Morgunblaðið - 29.06.1985, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.06.1985, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. JÚNl 1985 Forðum síðustu náttrú- gersemi Reykjavíkur — eftir Sigurð A. Magnússon Ef marka mátti mannsafnað á Laugarnestanga á Sigurjónsvöku (Ólafssonar) um Jónsmessuna, þá mun mörgum fleiri en gamalgrón- um Laugnesingum hafa hnykkt við þá furðufrétt, sem birtist í einu dagblaöanna vikuna á undan, að nú hefði borgarstjórn uppi áætlanir um að leggja veg fyrir þungaflutninga um þvert friðlýsta svæðið í Laugarnesi og þannig í reynd minnka það um röskan helming. Samkvæmt þessum plön- um á vegurinn að liggja meðfram ströndinni vestrað svonefndri Norðurkotsvör, sem er vinsæll við- komustaður útivistarfólks, og síð- an þvert yfir gamla Laugarnes- túnið að mótum Kleppsvegar og Sætúns. Í fjárhagsáætlun þessa árs er gert ráð fyrir sjö milljónum króna til verksins, þó ekki sé enn búið að ganga lögformlega frá málinu. Munað hefði um miklu lægri fjárhæð til viðhalds og varð- veislu vinnustofu og listaverka Sigurjóns Ólafssonar, sem nú eru á hálfgerðum hrakhólum og eiga þó eftir að standa einsog gnæfir drangar uppúr hafi tímans þegar allar vegaáætlanir og vegagerðir eru löngu týndar og tröllum gefn- ar. Hér er um svo afdrifaríka ákvörðun borgarstjórnar að ræða, að virðast má með ólíkindum að henni verði hespað af í snarhasti án nánari athugunar á, hverju er verið að stefna i vísan voða. Hvorki hafa farið fram neinar fornleifarannsóknir né teljandi lífríkiskannanir á þessum síðasta ósnortna bletti á gamla Reykja- víkursvæðinu, og mundu aðrar menningarþjóðir hafa lagt mikið í sölurnar til að verja svo dýrmæt- an reit hverskonar ágangi. Fjaran á Laugarnestanga er friðlýst og eini óspillti spottinn á allri strandlengju Reykjavíkur. Gróð- urlíf í mýrlendinu umhverfis Norðurkotsvör og á holtinu norð- austan við hana (að ótöldu fugla- lífi) er meðal þess fjölbreyti- legasta sum fyrirfinnst á Reykja- víkursvæðinu. Öllu þessu virðist nú vera ætlunin að farga til að þjóna stundarhagsmunum fáeinna peningamanna sem heimta meira svigrúm til athafna og teija sig eiga sjálfgefinn rétt til að ryðjast yfir hvað sem fyrir verður, án minnsta tillits til Jiáttúrugersema, sögulegra minja eða óska óbreyttra borgarbúa. Svipur hjá sjón Friðlýsta svæðið í Laugarnesi hefur marga ómetaniega kosti umfram önnur áþekk útivistar- svæði. Það er þennig í sveit sett, að óvíða í höfuðborginni er útsýn jafnvíð og fjölbreytileg, allt frá Garðsskaga í suðvestri, til Snæ- fellsness í vestri og fjallahringsins stórbrotna í norðri, að ógleymdum eyjunum og þá ekki síst Viðey sem skoða má frá áðurnefndu holti. Legu svæðisins við ströndina fylg- ir heilnæmt sjávarloft og tilfinn- Sigurður A. Magnússon ing mikillar víðáttu til þriggja átta, sem afgirt eða umlukt úti- vistarsvæði hafa ekki uppá að bjóða. Þarvið bætist það himin- senda lán, að á tanganum stendur vinnustofa einhvers snjallasta listamanns þjóðarinnar ásamt verulegum hluta af lífsverki hans, Hafnarbúðír — Greinargerð frá Landakotsspítala Landakot Landakotsspítali Undanfarið hafa farið fram töluverðar umræður opinberlega um þá beiðni Landakotsspítala að fá hjúkrunardeildina í Hafnar- búðum til rekstrar. Málið stendur þannig í dag að fjármálaráðherra