Morgunblaðið - 09.06.1985, Side 8
8 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 1985
/ • .'//<£
.., :• '// .Atarn^-
W&s^mœV.
THE GREAT AMATEUR.
Avivmu. “MARVELLOUS FLIER! AND DOES (T FOR LOVE!”
Skopmynd af Halleyhalaatjörnunni eftir Leonard Raven-Hill
(1767—1842) í eneka akopblaöinu Punch 1910.
Halastjömukapphlaup
er hafiö í geimnum
verður viðkomustaður þeirra á
leiðinni til Halleyhalastjörnunn-
ar.
Tvö önnur geimför eru japönsk,
en hið fimmta og fullkomnasta
sem verður sent heitir Giotto og
að ferð þess stendur Geimvísinda-
stofnun Evrópu (ESA).
Erfið staða Bandaríkjamanna
stafar af niðurskurði á fjárlögum
og þeirri ákvörðun, sem bandarísk
stjórnvöld lóku í kjölfar ferðanna
til tunglsins, að akmarka veru-
iega verkefni NASA.
Sárafáar ferðir hafa verið farn-
ar á vegum Bandaríkjamanna til
að kanna sólkerfið á undanförnum
tíu árum. Og Halleyhalastjarnan
er svo tillitsiaus að koma á miðj-
um bessum magra áratug.
Engan þarf að undra að þetta
ástand hefur vaidið öandarískum
vísindamönnum alvarlegum
áhyggjum og í nokkur ár hafa þeir
reynt að beita þrýstingi til bess að
fá því framgengt að geimfar verði
sent til Halleyhalastjörnunnar.
En NASA var neitað um fjár-
framlög i þessu skyni á sama tima
og Vestur-Evrópuþjóðir, Japanir
og Rússar unnu að áaetlunum sín-
um. Sér til gremju komust banda-
rískir vísindamenn að þvi að það
var orðið um seinan að senda
geimfar til að taka á móti Halley-
halastjörnunni.
En NASA-vísindamaðurinn dr.
Robert Farquhar gerði sér grein
fyrir þvi að með flóknum breyt-
ingum á stefnu ISEE-3 og braut
geimfarsins mundi það komast til
halastjörnunnar Giacobini-Zinner
mörgum mánuðum áður en hin
geimförin kæmust til Halleyhala-
stjörnunnar.
Með þetta í huga var fyrsta
breytingin gerð á stefnu ISEE-3 í
ágúst 1983. Gervihnötturinn er
ekki með nógu mikið eldsneyti til
þess að komast til halastjörnunn-
ar á eigin spýtur og því var honum
kömið á nokkrar lykkjulaga
brautir til þess að sveifla honum
fram hjá tunglinu fimm sinnum.
I hvert skipti sem gervihnöttur-
inn fór fram hjá tunglinu jókst
hraði hans vegna áhrifa þyngdar-
aflsins og um leið breyttist stefna
hans. Geimfarið fór síðustu og
hættulegustu ferð sína fram hjá
tunglinu fyrir rúmu ári, í 90 kíló-
metra fjarlægð frá yfirborðinu.
INN í HALANN
Geimfarið fer inn í slóða hala-
stjörnunnar Giacobini-Zinner í
september 1985, í aðeins 3.000
kílómetra 'jarlægð frá kjarnan-
um, og þá verða halastjarna og
umhverfi hennar í fyrsta skipti
mæld „á staðnum"
Árið eftir verður þessi hala-
stjarna stödd milli Halleyhaia-
stjörnunnar og sólarinnar, í það
mund er hin geimförin koma til
hennar. Þá gefst tækifæri til að
afla mikilvægrar vitneskju til
viðbótar þeim uppiýsingum, sem
munu berast frá öðrum geimskip-
um.
Flestar halastjörnur eru á mjög
sporöskjulaga brautum og fara
sjaldan aftur til varma sólarinnar.
Þegar þær nálgast sólina gufa
frosnu loftefnin upp og mynda
froðukenndan gasbaug umhverfis
kjarnann. Þessi geislabaugur er
venjulega það eina sem sést þegar
halastjarna finnst.
Þegar halastjarnan nálgast sól-
ina þyrlast gasefnin og rykið upp
og mynda halann, sem allir kann-
ast við.
Giotto verður skotið upp um
mitt þetta ár með Ariane-
eldflaug, fer í veg fyrir Halley-
halastjörnuna níu mánuðum síðar
og sekkur djúpt í rykhjúp hennar.
Á þessum hraða gætu árekstrar
við örlitlar rykagnir valdið tjóni.
Til þess að auðvelda Giotto að fara
nálægt kjarnanum hafa evrópskir
stjörnufræðingar komizt að sam-
komulagi við sovézka starfsbræð-
ur.
Vega-geimfar Rússa fer fyrst til
Halleyhalastjörnunnar og upplýs-
íngar þess munu reynast ómetan-
legar til þess að reikna nákvæm-
iega út braut Giottos.
Visindamenn áætla að 90% lík-
ur séu á því að Giotto komist
klakklaust til Halleyhalastjörn-
unnar, en því lengur sem geimfar-
ið verður í geimnum og því nær
sem það kemst kjarnanum, þvi
mikilvægari verður sú vitneskja,
sem það aflar.
Á SAMHLIÐA
BRAUT?
Öll geimförin, sem fara til Hall-
eyhalastjörnunnar. fara ram hjá
henni og rökrétt er að það skref sé
stigið fyrst. ijokatakmark könn-
unar ’nalastjörnunnar verður að
rannsaka ’nana á samhliða öraut i
langan tíma.
Vandinn felst \ því að geimfar
þarf að vera búið fullkomnum
tækjum, en þau hafa enn ekki ver-
ið smíðuð, og könnun þess mundi
einskorðast við frekar ómerki-
iegar halastjörnur, sem halda sig
alltaf tiltölulega skammt frá sólu.
Ein af þessum halastjörnum er
Kopff, sem fer umhverfis sólina á
sex og hálfs árs fresti. NASA hef-
ur til athugunar að nota geimfar,
sem er kallað Mariner Mark 2.
Notaðir yrðu hlutar og varahlutir,
sem þegar eru til, eins og hreyflar
og geymar úr Viking-geimförun-
um og loftnet úr Voyager.
NASA vonar að með þessu móti
megi halda kostnaði niðri og að
hann nemi ekki meira en 300
milijónum dala. Vonir standa til
að geimfarinu verði skotið úr
geimferju 1990.
Tímasetningin skiptir miklu
máli, því að Mariner verður að
eiga stefnumót við halastjörnuna
fjórum árum eftir að geimfarinu
verður skotið. Þá verður hala-
stjarnan í mestri fjarlægð frá sólu
og geimfarið verður að vera í 10
km fjarlægð frá henni í tvö ár
þegar hún nálgast sólina.
SÝNI SÓTT?
Ferð til Kopff yrði spennandi
tilraun, en nú þegar kanna hala-
stjörnufræðingar möguleika á því
Uppdráttur sýnir braut Halleyhalastjörnunnar og mestu jarönánd
hennar.
Plöntusalan í fullum gangi
í Gróðrarstööinni
- Sumarblóm
- Fjölærsir plöntui
- Rósarunnar
- Hekkplöntur
- Garðáhöld
- Hellur
- Gróðurmold
og margt fleira
Bladbuidarfólk
óskast!
Úthverfi Úthverfi
Neöstaleiti Síöumúli
Blesugróf
2Hovoumtilníiic>