Morgunblaðið - 29.06.1985, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 29.06.1985, Blaðsíða 34
34 ------------------------ MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2». JÚNt 1965----------------------------- + Eiginmaöur minn, KRISTJÁN SIGURÐSSON, Grímsatööum, Hólsf jöllum, lést i Landspítalanum þann 27. júní. Jaröarförin auglýst síðar. Auöbjörg Vilhjálmsdóttir. t Sonur minn og stjúpsonur, GUNNLAUGUR BÖRKUR ÞÓRISSON, Bragagötu 30, lést á heimili sínu miövikudaginn 26. júní. Sóley Sturlaugsdóttir, Magnús Þórisson. + Eiginmaöur minn, tengdasonur, mágur og svili, WILBER STEWART, andaöist 24. júní sl. í Picayune í Bandarfkjunum. Jaröarförin hefur fariö fram. Lilla Stawart, Marta Jónsdóttir, Einar Einarsson, Una Áageirsdóttir. + Jaröarför eiginkonu minnar, MARGRÉTARJÓNSDÓTTUR frá Sastúni, Vestmannaeyjum, fer fram frá Landakirkju f dag, 29. júní, kl. 14.00. Guömundur Pálsson. + Móölr okkar, tengdamóöir, amma og langamma, INGIBJÖRG ÓLAFSDÓTTIR, Hruna, Ólafsvík, er lést 25. júní, veröur jarösett frá Ólafsvíkurkirkju mánudaginn 1. júlí kl. 14.00. Guömundur G. Péturason, Kristjana Gunnarsdóttir, Ásbjörn Pétursson, Jóhanna Sigurjónsdóttir, Guórún Pétursdóttir, Ólafur Sigurjónsson, Haraldur Kjartansson, Áslaug Júlíusdóttir, Gunnleifur Kjartansson, Guöbjörg Jóhanna Lárentsínusdóttir, Pétur Kjartansson, Anna Herbertsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegustu þakkir færum viö öllum þeim sem sýndu okkur vináttu og samúö viö fráfall og útför eiglnmanns míns, fööur okkar, tengda- fööur og afa, ÓLAFS MAGNÚSAR VILHJÁLMSSONAR, Sunnubraut 4, Akraneai. Þóra Þóröardóttir, Emelía Ólafsdóttir, K ristbjörg Ólafsdóttir, Jón Sigurösson, Finnur Gísli Garöarsson, Þóra Jónsdóttir, Maren Finnsdóttir, Kristjana Jónadóttir, Ólafur Magnús Finnsson. + Þökkum auösýnda samúö viö andlát og jaröarför móöur okkar og tengdamóöur, SIGRÍÐAR KRISTJÁNSDÓTTUR frá Vágeirsstööum, Fnjóskadal. Helga Stefánsdóttir, Jón Þorberg, Hólmfríóur Stefánsdóttir, Árni Böövarsson, Ragnar Stefánsson, Guörún Oddsdóttir, Sigrún Stefánsdóttir, Siguróur Guölaugsson, Sigurlaug Stefánsdóttir, Jakob Jónsson, Þorbjörg Guömundsdóttir og aðrir vandamenn. Legsteinar granít — Op«ð aUa daga, •innéa kvðM BrwSSSWajp og helgar.. marmari 1'Umil x(. Unnarbraut 19, SattjamamMi, símar 620609 og 72818. Minning: Sjgríður Soffía Asgeirsdóttir Fædd 16. febrúar 1966 Dáin 21. júní 1985 Sigríður Soffía Ásgeirsdóttir fæddist á Grenivík þann 16. febrú- ar 1966. Dóttir hiónanna Elísu Ingólfsdóttur og Ásgeirs Krist- inssonar. Mig langar í fáum orðum að minnast Síssu eins og við kölluð- um hana. Ekki var Síssa gömul þegar kom í ljós, að hún hafði margt til brunns að bera. Átti hún einkar létt með nám og var gædd miklum tónlistarhæfileikum. Að loknu námi i Stórutjarnarskóla fór hún í Menntaskólann á Akur- eyri. Þar sem Síssa kom var engin lognmolla. Snjallt orðafar hennar og hversu hressileg hún var kom öllum i gott skap. Ég las svolítið stærðfræði með henni einn vetur. Kom hún þá jafnan á laugardagsmorgnum. Gleymdum við þá oft stund og stað yfir ánægjulegum samræðum og þegar við hrukkum upp við að