Morgunblaðið - 09.06.1985, Síða 3
J .
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JtM 19&5
B
i
við söguna af Taminu, sem býr á eyju sem
er eingöngu byggð börnum.
„Þessi saga er draumur, draumsýn sem
sækir á mig. Að hugsa sér að vera neyddur
til að eyða ævinni umkringdur börnum, án
tækifæris til að ræða við nokkurn fullorð-
inn. Martröð. Hvaðan kemur þessi ímynd?
Eg veit það ekki, ég er ekki að kryfja
drauma mína, ég kýs heldur að spinna úr
þeim sögur."
Börn hafa undarlegu hlutverki að gegna
í bókum þínum. í „The Unbearable Lightn-
ess of Being" kvelja börnin kráku, og Ter-
eza segir upp úr þurru við Tomas: „Ég er
þakklát þér fyrir að hafa ekki viljað eign-
ast börn.“ Hins vegar má finna í bókunum
væntumþykju í garð dýra. í síðustu bók-
inni er svín gert að viðkunnanlegri per-
sónu. Er ekki þessi afstaða til dýranna
nokkuð smjaðurkennd?
„Það finnst mér ekki. Smjaður miðar að
því að gera öllum til geðs, hvað sem það
kostar. Að tala vel um dýrin en vera tor-
trygginn í garð barna getur varla fallið
öllum í geð. Það getur jafnvel vakið nokkra
gremju. Ekki það að ég hafi neitt á móti
börnum. En barnaskapur finnst mér
ógeðfelldur.
Faöir minn var pí-
anóleikari. Hann
hafði mikið dálæti á
nútímatónlist — á
Stravinsky, Bartók,
Schoenberg, Janacek.
Hann barðist ákaft fyrir
því að Leos Janacek
hlyti viðurkenningu sem
listamaður. Janacek er
heillandi nútímatóns-
káld, óviðjafnanlegur, og
honum verður hvergi
skipað í flokk með öðr-
um.
Hérna í Frakklandi, fyrir kosningarnar,
höfðu allir stjórnmálaflokkarnir uppi
veggspjöld. Alls staðar voru sömu slagorð-
in um betri framtíð og alls staðar myndir
af brosandi börnum að leik. Því miður er
mannleg framtíð okkar ekki bernska, held-
ur elli. Raunverulegur mannkærleiki sam-
félagsins birtist í afstöðu þess til ellinnar.
En ellin, eina framtíðin sem blasir við
okkur öllum, verður aldrei sýnd á áróð-
ursveggspjöldum. Hvorki spjöldum hægri
né vinstri manna."
Ég sé að ágreiningurinn milli hægri og
vinstri vekur ekki mikinn áhuga hjá þér.
„Hættan sem steðjar að okkur er alræð-
isheimsveldið. Khomeini, Mao, Stalin —
eru þeir tii hægri eða vinstri? Alræðis-
stefnan er hvorki til hægri né vinstri, og
innan heimsveldis hennar mun hvort
tveggja tortímast.
Ég hef aldrei verið trúaður en þegar ég
sá tékkneska kaþólikka ofsótta á ógnar-
tímum Stalíns fann ég til innilegra sam-
—
stöðu með þeim. Það sem aðskildi okkur,
trúin á Guð, skipti minna máli en það sem
sameinaði okkur. Þeir hengdu sósíalista og
klerka í Prag. Þannig fæddist bræðralag
þeirra hengdu.
Þetta er ástæðan fyrir því að þrálát bar-
átta hægri og vinstri er í mínum augum
úrelt og mjög hallærisleg. Mér er meinilla
við að taka þátt í stjórnmálalífinu þótt
stjórnmálin geti verið heillandi leiksýning.
Sorgleg og banvæn leiksýning í heimsveld-
inu í austri, andlega ófrjó en skemmtileg í
vestri.“
Stundum er því haldið fram að þrátt
fyrir allt gefi kúgunin listum og bók-
menntum meiri alvöruþunga og meira líf.
„Við skulum ekki vera með neina
draumóra. Þegar kúgunin er varanleg get-
ur hún útrýmt menningunni algjörlega.
