Morgunblaðið - 09.06.1985, Síða 12
12 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 1985
ENDALOK LUCONA
Var skipinu sökkt eða varð slys?
Tryggingabætur eru enn ekki greiddar og áhrifamikill Austurríkismaður situr inni
Sex menn fórust með
flutningaskiptinu Luc-
ona, sem sökk á lygnum
sjó á sólbjörtum degi 23.
janúar 1977 skammt frá
Malediven-eyjum í Indlandshafi.
Afdrif skipsins hefðu ekki vakið
sérstaka athygli ef farmur þess
hefði ekki verið tryggður óvenju
hátt. Það sigldi undir fána Pan-
ama og var á leið með farm sem
eitt póstkassafyrirtæki var að
selja öðru þegar sprenging varð
um borð, allt nötraði og skalf „eins
og bíll hefði keyrt á vegginn", eins
og einn af sex sjómönnum, sem
komust af, lýsti atburðinum í
vitnaleiðslum, og skipið sökk á ör-
skömmum tíma. Það liggur nú á
4000 metra dýpi. Þar felst farmur-
inn sem áhrifamikill Austurríkis-
maður tryggði hjá tryggingafélag-
inu Bundeslánder fyrir um tæpar
500 milljónir íslenskra króna eða
rúma 31 milljón svissneskra
franka.
Skipið var tryggt hjá Lloyds-
tryggingafélaginu í London og það
borgaði strax skaðabæturnar. En
austurríska tryggingafélagið
Bundeslánder var ekki nægilega
baktryggt til að geta borgað
skaðabætumar fyrir farminn og
lét kanna málið.
Svissneska póstkassafyrirtækið
Zapata hafði selt póstkassafyrir-
tækinu North Pacific Trading í
Hong Kong úraníumvinnuvélar
sem svissneska fyrirtækið Decob-
ul hafði séð um að panta hluti í en
ekki sett saman. ftalska skipafé-
lagið Coco del Mar Pacifico sá um
flutningana frá ítölsku hafnar-
borginni Chioggia, skammt frá
Feneyjum, og Udo Proksch, for-
stjóri hins þekkta Demel-köku-
húss í Vín, lét tryggja farminn.
Hann er umbosðmaður Zapata í
Austurríki. Ekki er vitað hvar
nota átti vinnuvélarnar.
Bundeslánder neitaði að borga
skaðabæturnar fyrr en fram-
leiðslureikningar yrðu lagðir
fram. Zapata vísaði á Décobul sem
sagðist ekki hafa framleitt tækin
heldur aðeins pantað þau en neit-
aði að segja hvaðan og Erwin Egg-
er, forstjóri fyrirtækisins, faldi
sig bak við svissnesk lög um við-
skiptaleyndarmál í yfirheyrslum.
Zapata kærði Bundeslánder fyrir
að greiða ekki skaðabætumar og
málið lá fyrir dómstólunum í
fimm ár. Dómur var loks felldur
árið 1982. Bundeslánder þurfti
ekki að greiða skaðabætumar, að-
allega vegna þess að vélarnar voru
taldar tryggðar fyrir sex til níu
sinnum of háa upphæð.
Zapata greip til þess ráðs að
kæra Décobul í Sviss fyrir að
leggja ekki fram framleiðslupapp-
írana en dómstólar vísuðu málinu
frá. Þetta varð til þess að dómstól-
ar í Vín tóku málið upp aftur í lok
febrúar 1983 og hætta var á að
Bundeslánder myndi tapa málinu
eftir að hafa þegar safnað 40 kiló-
um af gögnum og eytt nokkrum
milljónum í málið. Dr. Werner
Masser, lögfræðingur tryggingafé-
lagsins, sneri sér til svissneska
einkaspæjarans Dietmar K. Gugg-
enbichler og bað hann um að kom-
ast að því sem hann gæti í sam-
bandi við Lucona-slysið.
Lucona, sem nú liggur á hafsbotni
með umdeilda farminn.
Spæjarinn leggur
spilin á borðið
Guggenheimer hefur komist í
kast við lögin fyrir aðferðirnar
sem hann beitir stundum i starfi
sínu og hann er nokkuð umdeildur
leynilögreglumaður. En hann tók
málið að sér og hefur viðurkennt
að loforð um 600 þúsund sv.
franka, um 3 milljónir ísl. kr., í
viðbótargreiðslu ef Bundeslánder
vinnur málið hafi ekki dregið úr
áhuga sínum á rannsókninni.
Hann ferðaðist um þvera og endi-
langa Evrópu og lagði loks fram
kærur bæði í Sviss og Austurríki á
hendur fimm manns eftir að hann
hafði unnið sleitulaust að málinu í
fimm mánuði.
