Morgunblaðið - 17.07.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.07.1985, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR STOFNAÐ 1913 157. tbl. 72. árg. MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins Sýrlendingar á verði í Líbanon Beirút, 16. júlí. AP. HERSVEITIR Sýrlendinga hófu öryggisvörslu í Beirút snerama í raorgun og hermdu fréttir síðdegis að ekki hefði sést til vopnaðra múhameðstrúarmanna á götum úti eftir að sveitirnar tóku til starfa. AP/Símamynd Wilfried Martens, forsætisráðherra, á fundi með fréttamönnum eftir að tilkynnt var að Belgíukonungur hefði hafnað lausnarbeiðni Martens og ríkisstjórnar hans. Belgíustjórn situr áfram Bruæel, 16. júlí. AP. Tæplega 30 fimm manna sveitir, búnar M-16 vélbyssum og hand- sprengjum, komu sér upp litlum bækistöðvum víðs vegar um borg- ina og hófu vopna- og sprengjuleit í bílum. Her múhameðstrúarmanna var í viðbragðsstöðu í dag ef til óeirða skyldi koma milli löggæslumanna og uppreisnarherja. Fánar upp- reisnarherjanna, gaddavírsgirð- ingar, vegartálmar og annað sem minnti á fyrri óeirðir í höfuðborg- inni, var fjarlægt í samræmi við friðaráætlun Sýrlendinga. Sjö manna nefnd, skipuð full- trúum múhameðstrúarmanna og stjórnarhersins, höfðu umsjón með gæslustörfunum í samráði við sex hernaðarráðgjafa sem sendir voru frá Sýrlandi til Líbanons fyrir tveimur dögum. Von er á 29 sýrlenskum ráðgjöfum í viðbót í vikunni. Skærur kristinna manna og mú- hameðstrúarmanna héldu áfram við svokallaða „græna línu“ í gær og dag og biðu tveir borgarar bana í átökunum og 11 særðust. Fundist hafa 13 lík eftir sjálfsmorðsárás ungs Líbana skammt frá öryggissvæði ísraela í gær og óttast lögreglan að fleiri hafi beðið bana í árásinni. Leit var haldið áfram í rústum bygginga á svæðinu í dag. AP/Símamynd Heimsmet í 1500 m hlaupi Ileimsmet í 1500 metra hlaupi innan seilingar. Bretinn Steve Cram setti nýtt heimsmet í 1500 metra hlaupi á frjálsíþróttamóti í borginni Nizza í Frakklandi í gærkvöldi, hljóp á 3:29,67 mínútum eftir mikla keppni viö Marokkómanninn Said Aouita, sem hlaut tímann 3:29,71 mín. Er Cram fyrstur til að hlaupa 1500 metra á innan við 3:30 mínútum. Á myndinni eiga Cram (til hægri) og Aouita eftir einn metra í mark í methlaupinu og reynir Aouita til hins ítrasta að teygja sig fram úr Cram. Sjá „Steve Cram fyrstur undir 3:30 í 1500 metrum.“ á bls. 44. Sovésk herskip á æfingum Kaupmannahorn, 16. júlí. AP. ÓVENJU stór hluti sovéska sjóhersins hefur siglt um Eystrasalti sl. viku, á leiö til flotaæfinga á austurhluta Atlantshafs, að sögn danska varnarmálaráöuneytisins. Flotinn, sem fór út úr Eystra- salti, telur 21 herskip og þ.á.m. eru sex kafbátar og herskipið „Grozny", sem búið er kjarnorku- flaugum. R.K. Jacobsen sjóliðsforingi, talsmaður leyniþjónustu danska varnarmálaráðuneytisins, sagð- ist ekki hafa séð eins stóran flota sovéskra kafbáta á Eystrasalti áður, en taldi að um venjulegar flotaæfingar væri að ræða. Samkvæmt alþjóðareglum, mega aðeins þrjú herskip fara í einu um dönsku sundin frá Eystrasalti og tók því sigling so- vésku herskipanna heila viku. Jackobsen sjóliðsforingi sagði að sést hefði til ferða fleiri so- véskra skipa á leið til Atlants- hafs og hann taldi því að hér • væri um óvenjuumfangsmiklar flotaæfingar að ræða að þessu sinni. BALDVIN Belgíukonungur hafnaði í dag lausnarbeiðni stjórnar Wilfrieds Martens forsætisráðherra. Martens baðst lausnar fyrir sig og stjórn sína í morgun eftir mikl- ar deilur vegna uppþotanna sem urðu á knattspyrnuleikvangi í Brussel í maí þegar 38 létust. Konungurinn hefur beðið Mart- ens og stjórn hans að sitja við völd fram að þingkosningum í haust. Stjórnarkreppan