Morgunblaðið - 29.06.1985, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.06.1985, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐID, LAUGARDAGUR 29. JÚNl 1985 11 Póstur og sími kynnir tvær nýjungan „Postfax-tækin eru bylting í póstþjónustu" segir Kristján Helgason umdæmisstjóri hjá Pósti og síma PÓSTUR og sími hefur tekið upp tvær nýjungar í þjónustu sinni við landsmenn og voru þær kynntar i blaðamannafundi nýlega. Annars- vegar er hér um að ræða svokallaða postfax-þjónustu, og hinsvegar þá nýbreytni í póstþjónustu að nú er hægt að senda svokallaðan for- gangspóst, sem berst milli landa svo skjótt sem unnt er. Postfax-tæki voru fyrst tekin í notkun hérlendis fyrir tæpu ári. Þau gera mönnum kleift að senda myndir, bréf eða prentað efni milli staða á örfáum mínútum, eins og fram kom á fundinum. Kostar hver sending milli 218 kr. og 630 kr. á blaðsíðu, en miðað er við stærðina A4. Hvert tæki hefur svokallað telefax-númer, og sá sem þekkir það getur sent efni úr öðru postfax-tæki hvaðan sem er. Tækið myndar efni á svipaðan hátt og ljósritunarvél og sendir gegnum þráð. Að sögn Kristjáns Helgasonar umdæmisstjóra hjá Pósti og Síma kostar tæki af sömu gerð og stofnunin notar um 300.000 krónur. Það sé því mögu- legt fyrir einstakiinga og stofnan- ir að verða sér úti um slíkt tæki, en að sjálfsögðu sé alla þjónustu þessu viðvíkjandi einnig að fá á pósthúsum í Reykjavík og á nokkrum öðrum stöðum um land- ið. „Þessi tæki eru bylting í póst- þjónustu," sagði Kristján. Forgangspóstþjónusta er veitt í nýja pósthúsinu við Ármúla. Að sögn talsmanna Pósts og síma er slíkum pósti komið á áfangastað á eins skömmum tíma og hugsanl- egt er. Póstburðargjald fyrir for- gangspóst er 2.500 krónur fyrir MorgunblaðiA/Bjarni Talsmenn Pósts og síma á fundinum voru, frá vinstri: Kristján Hafliðason, Kristján Helgason, Sigurður Ingason, Jón Helgason, Jóhann Hjálmarsson blaðafulltrúi stofnunarinnar og Gylfí Gunnarsson. Fyrir framan þá sést einhverskon- ar póstfæriband, eitt af fjölmörgu í Múlastöðinni nýju, sem auðveldar alla flokkun pósts. „Maður er ekki fæddur í heiminn til þess að safna peningum“ Rætt við Elías B. Halldórsson myndlistarmann ELÍAS B. Halldórsson er myndlist- armaður og hefur verið búsettur á Sauðárkróki síðastliðin tuttugu ár. Hann heldur nú um þessar mundir sýningu á Kjarvalsstöðum og hitti blaðamaður Morgunblaðsins hann að máli af því tilefni. Elías sagði að það hefði vissu- lega haft mikil áhrif á feril sinn að vera utan af landi, en kvaðst ekki gera sér grein fyrir þvi hvort þau væru heldur jákvæð eða neikvæð, sennilega hvort tveggja. „Það er nauðsynlegt fyrir hvern listamann að stunda list sína í tengslum við náttúr- una,“ sagði hann. „Þótt maður máli kannski ekki landslag eða yrki um það, hefur náttúran geysimikil áhrif á listamanninn og hvetur hann til dáða. Það er því hollt að dvelja i samneyti við hana hvort sem er í stuttan eða langan tíma,“ bætti hann við. Þó taldi Elías að hann hefði sjálfur verið fulllengi búsettur úti á landi, enda væri hann nú farinn að huga að flutningum til höfuð- staðarins. Elías B. Halldórsson við eitt verka sinna Elías hefur haldið fjölda sýn- inga viðsvegar um landið, meðal annars á Egilsstöðum, Seyðis- firði og Akureyri. Hann sýndi síðast í Reykjavik fyrir nokkrum árum og þá í Norræna húsinu. Elías er ættaður úr Borgar- firði eystra, fæddur þar og upp- alinn. Hann stundaði nám við Myndlista- og handíðaskólann en dvaldist að því loknu um skeið i Stuttgart. Seinna lá leið hans til Kaupmannahafnar og svo heim. Hann hefur búið á Sauðárkróki síðan og framan af stundaði hann ýmis störf þar í bæ, en málaði í hjáverkum. „Ég leit ekki á mig sem listamann i þá daga,“ segir hann. En svo var það árið 1974 að hann sneri sér alfarið að málaralistinni, segist hafa fundið að honum færi ekk- ert fram með þessu lagi. „Ég var kominn i ágætlega launaða stöðu, loksins farinn að eiga eitthvað af peningum. En maður