Morgunblaðið - 02.06.1985, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 02.06.1985, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. JÚNÍ 1985 65v I sumarbúðum Margir hafa miklar áhyggjur af bernsku nútímans. Líta hana vor- kunnaraugum. Halda að krakkarn- ir sitji gráir og guggnir yfir alls- kyns tölvuspilum daginn út og inn. Fótbolti, njólaskylmingar, drullu- mallerí, og aðrir skapandi leikir heyri fortíðinni til. Já, margir halda að heimurinn sé á hraðri niðurleið. Börn nútímans séu miklu verri en sú bjarta bernska burstaba'janna þegar börn voru börn, léku sér að leggjum og hrútshornum og kunnu kverið. Sá, sem þessar línur skrifar, á víst að heita fullorðinn. Engu að síður hefur hann ríka leikþörf. Eg hef gaman af því að rifja upp margslungin ævintýri bernsk- unnar. Ég minnist þess er harð- skeytt bófagengi riðu á kúst- sköftum meðfram skítalæknum elskaða og hvíldust á eftir við ímyndaða Iangelda, sem loguðu í köstulum gerðum úr kassafjöl- um og misjafnlega vel fengnu mótatimbri. Fjölmörg sumur var ég líka þeirrar gæfu aðnjótandi að dvelja í sumarbúðum, nokkr- ar vikur í senn. Undanfarin sum- ur hef ég dvalið í sumarbúðum, ekki sem barn fyrst og fremst, heldur sem starfskraftur. Ég hef því sæmilega þekkingu á sumar- búðum og mig langar til að tí- unda kosti þeirra hér. Leikur í náttúrunni Sumarbúðir eru oftast „í sveit- inni“. Þar kynnast börnin nátt- úrunni og geta notið þess frelsis, sem hún býður. Bílamergð og malbik eru víðsfjarri. Náttúran sjálf í öllu sínu veldi verður leiksmiðja bernskunnar. Hver vildi fara á mis við slíka reynslu? Leikurinn er börnunum lífsnauðsynlegur. I sumarbúðum gengur lífið út á leik og hafa ber hugfast að leikurinn er barn- anna guðsþjónusta. í bókinni „Móðir og barn“, sem Guðrún Lárusdóttir þýddi (Reykjavík 1932), er svo að orði komist: „í Ieik barnsins ber mjög mik- ið á þeim þætti sálarlífsins, er vér í daglegu tali nefnum ímynd- unarafl. Leikurinn þroskar þetta afl, sem segja má að sé hinn skapandi máttur sálarlífsins. Eða hverju mundi rétt og slétt skynsemin koma til leiðar, ef ímyndunaraflið stæði ekki við hliðina á henni með töfraspegil sinn, sem sýnir myndir úr hinum sýnilega og ósýnilega heimi, — myndir, sem skynsemin íklæðir síðan búning raunveruleikans? Imyndunaraflið er hinir með- fæddu vængir sálarinnar, — og hafa ekki allflestir löngun til að hreyfa vængina?" Reynslunni ríkari Dvöl í sumarbúðum getur líka víkkað sjóndeildarhring barn- anna. Þau eignast nýja vini. Þau kynnast börnum frá öðrum stöð- um og fá innsýn í lífið á þessum stöðum, hvort sem það er í sjáv- arþorpinu, sveitinni, kaupstaðn- um eða borginni. Þau kynnast framandi lífsaðstæðum, þau kynnast börnum úr öðruvísi kringumstæðum, þau kynnast börnum, sem eiga erfitt og börn- um, sem hafa það gott. Þau fá smjörþefinn af margbreytileika lífsins. Ég veit ósköp vel að ég er ekki að slá um mig með neinum upp- eldisfræðilegum nýmælum þó að ég fullyrði að barn þarfnist um- hyggju ástríkra foreldra. Aftur á mót veit ég líka að börn geta haft gott af því að dvelja að heiman um stund. Læra að hugsa um sig sjálf, bjarga sér og öðlast meira sjálfstæði. Nú má enginn halda að börn gangi sjálfala um fjöll og firnindi í sumarbúðum. I þeim sumarbúð- um, sem ég þekki er borin mikil umhyggja fyrir börnunum. Þeirra er gætt, þau fá góðan mat og þau eru hugguð, ef eitthvað er að. En heimur sumarbúðanna er fyrst og fremst heimur barn- anna. Börn eru þar í miklum meirihluta, eins og gefur að skilja. Þau ráða ferðinni. Þar með er ekki sagt að taum- laust agaleysi sé í sumarbúðum. Þeir, sem glöggt til þekkja, vita að börn vilja aga. Börn vilja hafa reglu á hlutunum. Og þau gera sér betur grein fyrir því en margur hyggur að oft þarf að hafa vit fyrir þeim. Sumarbúða- dvöl getur orðið til þess að dýpka skilning barna á aganum. Bernska landsins er að vísu oftast bæði vel upp alin og kann að hlýða. En í sumarbúðum er barnið ekki eitt meðal systkina og foreldra. Það er í stórum barnahópi. Það kemst að því fyrr eða