í Belgíu hófst á mánudag þegar Jean Gol aðstoð- arforsætisráðherra sagði af sér, þar sem Charles-Ferdinand Noth- omb, annar aðstoðarforsætisráð- herra og fulltrúi arms frönskumæl- andi manna í Kristilega demó- krataflokknum, neitaði að taka á sig nokkra ábyrgð á slakri öryggis- gæslu á leikvanginum. Fimm samráðherrar Gols úr Frjálslynda flokknum sögðu þá einnig af sér. Forsætisráðherramr studdi aftur á móti Nothomb. Rússar undirbúa nvia stórsókn í Afghanistan Islamabad, PakisLan, 16. júlí. Islamabad, I'akisLan, 16. júll FRÉTTIR herma að Sovétmenn undirbúi nú mikla gagnsókn gegn frelsissveitum Afghana í Pansjer-dalnum í norðurhluta Afghanistan. Með sókninni á að stemma stigu við árásum frelsissveitanna á bækistöðvar stjórnarhersins í dalnum undanfarið. ónefndir vestrænir heimilda- menn sögðu að árásir frelsissveit- anna á bækistöðvar og bílalestir stjórnarhersins undanfarið svip- aði mikið til fyrri árása sem Sov- étmenn hefðu hefnt með gagn- sóknum. Heimildamennirnir vildu þó ekki fullyrða að til stórsóknar kæmi nú, þótt þær teldu allar lík- ur bendu til þess. Frelsissveitirnar sem halda til í dalnum undir stjórn Ahmadsham Masoud, eru sagðar vera í góðri þjálfun og hafa fyrir skömmu fengið mikla sendingu af vopnum, þ.á m. loftvarnarbyssur og vopn gegn skriðdrekunr. Her Masouds hefur herjað á bækistöðvar stjómarhersins af miklum krafti síðan í mars og orð- ið vel ágengt Stjórnarhermenn sem verja eiga Pansjer-dalinn hafa margir hverjir gengið í lið með frelsissveitunum eða aflað vopna fyrir sveitirnar. Her Masouds hefur einnig herj- að á birgðalestir stjórnarhersins á Salang-leiðinni milli landamæra Sovétrikjanna og Kabúl, höfuð- borgar Afghanistan. Gætu árásir þeirra leitt til matvælaskorts í höfuðborginni ef þeim verður haldið áfram. Reagan að hressast New York, 16. júlí. AP. RONALD Reagan, Bandaríkjaforseti, var sagður hiiur hressasti í kvöld eftir að illkynjað æxli var fjarlægt úr ristli hans sl. laugardag. Ronald Reagan forseti kyssir eiginkonu sína, Nancy, áður en hann gekkst undir skurðaðgerð þar sem illkynjað æxli var fjarlægt úr ristli Reagans. Læknar forsetans sögðust bjartsýnir á að þeim hefði tekist að komast fyrir krabbameinið, en munu þó fylgjast grannt með heilsufari hans. Þeir sögðu að hann yrði ekki talinn úr allri hættu nema engin ný æxli myndist á næstu fimm árum. Forsetinn fær að fara heim um helgina eða snemma í næstu viku, en mun ekki vera vinnufær að fullu fyrr en eftir u.þ.b. tvær vikur. Viðbrögð í Bandaríkjunum við fréttum af heilsufari forstans voru með ýmsu móti. í forystu- greinum helstu dagblaðanna voru vangaveltur um afleiðingar heilsubrests Reagans, en flest blöðin sögðust fullviss um að hinum 74 ára gamla leiðtoga tækist að komast yfir sjúkdóm- inn. Vonir standa til að forsetinn verði búinn að ná sér að fullu þegar leiðtogafundur hans og Mikhails Gorbachev fer fram í nóvember nk. Donald Regan, starfsmanna- stjóri Hvíta hússins, mun taka við hluta af stjórnsýslustörfum forsetans á meðan forsetinn er að ná sér. BBC með nýjar myndir af Sakharov . 16. júlí. AP. BRESKA sjónvarpið (BBC) sýndi í kvöld nokkra filmu- búta, þar sem soveski andófs- maðurinn Andrei Sakharov, sást snæða, raka sig og í lækn- isrannsókn. Bethell lávarður, sem á sæti á Evrópuþinginu og hefur'barist fyrir mannréttindum, sagðist telja að myndirnar hefðu verið teknar af Sakharov fyrir um mánuði. Hann sagðist hins vegar ekki viss um hvort Sakharov væri í haldi í sjúkrahúsinu, eða hvernig heilsufari hans væri háttað. Talsmenn BBC sögðu að þeir hefðu fengið filmubútana frá Moskvu, en gáfu ekki upp frá hverjum þeir kæmu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.