Menningin þarf að þróast meðal þjóðar-
innar, hún þarfnast frelsis til skoðana-
skipta; hún þarfnast málgagna, listsýn-
inga, umræðna og opinna landamæra.
Engu að síður getur menningin haldið lífi
í takmarkaðan tíma við erfiðustu aðstæð-
ur.
Eftir rússnesku innrásina árið 1968 voru
svo til allar tékkneskar bókmenntir bann-
aðar, og þeim aðeins dreift í handritum.
Engu að síður voru tékkneskar bókmennt-
ir stórfenglegar á áttunda áratugnum.
Skáldsögur eftir Harbal, Grusa, Skvor-
ecky. Það var þá, á þessum mestu hættu-
tímum í sögu þeirra, að tékkneskar bók-
menntir unnu sér alþjóða viðurkenningu.
En hve lengi geta bókmenntir komizt af
neðanjarðar? Það veit enginn. Svona
ástand hefur aldrei fyrr ríkt í Evrópu.
Hvað varðar ógæfu þjóða megum við
ekki missa sjónar af tímamörkunum. í fas-
ísku einræðisríki vita allir að ógæfan tek-
ur enda. Allir mæna á endann á jarðgöng-
unum. f heimsveldinu í austri eru jarð-
göngin endalaus. f það minnsta endalaus
með tilliti til mannsævinnar. Þess vegna
er ég lítt hrifinn af því þegar verið er að
bera saman Pólland og, til dæmis Chile.
Jú, pyndingarnar, þjáningarnar eru þær
sömu. En lengd jarðganganna er mjög
ólík. Og það breytir öllu.
Pólitísk kúgun felur í sér annarskonar
hættu, sem — í það minnsta hvað varðar
skáldsöguna — er jafnvel verri en ritskoð-
unin og lögreglan. Þar á ég við siðgæðið.
Kúgunin skapar allt of skýr mörk milli
þess góða og þess illa, og rithöfundurinn
lætur auðveldlega undan þeirri freistingu
að gerast boðberi. Frá mannlegu sjónar-
miði getur þetta virzt aðlaðandi, en það er
banvænt fyrir bókmenntirnar.
Hermann Broch, austurríski rithöfund-
urinn sem er í miklu dálæti hjá mér, hefur
sagt: „Eina dyggðin sem rithöfundur verð-
ur að fylgja er þekkingin." Eingöngu
bókmenntaverk sem opinbera ókunna hlið
mannlegrar tilveru eiga rétt á sér. Hlut-
verk rithöfundar er ekki að boða sann-
leika, heldur að finna sannleika."
En er ekki hugsanlegt að samfélög sem
búa við áþján geti veitt rithöfundum fleiri
tækifæri til að finna ókunna hlið á tilver-
unni en þeim gefst kostur á sem lifa frið-
sömu lífi?
„Ef til vill. En við skulum líta á Mið-
Evrópu, þessa gífurlegu tilraunastofu sög-
unnar. Á 60 ára tímabili höfum við upplif-
að fall heimsveldis, endurfæðingu smá-
/
Eg hef aldrei veriö
trúaður en þegar ég
sá tékkneska kaþól-
ikka ofsótta á
ógnartímum Stalíns
fann ég til innilegra
samstööu með þeim. Það
sem aðskildi okkur, trú-
in á Guð, skipti minna
máli en það sem samein-
aði okkur. Þeir hengdu
sósíalista og klerka í
Prag. Þannig fæddist
bræðralag þeirra
hengdu.
ríkja, lýðræði, fasisma, hernám Þjóðverja
og þau fjöldamorð sem því fylgdu, hernám
Rússa og nauðungarflutningana sem því
fylgdu, vonirnar sem bundnar voru við
sósíalismann, skelfingar Stalíns, land-
flótta ... Ég hef alltaf undrazt það hvernig
fólkinu í kringum mig tókst að sætta sig
við þetta ástand.
Maðurinn er dularfullur. Hann er eins
og spurningarmerki. Og það er þessi undr-
un sem skapar þörfina fyrir að skrifa
skáldsögu. Vantrú mín á mikilvægi margs
þess sem svo til útilokað er að ná fram á
rætur að rekja til reynslu minnar frá
Mið-Evrópu.
