Morgunblaðið - 29.06.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.06.1985, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGAHDAGUK 29. JtJNÍ 1985 Engin fjárveiting til einkaskólans á fjárlögum þessa árs — segir Albert Guðmundsson, fjármálaráðherra „Það er ekki gert ráð fyrir neinni fjárveitingu til einkaskólans við Tjörnina á fjárlögum þessa árs og ég sé ekki framm á að fjármálaráðuneytið leggi til neinar aukagreiðslu til menntamálaráðuneytisins vegna skólans," sagði Al- ber Guðmundsson fjármálaráðherra þegar hann var spurður um fjárveitingu til Tjarnarskóla. „Menntamálaráðherra er hins- vegar frjálst að ráðstafa fjárveit- ingu síns ráðuneytis að eigin vild og ef hún getur styrkt einkaskóla af fjárveitingunni þá er hún frjáls að því. Fjármálaráðuneytinu hef- ur ekki borist nein beiðni um auka fjárveitingu vegna skólans og ég tel fráleitt að ríkið fari að styrkja einkaskóla með þvi að gera skóla- gjðldin frádráttarbær frá skatti. Þá mætti alveg eins hugsa sér að foreldrar með börn í ríkisskólum fengju frádrátt á sínum skatti. Eg hef sjálfur verið í einkaskóla í Englandi á sínum tíma og líkaði vel en þá borgaði ég fullt gjald fyrir mig sjálfur. Einkaskólar eru mér því ekki neinn þyrnir í augum og fólki auðvitað frjálst að not- færa sér þá hafi það tök og efni á slíkri þjónustu, ég hef ekkert á móti því. Þetta ævintýri kennaranna er að mínu áliti viðleitni til að afla hærri tekna fyrir vinnu í sínu fagi á kostnað þeirra, sem vilja borga fyrir þessa þjónustu. Ég hef hinsvegar ekki trú á því að kennsl- an í einkaskóla verði neitt betri heldur en í ríkisskóla því kennarar hafa alltaf gert sitt besta þrátt fyrir þau laun sem þeir hafa. Þekking þeirra eykst ekki með hærri launum,“ sagði Albert að lokum. Pólýfónkórinn: Hljómleikar á þriðju- dag í Langholtskirkju MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning fri Pólýfónkórnum: Velunnarar Pólýfónkórsins láta í sér heyra með ýmsu móti. einu beinu útgjöldin vegna hljómleik- anna hérna heima nk. þriðjudag eru 15 þúsund króna greiðsla til Háskólabíós vegna morgunæf- ingar á sunnudaginn, en Lang- holtskirkja hefur sýnt þá velvild að lána kirkjuna ókeypis til ann- arra æfinga og hljómleikanna 2. júlí, kvöldið fyrir brottför. Við eigum víða skilningi að mæta og söngfólkið leggur hart að sér við æfingar. í kvöld koma flestir hljóðfæraleikararnir heim frá Frakklandi til að hefja æf- ingar að nýju fyrir þessa ferð. Þeim og öðrum flytjendum er mik- ill vandi á höndum því að leikur þeirra verður borinn saman við það bezta í heiminum. Viku áður en Pólýfónkórinn flytur H-moll messuna í Flórens verður hún flutt þar tvisvar undir stjórn hins heimsfræga Carlo Maria Giulini, sem talinn er líklegastur arftaki Herberts von Karajan. Þá verða líka nýbúnir að vera á ferðinni í Flórens á listahátið New York fílharmoníuhljómsveitin undir stjórn Zubin Metha, RAI, ítalska útvarpshljómsveitin undir stjórn Rafael Frúhbeck de Burgos, Munchen fílharmoníusveitin und- ir stjórn Lorin Maazel, Vínar sinfónían undir stjórn Georges Prétre og Virtuosi di Moskva und- ir stjórn Vladimir Spivakov, að ótöldum einleikurum og heims- frægum einsöngvurum. A flestum þessum tónleikum er flutt eitt- hvað af tónlist J.S. Bachs í tilefni 300 ára afmælis hans og árs tón- listarinnar. Eitt íslenzkt fyrirtæki færði Pólýfónkórnum 100 þúsund krón- ur að gjöf í dag til styrktar ferða- sjóðnum og kr. 21.000 voru lagðar inn á sparisjóðsreikninginn nr. 240 í Múlaútibúi. Pólýfónkórinn þakkar af alhug hlýhug og góð framlög." Breytingar á samningi íslands við Evrópubanda- lagið ræddar í Briissel TVEIR