Morgunblaðið - 17.07.1985, Page 3

Morgunblaðið - 17.07.1985, Page 3
MORGIJNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 1985 3 Einstaka bændur hafa lokið fyrri heyskap Gengur vel sunnanlands, en óþurrkar tefja fyrir norðan EINSTAKA bændur hafa lokid fyrri heyskap, bæði noröanlands og sunn- an. AA undanfornu hefur ágætur þurrkur verið í Suðurlandi og víða á Vesturlandi, en óþurrkar hafa verið á Norðurlandi í hátt í tvær vikur. „Hér hafa verið miklir þurrkar bændur væru tæplega hálfnaðir, að undanförnu. Þó hefur gert ein- staka skúri en vegna þess hvað þurrt er yfir, hafa þeir ekki tafið mikið fyrir. Undanfarna daga hefur náðst inn gríðarlega mikið af góðum heyjum. Margir bænd- ur eru meira en hálfnaðir og ég hef heyrt að einn sé alveg búinn,“ sagði Hjalti Gestsson, ráðunaut- ur hjá Búnaðarsambandi Suður- lands. Hann sagði að sum heyin hefðu verið hirt eftir litla þurrk- un, en súgþurrkunin bjargaði miklu. Hann bætti því við að víð- ast væri komin þolanleg slægja. Heyskapur er ákaflega mis- jafnlega vel á veg kominn á Norð- urlandi, að sögn Ævarrs Hjartar- sonar ráðunauts hjá Búnaðar- sambandi Eyjafjarðar. Hann sagði að nokkrir bændur hefðu lokið fyrri heyskap, flestir vel á veg komnir en þó nokkrir varla byrjaðir. Undanfarna 10—12 daga hefur verið að mestu sam- felldur óþurrkakafli með kulda- köstum með, og hefur lítið verið hægt að eiga við hey á Norður- landi þann tíma. Einar Svavars- son ráðunautur hjá Búnaðarsam- bandi Skagfirðinga hafði svipaða sögu að segja og Ævarr, þar hafa verið rigningar og kuldar í á aðra viku. Hann sagði að margir aðrir komnir styttra, en sumir hefðu einungis átt eftir um viku vinnu við heyskapinn til að ljúka honum þegar óþurrkakaflinn hófst. „Það er engin ástæða til að ör- vænta, þó ekki sé hægt að eiga við heyskap í vikutíma eða svo,“ sagði Guðmundur Þórisson bóndi í Hléskógum í Höfðahverfi við Eyjafjörð, þegar spjallað var við hann um horfur í heyskaparmál- um norðanlands. Hann sagði að þeir sem byrjað hefðu fyrstir að slá væru langt komnir og tveir bændur alveg búnir, en aðrir alls ekkert byrjaðir. Hann sagði að ekki væri mikið af heyjum úti, það væri óslegið og sprytti vel. Taldi hann að mikil hey fengjust í sumar. Morgunblaöiö/Friöþjófur Misjafnlega gengur hjá bændum í heyskapnum, sumir búnir en aðrir ekki byrjaðir. Myndin var tekin í Eyjafirði fyrir nokkru, áður en óþurrkakaflinn hófst þar. Engin gæsla í Gæsavötnum í sumar „ÉG BAUÐ ferðamálaráði að vera við gæslu í sumar í skálanum, sem við eigum í sameiningu fjölskyldan og er í Gæsavötnum," sagði Baldur Sigurðs- son framkvæmdastjóri. Eftir slysið sem varð í Rjúpnabrekkukvísl í fyrra- haust þcgar þrír Japanir fórust bauð Baldur ferðamálaráði aöstoð sína við að leiðbeina þeim ferðamönnum, sem áttu leið um svæðið síðastliðið haust. „í fyrra var ég á launum þennan bauð ég án endurgjalds í ár eins og tíma sem ég var þarna og fékk auk þess greitt fyrir bensín á jeppann en eftirlitinu fylgir mikill akstur um svæðið. Ég er mjög vel kunn- ugur á