Morgunblaðið - 17.07.1985, Side 2

Morgunblaðið - 17.07.1985, Side 2
2 MORGUNBLAÐID, MIDVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 1985 Jafntefli hjá Margeiri MARGEIR Pétursson gerði jafntefli við Spánverjann Martin í 12. umferð millisvæðamóLsins í Biel. Margeir hafði svart, vann peð, og átti góða stöðu en gætti ekki að sér. Hann tap- aði drottningunni fyrir hrók. Báðir keppendur voru í miklu tímahraki, þurftu að leika 20 leiki á 5 mínútum, og með nokkrum afleikjum tókst Martin hið ómögulega, að leika skák- inni niður í jafntefli. Önnur úrslit: Polugajevsky — Sax 0—1, Quinteros — Seirawan 0—1, Ljubojevic — Short xk — xk, Anderson — Vaganjan xk — 'k, Torre — Gutman 1—0, Van der Wi- el — Jansa, bið, Sokolov — Ro- drigues, bið, Li — Partos, bið. Aftur slydda eystra „NÚ ER lægð fyrir sunnan land sem hreyfist austur, í átt til Færeyja. Austlæg átt verður ríkjandi um allt land í dag, með rigningu um sunnan og austanvert landið," sagði Bragi Jónsson veðurfræðingur þegar blaðamaður spurðist fyrir um veð- urhorfur næstu daga. „Á morgun verður lægðin komin austur fyrir land og norðanvindar blása um landið. Fyrir norðan verður rigning og einnig á Vestur- landi þegar líður að helginni. Það verður alls staðar kalt i veðri og ekki ólíklegt að slydda eða snjó- koma verði til fjalla líkt og síðast- liðna helgi. Austanlands verður svipað veður og verið hefur. For- setinn má því eiga von á öðru hreti á heimsókn sinni um Austurland." Morpjnblaðið/Ól.K.M Dgrt að fljúga Long-Eze gfir Atlantshafið Þessi sérkennilega litla flugvél, heimasmíðuð af gerðinni Long-Eze, bíður þess nú { flugskýli á Reykjavíkurflugvelli að eigandi hennar taki ákvörðun um það hvort hann flýgur henni heim yfir hafið sömu leið og hann kom, eða sendir hana sjóleiðina með skipi. Vélin varð fyrir vélarbilun undir Eyjafjöllum í síðustu viku og varð að nauðlenda á vegi. Um borð voru tveir menn, Svisslendingar. Tókst þeim að gera við bilunina og fljúga til Vestmannaeyja, þar sem þeir höfðu nokkurra daga viðdvöl. Nú eru þeir komnir til Reykjavíkur og hafa ekki enn ákveðið hvort þeir fljúga aftur á Long-Eze-vélinni til Evrópu, með Færeyjar sem viðkomustað líkt og á leiðinni hingað. Svisslendingarnir munu hafa þurft að reiða fram mjög háa tryggingu til danskra flugyfirvalda til þess að fá jáyrði fyrir því að fljúga svo lítilli vél yfir Atlantshafið. Fommmjafundurinn á Dagverðamesi: Ekkert fé til rannsðkna í ár „ÉG HEF í sjálfu sér litlu við það að bæta, sem ég sagði við Morgunblaðið í gær,“ sagði Þór Magnússon þjóðminjavörður, eftir að hann skoðaði í gær fornleifarnar á Dagverðarnesi við Breiðafjörð. „Þetta virðast vera leifar af fornum verslunarstað sem heim- ildir greina frá að þarna hafi ver- ið. Þó er ljóst að þarna er um mjög merkan fornleifafund að ræða, sem gæti varpað fyllra ljósi á sögu fslands á Landnámsöld. Þetta þarfnast hins vegar miklu meiri rannsókna. Uppgröfturinn er i rauninni nýhafinn og ekki hafa fundist nein verkfæri eða aðrir hlutir, sem varpað gætu skýrara ljósi á hverskonar mannlíf hefur þrifist þarna. Ég veit að Þorvaldur Friðriksson hefur hug á að halda uppgreftri þarna áfram ef hann fær til þess fjárveitingu, en á þessu ári var engu fé veitt til þess- ara rannsókna,“ sagði Þór Magn- ússon