Morgunblaðið - 17.07.1985, Síða 18

Morgunblaðið - 17.07.1985, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 1985 Heimavinnandi fólk býr við hróplegt ranglæti — eftir Ragnheiði Ólafsdóttur Hér fer á eftir ræða, sem Ragn- heiður Ólafsdóttir, einn af bæjar- fulltrúum Sjálfstæðisflokksins á Akranesi, flutti á þingi Landssam- bands sjálfstæðiskvenna á ísafirði fyrir skömmu. Formaður, ágætu gestgjafar og aðrir landsþingsfulltrúar. Það kom í minn hlut á þessu landsþingi Landssambands sjálfstæðiskvenna að fjalla um réttindi heimavinnandi fólks. Ég vil heldur kalla það réttleysi. Áður en ég fjalla um réttleysi þessa hóps þjóðfélagsins, þá lang- ar mig að nefna nokkra þætti sem hafa á sinn hátt aukið á það seinni árin. í bændasamfélaginu voru heim- ilisstörf metin jafnt á við önnur störf, en í því þjóðfélagi, sem við búum við í dag, má segja að heim- ilisstörf séu lítilsvirt. Allur sá pólitíski og öfgakenndi jafnréttis- hópa áróður um heimilis- og upp- eldisstörf, vanmat á gildi þeirra, heldur að mínu mati uppi þeirri lítilsvirðingu og láglaunastefnu, sem nú ríkir í þjóðfélaginu gagn- vart þessum störfum. Ég vil nefna nokkra hópa, sem teljast lág- launahópar og tengjast uppeld- ismálum. Það er fólk sem starfar við kennslu, dagheimili, leikskóla og svo dagmæður, svo nokkuð sé nefnt. Allir vita í dag hve kennar- ar eru illa launaðir, en ég vil kynna ykkur kjör dagmæðra. Þær taka á sig mikla ábyrgð við að gæta hluta þeirra barnafólks sem annaðhvort vill eða verður að vera útivinnandi. Vitna ég hér í gjald- skrá nr. 26, sem gildir frá 1. júní 1985. Kjör dagmæöra Þær konur sem sótt hafa nám- skeið á vegum Félagsmálastofn- unar og þær sem hafa menntun á uppeldissviði, sem viðurkennd eru af umsjónarfóstrum hafa rétt til að nota 7% hærri launaliði. Launin miðast við 1 barn í 8 tima á dag fyrir hvern mánuð og eru kr. 3.842.- og með 7% ofan á, þá eru þetta kr. 4.055.-. Síðan er fæði 1 máltíð í mánuð kr. 2.712.- eða kr. 123,- á dag. 8 tíma dagur með fullu fæði með umsömdum tíma í gæslu gerir 298.- og með 7% álagi kr. 308.-. Athugið hver er meðalbónus unglings í fiskvinnslu á dag ofan á dagvinnulaun. Mér er sagt að með- albónus sé um 300 — á dag. I skýrslu Reykjavíkurborgar 1983 um dagvistun barna, segir um daggæslu á einkaheimilum. „Athygli vekur að 43,1% barna hjá dagmæðrum eru yngri en tveggja ára og einnig hve stutt börn hafa dvalið hjá viðkomandi dagmóður, en 6,5% barnanna hafa verið skemur en 6 mánuði, en 20,3% eitt ár og lengur. Greidd eru niður dvalargjöld 191 barns einstæðra foreldra hjá dagmæðr- um í desember. Samtals námu þessar niðurgreiðslur Reykjavík- urborgar kr. 3.770.538.- árið 1983 og nemur hækkun milli ára 42,7% (bls. 4 í skýrslunni). Hvaða upphæð er þetta í dag? Um það hef ég ekki handbærar tölur, en aukningin hlýtur að vera gífurleg miðað við fólksaukningu Reykjavíkur og kröfu kapphlaups- ins til Mammons og einnig skapar dýrtíðin á brýnustu nauðsynjum það að konur vilja eða neyðast til að fara frá heimilum sínum út á vinnumarkaðinn. Tökum því næst hvað það kostar að byggja dagheimili og leikskóla til þess að koma til móts við kröfu þjóðfélagsins að ná konum út af heimilunum. Á Akranesi kostar nýjasta dagheimilið v/Skarðsbraut full- byggt 6.185.000.- 309.250.- kr. á barn. Þar eru 20 börn. Leikskólinn v/Skarðsbraut kostar 7.176.660.- eða kr. 89.708.