Sem dæmi má taka að æskan er ekki
æviskeið heldur verðmæti í sjálfri sér.
Þegar stjórnmálamenn nefna þetta orð eru
þeir venjulega með kjánalegt bros á vör.
En ég, þegar ég \ar ungur, bjó á ógnartím-
um. Og það var æskan sem studdi ógnvald-
inn, mikill hluti hennar, vegna reynslu-
leysis, vanþroska, siðalögmálsins um allt-
eða-ekkert, lýriskra viðhorfa. í engri bóka
minna kemur fram meiri trotryggni en í
„Life is Elsewhere". Hún fjallar um æsku
og skáldskap. Reynslu skáldskaparins á
ógnartímum Stalíns. Bros ljóðlistarinnar.
Blóðugt bros sakleysisins.
Skáldskapurinn er eitt þessara verð-
mæta sem ekki verður komið höggi á í
þessu þjóðfélagi okkar. Það gekk fram af
mér árið 1950 þegar franski kommúnistinn
Skáldskapurinn er
eitt þessara verð-
mæta sem ekki
verður komið höggi
á í þessu þjóðfélagi
okkar. Það gekk fram af
mér árið 1950 þegar
franski kommúnistinn
og skáldið Paul Eluard
lagði opinberlega bless-
un sína yfir það er vinur
hans, rithöfundurinn
Zavis Kalandra frá
Prag, var hengdur.
og skáldiö Paul Eluard lagði opinberlega
blessun sína yfir það er vinur hans, rithöf-
undurinn Zavis Kalandra frá Prag, var
hengdur. Þegar Brezhnev sendir skrið-
dreka til að standa fyrir fjöldamorðum í
Afghanistan er það hræðilegt, en, ef svo
má segja, eðlilegt — það var við því að
búast. Þegar mikið skáld lofsyngur aftöku
er það áfall sem splundrar þeirri mynd
sem við gerum okkur af umheiminum."
Veldur reynsluríkt líf því að skáldsögur
þínar verða sjálfsævisögulegar?
„Engin persóna í sögum mínum er
sjálfsmynd mín, né heidur nokkur persóna
eftirmynd lifandi manns. Mér líkar illa við
duldar sjálfsævisögur. Ég kann ekki að
meta lausmælgi hjá rithöfundum. Hvað
varðar sjálfan mig tel ég lausmælgi eina
af dauðasyndunum. Hver sá sem opinberar
einkamá! annars verðskuldar hýðingu. Við
lifum á tímum þar sem verið er að eyði-
leggja einkalífið. Lögreglan eyðileggur það
í kommúnistaríkjunum, blaðamenn ógna
því í lýðræðisríkjunum, og smám caman
glatar fólkið sjálft lönguninni til einkalífs
og tilfinningunni fyrir því.
Að búa við það að geta aldrei dulizt aug-
um annarra — það er hreinasta víti. Þeir
sem búið hafa í alræðisríkjum vita þetta,
en það stjórnkerfi dregur aðeins fram, líkt
og stækkunargler, þá tilhneigingu sem
virðist uppi í öllum nútíma samfélögum.
Tortíming eðlishvatanna; hnignun hugs-
unar og lista; aukning skriffinnskunnar;
útþurrkun persónueinkenna; skortur á
virðingu fyrir einkalifi. Án launungar er
ekkert mögulegt — ekki ást, ekki vinátta."
Það var orðið allframorðið þegar viðtal-
inu lauk og Kundera fylgdi mér heim að
hótelinu, stuttan spöl í röku rökkri París-
arborgar. Einum eða tveimur dögum síðar
bjóða Kundera-hjónin mér til hádegis-
verðar þar sem á borðum er kornhæna
með einiberjasósu, matreidd á tékkneskan
hátt. Kundera er léttur í lund en kenjótt-
ur. Hann segist lesa minna og minna
vegna þess að franskir útgefendur séu allt-
af að minnka ietrið á þeim bókum sem þeir
senda frá sér. Hann tekur ekki til greina
þann möguleika að hér sé ekki um frönsk
launráð að ræða heldur þurfi hann ný
gleraugu.
