Morgunblaðið - 02.06.1985, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 02.06.1985, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. JÚNÍ 1985 Fleiri fara í leikhús en á fótboltaleiki í Bretlandi „Michael! Elskan! Hvað ert þú aö gera hér?“ hrópaði kona í gullfallegum siffonkjól og kom svífandi út úr sal þar sem upp á búið fólk steig léttan vals um kaffileytið. „En gaman að sjá þig!“ Hún sveipaði örmunum utan um Michael Frayn, leikritahöfund, og þau rétt lögðu kinn við kinn, kinn við kinn. Fleiri voru á leið úr salnum og allir fórnuðu höndum af ánægju yfir að sjá „Michael!“ Hann var furðu lostinn. Hann var mættur á staðinn til að gefa stutt blaðaviðtal og hafði valið Waldorf-hótelið af því að það er „alltaf svo rólegt þar“. Alltaf nema þennan dag. Stór hluti helstu leikara London var saman kominn til tedrykkju í góðgerðarskyni við einhverja bágstadda. Þangað inn álpaðist Frayn í brúnum flauelis- jakka, með rauðan ullartrefil um hálsinn. Hann afþakkaði að kaupa rándýran tebolla, afsakaði að hann yrði að fara annað við kunningja sína og leitaði aö rólegri staö á hótelinu, glað- hlakkalegur á svip. Atvikið hefði vel getað átt sér stað í einhverju leikrita hans. Noises Off eða Skvaldur, sem var sýnt í Þjóðleikhúsinu í fyrra, gengur enn í London. Það var frumsýnt fyrir þremur árum og var kosið besti breski gaman- leikurinn 1982. Tvö önnur gaman- leikrit eftir Frayn, Alphabetical Order og Donkeys’ Years, hlutu sömu viðurkenningu á sínum tíma. Nýjasta leikritið hans, The Benefactors eða Velgjörðarmenn- irnir, var frumsýnt í apríl í fyrra og var kosið besta leikrit ársins 1984. The Benefactors, sem er í Vaudeville-leikhúsinu við Strand undir leikstjórn Michaels Blake- more, fjallar um ung hjón sem vilja vel. Hann er arkitekt og hef- ur fengið taekifæri til að endur- skipuleggja gamalt hverfi í suður- hluta London. Meiningin er að byggja manneskjulegt umhverfi en það reynist ómögulegt og hann endar með hugmyndir að tveimur himinháum skýjakljúfum sem myndu hafa áhrif á veðurfar í London og stofna flugumferð í hættu. „Þetta er byggt á sann- sögulegu tilfelli,” sagði Frayn, sem er viðfelldinn maður. „Kunn- ingi minn, sem er arkitekt og ráð- lagði mér við tæknilegu hliðar leikritsins, sagði mér að einu sinni voru uppi áætlanir að reisa hæstu íbúðarturna Evrópu en það varð aldrei úr því.“ Nágrannar hjón- anna leita mikið til þeirra og þau reyna að lappa upp á hjónaband þeirra. Það gengur álíka vel og uppbygging gamla hverfisins; hjónaband nágrannanna leysist upp og arkitektinn fær verkefni frá húsverndunarfélagi sem kona hans hefur hafið störf hjá. Aðeins fjórar persónur eru í leikritinu. „Ég held ekki með neinni einni persónu fram yfir aðrar,“ sagði Frayn. „Þetta eru fjórir ólíkir karakterar að fást við vandamál sem nútímafólk stendur frammi fyrir. Margir hafa haft á móti eiginkonu arkitektsins við mig en mér finnst mikið í hana varið og kann að meta hana," sagði hann og brosti eins og mað- ur sem er að tala um góða vinkonu sína. Frayn hefur próf í heimspeki frá Cambridge en vann lengi sem blaðamaður og dálkahöfund- ur hjá Guardian og Observer. Gamanleikritin hans eru bráð- fyndin en alvarleg hugsun býr að baki þeirra allra. Noises Off geng- ur út á leikhóp sem er að setja farsann Nothing On á svið og sýn- ir hvernig fólk reynir að halda andlitinu út á við, „The show must go on“, þótt allt sé að koðna í kringum það. Generalprufan fer fram í fyrsta þætti. Tímasetning og ráp um sjö ólíkar dyr eru mik- ilvæg en samband leikaranna kemur einnig í ljós og Frayn gefst tækifæri til að nota talsmáta leik- ara („Michael! Elskan!