Morgunblaðið - 17.07.1985, Síða 24

Morgunblaðið - 17.07.1985, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 1985 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Gúömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 360 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 30 kr. eintakiö. Kjarnfóðurgjald í 130% Fóðurgjald var hækkað úr 60% í 130% um mánaða- mótin. Af þessari hækkun leiddi til dæmis að verð á tonni af innfluttu kjúklinga- fóðri hækkaði um 9000 kr. eða tæp 70%. Að mati kjúklinga- bænda hefur þetta að óbreyttu í för með sér, að út- söluverð kjúklinga hækkar um 15% eða úr 300 krónum kílóið í 345 krónur. Stjórn Fé- lags kúabænda á Suðurlandi hefur harðlega mótmælt hækkun fóðurgjaldsins og tel- ur að hún hækki verð á land- búnaðarvörum um allt að 5%. Jóhannes Gunnarsson, for- maður Neytendasamtakanna, hefur sagt í Morgunblaðsvið- tali um þessa nýju opinberu gjaldheimtu: „Við teljum þetta fráleita skattlagningu. Þarna er með neytendaskatti á mikilvægar neysluvörur, þ.e. egg, kjúklinga og svínakjöt, verið að reyna að leysa vanda í öðrum búgreinum. Við erum á móti allri slíkri tilfærslu milli búgreina." Þorsteinn Pálsson, formað- ur Sjálfstæðisflokksins og fyrsti þingmaður í Suður- landskjördæmi, því mikla landbúnaðarhéraði, segir í Morgunblaðinu á sunnudag- inn, að hækkun kjarnfóður- gjaídsins sé ekki rétta leiðin til að hafa stjórn á búvöru- framleiðslunni. Undir það hljóta allir að geta tekið með formanni Sjálfstæðisflokks- ins, að afrakstur bænda verð- ur minni eftir því sem opinber skattheimta eykst og auk þess verður söluverð til neytenda hærra. Gagnrýni Þorsteins Páls- sonar á hækkun kjarnfóður- gjalds í 130% er á málefna- legum rökum reist. En hitt er ekki síður athyglisvert, að formaður Sjálfstæðisflokks- ins, annars stjórnarflokksins, sér einnig ástæðu til að gagn- rýna formlega hlið málsins. í ljós kemur þegar ummæli hans eru lesin, að Jón Helga- son, landbúnaðarráðherra Framsóknarflokksins, hefur tekið ákvörðun um þessa miklu, órökstuddu og óvin- sælu hækkun upp á sitt ein- dæmi. Þorsteinn Pálsson sagði: „Hér er um að ræða ein- hliða ákvörðun landbúnaðar- ráðherra og Framsóknar- flokksins, sem ekki var borin upp í ríkisstjórn og ekki kynnt samstarfsflokknum, svo kyn- legt sem það má vera þegar um svo mikilvæga ákvörðun er að ræða sem snertir skatt- lagningu á aðföngum til mat- vælaframleiðslu." Og enn gagnrýnir Þorsteinn Pálsson þessa gjaldheimtu fyrir þá sök, að gert er ráð fyrir því í lögum, að sérstaka fóðurbætisgjaldið verði endurgreitt. Hins vegar hafa engar reglur um þessar endurgreiðslur verið settar. Full ástæða er til að gagn- rýna harðlega það fljótræði, sem augsýnilega hefur ráðið gerðum landbúnaðarráðherra og framsóknarmanna í þessu máli. Er áhyggjuefni að fram- sóknarmenn, sem telja sig hafa sérstakra hagsmuna að gæta í landbúnaðarmálum, skuii stíga fyrstu skrefin við framkvæmd nýrra laga og framleiðslu og sölu landbún- aðarvara með þessum hætti. Framkvæmdin ræður mestu segja stjórnmálamenn oft, þegar varað er við almennt orðuðum stefnuyfirlýsingum, sem alltof oft er farið að móta með lögum. í því efni sem hér um ræðir hefur landbúnaðar- ráðherra hagað framkvæmd- inni með ámælisverðum hætti. Of rúmar lagaheimildir til skattlagningar hafa oft verið til tjóns, það sannast nú enn og aftur. NT, málgagn landbúnaðar- ráðherra og Framsóknar- flokksins, reynir að verja flausturslega meðferð Jóns Helgasonar á þessu viðkvæma máli í forystugrein í gær. Þar segir meðal annars: „Varla hefði verri tími geta valist á árinu til þess að vinna með bændum að reglum um endur- greiðslu á fóðurbætisgjaldinu og tefur það afgreiðslu máls- ins.