Morgunblaðið - 09.06.1985, Page 9

Morgunblaðið - 09.06.1985, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JfJNÍ 1985 B 9 að senda geimfar, sem kæmi aftur til jarðar með sýnishorn úr kjarna halastjörnu. Svo flókna tilraun verður ekki hægt að gera á þessari öld, en auðveldara yrði að ná sýn- ishornum af gasefnum og ryki úr umhverfi halastjörnu. Verkfræðingar og vísindamenn NASA og ESA kanna möguleika á því að nota svipað geimskip og fer til Halleyhalastjörnunnar ef til vill eftir nokkur ár. f þeirri ferð yrði e.t.v. farið til halastjörnunn- ar Brorsen-Metcalf, sem er í nánd við jörðu á 70 ára fresti. Ef geimfarinu yrði skotið í des- ember 1987 mundi það hitta fyrir þessa halastjörnu í ágúst 1989 og lenda á jörðu niðri fjórum mánuð- um síðar. Þessi ferð yrði freistandi, því að hún mundi bera góðan vísinda- legan árangur og kostnaðurinn yrði minni vegna þess að menn munu njóta góðs af ýmiss konar undirbúningsvinnu, sem verður unnin við Giotto-geimfarið. ISEE-3 Bandarikjamanna hefur verið endurskírð og heitir nú ICE (International Cometary Explorer = Halastjörnukönnuður). Árið 1987, þegar Halleyhalastjarnan verður lögð af stað til hinna köldu, ytri laga sólkerfisins, verður ICE 120 milljónir km frá jörðu. í þeirri fjarlægð, sem er 75 sinn- um meiri en drægni talstöðva geimfarsins, nær NASA ekki kall- merkjum ICE, þrátt fyrir nýjan og fullkominn tækjabúnað. ICE snýr aftur til jarðar um 2015. Eins og einn af vísinda- mönnum NASA komst nýlega að orði: „Athuganir á halastjörnunni er góðar út af fyrir sig, en það verður miklu skemmtilegra að komast til hennar." Maðurinn hef- ur sigrazt á aldagömlum ótta sin- um við halastjörnur og nú má sjá fyrir að menn verði sendir út í geiminn til þess að rannsaka þær í návigi. (GH skv. Tbe Times, Svenxka Digblmdel o.fL) Samband íslenskra sveitarfélaga: Afmælisfund- ur verður hald- inn á Þingvöllum FULLTRÚARÁÐ Sambands ís- lenskra sveitarfélaga heldur fund á Þingvöllum næstkomandi mánudag og þriðjudag 10. og 11. júní, en síðari fundardaginn verða fjörutíu ár síðan stofnþingi sambandsins lauk á Þing- völlum. Formaður sambandsins, Björn Friðriksson, hefur framsögu á fundinum um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, Alexander Stef- ánson félagsmálaráðherra ræðir frumvarp til nýrra sveitarstjórn- arlaga, Húnbogi Þorsteinsson, skrifstofustjóri í félagsmálaráðu- neytinu fjallar um endurskoðun tekjustofnalaga, sem nú er hafin, og Þorsteinn Guðnason viðskipta- fræðingur flytur erindi um fjár- mögnun framkvæmda með skuldabréfaútboð. Séra Heimir Steinsson þjóðgarðsvörður flytur erindi á fundinum er hann nefnir Þingvellir í nútíð og framtíð. Sýnd verður kvikmynd, sem Vigfús Sig- urgeirsson tók á stofnþingi sam- bandsins á Þingvöllum hinn 11. júní árið 1945. Fulltrúaráðsfundinn sitja 34 fulltrúar landshlutanna, 3—4 frá hverjum þeirra, svo og formenn og framkvæmdastjórar landshluta- samtakanna. Til sölu Dixie Flyer Til sölu er einn athyglisveröasti fornbíll landsins, Dixie Flyer árgerö 1919. Lysthafendur vinsamlega sendi inn nöfn og síma- númer á augl.deild Mbl. merkt: „Dixie Flyer — 10“ fyrir 20. þ.m. FÉLAGIÐ SVÖLURNAR POSTHÓLF 627 121 - REYK.JAVIK. Félagiö Svölurnar auglýsir lausa til umsóknar styrki til framhaldsnáms erlendis í kennslu og/eöa þjálfun fjölfatlaöra barna. Umsóknir, ásamt upþlýsingum um námsferil og fyrirhuguö námslok, skulu hafa borist félaginu fyrir 1. ágúst 1985. Svölurnar Pósthólf 627 101 Reykjavík Evrópskan eða japanskan? Mitsubishi, Suzuki, Daihatsu, Isuzu, Mazda, Nissan, Honda, Toyota . . . Þessi nöfn hafa valdið evrópskum bílaframleiðendum ótal andvökunótt- um. Hvernig eiga þeirað bregðastvið stöðugum tækninýjungum og útsjónarsemi Japananna? Hvernig geta Evrópumenn haldið sínum hlut, eða bætt um “ C '"''ML betur? Eina leiðin til að standast þá feiknarlega hörðu samkeppni sem ríkir á bílamarkaðinum er að framleiða betri bíla en keppinautarnir. Það vita þeir hjá OPEL. Höfuðkostir evrópskra bíla eru góð hönnun, traustur öryggisbúnaður, mikil ending - auk góðra aksturseigin- leika. Hér eru evrópskir bílar taldir standa betur að vígi en aðrir. Þess vegna hafa þeir hjá OPEL lagt mikla rækt við þessa þætti. Þeir hafa einnig gert sér grein fyrir því að eitt veigamesta svarið við framgangi japönsku bílanna er að vanda ÖLL stig framleiðslunnar. Það hefurskilað sér. OPEL KADETT var kosinn bíll ársins 1985 af evrópskum blaðamönnum (og skaut þar mörgum „japönum" aftur fyrir sig) og salan um aílan heim hefur gengið frábærlega. Svarið við upphafsspurningunni er því ekki evrópskur, heldur OPEL! BILL ÁRSINS 1985 BíLVANGURsf HÖFÐABAKKA 9 5ÍMI 687300

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.