hefur fyrir hönd ríkissjóðs gert Reykjavíkurborg tilboð um kaup á húsinu að upphæð um það bil 55 milljónir króna, sem greiðast skal á 15 árum. Risið hefur upp mikil mótmælaalda af hálfu starfs- manna Borgarspítalans svo sem fram hefur komið í ályktun læknaráðs, yfirlýsingu starfs- manna Hafnarbúða og grein Dr. Friðriks Einarssonar í Morgun- blaðinu þann 26. júní sl. Nauðsynlegt er því að gera nokkra grein fyrir þessu máli eins og það lítur út frá sjónarhóli Landakots. Staða Landakots í heilbrigðiskerfinu Landakot hefur nú í 83 ár verið rekið sem almennur spítali. Eftir tilkomu Landspítala 1930 og Borg- arspítala síðar hefur verið tölu- verð samvinna og verkaskipting milli þessara spítala. Allir eru þeir kennsluspítalar læknadeildar og sinna fyrst og fremst svokall- aðri bráöaþjónustu við sjúklinga og er öll uppbygging þeirra miðuð við það. Þar eru dýrar deildir svo sem skurðstofur, röntgendeildir og rannsóknardeildir, sem ekki er þörf fyrir á hjúkrunardeildum. Það liggur því í augum uppi að nauðsynlegt er fyrir þessar stofn- anir að hafa aðgang að hjúkrunar- og endurhæfingardeildum, sem geta tekið við sjúklingum að af- loknum þeim rannsóknum og með- ferð, sem þeim er ætlað að veita. Vistun sjúklinga sem fyrst og fremst þarfnast hjúkrunar á bráð- um sjúkradeildum þar sem erill er nær allan sólarhringinn og oft mikið veikir sjúklingar er afleit fyrir hjúkrunarsjúklinga. Þeir fá þar engan veginn þá umönnun, sem með þarf og unnt er að veita á góðri hjúkrunardeild eins og lýst er skilmerkilega í grein ólafs Jónssonar læknis á Borgarspital- anum í Morgunblaðinu þann 16. júní sl., þar sem hann gerir grein fyrir starfsemi Hafnarbúða. Bæði Ríkisspítalar og Borgar- spítali hafa því talið nauðsynlegt að reka samhliða öðrum rekstri endurhæfingar- og hjúkrunard- eildir. Ríkisspítalar reka t.d. Há- túnsdeildirnar, Vífilsstaði, Krist- nesspítala o.fl. Borgarspítali rekur eftirtaldar deildir: Hvítaband 20 rúm Grensásdeild 60 rúm Heilsuverndarstöð 30 rúm Hafnarbúðir 25 rúm B-álma______________________56 rúm Samtals 191 rúm Auk þess eru langt komnar 4 deildir í B-álmunni, sem samtals munu rúma 112 sjúklinga. Þannig má búast við, að Borgarspítali hafi yfir að ráða 303 -þrjú hundnið og þremur- rúmum, þegar þeirri byggingu er lokið. B-álman er byggð að verulegu leyti fyrir framlög úr Framkvæmdasjóði aldraðra en fjár til hans er aflað með nefskatti á alla landsmenn eins og kunnugt er. Hverjir eru sjúklingar Landa- kotsspítala? Meira en helmingur þeirra er lagður inn á bráðavökt- um sem spítalinn tekur sam- kvæmt sameiginlegu vaktkerfi spítalanna, og skipulagt er af hálfu borgarlæknis í Reykjavík. Hinir eru lagðir inn af eigin hvöt- um oftast nær að undangenginni rannsókn hjá sérfræðingum spít- alans. Á síðasta ári voru sjúkl- ingarnir rúmlega 5700. Þetta fólk er að sjálfsögðu allt borgarar ís- lensks þjóðfélags og greiðir skatta sína og skyldur til samfélagsins eins og það fólk sem lagt er inn á aðra spítala. Það hlýtur því að eiga rétt á samskonar þjónustu og aðrir af hálfu íslenska heilbrigð- iskerfisins. 