Morgunblaðið - 09.06.1985, Qupperneq 6
6 fi
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUPAGUR 9. JÚNl 1985
| Rykhali
BRAUTJARDAR
•tjömu yy
STEFNUMÚT
Planel A 8. marz 1986
Vega 8. marz 1986
Giotto 13. marz 1986
Planat A skotið
14 águst 1985
BRAUT VEGA
1 Fram hjá Venuai
14.-22. júni 1985
Október 1985
braut planet a
. • • • •
giotto
Nóvember 1985
Febrúar
1986
Vega skotiö
22.-28. desember 1984
Næst sólu: 9. februar 1986
■ ■
VEGA
Sovétríkin
l.'Ve.'É.ii.'i.'.
Sólar
rafhloóur
Loftnet
Stýribúnadur skermanna
Ljós
myndavél lo,*ne'
Solar
rafhloóur *
Gasský
Sólvindar
Ryk og
frosin gasc
GIOTTO
(Geimvisindastofnun
Evrópu)
PLANETA
Japan
Giotto skotiö
10. júlí 1985.
IRisahalastjarnan, sem kennd er viÖ
Halley, nálgast nú jörðina á ný. SíÖast
þegar hún nálgaðist greip um sig
ofsahræösla. Nú fær hún allt aörar og
betri viðtökur. Um jólin lögðu tvær
sovézkar geimflaugar af staö áleiðis
til halastjörnunnar. Síöan hafa evr-
ópskar og japanskar fylgt í kjölfarið.
Halastjörnukapphlaupið er hafið.
Halleyhalastjarnan
Edmund Halley
Halastjörnur eru fágæt og til-
komumikil sjón og hafa alltaf vak-
ið athygli og fyllt menn lotningu.
Oft hafa þær skotið mannkyninu
skelk í bringu, þegar þær hafa
birzt eins og sverð á himinhvolf-
inu, eða líkastar ógnþrunginni
vofu.
Fyrr á tímum, áður en menn
skildu eðli halastjarna, voru þess-
ir óútreiknanlegu gestir utan úr
geimnum taldir boða styrjaldir,
hungur, sjúkdóma og aðrar hörm-
ungar. Calixtus páfi bannfærði
halastjörnur árið 111 e.Kr.
Þegar halastjörnur sáust töldu
margir að dómsdagur væri í nánd.
Einnig var talið að þær væru
eldhnettir, sem Guð kastaði um
I' himinhvolfið, mannfólkinu til við-
vörunar. Svo fágætt var að hala-
stjörnur sæjust að fyrir kom að
herforingjar túlkuðu komu þeirra
sér í hag. Stundum höfðu hala-
Ístjörnur jafnvel áhrif á gang sög-
unnar.
Árið 1456 sat tyrkneskur her
um Belgrad. íbúar Vesturlanda
fylltust skelfingu, því ef þetta
mikilvæga virki félli gætu Tyrkir
haldið áfram sókn sinni næstum
pví óhindrað. En þá birtist hala-
stjarna á kvöldhimninum og
stefndi í átt að hálfmánanum —
tákni Tyrkjaveldis. í herjum
kristinna manna var þetta túlkað
sem merki um að þeir yrðu að gera
gagnárás.
Tyrkir fylgdust einnig með
þessu tákni á himni og baráttu-
hugur hermanna þeirra bilaði, því
að halastjarnan ógnaði hálfmán-
anum. Tyrkir biðu ósigur og þann-
ig átti halastjarnan drjúgan þátt í
því að Evrópu var bjargað.
f ijóðabálknum „Aenida" eftir
Virgil segir að halastjarna hafi
birzt hetjunni Aeneas þegar Trója
féll. Kínverskir stjörnufræðingar
munu fyrstir hafa séð Halleyhala-
stjörnuna 240 f.Kr.
Sögur herma að halastjörnur
hafi sézt um svipað leyti og marg-
ir sögulegir atburðir aðrir en um-
sátrið um Belgrad og íall Tróju-
borgar hafa gerzt.
