Morgunblaðið - 29.06.1985, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 29.06.1985, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. JÚNl 1985 • 19<1 Uniyrtol Prm Syndicof „ Eigum ekki ah reypa c£iur P „ fcibu þér sse'bi!' Hcc/iAftn Er það símareikningurinn? I*að er blátt áfram fáránlegt þegar menn á þínum aldri Ktla að dansa skrykkdans! HÖGNI HREKKVlSI „lpA& L.ÍTUZ ÚT FyiZIK A£) HANS CáETI EKKI /MEIF?.'' Við íslendingar erum engir óvitar Tómas Jónsson, Miðstræti 10, Rvík, skrifar: Góður Velvakandi. Ég get ekki haldið aftur af mér að lýsa yfir vanþóknun minni á nokkrum atriðum varðandi 17. júní-hátíðarhöldin hér í Reykja- vík, sem fóru óskaplega í taugarn- ar á mér. Hverjum datt í hug að fyrir- skipa að strengd yrði tvöföld girð- ing sitt hvoru megin við Lækjar- götu meðan barnaskemmtunin við Lækjartorg stóð sem hæst og mannfjöldinn var sem mestur. Prúðbúið fólk í þúsundatali á öll- um aldri var þarna saman komið til þess að gera sér glaðan dag. Að venju voru fjölmargir söluvagnar og tjöld í Lækjargötu (flest rekin af styrktar- og góðgerðarfyrir- tækjum) með ýmsan glaðning til sölu handa yngstu kynslóðinni — en fyrir makalausa „skipulags- gáfu“ og mannvit tókst frumkvöðlum þessarar girðingar að skapa algjört kaos á Lækjar- götunni og skella blásaklausu fólki, sem átti sér einskis ills von, kylliflötu á blautt malbikið. Ég reyni að ímynda mér að þessir snillingar, sem létu strekkja bönd- in, hafi af „tillitsemi" haft þau skærblá svo fólk gæti þó séð þau en fyrir okkur venjulega borg- arbúa, sem vön erum því að „eiga“ Lækjartorg, Austurstræti, Bank- astræti og Lækjargötu á þessum hátíðisdegi, var þetta argasta móðgun og illkvittni því þessar bláu snúrur þvældust endalaust milli lappanna á öllum, sem vog- uðu sér inn á Lækjargötu. Ég varð t.d. vitni að því að tvö börn á aldrinum 5—6 ára duttu svo illa um þessar bölvuðu snúrur að þau stóðu upp haltrandi af sársauka og hágrenjandi af von- brigðum — ísinn í götunni og sparifötin rennblaut og útötuð. Ég skora á skipuleggjendur og lögregluyfirvöld að gefa sig fram og færa viðunandi rök fyrir þess- ari „byltingu" 17. júní-hátíðar- haldanna. Ekki skal ég sverja fyrir að ég hafi verið orðinn neikvæður eftir þessi kynni mín af bláu böndun- um, en mér fannst þessi barna- skemmtun með því alslappasta sem ég hef nokkru sinni upplifað. Ég neita að trúa því að við ís- lendingar getum ekki á okkar stærsta hátíðisdegi — á úti- skemmtun um hásumar — haft ofan af fyrir börnunum okkar með taktföstu glensi og gamni, fjörug- um og litríkum uppákomum, söng og gleði. Nei — þetta var algjör logn- molla og aðstandendum öllum til skammar. Ekkert að gerast. Alls ekki neitt. Jú, það sást og heyrðist í einhverri Bollu sem hreytti út úr sér vonlausum lummum með við- eigandi búkhljóðum. Ekki var trúðurinn miklu skárri. Trúður! Ég hef hingað til haldið að trúðar ættu að vera fjallhressir og iðandi af sprelli. Þessi var eitthvað allt annað. Tilkynnt var koma Sultu-leik- hópsins. Ég og þúsundir samborg- ara minna stóðum og góndum I allar áttir eins og illa gerðir hlutir í hálftíma, þrjú korter. Ekkert gerðist. Löngu seinna sá ég af til- viljun í eitthvað sem líktist stór- um