- á barn, en þar eru 80 börn. Síðan kostar að reka þessar stofnanir. Kostnaður greiddur úr bæjarsjóði án fram- lags foreldra er á dagheimilinu 62.612.- á ári á barn en á leikskól- anum 14.709.- á barn á ári. Þá skulum við taka á vandamálum þessara barna sem eru í miklum fjarvistum frá foreldrum sem eru einstæðir og þeirra sem eru báðir útivinnandi. Mikil þörf á að foreldrar séu heima Mér skilst eftir viðræður mínar við skólastjóra grunnskólanna á Akranesi, félagsmálastjóra og yf- irlögreglustjóra, að félagslegt at- ferli þeirra sé mun erfiðara viður- eignar en þar sem börn eru sam- vistum við annaðhvort foreldri eða bæði inni á heimilum. Ég hef nefnt nokkrar tölur um kostnað við uppbyggingu eins dagheimilis og eins leikskóla og einnig kostnað við dvöl barna á þeim stofnunum. Hve miklar upphæðir eru þetta þá yfir landið í heild? Því get ég ekki svarað en ég veit að þær eru gíf- urlegar. Einnig hef ég vitnað í orð manna sem gjörþekkja börn og at- ferli þeirra. Með þetta í huga finnst mér mikil þörf á að foreldr- ar geti verið heima með börnum sínum og sparað þjóðfélaginu mikl- ar upphæðir í veraldlegum verðmst- um en fengið í staðinn ómslda ánsgju af samvistum við börn sín. Einnig má nefna að börn fólks í vígðri sambúð fá oftast ekki inni á dagvistunarstofnunum. Þar eru yfirleitt börn forgangshópa, námsfólks og einstæðra foreldra og því miður fá þessi börn oft rangar hugmyndir um venjulegt heimilislíf sökum þess að heimili þeirra er svo til eingöngu nátt- staður. Allir vita hvers vegna. Mikið vinnuálag foreldra. Engin orka eftir handa barninu. Þá er komið að því að beita pólitískum þrýstingi og þjóðfélagslegum áróðri í þá átt að gefa fólki tækifæri til að lifa mannsæmandi lífi inni á heimil- um. Sjálfstæðisflokkurinn hefur barist fyrir því að heimilið sé hornsteinn þjóðfélagsins, þess vegna á hann að beita sér fyrir því með öllum tiltækum ráðum að réttlæta kjör þeirra sem vilja vinna inni á heimilunum og snúa dæminu við og veita fólki val. Val til að foreldrar geti verið heima hjá börnum sínum annað hvort eða til skiptis. En hvernig má það framkvæmast? Niðurfelling tekjuskatts Að mínu mati er það ekki erfitt. Sjálfstæðisflokkurinn hefur stefnt að því að fella niður tekjuskatt, en á meðan tekjuskattar eru ekki endanlega felldir niður, þá má jafna tekjur á milli hjóna, sem að mínu mati er sjálfsögð jafnrétt- iskrafa, þar sem ég lít á heimilið rekstrarlega sem eina heild eða fyrirtæki heimilisfólks. Þar á ekki að skipta máli hvort einn eða fleiri afli teknanna. Einnig eiga hjón að geta talið fram sjálfstætt ef þau vilja. Þeir þingmenn Sjálfstæðis- flokksins, sem ég hef rætt við, telja þetta vel framkvæmanlegt. En á sínum tíma hafi hópur kvenna innan LS og sérstaklega KRFÍ barist hatramlega gegn þessu fyrirkomulagi. Vil ég minna á tillögu stjórnar KRFI á 16. landsþingi, sem haldið var 15. og 16. mars 1985, þar sem skorað var á stjórnvöld að halda áfram á þeirri braut sérsköttunar við álagningu tekjuskatts á hjón, sem mótuð var með lögum nr. 40/1978 um tekju- og eignaskatt. Einnig áréttaði KRFÍ fyrri tillögur sínar um stórauknar barnabætur til uppalenda. Mér er spurn. Er þetta það sem við þurfum til að auka gildi heimilis og uppeldisstarfa? Mitt svar er nei. Ég og stór hóp- ur kvenna mótmælum þessari til- lögu og þeirri málsmeðferð, sem heimavinnandi konur fengu á þessum fundi, þar sem jafnvel var