laugardagsgrauturinn sauð út um alla vél og rétt var hægt að bjarga síðustu skánunum hló Sissa alltaf jafn dátt. Þótt fullorðnir hefðu gaman af að spjalla við Sissu hændust börn ekki síður að henni. Litlu frænd- systkinin hafa jafnan leitað mikið í Stórasvæði 4 enda fjölskyldan öll mjög barnelsk og var Sissa þar engin undantekning. Eitt var það sem einkenndi Sissu. Það var hin mikla snyrti- mennska í hvívetna og allur frá- gangur á því sem hún vann var svo fágaður, að ekki sást nema þá eins. En þessi natni tók tíma og metnaðurinn við námið var mikill, svo oft á tiðum var árla risið að morgni til að skila lexíum dagsins eins og henni best líkaði. Svo var það i febrúar sl. vetur, er hún hafði rétt lokið prófum fyrri annar í 3. bekk MA, að fyrsta áfallið kom. Með aðstoð nútima tækni og læknavisinda tókst henni að komast yfir þetta mikla áfall og eftir rannsóknir á Akureyri og í Reykjavík hélt hún áfram lífinu eins og ekkert hefði í skorist. Síssa hafði ætið mikinn áhuga á tungumálum, svo það varð úr að hún réð sig i vist til Þýskalands i sumar. Fyrir um það bil mánuði kvaddi hún kát og hress á leið út i heim, full af lífsgleði og kjarki. En ekki var hún búin að vera lengi erlendis er annað áfallið kom og eftir rúmlega tveggja vikna legu i sjúkrahúsi þar ytra var Sissa öll. Það var að morgni 21. júní er fréttin um lát Sissu barst um litla þorpið okkar, Grenivík. Það setti alla hljóða og þokan, sem grúfði yfir Kaldbak og Þengilhöfðanum, virtist enn dekkri og drungalegri. Það leita margar spurningar upp i hugann á slíkri stund og oft er það svo, að við skiljum ekki vel tilgang lífsins eða ef til vill erum við of eigingjörn, við viljum ekki missa það sem okkur þykir svo vænt um, en svo heilsteyptri og góðri stúlku hljóta allir vegir að vera færir, hvort sem það er hjá Helga Asgeirs- dóttir - minning Fædd 23. september 1934 Dáin 22. febrúar 1985 Með örfáum orðum viljum við minnast Helgu Ágústsdóttur. Helga fæddist 23. september 1934 í Ólafsfirði. Foreldrar hennar voru Ásgeir Frimannsson skip- stjóri og kona hans, Gunnlaug Gunnlaugsdóttir. Helga var því fædd og uppalin hér í ólafsfirði, var enda alla tíð mikill ólafsfirð- ingur i sér. Helga átti sex systkini, þau Sig- ríði Soffiu, Frímann og Kristján, sem öll eru látin en á lífi eru þau Hildigunnur, Jón og Ásgeir. Helga giftist eftirlifandi manni sínum, Bjarna Sigmarssyni verkstjóra, árið 1957. Áður en Helga giftist eignaðist hún son, Ásgeir Arngrimsson framleiðslustjóra, sem búsettur er á Akureyri, kvæntur Örnu Hrafnsdóttur, eiga þau þrjá syni. Börn þeirra Helgu og Bjarna eru þessi: Guðrún fóstra, gift Ingólfi Hannessyi íþróttafréttamanni, búsett í Reykjavik og eiga þau eina dóttur; Margrét kennari, sem er heit- bundin Markúsi Einarssyni íþróttakennara, búsett í Kópavogi; Sigurbjörg stúdent, sem er heit- bundin Þórði Arnaldssyni nema, búsett á Akureyri og Sigurður 15 ára. Sjálfur var ég tíður gestur á heimili þeirra hjóna er við Ásgeir lékum okkur saman á yngri árum. Þar kynntist ég Helgu vel en þó seinna meir allnáið er ég tengdist inn í fjölskylduna, því mikill sam- gangur var á milli Helgu og Evu, tengdamóður