ormi liðast hljóðlega niður Bankastrætið og hverfa jafn hljóðlaust. Er ekki orðið tímabært að borg- arsjóður eða öllu frekar ríkissjóð- ur leggi til hliðar nógu öflugan sjóð til að halda uppi myndarleg- um rekstri hóps hæfileikafólks eins og „Svart og sykurlaust". Þeirra var sársaknað þetta árið. Þá er það sjónvarpið. Mjög virð- ingarvert framtak var að gera út tæknilið og græjur til þess að geta verið með beina útsendingu frá Tvær með vit í kollinum skrifa: Að undanförnu hafa margir U2- og Frankie goes to Hollywood- aðdáendur skrifað í Velvakanda og látið skoðanir sínar á Duran Duran í Ijós. Okkur fannst sumir Duran-aðdáendur vera farnir að ganga út í öfgar og orðnir ruglaðir í kollinum af bréfunum að dæma. En núna hefur dæmið algjörlega snúist við. U2-, Frankie- og fleiri aðdáendur eru orðnir snarruglað- ir. 8. júní sl. skrifaði U2-aðdáandi, sem greinilega hefur lítið vit í sín- um kolli. Hann sagði að textar Duran Duran væru eintómt ást- argaul og áhrifalausir, I einu orði lélegir, en textar U2 svo áhrifa- miklir og góðir. Þarna kom í ljós skemmtuninni I Laugardalshöll — en hvers vegna í ósköpunum þarf sjónvarpið alltaf að þykjast hafa vit fyrir þjóðinni og skikka fólkið í bólið á „sómasamlegum" tíma. Hvað annað á maður að halda? Rúsinurnar i pylsuendanum, Bubbi og Megas, eftir, fjör og góð stemmning í salnum en — „Kæru Islendingar, þið sem heima sitjið, nú er klukkan orðin ellefu, þar með hættum við útsendingu, svo þið getið hætt þessu sjónvarps- glápi og farið að sofa.“ Fáránlegt! Ekkert því til fyrir- stöðu, tæknilega, að leyfa a.m.k. 100.000 íslendingum, sem ekki komust út að skemmta sér, að njóta góðrar skemmtunar (fyrir þá sem það vildu) fram eftir nóttu. Sko, ég vil meina að fullorðið fólk sé fært um að ákveða það sjálft hvenær það og/eða börn þess hafi fengið nóg og slökkt á tækinu. En, að ráðamenn stærsta og fullkomnasta fjölmiðils þjóðar- innar geti unnt okkur þess að njóta sameiginlegrar skemmtunar einu sinni á ári — á líka þessum degi — þó það séu liðnir par tímar fram yfir miðnætti, það er af og frá. Varla hefði það farið með fjárhag stofnunarinnar. Til hvers annars erum við líka að borga stórar upphæðir í rekstrarþóknun til þessa fjölmiðils okkar? Það er eitthvað meira en lítið að hjá þjóð, sem ekki kann né fær að skemmta sér sameiginlega einu sinni á ári. Burt með staðnaðan óvandaðan hugsunarhátt — inn með ferska strauma, samstöðu og tillitssemi. Við, íslendingar anno 1985, erum engir óvitar — allra síst yngsta kynslóðin. lélegur skilningur á ensku. 13. júní skrifaði Már Másson og bað Duran Duran-aðdáendur að leyfa U2- og Frankie-aðdáendum að hafa sinn tónlistarsmekk í friði. Auðvitað megið þið það en hvernig væri þá að þið létuð Dur- an Duran-aðdáendur i friði i stað- inn. Annar Frankie-aðdáandi skrif- aði sama dag og hvatti Frankie- aðdáendur til að láta skoðanir sín- ar á Duran Duran og öðrum hljómsveitum í ljós. Okkur finnst að það sé bara verið að gera lítið úr Duran Duran. Okkur langar að koma svolitlu á framfæri, sem flestir sem skrifað hafa í Velvak- anda virðast ekki skilja: Smekkur fólks er misjafn. Smekkur fólks er misjafn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.