Morgunblaðið - 17.07.1985, Side 6

Morgunblaðið - 17.07.1985, Side 6
6 MORGUNBLAÐID, MIÐVIKUDAGUR 17. JÚU 1985 ÚTVARP / S JÓN VARP Lin Yeu Það hefir verið bæði fróðlegt og skemmtilegt að fylgjast með Einsöngvarakeppni BBC í Cardiff í Wales. Slík keppni, þar sem mæta til leiks verðandi stórsöngvarar frá hinum ýmsu þjóðum, hlýtur að vekja forvitni manna og ýta undir þjóðarstoltið. Fulltrúi íslands að þessu sinni var sópransöngkonan Ingibjörg Guðjónsdóttir, er sigr- aði í söngkeppni sjónvarpsins okkar 24. mars í vetur. Því miður komst Ingibjörg ekki í úrslit í sín- um riðli, enda var þar við ramman reip að draga þar sem var kín- verski bassasöngvarinn Lin Yeu. Sá er hér stýrir penna hefur ekki ýkja mikið vit á svokallaðri æðri tónlist. Samt telur hinn ómúsíkfróði greinarhöfundur að Lin Yeu hljóti að verða heimssöngvari, ekki bara vegna hinnar afar sérstæðu silki- mjúku raddar er minnir á ilmandi súkkulaði, heldur og vegna geis- landi persónutöfra. Er greinarhöf- undur reyndar kominn að þeirri niðurstöðu, að persónuleiki söngv- arans og hið menningarlega and- rúmsloft er hann ber með sér skipti ekki síður máli en söngur- Heimssöngvarar En einsöngvarakeppni BBC í Wales kenndi hinum ómúsíkfróða greinarhöfundi ekki bara að meta hinar fjölþættu persónueigindir heimssöngvarans, hún færði hon- um heim sanninn um þá gífurlegu samkeppni er ríkir í heimi æðri tónlistar. Þar dugir ekki bara að þeyta lúðra og berja bumbur á auglýsingahátíðum, einsog virðist duga í heimi poppsins. Sá er vill ná á toppinn í heimi æðri tónlistar í dag kemst ekki þangað á vængj- um sjálfshólsins, þar ráða hinir alhliða hæfileikar úrslitum. Þessu til sönnunar má nefna hina miklu hógværð er bandaríski sigurveg- arinn sýndi í viðtalinu við frétta- mann BBC rétt fyrir lokaátökin. Þar fór ekki bara sannur lista- maður heldur sannur maður er fann innra með sér fjörtök stinn. Og hið sama má reyndar segja um alla þá stórsöngvara er fyrr- greindur fréttamaður hjá BBC ræddi við í Cardiff. Þó mátti greina primadonnutilburöi hjá kanadíska þátttakandanum enda var konan sú ekki bara gædd eng- ilfagurri rödd, heldur ásjónu slíkri sem sjá má á málverkum Bronz- ino, Fragonards eöa Ingres. Ekki spillti blakkur makkinn er náði niðrá miðja leggi. Þessi þyrnirós 21. aldar hlýtur að leggja undir sig svið La Scala, Vínaróperunnar, Metropolitan og Parísaróperunnar svo dæmi séu nefnd. Er ekki að efa að hún verður þar í góðum félags- skap. Mozart Kannski þessi einstæða söng- keppni verði til þess að sá er hér skylmist með stílvopni við vind- myllur heims vors sliðri sverðið og dusti rykið af gömlu góðu klass- ísku hljómplötunum ef heyrist þá nokkuð í þeim fyrir blessuðum börnunum. En undirritaður er þeirrar skoðunar að klassískrar tónlistar, einkum þeirrar er hljómar af hörpu Mozarts, ljúfl- ings Cardiff-hátíðarinnar, verði aðeins notið til fulls í einveru og kyrrð. Þá fyrst tekur umhverfið á sig lit af tónlistinni og verður ekki ósvipað skýjafari á þeirri stundu er kvöldsólin sendir til himins dauðageisla sína af mörkum láðs og lagar. Á slíkri stundu gleymast vélabrögð heimsins; græðgi hinna voldugu og varnarleysi þeirra er minna mega sín. Ólafur M. Jóhannesson Grund í Eyjafirði „Á slóðum Eyfirðinga“ ■i „Á slóðum Ey- 30 firðinga" nefn- — ist annar þátt- ur af ferð Ebenezers Henderson um ísland sumarið 1814, sem útvarp- að verður á rás 1 í kvöld klukkan 21.30. Henderson var skoskur maður sem kom hingað á vegum breska biblíufélagsins til að kynna og dreifa biblíu sem félagið