58% sjúklinganna eru Reykvíkingar og þeir nota 63,4% legudaganna. Þetta er raunar nákvæmlega sama hlutfall og á bráðadeildum Borgarspítalans. Á Borgarspítala eru skv. árs- skýrslu spítalans 1983 samtals 183 rúm sem teljast til almennra deilda (að frátalinni geðdeild). Á Landakoti eru samskonar rúm 176. Munurinn er hinsvegar fyrst og fremst sá, að Borgarspitali hef- ur í dag yfir að ráða 191 rúmi og á von á 112 I viðbót í B-álmunni fyrir hjúkrunar- og endurhæf- ingarsjúklinga. Landakot hefur nákvæmlega engin slík rúm. Tilraunir Landakots til lausnar Þessi skortur á hjúkrunarrými fyrir Landakot hefur valdið veru- legum erfiðleikum í rekstri spítal- ans þannig að hann hefur ekki getað rækt sitt hlutverk eins vel og skyldi. Jafnframt er það alger- lega óviðunandi fyrir þá sjúklinga sem þurfa á langtíma vistun og hjúkrun að halda að eiga hennar ekki kost. Um þörfina er nægjan- legt að vitna til könnunar borgar- læknis árið 1981 en hann komst að þeirri niðurstöðu að vandi Landa- kots væri mestur. Og rétt er að vitna til ummæla stjórnar Sjúkra- stofnana Reykjavikurborgar frá 11. janúar 1985. „Stjórn Sjúkra- stofnana Reykjavíkurborgar er af samtölum við forráðamenn Landakotsspítala ljós hinn mikli skortur á vistunarrými þar, og er fús til samstarfs um aukna hlut- deild sjúklinga þaðan i vistun á öldrunardeildum B-álmu Borgar- spítalans." Ekki þarf því væntanlega að deila um þörf Landakots að þessu leyti. Frekar er deilt um leiðir til lausnar. Landakot hefur i 15—20 ár a.m.k. reynt að fá lausn á málum sínum. Þegar Hátúnsdeildir Rikis- spítala voru teknar i notkun á ár- unum 1975—1977 var um það rætt að spítalinn fengi þar 15—20 rúm til umráða. Ekkert varð úr efnd- um. Áfram var haldið að leita lausna og á árinu 1981 átti spital- inn kost á að kaupa húseignina Bræðraborgarstíg 9 og athuganir sem gerðar voru af Húsameistara ríkisins leiddu i ljós að hagkvæmt var að breyta húsinu í hjúkrun- ardeild fyrir 30 sjúklinga. Gerður var kaupsamningur við eigendur með fyrirvara um samþykki ríkis- stjórnarinnar. Þáverandi heilbrigðisráðherra virtist meðmæltur þessum kaup- um og skýrði frá því i sjónvarpi sem einni leið til að bæta úr ófremdarástandi sem þá rikti í þessum málum. Svo fór þó að ráðherrann dró stuðning sinn til baka og taldi vænlegra að leysa málin með því að hraða B-álm- unni. Kvaðst hann mundu beita sér fyrir því að vandamál Landa- kots yrðu leyst þannig að spitalinn fengi pláss fyrir 30 sjúklinga í fullbyggðri B-álmu. í framhaldi af því var haldinn fundur með þáver- andi stjórnendum Borgarspitala og um það rætt að 10 sjúklingar af Landakoti yrðu fluttir í B-álmuna þegar fyrsta deildin opnaði þar. Núverandi stjórn kannast hins- vegar ekkert við þetta loforð, sem þar af leiðandi hefur ekki verið efnt og hægt er að telja á fingrum annarrar handar þá sjúklinga sem vistast hafa þar frá Landakoti. Innrétting Hafnarbúða sem hjúkrunardeildar var á sínum tíma umdeild ráðstöfun og stjórn læknaráðs Borgarspítala mót- mælti henni opinberlega á sínum tima. Þá var strax rætt um það, að þegar B-álman væri fullbyggð flyttist þessi starfsemi þangað enda ólíkt hagkvæmara fyrir Borgarspitalann að vera með starfsemi sína á einum stað. Þvi var það að fyrir alllöngu kom upp sú hugmynd, að í stað þess að sjúklingar af Landakoti væru fluttir suður í Fossvog og sjúklingar úr Fossvogi fluttir i Hafnarbúðir fengi Landakot Hafnarbúðir og Borgarspítali hefði þá rekstur B-álmunnar al- farið með höndum. Málið var fyrst rætt við Davið Oddsson borgarstjóra skömmu eftir að hann tók við embætti og tók hann vel i hugmyndina. 