SÁL CÆSARS
Rétt áður en Rómverjar tóku
Jerúsalem 70 e.Kr. lýsti hala-
stjarna upp himininn. Við útför
Júlíusar Cæsars sást stór og skær
halastjarna yfir Rómaborg. Róm-
verjar, sem voru hjátrúarfullir,
töldu að hún væri stríðsvagn úr
skíra gulli og komin til að flytja
sál Cæsars til bústaðar guðanna.
Halastjörnur voru einnig taldar
boða dauða fursta og konunga.
Logandi halastjarna sást daginn
þegar Neró fyrirfór sér. Karl mikli
var einnig sagður hafa látizt áður
en halastjarna birtist.
Árið 1000 birtist risastór hala-
stjarna. Heimsendi hafði verið
spáð og þegar halastjarnan lýsti
upp himininn taldi almenningur í
Evrópu að öllu væri lokið og bjó
sig undir hræðilegan refsidóm. En
árið kom og fór, lífið gekk sinn
vanagang og flestir róuðust.
Önnur nafnkennd halastjarna
birtist 1066 rétt eftir fa.ll Haralds
Englandskonungs í orrustunni við
Hastings þegar Normannar lögðu
undir sig England. Hún er sýnd á
Bayeuxreflinum fræga.
Sjá má hvernig halastjörnur
ýttu við hugmyndafluginu á lýs-
ingu fransks læknis, Ambroise
Parés, 1528:
„Hún var svo hræðileg ásýndum
að margir dóu úr hræðslu og aðrir
veiktust. í henni miðri sást
krepptur hnefi, sem reiddi sverð
til höggs."
Um svipað leyti skrifaði vís-
indamaður nokkur:
„Báðum megin við halastjörn-
una gaf að líta hnifa, axir og blóði
drifin sverð og þar voru líka mörg
mannshöfuð með hár og sítt
skegg.“
„ÓHREINN
SNJÓBOLTI"
f raun og veru er halastjarna,
sem Grikkir til forna kölluðu
„loðnu stjörnuna", eins og
„óhreinn snjóbolti". Hún getur
orðið nokkrir kílómetrar í þver-
mál og samanstendur af ís, frosn-
um gasefnum og ryki.
Samkvæmt þessari lýsingu
kunna halastjörnur að virðast
heldur lítið spennandi, en þar sem
frægasta halastjarnan, sem er
kennd við Halley, nálgast nú jörð-
ina óðfluga er hafin mikil kepnni
vísindamanna um hver verður
fyrstur til að senda geimskip til
móts við hana og þar með er hið
mikla halastjörnukapphlaup haf-
ið.
Halleyhalastjarnan er kennd
við enska stjörnufræðinginn
Edmund Halley (1656-1742), að-
stoðarmann sir Isaacs Newton.
Halley tók eftir því 1682 þegar
hann sá risastóra og skæra hala-
stjörnu að hún var nauðalík stór-
um halastjörnum, sem sagt var
frá árin 1607 og 1531 eftir lýsing-
um á þeim að dæma og að brautir
þeirra voru einnig keimlikar.
Þessi stóra halastjarna skaut
fáfróðu fólki hvarvetna skelk í
bringu eins og fyrri risahala-
stjörnur, ekki sízt í Vín. Tyrkir
voru að búa sig undir hið mikla og
sögulega umsátur um Vin ári síð-
ar (1683), en Tyrkir afléttu um-
sátrinu og sóttu ekki lengra inn í
Evrópu.
Alls kynnti Halley sér sagnir
um 24 halastjörnur, sem höfðu
birzt síðan 1337. Niðurstaða hans
var sú að stóra halastjarnan, sem
birtist 1682, hefði birzt nokkrum
sinnum áður á um 75 ára fresti.
Þegar hér var komið hræddust
vísindamenn ekki halastjörnur,
því að nú vissu þeir að þær voru
ekki yfirnáttúrlegir fyrirboðar,
aðeins venjulegir himinhnettir og
eins eðlileg fyrirbæri og plánet-
urnar, sólin og stjörnurnar.
Halley reiknaði út braut hala-
stjörnunnar frá 1682 og spáði því
1704 að hún kæmi aftur síðla árs
1758 eða snemma árs 1759.
Stjörnufræðingar um allan
heim biðu endurkomu halastjörn-
unnar fullir eftirvæntingar og hún
kom á tilsettum tíma snemma árs