Morgunblaðið - 02.06.1985, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 02.06.1985, Blaðsíða 62
^600 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. jfCNl 1985 I Gífurleg samkeppni ríkir milli kvikmyndahúsanna Á ReykjavíkursvæÖinu eru rekin hvorki fleiri né færri en átta kvikmyndahús, sem flytja inn myndir. Þessi kvikmyndahús eru misstór, það stærsta er með 1.040 sæti, það minnsta með á fimmta hundrað sæti, en þegar það fer saman að færri kvikmyndir eru gerðar og aðsókn minnkar, vaknar óhjákvæmilega sú spurning hvort kvikmyndahúsin geti haldið starfsemi sinni áfram. Samkeppni milli húsanna hefur aukist gífurlega á síðustu þremur árunum, og útlit fyrir að einhver þeirra verði undir. Árið 1984 seldust 1.200.000 miðar og fækkaði þeim um 100.000 frá árinu áður. En á sama tíma stækka húsin við sig. (Það skal tekið fram, til að valda engum misskilningi, að ekki náðist samband við skrifstofu Tónabíós, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.) Eigendur og stjórnendur kvik- myndahúsanna eru almennt sam- mála um að geysimikil samkeppni ríki þeirra á milli. Samkeppnin hefur haft miklar breytingar í för með sér. Á árum áður ríkti friður á markaðnum, menn voru nokk- urn veginn öruggir með myndir frá ákveðnum dreifingaraðilum (þótt ekki sé rétt að tala um bein umboð); svo öruggir að sumar kvikmyndir komu hingað til lands nokkurra ára gamlar. En nú er enginn öruggur með það sem hann telur sitt. Spjótin virðast beinast * að einum ákveðnum aðila, meiri- hluti kvikmyndahússeigenda taiar um yfirboð, en niðurstaðan virðist vera súa að allir séu undir sömu „sökina" seldir. Talsvert hefur heyrst um yfir- boð, það er að menn stelist í garð nágrannans; menn segja að þessi yfirboð hafi leitt til þess að inn- kaupsverð stórnúmera hafi rokið upp úr öllu valdi. Ghostbusters, sem er ein dýrasta myndin, kost- aði 30.000 dali í tryggingu. Nú er svo komið að margar þeirra mynda sem hljóta mestu aðsókn- ina koma síst betur út fyrir kvikmyndahúsið heldur en litlar og ódýrar myndir, þar sem stór- númerin eru orðin svo dýr. Kvik- myndahússeigendur borga frá 12.000 til 30.000 dölum í tryggingu, og allar svo dýrar myndir eru keyptar á prósentusamningum, sem þýðir að erlendi dreifingar- aðilinn fær allt að 50% innkom- unnar fyrstu tvær vikurnar, en síðan stiglækkandi. Hið opinbera hirðir 36,8% af andvirði hvers að- göngumiða. En hvað hafa forráðamenn kvikmyndahúsanna um þetta að segja? Er samkeppnin eðlileg eða er hún að leiða húsin út í ógöngur? Nýr aðili sprengir upp markaðinn Friðbert Pálsson, framkvæmda- stjóri Háskólabíós, segir að nýtt bíó hafi potað sér inn á markaðinn fyrir þremur árum og við það hafi samkeppnin aukist, sérstaklega um myndirnar á frjálsa (inde- pendent) markaðnum. Háskólabíó hefur verslað við Paramount til margra ára, en það fyrirtæki hef- ur átt margar stærstu myndir síð- ustu ára. Friðbert telur að sitt bíó hafi ekki misst stórnúmr til ann- arra þrátt fyrir harðnandi sam- keppni og yfirboð, sem hann telur að sumu leyti óþörf. Friðbert segir að innkaupsverð mynda og þar með miðaverðið hafi tvöfaldast á síðustu 2—4 árum vegna yfirboða nýrra aðila i bransanum. „Þessi nýi aðili er að sprengja upp markaðinn. Það er í sjálfu sér mjög eðlilegt þar sem hann vill ná í myndir eins og aðrir. Slíkt hið sama myndu aðrir gera ef þeir byrjuðu að reka kvikmyndahús í dag. En ég legg áherslu á að það er vel hægt að halda miðaverði niðri með meiri samvinnu kvikmynda- húsanna, eins og tíðkaðist hér áð- ur fyrr.“ Friðbert sagði að þessi aukna samkeppni gerði það að verkum að meiri óvissa væri um ákveðnar kvikmyndir. En föst viðskipta- sambönd Háskólabiós við Para- mount tryggja þó bíóinu meiri- hluta þeirra mynda sem bíóið þarf. Árni Kristjánsson í Austurbæj- arbíói telur að samkeppnin sé of mikil vegna yfirboða vissra aðila. En hann vill engin nöfn nefna, tekur fram að allir séu sekir, en misjafnlega mikið. Hann telur að æskilegast væri að allir kvik- myndahússeigendur væru saman í félaginu, en af átta kvikmynda- hússeigendum eru sjö í félaginu. Árni segir að yfirboðin hafi ekki snert Austurbæjarbíó beint, sitt bíó hafi komist hjá þessari harðn- andi samkeppni, a.m.k. enn sem komið er. „Við höfum siglt lygnan sjó, við höfum ekki boðið í myndir hjá öðrum, en heldur ekki orðið fyrir barðinu á yfirboðum ann- arra.“ Öll lögmál úr sambandi Karl Schiöth, framkvæmda- SÖGUÞRÁÐURINN SKIPTIR MESTU Einhvern tíma á síðasta ári var gerð könnun í Bandaríkjunum, sem er mesta bíóland heimskringlunnar, hvað það væri sem fengi fólk til að borga ákveðna upphæð til að sjá ákveðna kvikmynd; hvað sé mesta aðdráttaraflið. 