“) á skemmtilegan hátt. Annar þáttur gerist bak við sviðið á eftirmið- dagssýningu. Nokkuð los er komið á hlutina, ástarmál leikaranna farin að eitra andrúmsloftið en sýningin heldur áfram. Allt fer úr skorðum í þriðja þætti. Illindin baka til velta fram á sviðið og allt er komið í vitleysu. En leikararnir gefast ekki upp. Þeir impróvísera til að bjarga sér áfram og flækjan verður enn flóknari þangað til tjaldið fellur í lokin. Áhorfendur veina af hlátri um alla Vestur-Evrópu og í New York af þessu leikriti. Margir hafa gagnrýnt endinn við Frayn en hann yppir öxlum og segist ekkert geta gert við honum. „Ég umskrif- aði þriðja þátt þangað til leikar- arnir neituðu að læra oftar nýtt handrit þegar við vorum að setja verkið fyrst á svið,“ sagði Frayn. „Kannski er ómögulegt að finna góðan endi fyrir þetta verk. Leik- list er ekki eins og stærðfræði þar sem alltaf er hægt að finna réttu lausnina." Andrew Lloyd Webber, söng- leikjahöfundur, kann lausn á flestum málum. Hann gerði sér lítið fyrir og skrifaði heila sálu- messu fyrir konu sína, Sarah Brightman, svo að hún gæti látið ljós sitt skína á klassíska söng- sviðinu. Hann fékk Placido Dom- ingo og Winchester Cathedral- kórinn til að syngja með henni inn á plötu við undirleik English Chamber-hljómsveitarinnar undir stjórn Lorin Maazel. „Sumir gagn- rýnendur hafa verið með merki- legheit en aðrir hafa verið já- kvaeðir," sagði Lloyd Webber í sjónvarpsviðtali, þegar platan kom út, og var ánægður með sig. Nýjasti söngleikurinn hans, Starlight Express, er óvenju- legur og hressandi. Söngvararnir hlaupa um og dansa á hjólaskaut- um og heljarmiklum tæknibúnaði hefur verið komið fyrir til að gera þeim kleift að fara í kringum sal- inn og yfir sviðið. Söguþráðurinn er um yfirstandandi kappakstur járnbrautalesta, hugarfar þeirra, erfiðleika og ástarlif. Gamla, ryðgaða gufueimreiðin er góða lestin. Mikið er gaman þegar hún sigrar keppnina og vinnur hug og hjarta nýju, gljáandi farþegalest- arinnar. Samkeppni lestanna var álíka hörð og fótboltaleikur Tottenham Hotspur og Manchester United á heimavelli Tottenham um miðjan mars. Manchester vann 2:1 og það var eins og ótrúlegasta leiksýning að fylgjast með áhorfendunum. Aðdáendur liðanna voru skildir að með hárri gaddavírsgirðingu og í hálfleik hrópuðu þeir íjót ókvæðis- orð hver að öðrum. Einn Tott- enham-aðdáandanna hristi ramm- læst hlið á girðingunni með svo miklum látum að nærstaddir óttuðust að honum tækist að opna það. Lögreglan fjarlægði manninn en aðrir urðu til að skvetta bjór og sprauta köldu vatni á Manchest- er-aðdáendurna. Þeir svöruðu fyrir sig með því að skjóta smá- mynt í andlitið á andstæðingum sínum og kölluðu þá „the shit of London". Eftir leikinn myndaði lögreglulið vegg á milli aðdáenda liðanna og þeim var beint inn á tvær samliggjandi götur. Lög- regluþjónar á hestum sáu til þess að engir komust milli gatnanna og allir voru reknir eins og kindur í burtu frá leikvanginum. Fótbolta- treflar eða aðrar liðsmerkingar sáust hvergi og eins gott að leyna kæti yfir úrslitunum í miðri Tott- enham-þvögunni. Tugir þúsunda sækja fótboltaleiki f Bretlandi en fleiri fara þó í leikhús á hverju Colin Blakey og Roger David- son í One for the Road eftir Harold Pinter. ári. „Já, það eru fleiri leikhús- miðar seldir á hverju ári en að- göngumiðar að fótboltaleikjum," sagði Ian McKellen, einn fremsti Shakespeare-leikari Breta í dag, og var ánægður með það. Hann er 45 ára, einstaklega myndarlegur, með stálgráblá augu og ótrúlega stórar hendur. Hann fer nú með aðalhlutverkið í Coriolanus eftir William Shakespare í National Theatre undir leikstjórn Peters Hall. Skrifstofa hans í leikhúsinu er lítil og full af bókum um Shake- speare. Hann Ias enskar bók-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.