gaf út á ís- lensku. I fyrsta þættinum sem útvarpað var fyrir viku, sagði frá komu Henderson til Reykjavík- ur, dvöl hans þar og ferð hans yfir hálendið norður til Eyjafjarðar. í þættin- um í kvöld verður haldiö áfram þar sem frá var horfið og sagt frá dvöl Henderson í Eyjafirði. Þættir þessir eru byggðir á ferðasögu Henderson er hann reit eftir íslandsförina og komið hefur út á íslensku. Umsjónarmaður þáttanna er Tómas Einarsson en lesari með honum er Snorri Jónsson. Norðurlönd — Sovétríkin — bein útsending frá Osló Kyrrahafslönd — annar þáttur ■■■■ 1 kvöld klukkan ■I Sérstök athygli 00 skal vakin á því að sjónvarpið hefst í dag klukkan 17.00. Þá verður sýnt beint frá seinni hluta frjálsíþrótta- keppni milli úrvalsliðs frá Norðurlöndunum og landsliðs Sovétríkjanna í frjálsum íþróttum, sem fram fer á Bislett-leik- vanginum í Osló, en í gær var sýnt beint frá fyrri hluta keppninnar. Eins og greint var frá hér í blað- inu í gær eru þrír íslend- ingar í liði Norðurland- anna, þau Einar Vil- hjálmsson, Oddur Sig- urðsson og Helga Hall- dórsdóttir. Það er Bjarni Felixson íþróttafrétt- amaður sem hefur veg og vanda af þessari útsend- ingu og mun hann lýsa keppninni frá Bislett- leikvanginum. Útsendingin hefst, eins og áður segir, klukkan 17.00 en um klukkan 17.50 verður gert hlé á henni og verða þá sýndar myndir frá úrslitakeppni í gólfæf- ingum á Evrópumeistara- Bjarni Felixson mótinu í fimleikum í Helsinki. Um klukkan 18.35 verður svo aftur sýnt beint frá Bislett, fram að Aftanstund barn- anna sem hefst að venju kl. 19.25. 40 20.40 er á dag- ““ skrá sjónvarps- ins annar þáttur í breska heimildarmyndaflokknum „Kyrrahafslönd". I þátt- um þessum er brugðið upp svipmyndum af náttúru, þjóðlífi og stjórnmálum i sautján Kyrrahafslönd- um. Þátturinn í kvöld nefn- ist „Styrjaldarspor". Þar verður meðal annars fjall- að um aukið hernaðarlegt mikilvægi þessa svæðis sem fylgt hefur í kjölfar vaxandi velmegunar á þessu svæði og auknu mikilvægi þess fyrir efna- hagslíf heimsins. Meðal annars er fjallað um upp- bygingu flota risaveld- anna tveggja á Kyrrahafi og áherslu þá sem Banda- ríkjamenn leggja á að Japanir auki herstyrk sinn á svæðinu og leggi meira en áður af mörkum til varna þess. í þættinum verður einnig komið við í her- stöðvum á Hawaii, Okin- awa og Filippseyjum. Þátturinn mun þó ekki fjalla fyrst og fremst um hernaðarleg málefni sem slík heldur fremur um sjónarmið þau sem að baki búa og áhrif þau sem stefnan í þessum málum hefur á líf íbúanna í við- komandi löndum. Þýðandi og þulur í þáttunum um Kyrrahafslönd er Óskar Ingimarsson. ÚTVARP Miðvikudagur 17. júlí 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Morgunútvarpið. 7.20 Leik- fimi. Tilkynningar. 7.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur Sigurðar G. Tómas- sonar frá kvöldinu áöur. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. Dagskrá 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð: — Helga Sveinsdóttir, Bolungarvlk, talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Ommustelpa" eftir Armann Kr. Einarsson Höfundur les (5). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.).Tónleikar. 10.45 Hin gömlu kynni Þáttur Valborgaf Bentsdótt- ur. 11.15 Morguntónleikar Tónlist ettir Haydn, Bach og Corelli. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- tregnir. Tilkynningar. Tón- leikar 13.30 Inn og út um gluggann Umsjón: Emil Gunnar Guö- mundsson. 13.40 Létt lög 14.00 „Úti I heimi", endurminn- ingar dr. Jóns Stefánssonar Jón Þ. Þór les (10). 