Morgunblaðið - 09.06.1985, Side 21

Morgunblaðið - 09.06.1985, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JÚNl 1985 B 23L Hestamannafélagið Fákur: Æfingakvöld í Saltvík — fýrir unglinga sera öðlast hafa þátttökurétt á Fjórðungsmóti sunnlenskra hestamanna í sumar FJÓRÐUNGSMÓT sunnlenskra hestamanna verður haldið í Reykjavík í lok júnímánaðar. Hestamannafélagið Fákur hefur ákveðið að bjóða þeim unglingum sem unnið hafa sér þátttökurétt á mótinu að hafa hesta sína í girðingu í Saltvík á Kjalarnesi þar til mótið hefst. Þar er góð aðstaða til þjálfun- ar og verða haldin sérstök æf- ingakvöld með aðstoðarfólki kl. 20.00 á þriðjudags- og fimmtu- dagskvöldum. Morgunblaðið/Þorkell Nýjung fyrir silungsveiðimenn Seglagerðin Ægir hefur nýverið hafið framleiðslu á þessum búnaði fyrir silungaveiðimenn sem við sjáum á þessari mynd. Veiðimað- urinn situr í einskonar björgun- arhring sem í er seta. Vöðlur veiðimannsins eru á kafi f vatninu og til þess að fiskurinn verði ör- ugglega ekki neins var hefur seglagerðin útbúið „gerviþara" úr plasti sem hylur fæturna. Síðan má ferðast um vatnið í þessum búnaði og velja sér hentugustu veiðistaðina. Rit um vígbúnaðar- og afvopnunarmál ÖRYGGISMÁLANEFND hefur gefið út rit sem ber heitið „Samningar um afvopnun og takmörkun vígbúnaðar". Hér er um að ræða tvær ritgerðir sem greina frá öllum þeim samningum sem náðst hafa um afvopnun og takmörkun vígbúnaðar eftir síðari heimsstyrjöldina. Tilgangurinn með útgáfu ritsins er að hafa á einum stað öll helstu atriði samninganna. Jafnframt kemur fram megin- þráðurinn í sögu samningagerðarinnar. I fyrri ritgerðinni, sem er eftir Albert Jónsson, er einkum lýst hin- um svonefndu SALT-samningum Bandaríkjanna og Sovétríkjanna um takmörkun eldflaugavarna og nstrategískrau kjarnorkuvopna, sem gerðir voru á árunum 1969—1979. Einnig er greint frá öðrum samningum og yfirlýsingum sem beint eða óbeint tengjast SALT-samningunum. Loks er sagt frá sérstökum samningum milli risaveldanna tveggja um ýmsar ráðstafanir sem miða beinlinis að því að draga úr hættunni á að kjarnorkustyrjöld brjótist út milli þeirra. Síðari ritgerðin er eftur Þórð Inga Guðmundsson. { henni er greint frá innihaldi og tilurð fjöl- þjóðasamninga um takmörkun vígbúnaðar. I fyrsta lagi er lýst samningum sem þróast hafa frá því að vera tvihliða milli Bandaríkj- anna og Sovétríkjanna yfir í að verða fjölþjóða, líkt og samn- ingurinn um bann við tilraunum með kjarnorkuvopn í andrúmsloft- inu, í geimnum og neðansjávar. í öðru lagi er fjaliað um samninga sem náðst hafa á vettvangi Samein- uðu þjóðanna, svo sem saminginn um bann við staðsetningu kjarn- orkuvopna og annarra gereyðingar- vopna á hafsbotni. í þriðja lagi er sagt frá samningum sem gerðir hafa verið af tilteknum ríkjahópum líkt og samningurinn um kjarn- orkuvopnaleysi Suður-Ameríku. Frá vinstri: Ingólfur Pétureson forstöðumaður Edduhótela, Sigurður Aðalgeireson skólastjóri, Hrafnagili og Kjartan Lárusson foretjóri Ferðaskrifstofu ríkisins. Hrafnagilsskóli í Eyjafirði Hrafnagilsskóli bætist í sumar og þar er góð gistiaðstaða í 33 inn í keóju Edduhótelanna, sem tveggja manna herbergjum. Ferðaskrifstofa ríkisins rekur um Sundlaug er í skólanum. Hótelið allt land og bætir úr brýnni þörf opnar 14. júní og verður Ingi- fyrir gistiaðstöðu á Akureyri og ná- björg Sigurðardóttir hótelstjóri, grenni um háannatímann. en hún var áður á Edduhótelinu Hrafnagilsskóli er á fögrum að Stóru Tjörnum. stað, aðeins 14 km frá Akureyri (Krétuiiikynníng) er betra að hafa nótu Nótulaus viðskipti geta virst hagstæð við fyrstu sýn. En þau geta komið þér í koll því sá sem býður þér slíkt er um leið að firra sig ábyrgð á unnu verki. Taktu nótu - það borgar sig Auk fjölmargra breytinga og leiðréttinga sem skattstjórar landsins gera á skattframtölum, tekur skattrannsóknarstjóri fjölda félaga og einstaklinga til sér- stakrar rannsóknar á ári hverju. Árið 1984 voru 360 mál í athugun. Dæmi eru um að skattaðilar hafi verið rannsakaðir sex ár aftur í tímann og fengið skattahækkanir svo milljónum skiptir. FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ Efviðgerðin bregst

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.