þjóðminjavörður að lokum. Jarðhræringar í Mýrdalsjökli: „Ekki forsvaranlegt að loka Mýr- dalssandi í skjálftahrinunum“ segir Guðjón Petersen Jarðskjálftahrina gekk yfir i Mýr- dalsjökli í síðustu viku. Að sögn Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings við Raunvísindastofnun Háskólans var um að ræða stutta og daufa skjálfta og var sá stærsti tæplega 3 stig á Richterskvarða. Fannst hann í Vík en ekki varð hinna vart í byggð. Hrinan er að mestu liðin hjá. „Skjálftarnir áttu upptök sín í austurhluta jökulsins sem er óvanalegt og skýring er enn ekki fundin á því. Hræringarnar komu fram á mælum allt i kring um jök- ulinn og voru sveiflur mjög örar en litlar. „Við teljum enga hættu á að þessi hrina sé upphaf Kötlugoss enda er forsmekkur þess með öðr- um hætti en þessi hrina gaf til kynna. Áður en gos hefst eru skjálftarnir stærri og sveiflur hæg- ari en í þetta sinn.“ Páll sagði að oftast væri órórra í jöklinum seinnipart sumars en ella, líklega vegna jökulfargsins og bræðsluvatnsins en vitaskuld væri sífellt fylgst með jarðhræringum á þessu svæði. Guðjón Pedersen, framkvæmda- stjóri Almannavarna, taldi ekki forsvaranlegt að loka fyrir umferð á Mýrdalssandi meðan jarð- skjálftahrina stæði yfir. „Þarf meira að ganga á en nú gerði til að sandinum verði lokað. Jarðskjálftar, sem boða Kötlugos, eru 4—5 stig á Richter og sögu- legar heimildir segja að skjálftar finnist áður í byggð. Ef Katla gysi yrði mikið jökulhlaup en það kæmi að Víkurklettum 2 klukkustundum eftir að eldur er uppi, þannig að tími ætti að gefast til að forða þeim sem væru á Mýrdalssandi." En að sjálfsögðu erum við við- búnir gosi hvenær sem er og allt er gert sem í mannlegu valdi stendur til að bjargaö mannslífum ef gos hæfist. Við getum hreinsað sand- „Mjög merkilegur fundur sem styður sögurnar um Papana“ — segir Einar Pálsson um fornleifafundinn á Dagverðarnesi „ÞETTA er ákafiega athyglisverður og skemmtilegur fundur,“ sagði Einar Pálsson er Morgunblaðið leitaði álits hans á fornleifafundinum á Dagverð- arnesi við Breiðafjörð. Ég vil þó leggja á það áherslu að þessu þá ályktun að hér hafi verið menn ættu að varast að draga af varanleg byggð keltneskra manna fyrir landnám norrænna manna. ------------------------ Þetta styður hins vegar sagnirnar um Papana. Beda prestur hinn fróði, Diculius og fleiri samtír* . fræðimenn, skrifðu um keltneska einsetumenn, sem dvöldu í landi því er þeir nefndu Thule. Þessi fundur styður þetta. Mér finnst steinninn pýramidalagaði sér- staklega athyglisverður í þessu sambandi. Hann er alveg eins og steinar, sem voru eldtákn meðal Forn-Grikkja og fleiri þjóða og kristnir Keltar tóku upp sem tákn í tölvísi sinni og heimsmynd,“ sagði Einar Pálsson. „En ég vil eins og ég sagði áður vara við of skjótum ályktunum. Allar mínar rannáoknir styðja það að Landnáma sé rétt í meginatrið- um og meðan ekki finnast meiri mannvistarleifar á borð við kirkjugarð með gröfum kvenna og barna tel ég of snemmt að slá því föstu að hér hafi verið varanleg byggð áður en landið var numið af norrænum mönnum og keltnesk- um reyndar líka. Hitt er svo annað mál að ég tel að tímasetning land- námsins sé alls ekki nákvæm," sagði Einar Pálsson að lokum. inn af allri umferð á 20 mínútum. Einnig