Morgunblaðið - 29.06.1985, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 29.06.1985, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 1985 7 Nýir húsnæðissparnaðarreikningan Fjórðungur inn- leggs er frádrátt- arbær til skatts I NÆSTSÍÐUSTU viku liöins Al- þingis voru samþykkt ný lög um sk. húsneðissparnaðarreikninga. Landsbankinn verður fyrsti bankinn til þess að bjóða slík innlán , en í þeim fellst sú nýbreytni að hluti inn- leggsins er frádráttarbær frá skatti, allt að 30.000 kr. Um húsnæðisparnaðareikn- ingana gilda mjög strangar regl- ur. í upphafi hvers árs gerir eig- andi reikningsins samning við við- komandi banka um þá upphæð er spara skal, og hvenær leggja skal inn. Lágmarksfjárhæð er sam- kvæmt lögunum ákveðin 12.000 kr. en hámark 120.000 kr. Skylt er að leggja inn reglulega, eða a.m.k ársfjórðungslega. Féð sem lagt er inn á reikningana er bundið til 10 ára, en er að þeim tíma liðnum frjálst til afnota. Þó er heimilt að leysa innistæðuna út ef reiknings- eigandi byggir íbúðarhúsnæði eða kaupir, en aldrei fyrr en þremur árum eftir að sparnaður hófst. Lögin kveða á um að reikningarnir skuli á hverjum tíma njóta bestu ávöxtunar sem völ er á í viðkom- andi banka. Helsta nýjungin sem fólgin er í húsnæðissparnaðarreikningunum er sú að hluti sparnaðarins er frá- dráttarbær frá skatti. Afsláttur- inn nemur fjórðungi sparnaðarins, eða frá 3.000-30.000 kr. á ári. Ströng viðurlög eru við því ef eig- andi reiknings stendur ekki við gerða samninga um sparnað. Dragist það að leggja inn á um- sömdum tima, skapar sá hluti ekki rétt til skattafrádráttar. Sé við árslok ekki búið að gera full skil á innleggi er upphæðin ekki frá- dráttarbær, og reikningseigandi þarf að endurgreiða skattafrá- drátt síðustu tveggja ára á undan að viðbættum 25% vöxtum. Landsbankinn mun á mánudag byrja að bjóða upp á þessa nýju reikninga. Reikningarnir verða verðtryggðir, en fari almennir vextir fram úr verðtryggingu verður það leiðrétt sjálfkrafa í lok Evrópumótið í bridge: Sigur gegn Luxemborg og Noregi ÍSLENSKA landsliðið í opnum flokki vann tvo síöustu leiki sína í 8. og 9. umferö Evrópumótsins í bridge, 18—12 gegn Luxemburg og 17—13 gegn Noregi. ísland er þí í 9.—10. sæti ásamt Portúgal með 138 stig. ísraejsmenn eru enn efstir með 175 stig. íslensku konurnar töpuðu hins vegar í 2. og 3. umferð í kvennaflokknum, 11—19 fyrir Aust- urríki og 13—17 fyrir Sviss. Kvenna- liðið er með 38 stig eftir þrjár um- ferðir. Jón Baldursson og Sigurður Sverrisson spiluðu allan leikinn bæði gegn Luxemburg og Noregi, og að sögn Jakobs R. Möllers far- arstjóra og fréttaritara Morgun- blaðsins, voru þeir í miklu stuði. „Staðan í hálfleik í leiknum við Noreg var jöfn, en í þeim síðari gjörsamlega yfirspiluðu Jón og Sigurður norska parið Voll og Stqfning. Jón vann meðal annars tvö geim á vandaðri spilamennsku sem töpuðust á hinu borðinu," sagði Jakob. Staða efstu þjóða í opna flokkn- um eftir níu umferðir er þessi: ísrael 170, Frakkland og Bretland 165, Pólland 164, Austurríki 160 og Holland 156. ísland leikur í dag við Frakka og Svisslendinga, en á morgun við Austurríkismenn og Belga. hvers árs. Landsbankinn mun síð- an bjóða lántökurétt sem miðast við lengd sparnaðartímabilsins. Verður þannig hægt að fá lán sem er tvisvar, þrisvar eða fjórum sinnum hærra en höfuðstóll reikn- ingsins, þó aldrei meira en ein milljón króna. Fimm til tiu árum eftir opnun „Húsnæðisreiknings", getur því komið til ráðstöfunar fimmfaldur höfuðstóll auk áunn- ina vaxta og verðbóta. Glerþak ca.1200 m2 Framleiðendur — innflytjendur — umboðsmenn Næsta sumar veröur sett glerþak á Eiðistorg í miöbæ Seltjarnarness um 1200 m2 að stærö. Viö viljum meö þessari auglýsingu komast í samband viö aöila er framleiöa eöa hafa umboö fyrir fyrirtæki er sérhæfa sig í framleiðslu „prófíla" er hentaö gætu í slíkt þak. Vinsamlega hafiö samband viö Ormar Þór Guðmundsson hjá Arkitektastofunni, Borgartúni 17 eöa Sigurgeir Sigurösson, bæjarstjóra Seltjarnarness. Bæjarstjórinn Seltjarnarnesi laugardag frá kl. 13 til 17 Viö kynnum fjóra OPEL bíla á bílasýning- unni í BÍLVANGSSALNUM á laugar- daginn: OPEL KAPETT, sem valinn hefur veriö sem bíll ársins 1985, OPEL ASCONA, sem fullnægir flestum kröfum bílaáhugamannsins, OPEL BEKOBIL bílinn sem sker sig hvarvetna úr. og OPEL COBSA, smábílinn sem allir falla fyrir. OPEL bílarnir eru samnefnari þess besta í þýskri hönnun. Traustir og liprir í akstri og einstaklega þægilegir fyrir ökumann og farþega. Þú kynnist þessum bílum á Opelsýning- unni aö Höföabakka 9. Ef þú átt góöan notaöan bíl erum viö vísir til aö vilja kipþa honum upp i einn nýjan og spegilgljáandi OPEL til aö auövelda þér viöskiptin. Greiösluskilmálamir hjá okkur eru líka sveigjanlegri en gengur og gerist. BiLVANGUR SF HÖFÐABAKKA 9 5ÍMI 687BOO

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.