Morgunblaðið - 09.06.1985, Síða 5

Morgunblaðið - 09.06.1985, Síða 5
—- ^ mér, ég streittist á móti, skrúfaði V, niður í prímusnum og skildi heitt m vatnið eftir og svo hófst leikurinn £> úti, ekki dægilegur leikur — og sól skein í heiði, mjög nærgangandi leikur. Hann barst yfir á, þá hvarf mér öll hræðsla og ég lagðist og lá lengi og hundurinn sleikti sig. Hvernig ég kom landvættinum af mér það segi ég ekki. Ég sagði ekki frá þessu í mörg ár. Ég hafði verið þarna lengi í kolamyrkri við ann- an mann og einskis orðið var og eins hef ég komið þarna síðan og ekkert gerst.“ Orgelspil að handan nÉg hef oft séð huldufólk en það eldist af mönnum eins og „skyggn- in“ svonefnda, ekki síst ef menn standa á móti þessu eins og ég geri. Ég vil ekki standa í neinni andatrú, það er nóg af slíku á Skarðsströnd. Menn voru hér svo miklir miðlar að það heyrðist leik- ið á orgel upp úr þeim.“ Ráð sem dugði „Brynjólfur Haraldsson, sem kenndi mér í farskóla, var stór- kostlega merkilegur miðill. Hann var á sálnaflakki og það sóttu aö honum illir andar. Hann talaði upp úr svefni og þá breyttist mál- rómurinn svo úr varð heilt samtal. Stundum var varla hægt að merkja að hann andaði. Brynjólf- ur var kennari á heimsmæli- kvarða. Þeir sem fóru frá honum í mennta- og háskóla gátu ekki bætt við sig miklu. Hann kunni ráð við að nemendur nöguðu blý- anta. Hann stakk blýöntunum í eyrun á sér og ef það dugði ekki þá annars staðar á líkamann." Lélegur drykkjumaður „Brynjólfur hélt einu sinni yfir okkur nemendum sínum góða bindindisræðu. Við dýrkuðum all- ir Gretti Ásmundarson. Brynjólf- ur sagði að eftir að Grettir glímdi við drauginn Glám hefði hann ekki haft nema helming þess afls sem honum var ætlað. Ef við glímdum við áfengis- og tóbaks- drauginn þá færi eins fyrir okkur. Þetta sat í mér fyrst framan af meðan ég var með kraftadellu. Ég náði því nú aldrei að verða drykkjumaður þó ég gerði dálítið til þess, ég held að það hafi verið mikið fyrir það að ég tímdi því ekki.“ Stimpilklukkur í kirkjur Þegar talið berst að trúmálum fer Steinólfur undan í flæmingi, segir það einkamál sitt hvað hann trúi á. Eftir nokkurt hlé segir Steinólfur: „Mér finnst kenning Krists stórkostleg og sjálfsagt ráð við öllu en ég fer ekki í kirkju nema neyddur til þess. Ég vil ekki fara í kirkju fyrir það að ég var píndur til að fermast, ég vildi ekki gangast undir útlenda trú og trú- arjátningunni trúði ég ekki og var búinn að ákveða að fara ekki með hana en presturinn gleymdi henni þá. Ég veit heldur ekki til að And- skotinn hafi gert mér neitt, án þess að ég sé sérstakur málsvari hans. Hann er hins vegar til fyrir- myndar í því að hann gengur aldr- ei á bak orða sinna. Hvað kirkjur snertir þá vil ég endilega koma upp í þeim stimpilklukkum svo prestarnir fái það kaup sem þeim ber.“ Þegar við stöndum upp til að þakka fyrir okkur og kveðja segir Steinólfur að skilnaði frá því hvernig hann kynntist sinni ágætu konu: „Mig dreymdi hana Hrefnu löngu áður en ég sá hana,“ segir hann einlægur á svip. „Svo mætti ég henni á Laugaveginum og þá fór ég yfir götuna til að sjá hana betur, síðan hljóp ég á undan henni nokkrum sinnum til þess að geta mætt henni á ný, þrisvar sinnum held ég, þar til ég var orð- inn öruggur um að þetta væri stúlkan sem mig hafði dreymt. Þá fór ég á Hrefnuveiðar." Texti: GUÐRÚN GUÐLAUGSDÓTTIR Ljósm.: BENEDIKT JÓNSSON MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 1985 B 5 - . Ailtof margír Isíendingar:ti0iföí litf eöa ekki feröastum ’éigíÖ laftd: Óbyggöaferö meö Utfari er ævintýri sem opnaö gétur ís- lendingum nýjan beirp. Starfsfólk í eldhúsbílum okkar sér farþegunum fyrir góöu og ríkulegu fæöi. ^ Viö bjóðum ykkur velkomin í 6, 12 og •KMaga feröir újfi hálendi islands í sumar. Brottfarir eru á mánudögum. Verö 6 daga ferö kr. 7.800,- 12 daga ferö kr. 15.600,- 19 daga ferð kr. 24.700,- Börn yngri en 12 ára fá 50% afslátt. Fullt fæði, tjald og leiösögn er innifaliö verði. skrifstofunni Feröaskrifstofa 9 - 101 REYK JAVIK - SÍMAR 13491 OG 13499 «: * — I Magnþru á tveim s Myndaflokki kemur á my Myndaftokki framhald af LACE er nú hefst þegar kvÍKW|^iastjarnan Lili hefuríMstQ,sfunciiö m samvista í stuttan tima, þegar móöurinni er rænL*®ÉÍj|jj| yji gengur illa af afla fjár fyrir lausnargjaidinu og ákveOTÍ Jjfe't veróur hun aöMma hann Ejjjragftnist þrautin þyn; frokar her. K ^ aö leita aöstoöar föður síns, en Söqubráöurinn veröur ekki rakinn Mis Dreifing —

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.