14.30 Islensk tónlist a. „Svarað i sumartungl" eft- ir Pál P. Pálsson. Karlakór Reykjavlkur syngur með Sinfónluhljómsveit Is- lands; höfundur stj. b. Hamrahllðarkórinn syngur lög eftir islensk tónskáld; Þorgeröur Ingólfsdóttir stjórnar. c. Skólakór Garðabæjar syngur islensk lög; Guöfinna Dóra Ölafsdóttir stj. 15.15 Útivist Þáttur I umsjá Siguröar Sig- urðarsonar. 15.45 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Popphólfið — Bryndls Jónsdóttir. 17.00 Fréttir á ensku. 17.05 Barnaútvarpið Stjórnandi: Ragnheiður Gyða Jónsdóttir. mmm 17.00 Noröurlðnd — Sovétrlkin Bein útsending frá keppni úrvalsliös Norðurlandanna og Sovétrlkjanna l frjálsum iþróttum á Bislett-leikvangin- um i Osló. Kynnir Bjarni Fel- ixson 17J0 Iþróttir Úrslit i gólfæfíngum á Evrópumeistaramótinu I fim- leikum I Helsinki. 18.35 Norðurlönd — Sovétrlkin — framhald 19.25 Aftanstund Barnapáttur með innlendu og erlendu efni. Söguhornið 17.45 Siödegisútvarp — Sverrir Gauti Diego. Tónleikar. Tilkynningar 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. Málræktarþáttur Ólafur Oddsson flytur. 20.00 „Gefðu mér litla sæta eyraö þitt“ Dagskrá um málarann Vinc- ent van Gogh og verk hans. Umsjón: Sigmar B. Hauks- son. 20.40 Frá sumartónleikum I Skálholti 1985 Lars Ulrik Mortensen og Toke Lund Christiansen leika saman á barokkflautu og sembal. 21.30 Ebenezer Henderson á SJÓNVARP MIÐVIKUDAGUR 17. júll — Herdls Egilsdóttir segir sögu slna um Fátæku möl- fluguna. Herdls gerði einnig myndir við söguna. Kanlna með köflóttu eyrun, Dæmi- sögur og Högni Hinriks, sögumaöur Helga Thorberg. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Kyrrahafslðnd (The New Pacific) 2. Styrjaldarspor. Breskur heimildamyndaflokkur I átta þáttum. Brugöið er upp myndum af náttúru, þjóðllfi ferð um Island sumariö 1814 Annar þáttur: A slóðum Ey- firöinga. Umsjón: Tómas Einarsson. Lesari með honum: Snorri Jónsson. 22.05 Tónleikar 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Þannig var það Þáttur Ólafs Torfasonar. RÚ- VAK. 23.20 Kvöldtónleikar a. Concerto grosso op. 8 nr. 2 eftir Giuseppe Torelli. L’Oiseau Lyre-kammersveit- in leikur; Louis Kaufman stj. b. Janet Baker syngur arlu úr óperunni „Armide” ettir Christoph Willibald Gluck. og stjórnmálum I sautján Kyrrahafslöndum. Þýðandi og þulur er Oskar Ingimars- son. 21.45 Dallas Ahyggjur af erfðaskránni. Bandarfskur framhalds- myndaflokkur. Þýðandi Björn Baldursson. 22.35 Úr safni sjónvarpsins Asgerður Búadóttir vefari. Umsjón: Halldór Björn Run- ólfsson. StJórn upptöku: Kristln Pálsdóttir. Þátturinn var áður á dagskrá 16. mal 1982. 23.10 Fréttir I dagskrárlok Enska kammersveitin leikur; Raymond Leppard stj. c. Blokkflautukonsert no 5 I d-moll eftir Joseph Boden de Boismortier. Musica dolce- blokkflautuflokkurinn leikur. d. Sinfónía I F-dúr op. 5 nr. 1 eftir Francois Joseph Goss- ek. Sinfónluhljómsveitin I Liege leikur; Jacques Houtman stj. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. MIÐVIKUDAGUR 17. júlí 10.00—12.00 Morgunþáttur Stjórnandi: Helgi Már Barða- son. 14.00—15.00 Eftir tvö Stjórnandi: Jón Axel Ólafs- son. 15.00—16.00 Nú er lag Gömul og ný úrvalslög að hætti hússins. Stjórnandi: Gunnar Salvars- son. 16.00—17.00 Bræðingur Stjórnandi: Arnar Hákonar- son og Eirlkur Ingólfsson. 17.00—18.00 Tapað fundiö Sögukorn um popptónlist. Stjórnandi: Gunnlaugur Sig- fússon. Þriggja minútna fréttir sagð- ar klukkan 11:00, 15:00, 16:00 og 17:00.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.