talað um húsmæður sem deyjandi stétt, rétt eins og síðasti geirfugl- inn. Með því að fella niður tekju- skatt, þá er leystur hluti af því óréttlæti, sem nú þrífst í þjóðfé- laginu. Ég tel sjálfsagt að taka upp neysluskatta. Þá hefur fólk mun meira val á að stjórna skött- um sínum en nú er. Umsögn Geirs Hall- grímssonar Geir Hallgrimsson fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins segir í grein í bókinni „Fjölskyld- an í frjálsu samfélagi" bls. 10, útg. í Reykjavík 1980 af Hvöt og Landssambandi sjálfstæðis- kvenna. „Tekjur eins foreldris eiga að nægja til framfæris fjölskyldu og hið opinbera á ekki að hvetja bæði foreldrin til að vinna utan heimil- is, en skapa þeim skilyrði til að vinna þar, sem hæfileikar hvors þeirra fá best notið sín og hugur hvors þeirra stendur til.“ Á sömu bls. segir Geir Hall- grímsson: „Fjölskyldan og heimilið er í raun og veru bæði foreldrum og Ragnheiður Ólafsdóttir „Þið sjáið á þessu yfir- liti hve hróplegu rang- læti er beitt gagnvart heimavinnandi en einn þáttur er þó eftir. Það er að heimavinnandi fólk á ekki aðgang að lífeyr- issjóði og því mjög takmörkuð lífeyrisrétt- indi.“ börnum og öllu samfélagi manna svo verðmætt, að hvorki leikskól- ar, dagheimili né skólar geta kom- ið í stað þeirra, þótt þær stofnanir séu nauðsynlegar og auðveldi for- eldrum að leysa hlutverk sitt gagnvart yngri kynslóðinni sóma- samlega af hendi. Ef foreldrar vilja nýta hæfileika sína utan sem innan heimilis, og njóta barna sinna og veita þeim það uppeldi, sem skapar þeim skilyrði að verða sinnar eigin gæfu smiðir, þá er það skylda foreldranna að koma sér saman um verkaskiptingu á grundvelli jafnréttis og jafnstöðu kynjanna, minnug þess að at- vinnufrelsi og einstaklingsfrelsi takmarkast af samskonar frelsi annarra." Helstu bætur tryggingakerfís En þá er komið að trygginga- málum, hér fer á eftir stutt yfirlit um helstu bætur, sem ég fékk hjá Birni Önundarsyni tryggingayfir- lækni hjá Tryggingastofnun ríkis- ins. í janúar 1981 gengu í gildi lög um fæðingarorlof, þannig að nú eiga allar konur, sem lögheimili eiga hér á landi, rétt á fæðingar- orlofi frá almannatryggingum, nema opinberir starfsmenn og bankamenn, þar sem þeir fá þriggja mánaða laun i fæðingar- orlofi. Þátttaka á almennum vinnumarkaði hefur þá áhrif á upphæð bótanna. Fullt fæðingarorlof sem er nú 20.809 kr. á mánuði er miðað við að unnið hafi verið 1032 dagvinnu- stundir síðustu 12 mán. fyrir töku fæðingarorlofs. % hlutar kr. 13.877 greiðast þeim, sem hafa unnið 516—1032 stundir á sama tíma. 'á hlutar, kr. 6.936 greiðast þeim, sem unnið hafa minna en 516 stundir eða eru utan vinnu- markaðarins og fylla heimavinn- andi húsmæður þann hóp. Makar bænda fá þó %, því vinnuframlag á búinu telst 857 stundir á ári. Dagmæður fá einnig %, þó þær gæti eingöngu eins barns, því gæsl- an í 12 mán. er metin 516 stundir á ári. Fæðingarorlof framlengist um 1 mánuð, ef um veikindi barns eða móður er að ræða (meira en mán- uð fyrir fæðingu barnsins) og einnig um 1 mánuð fyrir hvert barn umfram eitt. Aftur á móti greiðist orlofið að- eins 2 mánuði, ef um andvana fæð- ingu eða fósturlát (sem jafna má til fæðingar) er að ræða. Kjörforeldrar eða fósturforeldr- ar eiga rétt á 2 mánaða orlofi vegna töku barns undir 5 ára aldri. Faðir á rétt á 3 mánaða fæð- ingarorlofi, ef móðir samþykkir. Gögn: Umsókn, fæðingarvottorð