fundir voru haldnir í Briissel í gær milli fulltrúa Evrópubanda- lagsins og íslenskra embættismanna varðandi nýgerða samninga um inn- göngu Spánar og Portúgals í EB og þær breytingar á fríverslunarsamn- ingi íslands og EB, sem af stækkun bandalagsins óhjákvæmilega leiða. t frétt frá viðskiptaráðuneytinu segir að fulltrúar EB hafi kynnt helstu atriði samninganna, sér- staklega þau sem snerta viðskipti íslands. Á hinn bóginn gerðu ís- lensku fulltrúarnir grein fyrir þeim atriðum, sem mestu máli skipta fyrir ísland og óskuðu frek- ari upplýsinga og skýringa. Stefnt er að því að gera viðbótarsamn- inga fyrir árslok milli EB ann- arsvegar og sex EFTA-ríkja hinsvegar vegna stækkunar EB. í sambandi við inngöngu Spánar og Portúgals í Evrópubandalagið skiptir ákvörðun EB um að leggja aftur toll á saltfisk, saltfiskflök og skreið höfuðmáli fyrir ísland. Var þetta einnig aðal umræðuefnið á reglulegum fundi sameiginlegrar nefndar EB og íslands, sem líka fórfram í gær í Brussel. í frétt viðskiptaráðuneytisins segir að þannig sé hvert tækifæri notað til að koma á framfæri gagnrýni á saltfisktollinn við EB og aðildarríkin, en fulltrúar þeirra sitja þessa fundi sem haldnir eru hálfsárslega. Af íslands hálfu sátu þessa þrjá fundi, Þórhallur Ásgeirsson, ráðuneytisstjóri, Tómas Á. Tómasson, sendiherra og Valgeir Ársælsson, sendi- fulltrúi. Staðinn að ólöglegum veiðum VÉLBÁTURINN Farsæll GK 162 var staóinn aó meintum ólöglegum veiðum með dragnót undir Krísu- víkubjargi um miðjan dag á fimmtu- dag. Það var flugvél Landhelgisgæsl- unar TF-SÝN sem kom auga á bát- inn. Málið var rannsakað í gær af embætti bæjarfógetans í Keflavík og var það síðan sent saksóknara til nánari ákvðrðunar. Morgunblaðid/Asdi8 Allir keppendur sem mæta fyrír sitt hestamannafélag á fjórðungsmótinu klæðast félagsbúningum sem hvert félag hefur og þar með taldir unglingarnir. Átta keppendur í yngrí flokki unglinga eru hér samankomnir á hestum sínum áður en haldið var í keppnina. Fjórðungsmót hestamanna: Hörkukeppni og góðir skeiðsprettir einkenndu A-flokkskeppnina HorgunblaðiA/Valdimar Eftir æsispennandi forkeppni í A-flokki gæðinga stóð efstur Júní frá Syðri-Gróf með 8,.49 en naumt var forskotið því aðeins munaði 0,01 stigi á honum og næsta hesti. Knapi á Júní var Einar Öder Magnússon sem hér tekur gæðinginn til kostanna. FORKEPPNI í A-flokki gæðinga lauk á Fjórðungsmóti sunnlenskra hestamanna í Reykjavík í gær og var keppni jöfn og spennandi. Efst- ur varð Júní frá Syðri-Gróf sem Einar Öder Magnússon sat og hlaut hann einkunnina 8,49. í öðru sæti varð Glæsir frá Glæsibæ, knapi Gunnar Arnarson, með 8,48. Þá korau Börkur frá Kvíabekk, knapi Ragnar Tómasson, með 8,39, Ljúfur frá Ytra-Dalsgerði, knapi Albert Jónsson, með 8,38, Nana frá Hellu, knapi Ragnar Hilmarsson, með 8,34, Rúbín frá Stokkhólma, knapi Aðalsteinn Að- alsteinsson, með 8,31, Þrymur frá Brimnesi, knapi Erling Sigurðsson, með 8,30 og Ás frá Vallanesi, knapi Tómas Ragnarsson, með 8,26. Þessir átta hestar mæta til úrslita kl. 16.45 á sunnudag. í gær fóru einnig fram úrslit í flokki unglinga yngri en 12 ára. Þar sigraði Berglind Ragnars- dóttir frá Hestamannafélaginu Andvara með einkunnina 8,37. í öðru sæti varð Borghildur Krist- insdóttir frá Geysi með 8,35. Þá var Kolbrún Birgisdóttir frá Sleipni í þriðja sæti með 8,30, Daði Bjarnason frá Háfeta í fjórða sæti með 8,28 og í fimmta sæti varð Haraldur Pétursson frá Ljúf með 8,19. Síðast á dagskrá í gær voru undanrásir kappreiða og var byrjað á skeiðinu. Bestum tíma í 150 metra skeiði náði Penni frá Arnarholti, 14,58 sek. Næstur kom Brandur frá Runnum með 