þessu svæði og tel mig ráða einan við eftirlitið en venjulega eru tveir eftirlitsmenn á þeim stöðum þar sem haft er eftirlit. Ferðamálaráð sá sér ekki fært að ganga að þeim kjörum sem ég bauð þeim núna í sumar vegna fjárskorts en ég vildi fá auk launa og greiðslu fyrir bensín greitt fyrir afnot af jeppanum. Skálann í fyrra. Af öllum þeim svæðum sem ferðamenn fara um á sumrin þá tel ég þetta vera hættulegast. Og tala ég þar af eigin reynslu undan- farinna ára, því við höfum hlúð að fjölda manns, matarlausum og að krókna úr kulda, þegar þeir hafa komið að skálanum. Margir gönguhópar hafa breytt gönguleiðum sínum á undanförn- um árum og fara þeir núna frá Landmannalaugum gegnum Von- arskarð og er þá farið yfir Köldu- kvíslarjökul og komið við í Gæsa- vötnum. Því næst er farið í Öskju og ekki komið til byggða fyrr en í Mývatnssveit. Allan þennan tíma er ekkert vitað um ferðalangana og oft skortir á að þeir séu með réttar upplýsingar. Sem dæmi get ég nefnt að til okkar komu í fyrra tveir útlend- ingar sem töldu að frá skálanum væri 19 km í Herðubreiðarlindir en þangað eru 90 km eða um þriggja til fjögurra sólarhringa gangur fyrir vant göngufólk. Veðrabrigði eru mikil á þessu svæði og árnar mjög varasamar. Þær geta verið vatnslitlar að morgni eftir kalda nótt en í hlý- indum og vatnsveðrum koma gus- ur í árnar. Útlendingar átta sig ekki á aðstæðum og fara oft ekki yfir á vaði heldur leita uppi þá staði þar sem áin er þrengst og ana þar út í á mikilli ferð. í næstu viku fer ég ásamt konu minni í skálann og ætlum við að setja upp merkingar við árnar til að leiðbeina þeim sem fara um svæðið,“ sagði Baldur að lokum. Að sögn Birgis Þorgilssonar ferðamálastjóra stóð til að ráða Baldur til gæslustarfa i Gæsa- vötnum í sumar en til þess fékkst ekki nægileg fjárveiting. Samn- ingar um launagreiðslur og annað tókust því ekki enda vafasamt að það sé hlutverk ferðamálaráðs að vera með gæslu þarna frekar en á öðrum hættulegum ferðamanna- stöðum á landinu. UíRZLUNflRBflNKINN -vitutux nteð ftéx ! AUK hf 43 93 Velkomin í KASKÓ-hópinn, - þar fá allir örugga ávöxtun! KASKÓ óskir uppfylltar t Ennþá meiri sveigjanleiki Vaxtauppbót, þrátt fyrir úttekt. Nú geturðu tekið út af KASKÓ-reikningi þínum einu sinni á vaxtatímabili án þess að missa vaxtauppbótina fyrir það tímabil, nema af úttekinni fjárhæð. DÆMI: 1. júlí ’85 er höfuðstóll reiknings kr. 100.000,-, 1. ágúst ’85 eru teknar út kr. 10.000,-. Fjárhæðin sem tekin var út kr. 10.000,- fær sparisjóðsvexti frá 1. júlí til 1. ágúst, en kr. 90.000,- fá fulla vaxtauppbót í lok vaxtatímabilsins 30. sept. ’85. Önnur lykilatriði KASKÓ-reikningsins: 1. Stöðugur samanburður á kjörum verð- og óverðtryggðra reikninga tryggir raunvexti og verðtryggingu á KASKÓ- reikningum. KASKÓ-reikningurinn er óbundinn og því alltaf hægt að losa fé án fyrirvara. Vaxtauppbót leggst við KASKÓ-reikninginn eftir hvert þriggja mánaða tímabil og reiknast því vaxtavextir fjórum sinnum a ari.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.