Morgunblaðið - 29.06.1985, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. JÚNl 1985
Veiðiþáttur
Umsjón: Guömundur Guöjónsson
Sportmennska i lögmæti
sínu eða óhæfuverk?
Eigi fágaet uppákoma við Norðurá, bæði í vor og f fyrra. Laxinn ekki til
viðræðu og veiðigarpar sitja í makindum og ræða um heima og geima.
Af sem áður var
Einhvers staðar minnir umsjón-
armann þessa þáttar að hann hafi
lesið að ef veiðimenn gerðu sér
veiðivonir í hófi legðu ekki upp í
hverja veiðiferð með þann ásetning
einan að drepa hverja einustu
bröndu í ánni, þá væri til muna Ifk-
legra að þeir kæmu heim ánægðir
með veiðitúrinn og jafnframt væru
þeir til muna ólíklegri til að gerast
sekir um óhæfuverk á veiðistað.
Má ætla að undir „óhæfuverk" falli
húkk, netaveiði, dínamftfiskerí og
þvíumlíkt.
•Eru allir sportmenn sem
bregða ekki út af reglum er þeir
veiða, fer það ekki eftir atferli
þeirra og framkomu gagnvart
veiðidýrinu lífs og liðnu, náttúr-
unni sem þeir umgangast? Undir-
ritaður ætlar að greina frá atviki
sem hann vill kalla „óhæfuverk á
veiðistað" þótt atburðurinn eigi
ekkert skylt við veiðiþjófnað eða
harðbannaðar veiðiferðir.
Stangveiðimenn geta vart talist
standa undir nafni ef þeir bera
ekki virðingu fyrir veiðidýrinu,
Nýlega kom út tímaritið „Á veið-
um“, 2. tölublað 2. árgangs. Er það
eins og nafnið bendir til tímarit um
stanga- og skotveiði. Það kennir
ýmissa grasa í blaðinu sem endra-
nær og skal nú nokkuð af því talið
hér.
I blaðinu er grein eftir Stefán
Jónsson um urriðasvæðið í Laxá i
Mývatnssveit, 2. hluti, en fyrsti
hluti var í síðasta blaði og spurn-
ing hvort Stefán heldur áfram
niður i Laxárdal í næsta blaði.
Þetta er vönduð og skemmtileg
grein, prýdd góðum litmyndum
Rafns Hafnfjörð. Þá er í blaðinu
grein um fæðurannsóknir á
bleikjunni dyntóttu i Hliðarvatni
í Selvogi, viðtal við Jóhannes
Kristjánsson aflakló á Akureyri,
viðtal við Orra Vigfússon um
laxveiðar á Englandi, viðtal við
James L. Hardy sem var á ferð
hér á landi á vegum verslunar-
innar „Veiðimannsins" síðastlið-
laxinum eða silunginum. Dæmið
sem greint verður nú frá er um
bráðsnjallan, veiðimann, hreinan
snilling og hvernig hann sýndi í
votta viðurvist laxi einum tak-
markalausa lítilsvirðingu, með-
höndlaði hann eins og hvern
annan dilk eða sviðakjamma.
E.t.v. er undirritaður með of
mikla tilfinningasemi í þessu
máli, en dæmi hver fyrir sig
Ég leit við hjá vini mínum í
Leirvogsá fyrir nokkrum árum.
Hann var þar að veiðum ásamt
vini sínum og vinur vinarins
hafði kíkt upp eftir til að forvitn-
ast. Það hafði einnig verið látið í
veðri vaka við vin vinarins, að
hann gæti e.t.v. „rennt og tekið
einn“ eins og það var orðað. Vin-
ur vinarins var og er geysislyngur
veiðimaöur, ofsalega næmur og
veiðinn. Ákaflega fylginn sér og
duglegur. Satt að segja var ég að
vonast til þess að hann fengi
brátt að renna, því ég bjóst við að
það yrði kennslustund út af fyrir
sig í tækni sem var manni að
mestu framandi. Hann veiddi á
inn vetur, grein um þurrflugur og
púpur eftir Stefán Jónsson og
heídur óvenjuleg „veiðisaga" af
Arnarvatnsheiði. Þá er sagt frá
nýjum verslunum fyrir sport-
veiðimenn og fluguhnýtingaþátt-
urinn er á sínum stað með litsíð-
unni og uppskriftum.
„Á veiðum" verður æ vandaðra
og það sama má einnig segja um
helsta keppinautinn, „Sportveiði-
blaðið". Frá sjónarhóli lesanda
má segja að hvorugt blaðið geti
án hins verið, það tryggir gæðin.
Þriðja blaðið er til sem fjallar
einnig um sportveiði, síðast en
ekki síst, „Veiðimaðurinn“ sem
hefur komið út áratugum saman.
„Veiðimaðurinn" var orðinn held-
ur „þreyttur" á seinni árum, en
með tilkomu samkeppninnar
gerðist það gleðilega, frá sjónar-
hóli lesenda, að „Veiðimaðurinn"
hefur nú einnig tekið kipp og síð-
ustu tölublöð verið hreint ágæt.
maðk. Það var nóg af fiski þarna,
þetta var í Varmadalsgrjótunum
og tækifærin fyrir hendi. Svo fór
kappinn að veiða og hver sprikl-
andi laxinn af öðrum hafnaði á
bakkanum. Hann var ótrúlega
fljótur að finna fiskinn, setja í
hann og fljótastur af öllu að
landa löxunum, enda voru „græj-
urnar“ í stakk búnar. Þetta virt-
ist fyrirhafnarlaust hjá honum,
samt hlaut þetta að útheimta gíf-
urlega tækni og næmni, auk
þekkingar á staðháttum. Þótt
upphaflega hafi aðeins verið
hugmyndin að gesturinn „tæki
einn“, þá urðu þeir reyndar all
miklu fleiri áður en yfir lauk og
vinirnir tveir fengu ekki stöngina
aftur í hendurnar það sem eftir
lifði veiðitímans og það út af
fyrir sig hlaut að teljast meiri
háttar ókurteisi af hálfu gestsins.
