Morgunblaðið - 09.06.1985, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 09.06.1985, Qupperneq 42
42 6 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 1985 Merk bókagjöf til Héraðs bókasafns Skagfirðinga Gamall Skagfirðingur og Króks- ari, Ottó A. Michelsen, er 65 ára á morgun, mánudaginn 10. júní. Það er í sjálfu sér ekki merkilegt, að maður, sem varð sextugur fyrir réttum fimm árum, hafi síðan prílað þetta um aldursstigann. Hitt er athyglisverðara, að for- stjórinn gaf Héraðsskjalasafni á sextugsafmæli sínu 15 gömul rit, þar af voru 13 þrykkt á Hólum í Hjaltadal. Nú færir Ottó sig upp á skaftir: gefur 35 bindi gamalla geistlegra rita, sem öll voru talin ypparleg lesning, þá út komu. í sendingunni nú eru 6 Hólaprent, Leirárgarða- og Viðeyjarútgáfur 17. En ritið, sem kórónar allt, er á veraldarvísu: í sendingu Ottós var sumsé ágætt eintak Heimskringlu Snorra Sturlusonar í tveim bind- um, útgáfu þeirrar, sem Perkingskiöld hinn sænski lét prenta í Stokkhólmi 1697 og er fyrsta prentútgáfa þess rits, og gersemi mikii eins og gefur að skilja. Hér hefur Ottó kosið að hafa Andrarímur með Hall- grímssálmum, ef svo má segja, og fer vel á. Af þessari merku bókagjöf skulu einnig nefnd eftirtalin rit og titlum hagrætt, þar eð sumir hverjir eru nálega heil síða, svo sem venja var: Fyrst skal tíunda 6 Hólaprent: Sjö predikanir út af sjö orðum (Hólum 1746—1753) Eintal sálarinnar (Hólum 1746), Sigurhróshugvekjur (Hólum 1797), Daglegt kvöld og morgun- offur (Hólum 1780), Píslarhug- vekjur (Hólum 1766). Af Viðeyj- arprenti má nefna: Agrip af hist- orium heilagrar ritningar (1837), Flokkabók (1843), Lærdómsbók í evangelískum kristilegum trú- arbrögðum handa unglingum (1837), Andlegir sálmar og kvæði Hallgríms Péturssonar (1838), Messusöngs- og sálmabók (1837), Biblía (1841), Sálma- og bænakver (1838), Sálmabók (1834-35), Hús- tabla (1842), Prédikanir Árna Helgasonar (1839). Telja ber tvö Ottó A. Michelsen rit prentuð I Leirárgörðum: Messusöngs sálmabók (1801), Kristilegra trúarbragða höfuð- lærdóm (1799). Ottó A Michelsen og Gyða Jóns- dóttir kona hans hafa margoft sýnt hug sinn til Héraðssafns Skagfirðinga með góðum gjöfum, þótt hér sé ekki rakið frekar. Stofnanir af sama eða líkum toga og héraðsskjalasöfn — eigi þær að vera annað og meira en geymslur embætta gagna — þurfa að njóta stuðnings og velvildar borgar- anna, eiga að hollvini eins og Ottó A. Michelsen og konu hans. Stjórn Héraðsskjalasafns Skag- firðinga sendir afmælisbarninu heillaóskir og kærar þakkir með von um langa og farsæla framtíð, ekki sízt fari því fram sem horfir um frekari gjafir til safnsins skv. næstu fimmáraáætlun. F.h. Héraðsskjaiasafns Skag- firðinga Kristmundur Bjarnason. Hafnarfjörður Tannlæknastofa Er aö opna nýja tannlæknastofu aö Reykjavíkurvegi 62, efri hæö (fyrir ofan Bimm Bamm). Viðtalstímar eftir sam- komulagi. Viötalsbeiönum veitt móttaka í síma 651411, kl. 8.15—17.00. Guöm. Rúnar Ólafsson, tannlæknir, Reykjavíkurvegi 62, sími 651411 Flug og skip. Flug út, skip heim, skip útog flug heim, eða eins og þú vilt. Ferðaskrifstofa ríkisins og Flugleiðir bjóða nú enn einn ferðamöguleikann, - flug og skip. Við bjóðum þér að fljúga með Flugleiðum og sigla með Norrænu, hvort heldur þú vilt heiman eða heim. Þú gætir t.d. flogið innanlands, siglt út og flogið heim, eða flogið út og siglt heim. Möguleikarnir eru margir. Flafðu alla þína hentisemi. Flugið er fljótlegra, en skemmtisigling með Norrænu er óneitanlega freistandi. Dæmi um verð: Flogið frá Reykjavík til Osló Siglt frá Bergen til Seyðisfjarðar Flogið frá Egilsstöðum til Reykjavíkur kr. 13.316.- Flug og skip, ánægjuleg tilbreyting á ferðamáta landsmanna. beitið upplýsinga hjá Ferðaskrifstofu Ríkisins, Flugleiðum og ferðaskrifstofum. FfiT Ferðaskrifstofa Ríkisins FLUGLEIDIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.