„Hann fer undan í flæmingi eins og rit-
höfundum er tamt þegar hann er spurður
að því um hvað bókin sem hann er að
vinna að fjalli. En hann hefur ekkert á
móti því að ræða samstarf sitt við franska
kvikmyndaleikstjórann Alain Resnais, en
þeir eru nú að vinna að gerð „flókins skop-
leiks". Kundera semur handritið, og hann
er að leita fyrir sér að nafni á leikinn.
Ætti það að vera „Þrír eiginmenn og tveir
elskhugar“ eða „Tveir eiginmenn og þrír
elskhugar"? Hér nær stríðnin yfirhönd-
inni á laununginni.
Þetta er sá Milan Kundera sem vinir
hans frá 1968 eiga svo góðar minningar
um, áhyggjulausi Kundera, höfundur
„Laughable Loves“, bókarinnar sem hann
metur mest allra verka sinna, því hún er
tengd skemmtilegasta tímabili ævi hans.
(Olga (arlisle, höfundur bókarinn-
ar „Vokes in the Snow, er höíund-
ur fjölda greina um menningar-
strauma í Austur-Errópu.)
Heimild: The New York Times
Var áöur höfuðborg Noregs
Bergen er meðal elstu borga í
Noregi en Ólafur konungur kyrri,
lagði grunninn að henni árið 1070.
Á 12. og 13. öld var Bergen höfuð-
borg Noregs og nú er hún önnur
stærsta borg landsins með um
208.000. íbúa. Á miðöldum, á tím-
um hansakaupmannanna, var
Bergen jafnframt ein mikilvæg-
asta verslunarborg landsins.
Höfnin í Bergen hefur alla tíð
verið „lífæð" borgarinnar og í
aldaraðir hefur hún laðað að fólk
frá öllum heimshlutum. Þykir
Bergen hafa á sér meiri heims-
borgarblæ en aðrar borgir Noregs.
Hún nýtur nú sívaxandi vinsælda
sem ferðamannaborg, enda rómuð
fyrir fegurð, í faðmi tilkomumik-
illa fjalla og umlukin himinháum
trjám.
Sjón er sögu ríkari
Sigurður Helgason yngri, for-
. stjóri Flugleiða, fór með í fyrstu
Á nugvellinum 1 Bergen að loknu fyrsta fluginu þangað. F.h. Skarphéðinn Árnason, forstöðumaður Flugleiða í
Noregi, Runólfur Sigurðsson, flugvélstjóri, Kjartan Guðmundsson, flugmaður, Jón R. Steindórsson, yfirflugstjóri,
Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, og flugfreyjurnar Sólveig Þórarinsdóttir, Sigrún B. Baldursdóttir, Sigríður
Árnadóttir, Halldóra Finnbjörnsdóttir, Ragnheiður Brynjólfsdóttir og Margrét Borgþórsdóttir.
flugferðina til Bergen, laugardag-
inn 1. júní sl. Ásamt honum í för-
inni voru Sigfús Erlingsson, fram-
kvæmdastjóri markaðssviðs,
Sæmundur Guðvinsson, blaða-
fulltrúi, Hans Indriðason, for-
stöðumaður markaðssviðs, ólafur
Steinn Valdimarsson, ráðuneytis-
stjóri, Kjartan Lárusson, formað-
ur Ferðamálaráðs, Birgir Guð-
jónsson, deildarstjóri. Einnig voru
með í förinni nokkrir norskir emb-
ættismenn, blaðamenn og ferða-
málastjórar í Vestur-Noregi, sem
komu til íslands í tengslum við
nýju flugleiðina. Nokkrum ís-
lenskum frétta- og blaðamönnum
var boðið með í þessa fyrstu flug-
ferð.
Þó að ekki hafi verið staldrað
nema stutt við í Bergen, urðu
menn margs vísari um þessa fögru
borg. Höfðu margir á orði, að
Bergen yrðu þeir að heimsækja
aftur og skoða í góðu tómi, enda
ótalmargt ókannað í þessari for-
vitnilegu „fjallaborg".
BF.
í