minnar. Helga var glaðlynd kona, dag- farsprúð og elskuleg kona í alla staði, mikill vinur vina sinna. Heimili þeirra hjóna, Bjarna og Helgu, á Túngötu 5 í Ólafsfirði er sérstaklega vistlegt og hlýtt og stóð opið öllum er þangað vildu koma. Helga var umhyggjusöm heimili sínu og börnum, hún vildi allt fyrir þau gera og voru þau hjón mjög samhent í að hjálpa Verkalýðsfélagið Þór: Ályktun um frum- varp til laga STJÓRN og trúnaðarmannaráð Verkalýðsfélagsins Þórs á Selfossi fundaði nýlega. Á fundinum var samþykkt ályktun þess efnis að fundurinn mótmæli harðlega þeirri af- greiðslu sem frumvarp til laga um uppsagnarfrest og veikindarétt fiskverkafólks fékk á Alþingi. Ennfremur er því mótmælt í ályktuninni að meirihluti þing- manna skyldi vera því samþykkur að svæfa málið með því að vísa því til ríkisstjórnarinnar. Taldi fund- urinn þetta sýna ljóslega hvern hug ráðamenn landsins beri til verkafólks og jafnframt ólíklegt að umrætt fólk muni greiða þeim mönnum atkvæði sitt í næstu kosningum sem sitja við stjórnvöl- inn. (ílr (rr'Uatilkynningu.) okkur eða bak við móðuna miklu. Mig langar til að flytja þakklæti frá ættingjum Síssu til hjónanna Steinunnar og Björgvins Tómas- sonar, en þau búa í Althútte í Þýskalandi á þeim stað sem Síssa var. Voru þau foreldrum hennar ómetanlegur styrkur, er þau komu bráðókunnug þar út til að vera við dánarbeð dóttur sinnar. Vonar fjölskylda Síssu, að algóður guð launi þeim alla þá ástúð og um- hyggju, sem þau veittu löndum á erfiðri stundu. Ég veit aö það er mikið sem Lísa og Ásgeir hafa misst, en það er einnig mikið sem þau eiga eftir. Tvo góða syni og litla sólargeisl- ann sinn, sonardótturina hana Hörpu Rut. Megi góður guð styrkja foreldra, bræður, aðra ættingja og vini í þessum mikla harmi. „Og því er allt svo hljótt við helfregn þína sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið, sem hugsar til þín aila daga sína.“ (T.G.) Guðný Sverrísdóttir þeim sem mest og best. Fyrir rúm- um þremur árum veiktist Helga af alvarlegum sjúkdómi, sem læknar ráða oft lítið við og þrátt fyrir að allt virtist gert sem hægt var af læknum og einnig einstaka um- önnun eiginmanns hennar, barna og systkina, auðnaðist ekki að ráða niðurlögum þessa skelfilega sjúkdóms er leiddi til dauða henn- ar 22. febrúar síðastliðinn. Við vitum svo lítið og skiljum svo fátt er við stöndum frammi fyrir afli og vilja þess almættis er lífið gefur og lífið tekur. Þess vegna erum við svo vanmáttug og varnarlaus er alvarlegir sjúkdóm- ar herja, sem Helga veiktist af. Nú ríkir harmur hjá eiginmanni og börnum, í hjörtum þeirra er sjá á bak elskulegri eiginkonu og móð- ur, en minningin um góða konu er ætíð harmabót og trúin á Guðs ei- lífu náð og blessun er öllum syrgj- endum styrkur og aflvaki á erfið- um stundum. Bjarna, eiginmanni Helgu, börnum svo og öðrum ættingjum og venslafólki sendum við innileg- ar samúðarkveðjur. Allir sem þekktu Helgu Ás- geirsdóttur minnast hennar með virðingu og þökk og sakna hinnar „góðu konu“ sem nú er horfm okkur. Blessuð sé minning hennar. Þorsteinn og Gunnlaug

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.