er ekki fæddur i heiminn til að safna peningum,” segir hann að lokum og glottir við. fyrsta kílóið en 200 krónur fyrir hvert kíló eftir það. Á fundinum kom ennfremur fram að mikil ánægja ríkti með nýju póst- og símstöðina við Ár- múla. Öll flokkun póstsins og dreifing sé nú miklu auðveldari en áðúr. Á hverjum degi fari um 130.000 bréf gegnum stofnunina, 3.000 bögglar og álíka mörg ábyrgðarbréf. Björn Björnsson póstmeistari benti þó á að enn vantaði nokkuð á að almenningur gengi nægilega vel frá pósti sín- um, til dæmis skipti það miklu máli að póstnúmer væru notuð því flokkun bréfanna miðaðist alger- lega við þau. Sigurður Ingason sagði að lok- um að sá húsakostur sem Póstur og Sími hefði nú á að skipa myndi likast til duga fram yfir næstu aldamót. Það væri því hægt að snúa sér að öðrum verkefnum en húsbyggingum, og stefndi stofn- unin að því að bæta þjónustu sína við landsmenn um allan helming á næstu árum. 16767 Helgarsími 12298 - 42068 Einbýli — raðhús Hávallagata. 3x92 fm. 1. hæð, 3 stofur, eldh., 2. h. 5 herb., sér baðherb. sér w.c. Kjallari. Séríb. með sérinng. V. 7 millj. Háaleitisbraut. 170 fm tengi- hús. V. 4,6 millj. Háagerði. Endaraðh., hæö og ris. V. 3 millj. 4-5 herbergja Fálkagata. 93 fm + kj. Verð tilb. Reykjavíkurv. Hf. 140 fm efri sérhæð. V. 3 millj. Kríuhólar. 117 fm í 3ja hæða húsi. Bílsk. V. 2,2 millj. 3ja herbergja Stórageröi. 117 fm á 3. hæð. Furugrund. 90 fm vönduö íb. á 6. hæð í lyftuh. V. 1,9 millj. Njálsgata. 3 hæöir. 90 fm hver hæð + einstaklingsíb. í kj. Njálsgata. 70-80 fm á 2 hæöum. 2ja herbergja Grettisgata. 50 fm ný standsett ib. á 1. hæö Háaleitisbr. 75 fm góð íb. í kj. Sumarbústaðir Þrastaskógur — Þingvellir — Hveragerði. Stórar og smáar eignir Hveragerði — Hella — Hvolsv. — Selfoss — Stokkseyri - Njarðvík. Lóðir Seltjarnarnesi - Skerjafiröi. Einar Sigurðsson, hri. Laugavegi 56,'simi 16767. f Hlísv/íiVGun"! I Wi FASTEIGNASALA H LAUGAVEGI 24, 2. HÆÐ. 62-17-17 Opjð í dag 10.00-16.00 Úrval eigna á söluskrá Viðar Böðvarsson viðskiptafr. — Iðgg. fast. SIMAR 21150-21370 S0LUSTJ LARUS Þ VALDIMARS L0GM J0H Þ0ROARS0N HDL Til sýnis og sölu auk fjölda annarra eigna: Ný glæsileg húseign Á úrvalsstað neðsf í Seljahverfi. Nánar tiltekið einbýlish. um 250 fm auk 40 fm sérgeymslu. Ennfremur verslunar- og/eöa ibúöarhúsn. um 80x2 fm. Bflsk. um 40 fm. Glteail. lóð næstum frág. Teikn. á skrlfst. 3ja herb. íbúðir við: Hliðarveg Kóp. Um 85 fm endurnýjuö rishæð. Sérhiti. Svalir. Kambsveg. 2. hæð um 80 fm. 4ra ára úrvals ib. Stór bilsk. Framnesveg. Nýleg þakhæð um 80 fm. Góð innrétting. Suðursv. Suóurvang Hf. A 1. hæð um 95 fm stór og góð. Sórþvottahús. Furugrund Kóp. A 3. hæö um 80 fm í enda. Mjög góð í 6 íb. húsi. Mikiö útsýni. Haaóargaró. Neðri hæð um 85 fm. Tvíbýli. Sórhlti. Sórinng. Sórlóð. Nú 3 svefnherb. Laus strax. 4ra herb. íbúðir viö: Lindarbraut Seitjn. Neðri hæð um 100 fm. Ný eldhúsinnr. Nýlegt gler. Góður bílsk. Stór glæsil. lóð. Útsýni. Inn við Sund. I lyftuh., ofarlega um 90 fm. Góð innr. Stórar suöursv. Ágæt sameign. Glæsil. úts. Hjallabrekku Kóp. Glæsil. neöri hæö um 90 fm í tvíb. Sérhiti. Nýteg teppi. Tvöf. verksm.gler. Stór og fallegur trjágarður. Verð aðeins 1850 þús. Góð raöhús skiptamöguleiki Bjóöum til sölu nokkur raðh. m. a. við Jöklasel, Kambasel, Brúarás, Rauöás, Ásgarö, Otrateig, Hliöarbyggð, Álfhólsveg, Hjallaveg, Brekku- byggö, Unufell og Reynigrund. Ýmiakonar eignaakipti. Teikn. á akrifat. Þurfum að útvega m.a. Ibuðir og elnb. í gamla bænum. 4ra herb. nýja ib. með bilsk. Sérh. í vestur- borginni eða Hliðunum. Rúmg. íb. sem næst Háskólanum. Einbýtish. eða raðh. á einni hæö i Kóp. Einbýlish. í Smáíbúöarhverfi. Raöh. i Arbæjar- hverfi. Mikil útb. fyrir rátta eign. Margskonar eignaskipti mögul. Opið í dag laugardag frá kl. 1-5 síðdegis. Lokað i morgun sunnudag. LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 AIMENNA FASTEIGNASAL AN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.