síðar að taka verður tillit til náungans. Kristindómur og sam- félagskennd Þá er ég kominn að því, sem ég tel hvað mestu varða. Sumar- búðadvöl fylgir trúfræðsla og dvölin getur glætt samfélags- kennd barnsins. Börnin sem þau leika sér við eru börnin, sem þau borða með. Börnin, sem þau læra með eru börnin, sem þau sofa með. Sumarbúðir þjóðkirkjunnar og sumarbúðir KFUM & K, sem eru félög innan þjóðkirkjunnar, leggja áherslu á að rækta kristna samfélagskennd meðal íslenskra barna. Það ber samt að gjalda varhug við því áliti að lörn séu send i sumarbúðir til þess að iðka trú sína og sú trú sé ekki gjaldgeng annarsstaðar i lífinu. Börn fara ekki i sumar- búðir til þess að rækja kristið samfélag, sem ekki fyrirfinnst á öðrum sviðum mannlífsins. í þeim skilningi eru sumarbúðir ekki vin í eyðimörkinni. Guð er ekki bara i sumarbúðunum. Hann er ekki heldur einungis í kirkjum á sunnudögum. Kall Krists hljómar ekki til einhvers aðgreinds sviðs mannlegrar til- veru. Það eru ekki bara prest- arnir, kirkjan sem stofnun eða sumarbúðirnar, sem sjá um að koma kalli Krists til barnanna til skila. Foreldrar og heimilin i landinu hafa hér miklu hlutverki aö gegna, ef það samfélag og sú trúfræðsla, sem sumarbúðirnar hafa upp á að bjóða, eiga að geta raungerst í gjörvölíu lífi barns- ins. { sumarbúðum, sem ég hef starfað við, er hver dagur endað- ur með því að beðnar eru kvöld- bænir. Starfsfólkið fer inn á herbergi til barnanna, talar við þau, býður góða nótt og biður með þeim. Langflest barnanna kunna bænir og vers. Þykir ýms- um það furðu sæta hafandi heyrt þær tröllasögur, sem fara af al- mennri hnignun kirkju og kristni á íslandi. Síðasta kvöld barnanna í búðunum biður starfsfólkið þó ekki með börnun- um. Þeim er sagt að gera það Sumarbúðir ÆSK við Vestmannsvatn í Aðaldal. Náttúran verður leiksmiðja. sjálf og það, sem mikilvægara er — að halda áfram að iðka bænir með mömmu eða pabba þegar heim er komið. Þetta er svo sem ekki mikil speki. Þið getið reynt að ímynda ykkur hvernig færi ef börnum væri aðeins kennd is- lenska í sunnudagaskólum og sumarbúðum, en annars færu öll tjáskipti fram á dönsku. Við slíkar aðstæður er ég hræddur um að illa færi fyrir íslenskri tungu. Gildi heimilanna Málfar bænarinnar og önnur dýpri eigindi kristinnar trúar verða ekki af bókum numin. Menn verða aldrei fullnuma í kristindómi. Það er hin daglega iðkun trúarinnar, stöðugt líf í trú, sem hér skiptir máli. Því kemur ekkert í staðinn fyrir þátt heimila og uppalenda, þrátt fyrir góða kosti sumarbúða. Ég hvet foreldra til að senda börn sín í sumarbúðir. Þar lærist margt um lífið frammi fyrir Guði. En það líf er ekki einungis að finna í sumarbúðum. Helgar stundir á helgum stöðum eru líf- inu öllu til helgunar. Löngum hafa menn haft áhyggjur af bernsku samtiðar si- nnar. Oft standa áhyggjur af einhverju líka mjög nálægt þvi að bera umhyggju fyrir ein- hverju. Séra Hallgrímur Pét- ursson orti: „Ungdómsins æði, þó áður fyrr stæði til afreka hárra, losti, sjálfræði, leti, svefn bæði, það líst þeim nú skárra. Vits kulnar sæði á vinds hyrjar svæði, því veldur geð þrárra. Að lesa góð fræði læra siðgæði er lunderni fárra.“ Sjónvarpsvélar í stórmörkuð- um geta komið í veg fyrir hnupl. En tæknin leysir ekki öll vanda- mál. Ekkert kemur í stað þeirrar ræktunar siðgæðis og trúar sem skóli, kirkja, sumarbúðir og is- lensk heimili geta veitt. Okkur, fullorðnum tækni- nautnaseggjum tuttugustu ald- ar, væri kannski ekki vanþörf á að líta í eigin barm, þá er við látum í ljós áhyggjur af uppeldi barna á landi hér. —SAJ Sumarbúðasöngurinn í stimarbúdum syng ég dátt, því sælt er hér að vera. Lífíð er svo létt og kátt, og líka nóg að gera. í búðunum ég bý, og bið um dvöl á ný, aftur þegar á ég sumarfrí. Að fánastöng við förum öll og fylkjum liði saman. Oft við förum út á völl, það er svo voða gaman. Kvölda tekur hægt og hljótt, þá hvílist allt sem lifír. Segja englar sofðu rótt og signa rúmið yfír. Pétur Sigurgeirs8on
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.