. General von Paulus hefur semsé ekki verið við eina fjölina felldur í eilífðarmálunum fremur en aðrir af klaninu. Svo heppilega vill til, að hann er granni undirskráðs í Seljahverfi í Breiðholti III. Oft sést hann koma léttstígur í dökkbrúnum þýðverskum storm- sveitarleðurfrakka með spælum og í uppháum leðurstígvélum og með Willie-Brandt-húfu á höfði, sem er kennd við Hamborg og Þýzkaland. Páll er ævinlega kankvís og léttur í lund. Kvæntur er Páll nuddkonu af Ströndum, Kristínu Hrafnfjörð Líkafrónsdóttur, lífmikilli ágæt- iskonu, sem er trúlega ramm- göldrótt eins og ýmsir fyrir vest- an. Fyrir ellefu árum að vorlagi bar fundum þess, sem þetta skrifa, og þá nýkominn frá Toulouse í Suð- ur-Frakklandi, og þeim hjónum Madame Kristínu að vestan og Páli hörgdælska saman niðri f Nausti. Þá var Dyonosos ennþá hafður í heiðri. Þetta var síðdegis- blót um langa glataða helgi, en lif- andi skelfingar ósköp tóku þau heiðurshjón vel á móti gestunum heima hjá sér, þá leikurinn barst úr Naustinu og upp í Breiðholt eft- ir talsvert sötur og drjúga áfyll- ingu þar á öldurhúsinu við Vestur- götu. Madame Christine tók að sér að laga svoldið skaddaða öxl grein- arhöfundar — sem jafnvel gat verið brotin — og dugði slík lækn- ing seiðkonunnar um hríð — og fer maður nú að skilja langlffi og æskusvip Páls Arasonar í höndun- um á slíkri töframanneskju, sem hefur græðarafingur á sama hátt og góðir garðyrkjumenn og blóma- ræktendur hafa það, sem danskur- inn kallar „grönne fingre". Páll Arason von Þúfnavellir minnist afmælis sins nú um helg- ina norður á Akureyri í Smiðjunni — með tilheyrandi lífsstíl. Smiðjan er hágöfugt veitinga- hús á Akureyri — í ævagömlu húsi — það minnir eiginlega á brezkan klúbb með góða þjónustu, enda eru þeir Hallgrímur Arason (úr Höffner) og Stefán vinur vár Gunnlaugsson báðir í de la Grand Prix-stíl sem veitingamenn — og leggja allan sinn akureyska þótta og fagmetnað og smekk í að hafa veitingar sem verðugastar og vandaðastar — hvort sem um er að ræða í mat eða í drykk. Þar og einhver sagði jafnvel líka heima á Þúfnavöllum (annanhvorn dag- inn) í nýja slotinu, sem hann hef- ur verið að byggja undanfarin ár rétt við ættaróðalið, þarna um langa en ekki glataða helgi, tekur Páll júnkari af Þúfnavöllum á móti gestum sínum að fornum sið. Þar mun örugglega ríkja gleði og reisn eins og á norðlenzku sveitadansiballi fyrir stríð — vís- ur verðar kveðnar hratt yfir borð — tölur fluttar af orðfimi og and- ríki — sungið og trallað og mælzt til vináttu og fóstbræðralags og jafnvel gengið undir jarðarmen — hver veit. Þetta verður ekki veizla eins og hjá Goðmundi á Glæsivöll- um eða í Austantjaldsríki eða i Arabalöndunum — svo mikið víst — heldur verða þetta einlægir fundir og samfagnaður góðra vina og velunnara heiðursmannsins hans Páls Arasonar, sem hefur jafnan viljað hvers mann vand- ræði leysa eins og margir muna, sem með honum hafa ferðast, bæði á langleiðum hérlendis, t.a.m. í Öræfaferðum, sem voru og eru annálaðar, og í utanlandsreis- unum, þar sem Páll hefur í hvor- ugu tilfellinu hlíft sér, en hins vegar alltaf verið boðinn og búinn að koma til