14,96 sek. og þriðja besta tíma náði Jökull frá Hjarðarhaga, 15,32 sek. í 250 metra skeiði náði bestum tíma Hildingur frá Hofstaðaseli 23,13 sek. Næst kom Rakel frá Steinsstöðum á 23,26 sek. og Villingur frá Möðruvöllum var með þriðja besta tímann 23,43 sek. I 300 metra brokki lá aðeins einn hestur, Héðinn frá Hamrahóli og brokkaði hann vegalengdina á 38,10 sek. I 250 metra stökki reyndist fljótastur Lótus frá Götu, sem hljóp á 18,17 sek., annar varð Þorlákur frá Kana öðum á 18,92 og þriðji Ljósbrá frá Nýjabæ á 19,13. í 350 metra stökki var með bestan tíma Tvistur frá Götu 24,96 sek. Næstur kom Úi frá ólafsvík með 25,24 sek. og þriðji varð Loftur frá Álftagerði á 25,28 sek. í 800 metrunum varð fyrstur Lýsingur frá Brekku á 59,48 sek., annar Kristur frá Heysholti á 60,76 sek. og þriðji örn frá Uxahrygg á 61,03 sek. Úrslit kappreiða verða í dag kl. 14.30 og fara allir skeið- og brokkhestar annan sprett en í stökkgreinum keppa til úrslita þeir sex sem bestum tíma Snjall frá Gerðum og Olil Am- ble sigruðu í forkeppni í B-flokki gæðinga í fyrradag með ein- kunnina 8,71. Næstir komu Goði frá Ey, knapi Trausti Þór Guð- mundsson, með 8,49, Tralli frá Teigi, knapi Þórður Þorgeirsson, með 8,44, Krummi frá Kjart- ansstaðakoti, knapi Sigvaldi Ægisson, með 8,40, Gári frá Bæ, knapi Sigurbjörn Bárðarson, með 8,39, Dugur frá Hrappsstöð- um, knapi Hróðmar Bjarnason, með 8,38, Sölvi frá Glæsibæ, knapi Gunnar Arnarson, með 8,36 og í áttunda sæti varð Stíg- andi frá Hjálmholti, knapi Þórð- ur Þorgeirsson, með 8,34. Úrslit í B-flokki fara fram á sunnudag- inn kl. 14.20. Keppni unglinga 13 — 15 ára var einnig háð í fyrradag og sigraði Ingólfur Þorvaldsson frá Hestamannafélaginu Sleipni með einkunnina 8,44. f öðru sæti varð Ásgeir Bragason, einnig frá Sleipni, með 8,39. Næst komu Anne Sigfúsdóttir frá Smára með 8,36, Róbert Jónsson frá Fáki með 8,31 og í fimmta sæti varð Siguroddur Pétursson frá Gusti með 8,14. Keppendur í báð- um flokkum unglinga verða kynntir á laugardag kl. 13.00 og aftur á sunnudaginn kl. 14.00, en þá verða verðlaun afhent. Forkeppni í tölti fór fram á fimmtudaginn og þar var efst Olil Amble á Snjall með 93,06 stig. Annar varð Trausti Þór Guðmundsson á Goða með 88,00 stig. Þá komu þeir Orri Snorra- son á Kóral með 87,73 stig, Einar Öder Magnússon á Tinnu með 85,06 stig. Þeir Sigurbjörn Bárð- arson á Gára og Þórður Þor- geirsson á Tralla voru jafnir með 84,0 stig. Þessir keppendur mæta til úrslita á laugardags- kvöldið kl. 19.30. Báða dagana hafa kynbóta- dómarar verið að störfum og voru stóðhestar, bæði einstakl- ingar og afkvæmahestar, svo og hryssur með afkvæmum dæmd á fimmtudaginn, en hryssur (ein- staklingar) á föstudaginn. f dag, laugardag, hefst dagskráin kl. 9.00 með því að kynbótahross verða sýnd. Gæð- ingar í A og B flokki verða kynntir kl. 12.00 og kynning á keppendum í báðum flokkum unglinga hefst kl. 13.00 eins og áður sagði. Þá verða ræktunarbú kynnt kl. 13.45. Seinni sprettir í öllum greinum kappreiða hefjast kl. 16.00 og síðar fara úrslit fram . Úrslit í töltkeppninni hefjast kl. 19.30 og síðan verðlauna- afhending. Fjölbreytt kvöldskemmtun fyrir alla fjölskylduna hefst kl. 20.30 og verður þar boðið upp á mörg nýstárleg skemmtiatriði. Dagskránni lýkur síðan með dansleik sem haldinn verður á mótssvæðinu, nánar tiltekið í tamningagerðinu, og hefst hann kl. 23.00. Veðrið fyrsta mótsdaginn, á fimmtudag, var eins og best verður á kosið, sól og blíða. Að- eins rigndi seinnipartinn í gær, en framkvæmd mótsins hefur í alla staði verið til fyrirmyndar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.