En var honum vorkunn? Þarna
voru áhorfendur þó nokkrir og
allir dáðust að sniild hans. Kapp-
ið fór vaxandi og ég átti eftir að
missa mest af því áliti sem ég
hafði á þessari veiðikló. Hann var
nú kominn yfir ána, neðst í
Grjótunum, áhorfendaskarinn
var Varmadalsmegin. Hann hafði
séð einn á lygnri breiðu og þurfti
að vaða yfir til að geta kitlað
nebbann á laxinum með maðkin-
um. Hann renndi og eftirvænt-
ingin var mikil. Auðvitað stóðst
laxinn ekki mátið og gleypti á
augabragði. Þetta var 4—5 punda
nýrunninn hængur, hinn falleg-
asti fiskur, en við vissum aldrei
hvort hann hefði afl á við lík-
amsburði, því hann var sprikl-
andi í fjörunni ca. 15 sekúndum
eftir að hann tók. Veiðiklóin rot-
aði fiskinn, en hvað var svo til
ráða? Laxinn magagleiptur og
maðkabaukurinn á bakkanum
hjá okkur. Og hann sá ekki betur
en að þarna rétt hjá sér væri ann-
ar lítill nýrenningur geyspandi
ótt og títt. Jú, hann lét það vera
að losa úr, rakti 10—15 metra af
línu ofan af hjólinu, sporðtók lax-
inn dauðann og þeytti honum yfir
ána, svo hann small í stórgrýtinu
fyrir framan okkur. „Losa af og
beita," hrópaði hann til okkar
ljómandi af áhuga og veiði-
gleði...
Nokkrir veióimenn sátu heldur
brúnaþungir í veiðihúsi einu í
Borgarfirði fyrir nokkrum dögum.
Veiðin var næstum engin, lítið
vatn, bjart veður og heldur daufar
horfur. Þeir höfðu fengið fréttir frá
Þverá, þar gekk ekkert, en menn
töldu þó að nokkrir tugir laxa væru
í veiðistað sem Kirkjustrengur
nefnist, en þeir fiskar létu öllum
illum látum í hylnum, æddu um
allt eins og skrattinn væri á eftir
þeim. Nokkru áður hafði frést að
„stór ganga" hefði komið í Þverá
og dokað við í Kirkjustreng. Þar
var nokkuð af fiski fyrir, en þó
voru taldir aðeins vera milli 30 og
40 fiskar í hylnum.
Félagarnir veltu fyrir sér
gangi mála og loks sagði einn
fullur bjartsýni: „Jæja, Kirkju-
strengurinn er þó fullur af fiski,
það eru sennilega milli 30 og 40
laxar í honum og alls ekki færri
en 20 ef þeir misreikna sig ekki
veiðimennirnir þar.“ Við þessi
orð setti alla hljóða og svo sagði
einn hinna eldri á staðnum: „Þó
það nú væri að það væri einhver
fiskur einhvers staðar. Það eru
ekki mörg ár síðan að það þótti
ekkert tiltökumál þó maður
veiddi 20 laxa eða meira í hverri
einustu veiðiferð í Norðurá,
Þverá og hvað þær nú heita. Nú
er það frétt ef menn fá einn eða
tvo laxa á stöng á dag, þykir
hörkuafrek. Nú eru 20 laxar
orðnir að „stórri göngu“.“
Við þessu áttu hinir félagarnir
ekkert svar, því vissulega er af
sem áður var þó enn gangi lax í
íslenskar ár.
„Á veiðum“ komið út
— tímaritunum um veiðiskap fer ört fram
WONDER
RAFHLÖÐUR
örugg orka í leik
Þessartvíefldu rafhlöður
frá wonder gera útslagið
á árangurlnn.
WONDER ALKALINE OG
WONDER SUPER
RAFHLÖÐUR. f
£
Fást á bensinstöðvum ESSO
og miklu víðar
Olíufélagið hf <0
Reynir Pétur
til Eyja
Vestmannaeyjum, 25. júní.
Vestmanneyingar hafa fylgst náið
með frægðargöngu Reynis Péturs
Ingvassonar eftir hringveginum. Hér
í Eyjum á göngugarpurinn óskipta
aðdáun bæjarbúa og hefur fjöldi
fólks skrifað sig á áheitalista vegna
íslandsgöngu Sólheimagarpsins.
Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyj-
um hafa boðið Reyni Pétri form-
lega til Eyja og er áformað að
hann komi með Herjólfi um næstu
helgi. Eyjamenn líta á Herjólf
sem sinn þjóðveg milli lands og
Eyja. Herjólfur tengir jú okkur
við hringveginn. Ráðgert er að
taka veglega á móti göngugarpin-
um um helgina. Honum verður
fagnað með lúðrablæstri á bryggj-
unni og Eyjamenn ætla að sýna
hug sinn í verki til afreksmanns-
ins og málefnis þess, sem hann
hefur á svo eftirminnilegan hátt
vakið þjóðarathygli á.
hkj.
Wterkurog
kJ hagkvæmur
auglýsingamióill!