liðs við farþega sína, hvernig sem hefur staðið á fyrir honum. Páll hlaut akureyskt uppeldi eins og fleiri. Faðir hans, Ari Guð- mundsson bankaritari frá Þúfna- völlum (hann lézt fyrir nokkrum árum háaldraður), var starfsmað- ur við (slandsbanka á Akureyri. Móðir Páls, Dýrleif Pálsdóttir frá Möðrufelli, vann við saumaskap þarna á Akureyri. Þetta voru harðir tímar — einkum á fyrri stríðsárunum 1914—1918. Þá kost- aði eitt kolatonn 600 krónur. „En okkur systkinin skorti aldrei neitt í uppvextinum," segir Páll í lífs- bók sinni, Áfram skröltir hann, sem kom út fyrir jólin ’83. Ari bankaritari var sonur Guðmundar Guðmundssonar hreppstjóra á Þúfnavöllum og Guðnýjar Lopts- dóttur frá Baugaseli. Faðir Guð- nýjar var talinn auðmaður. Þor- björg, langamma Páls Arasonar, móðir Guðnýjar, var talin laun- dóttir Nielsar Hafsteins faktors á Hofsósi. Flestir Þúfnvellingar verða há- aldraðir þrátt fyrir Jörfagleði á stundum, en það er önnur saga. Nú, nú, Páll hleypir heimdrag- anum og byrjar ungur að stunda akstur. Hann byrjaði á Hafnar- bílstöðinni — en það var lítið að gera. Leikurinn barst aftur norður á heimaslóðirnar og þar var hann ráðinn á BSA af sjálfum bílakóng- inum Kristjáni Kristjánssyni, sem kallaður var Birningur. Kristján á BSA var don með sveiflu bannár- anna og gæddur ólgandi athafna- semi. Sennilega hafa kynni Páls af bílakónginum mótað afmælis- barnið upp á lífstíð. Það er svo margt, sem bendir til þess. Áratugum saman eftir að suður kom stundaði Páll akstur. Hann stofnaði ferðaskrifstofu, sem varð fræg, en áður hafði hann unnið hjá Steindóri Einarssyni, sem hef- ur verið skóli út af fyrir sig. Hann brá sér á síldveiðar fyrir norðan — og allt í einu er hann kominn á Litlu bílastöðina og þá byrjaði töluverð ævintýramennska í lífi Páls. Hann festi ráð sitt. Fyrir valinu varð Hulda Björnsdóttir, kynstór kona af Vatnshornaætt í Skorradal. Þau eignuðust saman tvö börn, Rannveigu, f. 1942, og soninn Björn, f. 1948. Þau slitu samvistir eftir tíu ár. Nokkru síð- ar fór Páll að búa með þýzkri, hjúkrunarkonu, Hannelore Wagn-' er. Sambúð þeirra varaði nokkur ár. Og nú er Páll í hjúskap með Kristínu Hrafnfjörð eins og áður segir. Líf Páls hefur verið eins og löng öræfaferð með nokkrum hindrun- um eins og gengur. Hann hefur alltaf komizt leiðar sinnar eins og Ólafur Ketilsson — alltaf skilað af sér farþegum heilum á húfi í höfn. Sjálfur er hann uppréttur og verð- ur örugglega, unz ferðin er á enda. En hún verður áfram löng með skemmtilegu ívafi á köflum, ef ég þekki Pál rétt. Að Hæðardragi, Rvík., Steingrímur StTh. Sigurðsson. Verndaöu kaupmáttinn tryggöu þér IGNIS á afsláttarveröi Frystikistur HxBr.xD/cm Áöur kr. J Nú kr> -----A 15.560 . 86x60x66 18.300 1Í54Ó 3 Stk. 7 Stk. 3 ' | uppi MUV/II * \ ----. —--------------- r Uppþv.vél H.xBr.xD. i sm Áður kr. ; Nu kr.* 28.560 24.270 , u , F.12/m,boröh.| 85x60x60 ______ Það hækkar ekki kjötlð í frystinum þíMI * Staögreiösluverö RAFiÐJAN SF. Ármúla 8, 108 Reykjavík, sími (91)82535 a|^riRRr^^g8maton Íá^ogej-dhusinnhc ... Smiðjuvegi 38 200 Kópavogi Sími 79800.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.