Morgunblaðið - 29.06.1985, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. JÚNt 1985
23
Portugai:
Eanes rýfur þing
og boðar kosningar
Balashov
hættir
Taxco, Mexíkó, 28. júní. AP.
YURI Balashov frá Sovétríkjun-
um hefur sökum veikinda hætt
þátttöku í millisvæðamótinu, sem
nú stendur yfir í Taxco í Mexfkó,
samkvæmt tilkynningu er skipu-
leggjendur mótsins sendu frá sér
í gær, fimmtudag.
Á miðvikudag fékk Balashov
heiftarlegar innantökur og
mætti ekki til leiks. Var hann
fluttur á sjúkrahús, þar sem
hann gekkst undir margvísleg-
ar rannsóknir, og fyrirskipuðu
læknar honum að halda kyrru
fyrir.
í dag er hvíldardagur á mót-
inu, en 13. umferð hefst á morg-
un, föstudag.
N-Kórea fær 4
MiG-þotur
Tókýó, 28. jóaf. AP.
f SfÐASTA mánuði fengu Norð-
ur-Kóreumenn fjórar MÍG-23S-
þotur frá Sovétríkjunum, hinar
fyrstu af alls 50 þotum af þessari
gerð, sem Sovétmenn munu selja
þeim, að því er fram keraur í jap-
anska blaðinu Sankei Shimbun í
dag, fostudag.
Blaðið hefur eftir ónafn-
greindum heimildarmanni inn-
an japanska hersins, að þoturn-
ar fjórar hafi verið afhentar í
n-kóresku herstöðinni i Pukch-
ang, norðaustur af höfuðborg-
inni, Pyongyang, seinni hlutann
í maímánuði.
Þoturnar voru sérstaklega
framleiddar fyrir N-Kóreu-
menn og voru án ýmislegs bún-
aðar, sem alger hernaðarleynd
hvílir yfir.
Gorbachev
og Le Duan
ræðast við
Moakru, 28. jóní. AP.
í DAG hófust í Kreml viðræður
sovétleiðtogans Mikhail S. Gorb-
achevs og Le Duan, formanns ví-
etnamska kommúnistaflokksins,
að sögn sovésku fréttastofunnar
TASS.
Ekkert var látið uppi um efni
viðræðnanna.
Duan kom til Sovétríkjanna á
miðvikudag. Er þetta fyrsta
opinbera heimsókn hans þang-
að um nærri tveggja ára skeið.
Áframhaldandi
viðræður
stórveldanna
Wwhinxton. 28. jóoi.
ÞRÁTT fyrir karp á opinberum
vettvangi og heitingar um, að af-
vopnunarviðræðurnar geti farið út
um þúfur, er talið, að Bandaríkin
og Sovétríkin hafi þegar samið
um það á bak við tjöldin, að við-
ræðurnar hefjist að nýju f haust,
að sögn embættismanns banda-
rísku stjórnarinnar.
Samkomulag þetta gerðu
samningamenn stórveldanna í
Genf, þar sem lítið hefur ann-
ars miðað við samningaborðið.
Rafsanjani
í Peking
PekÍBg, 28. jónf. AP.
ÍKANSKI þjóðarleiðtoginn Ha-
shemi Rafsanjani átti í dag við-
ræður við Li Xiannian, forseta
Kína, og baðst fyrir með kín-
verskum múhameðstrúar-
mönnum á öðrum degi opinberrar
heimsóknar sinnar í Kína.
Opinber talsmaður Rafsanj-
anis, Morteza Sarmadi, sagði á
fundi með fréttamönnum, að í
viðræðunum hefði Li lagt
áherslu á „aldagamla vináttu
Kína og í rans“ og stuðning sinn
við „sjálfstæða utanrfkisstefnu
(rana og hlutleysi þeirra gagn-
vart stórveldunum".
Lissabon, 28. júní. AP.
ANTONIO Ramalho Eanes, forseti
Portúgals, greindi frá því í gær,
fimmtudag, að hann hygðist rjúfa
þjóðþingið og efna til kosninga til að
leysa stjórnarkreppuna í landinu.
Eanes sagði að núverandi rikis-
stjórn, sem lýtur forystu sósíalist-
ans Mario Soaresar, mundi sitja
þar til ný stjórn hefði verið mynd-
að. Hann sagði að þingið yrði ekki
rofið formlega fyrr en það hefði
staðfest samkomulagið um inn-
göngu Portúgals í Evrópubanda-
lagið. Umræður um samninginn
eiga að hefjast 10. júlí.
Stjórn Soaresar, hin 15. frá því
lýðræði var endurreist í Portúgal
árið 1974, tók við völdum f júní
1983 og hefur setið lengur en
nokkur önnur lýðræðislega kjörin
ríkisstjórn landsins. Hún er jafn-
framt fyrsta ríkisstjórnin, sem
hefur haft hreinan meirihluta á
þingi.
Samkvæmt stjórnarskránni
verður Eanes að rjúfa þingið fyrir
14. júlí, en þá er hálft ár þar til
kjörtímabil hans rennur út.
London, 28. jnní. AP.
BREZKA þingið samþykkti í gær-
kvöldi með 159 atkvæðum gegn 52
að framlengja sérstök neyðarlög um
Norður-írland um sex mánuði.
Samkvæmt lögunum er N-ír-
Fréttaskýrendur telja sennilegast,
að kosningarnar verði því 14. júlí,
en 90 dagar þurfa að líða frá þing-
rofi til þingkosninga. Á seinni
hluta þessa árs verða einnig for-
seta- og sveitastjórnarkosningar í
Portúgal.
land undir beinni stjórn brezku
stjórnarinnar. Lögin voru fyrst
sett 1972, þegar þáverandi ríkis-
stjórn rauf þing Norður-írlands
Mynduð var framkvæmdastjórn
Eanes, forseti Portúgals
fyrir N-lrland 1973 þar sem full-
trúar mótmælenda og kaþólikka
áttu sína fulltrúa. Árið 1974 rann
hún skeið sitt á enda og hófst bein
stjórn frá London að nýju.
Dýr eða ódýr?
Við vitum fullvel að Opel er ekki
ódýrasti bíllinn á markaðinum.
Eða hvað? Hvað er dýrt og hvað er
ódýrt þegar um fasteign er að ræða?
Hvor fasteignin er til dæmis ódýrari -
vel með farin sérhæð á góðum stað í
vesturbænum á fjórar milljónir eða
þriggja herbergja íbúð í úthverfi á
þrjár milljónir? Svarið liggur ekki (
augum uppi.
(búðarverðið er nefnilega ekki
óskeikull mælikvarði. Það segir þér
ekki hver viðhaldskostnaður verður.
Pað segir þér lítið um endursöluverð
og nýtingu - um það hvað húseignin
kostar þig þegar upp er staðið.
Nákvæmlega það sama gildir um bíla.
Pegar OPEL var valinn bíll ársins í
Evrópu fyrir árið 1985 var niðurstaða
dómaranna einmitt sú að hlutfall
gæða OPEL bílsins miðað við verð
hans væri hagstæðara en hjá öðrum
bílum. Með öðrum orðum - þeir
komust að því að OPEL væri ( raun
ódýrasti bíll sem völ er á.
Við vissum að OPEL er ekki ódýrasti
bíllinn á markaðinum. En nú veist þú
jafn vel og við að OPEL er væntanlega
sá bíll sem þú gerir bestu kaupin (.
Og svo er líka alveg frábært að keyra
hann!
BILL ÁRSINS 1985
BíLVANGURsf
HÖFÐABAKKA 9 5ÍMI 687300
Norður-írland
Neyðarlög framlengd