Morgunblaðið - 23.06.1985, Síða 12
L'Z Jtt
MOKUUNBLADli), SUNNUDAGUK 23. JUNl 1985
-------------------------------------
í viðgerðarstofu Þjóðskjalasafns: Lovísa Guðmundsdóttir að störfum.
Óflokkuð skjöl í geymshi Þjóðskjalasafns á Tryggvagötu. Þar er
mikið verk að vinna.
JJki v.
m
Þjóðskjalasafnið er, ásamt
Landsbókasafni, til húsa í hinu
virðulega safnahúsi við Hverfis-
götu í Reykjavík, sem reist var á
árunum 1906—1908 og tekið í
notkun árið 1909. Safnið var form-
lega stofnað árið 1882, en fram
undir aldamót var varla um neina
starfsemi að ræða. Árið 1899 er
hið eiginlega upphafsár, en þá var
dr. Jón Þorkelsson gerður að þjóð-
skjalaverði (eða landsskjalaverði,
eins og embættið hét fyrstu árin)
og hafist var handa um innheimtu
opinberra skjala og annarra
gagna, sem safninu bar að varð-
veita samkvæmt lögum þess og
reglugerð.
ólafur Ásgeirsson, núverandi
þjóðskjalavörður, kom að safninu
í fyrrahaust. Hann var áður skóla-
meistari við Fjölbrautaskólann á
Akranesi og áfangastjóri og kenn-
ari í Menntaskólanum við Hamra-
hlíð.
ÖU helstu skjöl
íslandssögunnar
Hlutverk Þjóðskjalasafnsins er
söfnun og varðveisla skjala og
annarra skráðra heimilda þjóðar-
sögunnar „til notkunar fyrir
stjórnvöld, stofnanir og einstakl-
inga til þess að tryggja hagsmuni
og réttindi þeirra og til notkunar
við vísindalegar rannsóknir og
fræðiiðkanir," segir í nýju lögun-
um um safnið.
„Hér eru öll helstu skjöl Is-
landssögunnar," sagði Ólafur Ás-
geirsson þegar blaðamaður Morg-
unblaðsins gekk með honum um
Þjóðskjalasafnið á dögunum og
fræddist um starfsemi þess. ólaf-
ur talar þarna ekki aðeins af þekk-
ingu skjalavarðarins. Hann er
sagnfræðingur að mennt og sat oft
á námsárum sínum á lesstofu
safnsins og rýndi í fornskjöl, ein-
kum þau er varða rekstur Hóla-
Á lesstofu Þjóóskjalasafns: Guðrún Þórðardóttir, starfsmaður
safnsins, aðstoðar safngesti. Á sfðasta ári komu þangað 15.000
manns.
Krístjana Kristjánsdóttir að störfum (viðgerðarstof-
unnL
Ólafur Ásgeirsson, þjóðskjalavörður, fyrir utan Safnahúsið við Hverfisgötu.
Morgunbladid/Árni Sæberg
Skjalageymslur á 3. hæð Safnahússins. í pökkunum er skjalasafn sýsluemb-
Rtta.
stóls fyrr á öldum, en um það efni
fjallar cand.mag.-ritgerð hans.
Blaðamaður spurði Ólaf hver
væri mesti dýrgripur safnsins.
„Það leikur enginn vafi á því,“
sagði hann. „Það er Reykjarholts-
máldagi, skráður á tímabilinu
1185 til 1270, en hann er elsta
frumrit á norrænu, sem varðveitt
er.“
Skjöl þau, sem varðveitt eru í
Þjóðskjalasafni, eru mörg og
margvísleg. I fyrsta lagi eru þar
hin lokuðu söfn, sem svo eru köll-
uð, en það eru skjöl embætta, sem
ekki eru lengur við lýði, svo sem
Alþingi hið forna, Landsyfirrétt-
urinn, embætti stiftamtmanns og
amtmanna, landshöfðingja, land-
fógeta, biskupsstólanna á Hólum
og í Skálholti, að ógleymdum ís-
lenskum stjórnarstofnunum í
Danmörku. Þessi söfn eru kölluð
lokuð af því að við þau bætist ekki
frekara skjalamagn, nema þá á
ljósritum og á filmum, sem gerðar
kunna að vera til að hlífa frum-
gögnunum.
I annan stað er að nefna hin
opnu skjalasöfn, þau söfn er við
bætist eftir því sem tímar liða af
því að embættið, sem framleiðir
skjölin, er við lýði og starfandi.
Hér er t.d. um að ræða skjöl frá
Alþingi, ráðuneytum, ríkisstofn-
unum, sýslumönnum, sveitar-
stjórnum, fræðslustjórum og heil-
brigðisstofnunum.
Loks er þess að geta að í Þjóð-
skjalasafni er mikill fjöldi bréfa á
skinni, sem afhent voru úr Árna-
safni í Kaupmannahöfn árið 1928,
og svo skinnbréf frá biskupsstól-
unum fornu og víðar að. Einnig
eru þar bréf og önnur gögn ein-
staklinga og félaga, og er þar
frægast bréfasafn Jóns Sigurðs-
sonar forseta.
Þau gögn safnsins, sem líklega
hafa vakið almennastan áhuga,
eru kirkjubækurnar. Er skýr-
ingarinnar að sjálfsögðu að leita i
hinum mikla ættfræðiáhuga ís-
lendinga. Sumar kirkjubókanna
eru svo illa farnar af ofnotkun að
brugðið hefur verið á það ráð að
setja margar þeirra á örfilmur eða
lána aðeins ljósrit þeirra til lestr-
ar.
Þjóðskjalasafn
á tímamótum
Þjóðskjalasafn ís-
lands stendur á
tímamótum um
þessar mundir. Alþingi hef-
ur afgreitt ný lög um stofn-
unina, sem kveða skýrar á
um starfsemi hennar en áð-
ur var gert, og nýr þjóð-
skjalavörður er kominn til
starfa, sem hefur mikinn
áhuga á því að bæta aðbún-
að safnsins og laga það að
þörfum og kröfum nútím-
ans.