Morgunblaðið - 17.07.1985, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 17.07.1985, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLl 1985 7 Grtmdarfjörður: Tíðar rafmagnstrufl- anir í kuldakastinu „f Kl'LDAKASTINU að undanförnu hefur verið óvenjulega mikið álag i raflínunni til Grundarfjarðar og mikið um rafmagnstruflanir af þeim sök um,“ sagði Þórarinn Jónsson rafveitustjóri í Stykkishólmi, þegar hann vai spurður um ástæðuna fyrir tíðum rafmagnstruflunum í Grundarflrði. „Álagið er fyrst og fremst vegna aukinnar rafnotkunar til húsa- hitunar á síðustu árum. Að vetr- arlagi stendur tæpt að orkan nægi og því verða tíðar rafmagns- truflanir á sumrin þegar allar fiskvinnslur eru í gangi.“ Ástandið í orkumálum Grund- firðinga hefur ekki verið uppá það besta á undanförnum árum að sögn Þórarins. Nú er verið að byggja nýja 60 þús. kw línu og verður unnið við að reisa línuna langleiðina að Eyði, skammt frá Grundarfirði, í ár og lokið vi( hana á næsta ári ef allar tíma áætlanir standast. Áður en hægt verður að nýta nýju línuna að fullu verður ai byggja nýja 60 þús. kw rafveitu- stöð í Grundarfirði í stað 19 þús. kw rafveitustöðvar, sem þar er nú Stefnt er að því að nýja stöðir verði tilbúin árið 1987. Fram aí þeim tíma verður nýja línan rekin með 19 þús. kw og mun ástandií þá strax batna því nýja línan er mun sterkbyggðari en sú sem fyrii er. „Löggulíf" í blíðunni Félagarnir Þór og Danni sem lands- menn þekkja svo vel úr kvik- myndunum „Nýju lífl“ og „Dalalífl" höföu í nógu að snúast í blíðunni í g»r. Að þessu sinni í gervi lögreglu- manna og verða þeir á hvíta tjaldinu landsmönnum til skemmtunar, væntanlega um jólin. Þráinn Bertelson leikstýrir „Löggulífi", en með hlutverk þeirra félaga fara Eggert Þor- leifsson (Danni) og Karl Ágúst Úlfsson (Þór). Þráinn Bertelson mundaði kvikmyndalinsuna þegar Júlíus, ljósmyndara Morgunblaðs- ins, bar að garði við Tjarnargöt- una en eitthvað virðast hlutirnar öfugsnúnir hjá Danna ef marka má svip hans og kaskeitið öfugt. Skyldi það vera samlokan, sem hann heldur á, sem bragðast svona illa? Ekkert eitr- að vín á markaði hérlendis EITIIREFNI fundust nýlega í fáeinum austurrískum vínteg- undum og urðu nokkrum að fjörtjóni. Efnið sem hér um ræðir er „di-ethylene glycol“ og hefur það aðallega fundist í austurrískum vínum sem hafa verið flutt út þaðan til Vestur- Þýskalands. Ein austurrísk víntegund, „Edelfráulein", er flutt inn til íslands. Eitrið hefur ekki fundist í þeirri tegund. í skeyti sem umboðsmanni „Edelfráulein" á íslandi barst frá framleiðendum vínsins segir að stjórnvöld t Austurríki hafi náð tökum á þessu vandamáli og búið sé að koma í veg fyrir frekari dreifingu á eitruðum vínum. Að sögn Ragnars Jónsson- ar mun ÁTVR samt sem áður gera ráðstafanir til þess að tryKKÍa að engin slys verði af þessum völdum hérlendis. Vínið verður efnagreint, en efni af þessu tagi koma fram við einfaldar greiningar svo hættan á að það færi fram hjá rannsóknarmönnunum er nánast engin. NORDMENDE UPPTOKUVELIN í SUMARFRÍIÐ Utborgun 15.000 Eftirstöðvar á 8 mán. í stuttu máli er vídeó-movie myndatökuvélin frá Nordmende vídeómyndavél, upptöku- og afspilunartæki sem gengur fyrir hleðslurafhlöðu. Þú getur tekiö kvikmyndir hvar sem er milli fjalls og fjöru. Auk þess er upplagt að taka feröamyndir, myndir af afmælum, giftingum og öörum stórviðburðum. Myndavélinni fylgir hand- hæg taska og fl. Þetta er tækið sem allir hafa beöiö eftir. JNNLEN-T Við tökum vel á móti þér

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.