og vottorð vinnuveitanda. Atvinnuleysisbætur og sjúkra- dagpeningar reiknast til unninna stunda. Ekkja eða ekkill innan 67 ára aldurs eiga rétt á bótum í 6 mán- uði eftir lát maka. Ef um börn innan 18 ára er að ræða á fram- færi bótaþega eru greiddar bætur 12 mánuði í viðbót. Þegar niður falla þessar bætur, á ekkja, sem orðin var 50 ára við lát eiginmannsins, rétt á ekkjulíf- eyri til 67 ára aldurs. Ekkjulífeyrir fellur niður við hjúskap. Barnalífeyrir sem er kr. 2.850 á mánuði er greiddur með börnum innan 18 ára, ef: annaðhvort foreldri eða bæði eru látin (þá tvöfalt), annaðhvort foreldri eða bæði eru örorkulífeyrisþegar (þá tvöfalt) barnið ófeðrað (barnalög 1982). Þarf að leita aðstoðar dómstóla. Foreldri fangi i meira en 3 mán- uði. Meðlög greidd af Trygginga- stofnun ríkisins gegn meðlagsúr- skurði, hér er um sömu upphæð að ræða og barnalífeyri. Endurkræf hjá meðlagsskyldu foreldri. Úr- skurður hjá Sakadómara í Rvík. Annars hjá sýslumönnum og bæj- arfógetum. Greitt til 20 ára, ef börn eru við nám og úrskurður hefur verið felldur þar að lútandi. Ákvæðið sett með barnalögum. Einnig hægt að fá úrskurð um sér- stök framlög vegna útgjalda við skírn, fermingu, sjúkdóm, greftr- un eða af öðrum sérstökum ástæð- um. Mæðra- og feðralaun greiðast ekkjum, ekklum, ógiftum og frá- skildum, sem eiga börn undir 16 ára aldri. Mæðralaun heimavinnandi kvenna dragast frá sjúkradagpen- ingum, eða aðeins greiddar hærri bæturnar. Allir, sem lögheimili eiga hér á landi, eru tryggðir í sjúkrasam- lagi. Hjón og börn undir 17 ára aldri í sama samlagi. Sjúkrasamlögin taka þátt í læknis- og lyfjakostnaði, ferða- kostnaði, sjúkraþjálfun o.fl. Einn- ig greiða þau sjúkradagpeninga, ef maður leggur niður vinnu vegna veikinda og tekjur falla. Fullir sjúkradagpeningar kr. 198,61 á dag, greiðast þeim, sem fella niður heilsdagsvinnu eða meira. Barnaviðbót er 53,90 á dag fyrir hvert barn innan 18 ára aldurs. Hálfir sjúkradagpeningar kr. 99,30 á dag, greiðast þeim, sem stunduðu hálfsdagsvinnu eða meira. % misstra launatekna þeim, sem stunduðu minna en hálft starf, en aldrei meira en hálfa dagpeninga. 'A hluti dagpeninga greiðist þeim, sem eingöngu stunda heimilisstörf. Reyndar má greiða húsmæðrum % hluta aðkeyptrar heimilishjálpar gegn skýrum kvittunum, en dagpcn- ingar og þessi greiðsla mega ekki fara fram úr fullum dagpeningum. Útgjöld slysatrygginga eru bor- in af atvinnurekendum og eigend- um ökutækja. Þess vegna eru allir launþegar, sem slasast við vinnu, tryggðir, og einnig ökumenn bif- reiða. Sömuleiðis björgunarmenn og íþróttamenn á vegum ÍSÍ: Einnig er hægt að tryggja sig við heimilisstörf. Slysabætur eru fernskonar: dagpeningar, sjúkrakostnaður, ör- orkubætur og dánarbætur. Slysadagpeningar eru nokkuð hærri en sjúkradagpeningar eða kr. 251,28 á dag og er sama upp- hæð til allra, einnig húsmæðra. Þó mega þeir ekki fara fram úr % af Morgunblaðið/Vilborg Einarsdóttir Hestar á villigötum Þeir létu sig litlu skipta umferðina eða annað, hestarnir tveir sem dunduðu sér á beit á Suðurlandsveginum sl. sunnudag. Nánar tiltekið á umferðareyju við Rauðavatn. Uppátæki þeirra skaut mörgum ökumann- inum skelk í bringu, sér í lagi er margar bifreiðir voru beggja vegna eyjunnar. En hestarnir létu þess háttar ekki raska ró sinni og dvöldu þarna dágóða stund.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.