Hann kærði Udo Proksch og
svissneska kaupmanninn Leo
Tannaz fyrir morð á mönnunum
sex sem fórust með Lucona og
fyrir meiriháttar svindl ásamt
Hans Peter Daimler, vini Proksch,
Erwin Egger, forstjóra Décohul,
og Gretu Fischer, stjórnarfor-
manni Zapata. Guggenheimer
fullyrðir að Lucona hafi ekki sokk-
ið af því að hún stímdi á sokkið
skipsflak, eins og niðurstöður sjó-
réttar voru, heldur hafi tíma-
sprengju eða fjarstýrðri sprengju
verið komið fyir í lestinni. Álits-
gerðir frá sjórettinum benda til að
sprenging kunni að hafa orðið um
borð. Hann fullyrðir einnig að
engar uraníumvinnuvélar hafi
verið um borð heldur gamlir kola-
námustaurar frá Austurríki.
Viðskiptin milli Zapata og Decob-
ul hefðu bara átt sér stað á papp-
írunum og allar kvittanir væru
falsaðar. Guggenheimer benti á að
Proksch hefði eitt sinn átt kola-
vinnuvélar, ritari hjá Zapata hefði
viðurkennt að hafa skrifað falskar
kvittanir og hjá austurríska toll-
inum fundust engin skjöl sem
bentu til þess að Décobul hefði
flutt úraníumvinnuvélar inn til
Austurríkis, en þaðan áttu þær að
hafa verið fluttar um borð í Luc-
ona í Chioggia.
Guggenheimer skrifaði grein
um niðurstöður rannsóknar sinn-
ar og fékk hana birta í Kurier í
Austurríki. Hún var birt í sex
hlutum og fékk mikinn uppslátt
þangað til í lokin þegar blaðið
skipti allt í einu um tón og gaf í
skyn að ekkert væri að marka full-
yrðingar spæjarans. Guggenheim-
er telur að Proksch hafi gripið í
taumana á blaðinu. Hann hefur
einstaklega góð sambönd í Aust-
urríki, er formaður Club 45 sem
Lúðrasveit
Laugarnes-
skóla á hljóm-
leikaferð
LÚÐRASVEIT Laugarnesskóla
er nýlega komin heim úr tón-
leikaferðalagi til Englands,
Frakklands og Lúxemborgar. Að
sögn Guðrúnar Kristjánsdóttur,
sem kennir við Laugarnesskól-
ann og fylgdist með sveitinni út,
var hvarvetna gerður góður róm-
ur að blæstrinum, og heppnaðist
ferðin í alla staði vel.
Lúðrasveit Laugarnesskóla ásamt stjórnanda á torgi í Paimpol.
Yves Le Troux í bópi lúðrasveitarmanna.
Lúðrasveit Laugarnesskóla
var stofnuð fyrir níu árum, og
hefur stjórnandi hennar verið
sá sami frá byrjun, Stefán Þ.
Stephensen. Hljóðfæraleikar-
arnir eru 35, á aldrinum 10—17
ára. Sveitin hefur haldið tón-
leika við ýmis tækifæri í
Reykjavík og jafnframt því
hefur árlega verið farið í
hljómleikaferðir innanlands.
Einu sinni áður hefur verið far-
ið út fyrir landsteinana, það
var 1982 að farið var til Lúx-
emborgar og Þýskalands.
Laugarnesskóli á fimmtíu
ára afmæli nú í ár og þótti því
við hæfi að lúðrasveitin gerði
eitthvað til hátíðabrigða. Með
ötulu starfi bæði foreldra og
barna tókst að afla nægilegs
fjár til þess að af utanför mætti
verða. Áuk þess kom til styrkur
frá Reykjavikurborg sem end-
anlega varð til þess að gera
ferðina mögulega.
Fyrst var haldið til Lundúna
og þaðan samdægurs til Jersey.
Þar voru haldnir tvennir tón-
leikar og fékk sveitin hinar
bestu móttökur, eins og fyrr
segir.
I Frakklandi var farið í borg
sem heitir Paimpol, og ætti að
vera íslendingum að góðu kunn,
því þaðan var sótt á Islandsmið
fyrrum og má segja að bæjar-
búum sé hlýtt til landsins.
Þarna var lúðrasveitinni tekið
með kostum og kynjum eins og
nærri má geta. íslandsvinurinn
Yves Le Roux sem er eini eftir-
lifandi franski sjómaðurinn af
þeim sem stunduðu sjósókn hér
við land, 91 árs að aldri, var
heiðursgestur á tónleikum
sveitarinnar. Hann gerði sér
svo lítið fyrir á eftir og bauð
allri sveitinni og fylgdarliði, 48
manns, heim til sín, og sló upp
gríðarmikilli veislu i garðinum
fyrir utan hús sitt.
Frá Paimpol var haldið til
Lúxemborgar leikið fyrir þar-
lenda og þvínæst snúið heim á
leið.
I