höfum við æft hvernig bjarga megi fólki úr bifreiðum með þyrlum ef einhverjir lokuðust inni í jökulhlaupinu. Ekki væri nauðsyn- legt að flytja íbúa burt af gossvæð- inu, en þó yrðu íbúar í neðri hluta Víkur að færa sig upp um 1—200 metra til að forðast flóðin." Guðjón sagði að Einar Einarsson í Skammadalshóli hefði gefið Al- mannavörnum ákveðnar forsendur til að fara eftir ef hefja á hjálpar- starf. í fyrsta lagi yrðu skjálftar mjög tíðir eða innan við 30 mínútur hver á eftir öðrum og í annan stað yrðu þeir frekar snarpir eða 3,5—4 stig á Richterskvarða. Ný skoðanakönnun Hagvangs: Alþýðuflokkur- inn tapar fylgi FYLGI Alþýðuflokksins hefur minnkað um rúm 5 prósentustig frá síðustu skoðanakönnun, samkvæmt nýrri könnun Hagvangs. Sjálfstæðisflokkur, Bandalag jafnaðarmanna og Samtök um kvennalista bæta við sig um 2 prósentustigum hver flokkur. Framsóknarflokkur og Alþýðubandalag tapa lítilega. 52.1 Ef einungis eru teknir þeir sem afstöðu tóku fengi Alþýðu- flokkurinn 16,0% atkvæða, ef kosið væri nú á móti 21,3% í skoðanakönnun sem Hagvangur framkvæmdi í maímánuði. Það er þó talsvert meira fylgi, en Al- þýðuflokkurinn fékk í síðustu kosningum, sem var 11,7%. Sjálfstæðisflokkurinn fengi 43,6%, en fékk í maí 41,2%. í síðustu kosningum fékk hann 38,7% atkvæða. Bandalag jafn- aðarmanna fær 7,7% á móti 5,4% í mai, en fékk í síðustu kosningum 7,3%. Samtök um kvennalista 9,1%, á móti 7,4% í maí og 5,5% í síðustu kosning- um. Alþýðubandalagið fær 12,0% atkvæða, fékk 12,2% í maí og 17,3% í síðustu kosningum. Framsóknarflokkurinn tapar 0,9% fær 11% á móti 11,9% í maí, en hann var með 18,5% at- kvæða í síðustu kosningum. Flokkur mannsins stendur i stað, fær 0,6%, sem er það sama og hann fékk í skoðanakönnun- inni í maí, en hann bauð ekki fram í siðustu kosningum. Skoðanakönnunin var síma- könnun og var framkvæmd frá 28. júní til 10. júlí. Spurðir voru þeir sem voru 18 ára og eldri og úrtakið var eitt þúsund manns. Þeir sem afstöðu tóku voru 493 eða 64% þeirra sem svöruðu, en svarprósenta var nettó 83,3% og brúttó 77%. Samkvæmt skoðanakönnun- inni skiptist fylgi flokkana eftir landsvæðum þannig. Fyrsta tal- 40 30 20 7.1 URSLIT SIDUSTU ÞINGK0SN 40,4 20,5 ..... 14,9 __ 0 l----------- jL_________ bandalag 1\0 Framsóknarflokkur ^Samtök um kvennalista_ Bandalag jafnaöarmanna----- Flokkur mannsins- apríl 1984 júlí 1984 sept/okt. 1984 febrúar 1985 maí 1985 júní/júlí 1985 Á þessari teikningu sést annars vegar fylgi einstakra stjórnmálaflokka samkvæmt könnunum Hagvangs frá því í aprfl 1984, hins vegar er fylgi flokkanna í kosningunum í aprfl 1983 sýnt á sneiðmyndinni. Samkvæmt könnuninni nú nýtur Bandalag jafnaðarmanna stuðnings 7,7% þeirra sem afstöðu tóku (5,4% maí sl.), Samtök um kvennaiista njóta nú stuðnings 9,!%(7,4%maí sl.) og Flokkur mannsins fær 0,6%stuðning. an gildir fyrir höfuðborgarsvæð- ið, önnur fyrir annað þéttbýli og sú þriðja fyrir dreifbýli: Alþýðu- bandalag, 11,2%, 14,5%, 9,1%; Alþýðuflokkur, 15,2%, 21,1%, 5,5%; Bandalag jafnaðarmanna, 10,8%, 3,9%, 3,6%; Framsóknar- flokkur, 5,4%, 11,2%, 40,0%; Samtök um kvennalista, 7,9%, 10,5%, 10,9%; Sjálfstæðisflokk- ur, 48,7%, 38,8%, 29,1 %; Flokkur mannsins, 0,7%, 0,0%, 1,8%.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.