1 framhaldi af því voru send bréf til borgarstjóra, Matthíasar Bjarna- sonar heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra og Alberts Guðmundssonar fjármálaráð- herra. Allir þessir menn hafa sýnt málinu mikinn skilning og stutt það heils hugar. Niðurstöður þess- ara umleitana eru þær að rikið hefur gert Reykjavíkurborg tilboð um kaup á Hafnarbúðum eins og að ofan greinir. Rekstur Hafnarbúða Rekstur Hafnarbúða hefur verið til mikillar fyrirmyndar undir stjórn Dr. Friðriks Einarssonar. Verði af kaupunum hefur Landa- kot að sjálfsögðu það eitt mark- mið að halda algerlega sambæri- legum rekstri og þjónustu. Það hefur aldrei komið til greina að allir þeir sjúklingar sem verið hafa í Hafnarbúðum verði fluttir þaðan á einu bretti. Hugmyndin er sú að þeir sjúklingar sem hafa verið lengi verði þar áfram en i stað þeirra verði smám saman fluttir jafnmargir sjúklingar af Landakoti í B-álmuna eftir því sem innréttingu hennar miðar. Allt þetta verður að gerast með hagsmuni sjúklinganna og að- standenda þeirra fyrst og fremst í huga. Hafnarbúðir væru ekki góð stofnun ef þar væri ekki gott starfsfólk. Sumt hefur unnið þar lengi og óttast ef til vill um hag sinn. Landakot mun sjá til þess að allt það starfsfólk sem vill vera þar áfram haldi starfi sínu. Um starfsréttindi hlýtur því að gilda að þau verða tryggð þannig að starfsmenn missi einskis í áunn- um réttindum. Gert er ráð fyrir því að eftirlit með sjúklingum verði í höndum lækna lyfjadeildar Landakots. Bakvaktir verða einnig í höndum þeirra þannig að sú þjónusta ætti að verða fullnægjandi. Að sjálf- sögðu munu svo allir sérfræðingar spítalans verða til taks ef á þarf að halda. öll önnur þjónusta svo sem lyf, matur, þvottur o.fl. mun að sjálfsögðu koma frá Landakoti. Það er von stjórnenda Landa- kotsspitala að umskiptin gætu orðið með þeim hætti að sem minnstum truflunum valdi í starfseminni og hvorki sjúklingar né starfsfólk verði fyrir óþægind- um. Niðurlag Þeir tæplega 30 reykvísku lang- legusjúklingar, sem vistast hafa á Landakotsspítala við ófullnægj- andi aðstæður, eiga fullan rétt á samskonar möguleikum til hjúkr- unarvistar og aðrir borgarar. Það hlýtur að vera hagkvæmt fyrir heilbrigðiskerfið í heild að einstakar stofnanir geti sinnt sínu rétta hlutverki. Af reynslu undanfarinna ára er stjórnendum Landakots ljóst að vandamál langlegusjúklinga spít- alans verða ekki leyst nema með þvi móti að spítalinn ráði sjálfur yfir langlegudeild. Það hlýtur að vera hagkvæmt að Borgarspítali sameini rekstur sinn á einn stað þ.e. í Fossvogi. Það fjármagn sem fæst fyrir Hafnarbúðir kemur strax til nota fyrir B-álmu Borgarspítalans því að sjálfsögðu er hægt að koma verðtryggðu og ríkistryggðu skuldabréfi í peninga og hraða þar með innréttingu B-álmunnar. Stjórnendur Landakotsspítala efast ekki um að borgaryfirvöld vilja stuðla að því að spítalinn geti rækt skyldur sínar við Reykvík- inga og aðra landsmenn og taki ákvörðun samkvæmt því. St. Jósefsspítala Landakoti 28. júní 1985 Óttarr Möller, stjórnarformaður Logi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri, Ólafur örn Arnarson, yfirlæknir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.