1 fremri prósentudálknum er fólk sem fer í bíó annað slagið, en í hinum aftari fólk sem fer oft í bíó: % % Söguþráður 42,7 35,5 Orðið sem fer af myndinni 20,2 22,6 Leikararnir 14,6 19,4 Ýmislegt 10,1 12,9 Sjónvarpsauglýsingar 6,7 6,5 Forsýningar 2,2 0,0 Gagnrýni 1,1 3,2 Auglýsingar í dagblöðum 2,2 0,0 stjóri Stjörnubíós, segir að það sé ekki óeðlilegt að innkaupsverð kvikmynda hækki þegar einn aðili standi fyrir utan félag kvik- myndahússeigenda og hafi alger- lega frjálsar hendur um það hvert hann snýr sér í myndakaupum. „En þeir úti í Bandaríkjunum sjá auðvitað í gegnum þetta. Ef við, sem erum föst í viðskiptum við stóru dreifingarfyrirtækin, fengj- um ekki góðu bitana, væri enginn grundvöllur fyrir þessum viðskipt- um.“ Stjörnubíó hefur keypt myndir frá Columbia frá upphafi, en hef- ur einnig keypt myndir frá Evr- ópu. En nú virðast vera blikur á lofti í þeim efnum. Karl segist hafa gefist algerfega upp á evrópskum myndum, þær hafi all- ar kostað mikið en fengið litla að- sókn og bíóið stórtapað á þeim. „Það er eins og fólk sé ekki hrifið af þeim myndum," segir Karl. „Það ríkir gífurleg samkeppni í kvikmyndabransanum, eiginlega svo mikil að öll lögmál eru farin úr sambandi,“ segir Jón Ragnars- son, forstjóri Regnbogans. „Mark- aðurinn er uppsprengdur, engir í heiminum borga eins mikið fyrir myndir og við Islendingar. Ástæð- an er samstöðuleysi kvikmynda- hússeigenda. Menn leita eftir meira fæði í gráðuga kjafta, föstu umboðin eru ekki lengur örugg, því nú er farið yfir í garð ná- grannans. Jón segir samkeppnina hafa aukist vegna þess að nú séu gerðar færri stórmyndir, og því séu meiri læti í kringum toppmyndirnar en áður. Samkeppni og yfirboð sé af- leiðing þessarar kreppu. „Allir taka þátt í þessum darraðardansi, enda verðum við íslendingar að athlægi þegar við hópumst til út- landa og bítumst um bestu bitana af kökunni. Nýlega fóru átta kvik- myndahússeigendur og nokkrir í myndabransanum til Kaliforníu. Það gefur því augaleið að seljand- inn á auðvelt með að hækka verðið til litla íslands. Á þessa sömu kaupstefnu komu aðeins fjórir frá Danmörku, sem er margfalt stærri markaður. Við töpum allir meðan þetta viðgengst, en blóðug- ast er að gyðingarnir í Ameríku græða mest.“ Af íslenskum kvikmyndahúss- eigendum hefur Jón Ragnarsson sýnt evrópskum myndum mestan áhuga. Jón segir það koma til af því að kollegar sinir hafi ekki áhuga á myndum í þeim stíl, enda lái hann þeim það ekki, en hann hafi hingað til fengið þessar myndir á lágmarksverði, hann hafi raunar haldið verðinu niðri þar sem hann hafi verið einn um hituna. „Ég hef hagnast talsvert á þessum viðskiptum, en þau eru svo tímafrek, að það er álitamál hvort maður getur haldið þeim áfram.“ Brestur í félagsskapnum Grétar Hjartarson, fram- kvæmdastjóri Laugarásbíós og formaður Félags kvikmyndahúss- eigenda, segir að viðskipti Laugar- ásbíós við Universal, sem bíóið hefur verslað við frá upphafi, dygðu bíóinu hér um bil. Laugar- ásbíó, sem hafði aðeins einn sal þar til fyrir mánuði, þarf um 20 myndir árlega, en þar sem sam- keppnin hefur farið harðnandi er það lífsnauðsyn að leita annað og að hafa fleiri sali. Laugarásbíó byggði nýja sali vegna þrýstings frá Universal, en seljendur íuðu að því við Grétar að ónefndir aðilar á Islandi, þ.e.a.s. fjölsalabió, myndu fá stærstu myndirnar ef hann byði ekki betur. „Við höfum mörg dæmi um hrein yfirboð," segir Grétar. „Það er kominn brestur í félagsskapinn, en hefur þó ekki soðið upp úr. Bíó- stjórár verða sífellt að vera á hött- unum eftir nýju efni, og við verð- um að fá myndir nýrri, ekki aðeins til að bæta þjónustuna við kúnn- ana, heldur einnig til að verjast samkeppninni frá myndbanda- markaðnum. Sá bíóstjóri, sem ekki tekur myndir nýjar og fersk- ar, fylgist ekki með. Það á að setja hann á safn.“ Grétar segist reyna að kaupa þær myndir sem hann telur að fólkið vilji. „Ég er ekki í þessu starfi til að breyta smekk manna, heldur til að fylgjast með smekk þeirra og reyni að gefa fólki þær myndir sem það vill.“ Nýja bíó selt? Sigurður E. Sigurðsson í Nýja bíói segir að þessi harða sam- keppni hafi komið illa niður á sínu bíói, þvi það hafi einfaldlega ekki verið í stakk búið til að keppa við fjölsalabíóin. „Það er ekki lengur hægt að reka bíó með einum sal. Við verðum að fá myndirnar sem nýjastar, og helst leigja lítinn sal.“ Sigurður segir að á Reykja- víkursvæðinu sé vargur í véum, sem hafi ruslað til á markaðnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.