Morgunblaðið - 29.06.1985, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 29.06.1985, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. JÚNl 1985 5 Olíugeym- arnir senn fullbyggðir BYGGING tveggja olíugeyma og dælustöðvar í Helguvík er nú á lokastigi, svo og leiAslna upp á Keflavíkurflugvöll. Geymarnir eru neðanjarftar. í næstu viku er rádgcrt aó hefja undirbúnings- framkvæmdir við gerð hafnar- innar. Húsaleiga hækkar um 11% LEIGA fyrir íbúðarhúsnæði og at- vinnuhúsnæði hækkar um 11,0% frá og með júlíbyrjun 1985, segir í frétt frá Hagstofu íslands. Reikn- ast hækkun þessi á þá leigu, sem er í júní 1985. Júlileigan helst óbreytt í ágúst og september. Viöskiptaráðherra í opinbera heim- sókn til Noregs: Ræðir m.a. ríkisstyrki Norðmanna til útgerðar MATTHÍAS Á. Mathiesen viðskipta- ráðherra heldur á mánudag, þann 1. júlí í þriggja daga opinbera heim- sókn til Noregs. Er hann að endur- gjalda heimsókn viðskiptaráðherra Noregs, Asbjörn Haugsvedt, sem hingað kom á sl. ári. A mánudag mun Matthías ásamt fulltrúum sjávarútvegs- ráðuneytisins ræða við viðskipta- ráðherra Noregs um sameiginlega viðskiptahagsmuni Islands og Noregs. Auk þess mun viðskipta- ráðherra sérstaklega ætla að ræða við Haugstadt um þá hluti sem íslendingar hafa hvað harðast gagnrýnt hjá Norðmönnum, en það eru ríkisstyrkir til norsks sjávarútvegs. Þá munu ráðherramir ræða breytta stöðu EPTA við inngöngu Portúgals f Efnahagsbandalag Evrópu og væntanlegar samninga- viðræður EFTA og Efnahags- bandalagsins. Á þriðjudag heldur viðskipta- ráðherra til Bergen þar sem hann skoðar fiskiræktarstöð og til- raunastöðvar í fiskirækt. A mið- vikudag verða viðræður við hags- munaaðila í fiskirækt, og síðdegis þann dag kemur viðskiptaráð- herra aftur heim til íslands. Embætti borgarfógeta: Lögbann við bensínsölu Olís LÖGBANN við notkun á eignum Olíuverslunar fslands á lóð bifreiða- stöðvarinnar Hreyfils var kveðið upp hjá borgarfógeta í gær. Hreyfíll krafðist lögbanns við afgreiðslu bensíns á bensínstöð Olís við Fellsmúla og var forráðamönnum Hreyfíls gert að leggja fram 2 millj- ón króna tryggingu. Bifreiðastjórar Hreyfils lögðu í vikunni bifreiðum sínum við inn- keyrslu að bensínstöð Olís eftir að hún var opnuð til afgreiðslu. Eftir úrskurð fógeta hættu bifreið- astjórar aðgerðum sínum. Og enn er Daihatsu Charade á toppnum og aldrei betrí Daihatsu Charade vann sinn fyrsta sigur í spar- aksturskeppni haustiö 1979 og síöan hefur sigur- ganga hans meöal íslenskra kaupenda verið óslitin og 2300 Charade eru nú á götunni. Þaö var Dai- hatsu Charade diesel sem sigraöi í keppninni sl. helgi meö 3,72 I pr. 100 km og varö Daihatsu Charade þriöji í bensínflokki með 4,12 I pr. 100 km. En þaö segir ekki alla söguna þótt diesel- og bensínbílar Daihatsu og annarra japanskra fram- leiöenda eyöi sáralitlu. Þaö sem hefur gerst er aö bensíneyöslan hefur minnkaö ár frá ári, en Dai- hatsu Charade hefur engu aö síður stækkaö aö utan og innan, en veröiö breyst lítiö hlutfallslega. í dag bjóðum við Daihatsu Charade, glæsilegan rúmgóðan Allir þekkja gæöin, þjónustuna og endursöluna hjá Daihatsu. □AIHATSU umboöiö Ármúla 23 — 81733 — 685870. - “—329.800 BÍLASÝNING í DAG Komiö, skoðið og reynsluakið Daihatsu Charade, Daihatsu Rocky og Daihatsu Cab Van 4W sendibílnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.