“ Hvað er blaðið að fara? Hvers vegna lá ráðherranum svona mikið á einmitt á þess- um árstíma, að hann gaf sér ekki einu sinni tíma til að kynna skattheimtuna í ríkis- stjórninni? Stóð nokkru sinni annað til hjá framsóknar- mönnum en að hrinda þessu í framkvæmd einhliða og láta bændur, almenning og sam- starfsmenn standa frammi fyrir orðnum hlut? Til marks um þá þröngsýni og einkennilegu hagsmuni sem ráða ferðinni hjá fram- sóknarmönnum í þessu máli segir NT, að Þorsteinn Páls- son tali aðeins fyrir munn „nokkurra iðnaðarbænda á Suðurlandi, sem reka tækni- vædd kjúklingabú og svína- bú“. Þessar rangfærslur dæma sig sjálfar. Framsókn- armenn á NT ættu að kynna sér viðhorf kúabænda svo að ekki sé nú talað um neytend- ur, sem borga auðvitað brús- ann að lokum. Valdataf lid í K Séð með augum Christians Schmidt-Háuer, blaðamanns þýska Fimmtán hundruð fulltrúar æðsLa ráðs kommúnistaflokksins komu saman í Kreml alls staðar að úr Sovétríkjunum klukkan hálf tíu þriðjudagsmorguninn 2. júlí sl. Þeir sátu uppábúnir í löngum röð- um. Meðal þeirra voru þekktir menn. Kulikov marskálkur, yfir- hershöfðingi Varsjárbanda- lagsins, heilsaði þingmönnum við hlið sér með bróðurlegum kossi. Nokkru fyrir aftan hann sat Orga- kov marskálkur. Honum var vikið úr embættí herráðsforingja öllum að óvörum árið 1984 en vakti ný- lega aftur athgli með því að skrifa bók um hernaðarstefnu. Hann var í fjörugum samræðum við Georgy Arbatov, yfirmann Ameríkustofn- unarinnar, sem sat á bekknum fyrir framan hann. Hin sögulega stund færðist nær. Ekkert í þingsalnum gaf til kynna, að hennar væri beðið með óþreyju. En spennan í hópi sendiráðs- starfsmanna og blaðamanna, sem sátu þétt uppi á áheyrendapöllum, jókst stöðugt. Lausafregnir og veðmál um hvor þeirra Mikhails Gorbachev, sem er 54 ára, og Andreis Gromyko, 76 ára, yrði kjörinn forseti landsins höfðu tröllriðið borginni í marga dag. Það var hvíslast á fram á síðustu mínútu. Væri Gorbachev ekki trú- andi til alls? Bar brottvikning Grigoris Romanov, helsta keppi- nautar hans, þess ekki merki að aðalritarinn stefndi hratt að ein- ræði í Sovétríkjunum? Mikhail Gorbachev gekk í salinn á slaginu klukkan 10. Honum var fagnað með stuttu lófataki. Hann er allsráðandi og of mikil persónu- dýrkun á hvorki við stjórnarstíl hans né baráttu hans fyrir endur- reisn efnahags-, stjórnar- og flokkskerfisins. Aðeins Tikhonov, forstætisráðherra og Gromyko settust í fremstu röð hjá aðalrit- aranum, hinir stólarnir tveir stóðu auðir. Aðrir félagar í stjórn- málaráðinu sátu á bekkjum fyrir aftan þá. Þeir sátu ekki í röð sam- kvæmt embættistign, eins og venja hefur verið, heldur hver inn- an um annan eins og einvalalið Gorbachevs þyrfti ekki lengur á formlegri niðurröðun að halda til að sanna embættistign sína. Gromyko forseti Gorbachev steig í ræðustólinn og fylgdi hinum skrifaða ræðu- texta, aldrei þessu vant, næstum því orðrétt. Hann minnti á, að embætti flokksforingja og forseta landsins hefði verið í höndum eins manns síðan 1977. Nú væri þó þannig komið að svo mörg mikil- væg verkefni biðu þjóðarinnar að hann hafi lagt til við miðstjórn flokksins, að aðalritari hans ein- beitti sér að flokksstarfinu. Hann sagðist þess vegna mæla með því við æðsta ráðið að það kysi Andrei Gromyko forseta landsins. Hann sé „framúrskar- andi stjórnmálamaður", „einn elsti félagi flokksins" og hafi „ávallt framfylgt utanríkisstefnu flokksins til hins ýtrasta". Gorb- achev lagði einnig til að Gromyko yrði leystur frá störfum utanrík- isráðherra. Áheyrendurnir á pöllunum gripu andann á lofti. 28 ára ferli Gromykos var að ljúka. Enginn utanríkisráðherra í heiminum hafði gegnt embætti jafn lengi og hann. Var verið að sæma hann virðulegum ellititli eða auka völd hans? Verður hann jafningi Gorb- achevs í viðræðum við hitt risa- veldið og verður valdaskeið hans lengra og enn merkilegra fyrir vikið? Ekki gafst langur tími til umhugsunar. Hinar sögulegu mín- útur liðu fljótt. Þingfulltrúarnir í salnum kusu Gromyko forseta Sovétríkjanna einróma. Hinn aldni maður gekk hægt og dálítið stirðlega að ræðustólnum. Rödd hans var jafn skýr en fjar- læg og venjulega. Hann þakkaði Gorbachev fyrir vinsamleg orð og bætti við: „Það er ekki mitt að dæma um hvort ég sé verður orða hans, ég er djúpt snortinn af ákvörðun þingsins." Nokkrir áheyrendur á pöllunum höfðu orð á því að ræðan væri heldur stutt og laggóð, hún bæri vott um að fullkomið samkomulag ríkti ekki Sumarþingfundur Æðsta ráðs sovéska kommúnistaflokksins 2. júlí sl. verður lengi í minnum hafður. Mikha- il Gorbachev, leiðtogi flokksins, leysti þá Andrei Gromyko, gamalreyndan utanríkisráðherra lands- ins, frá störfum ráð- herra og tilnefndi hann til embættis forseta landsins. Alls óreyndur maður í utanríkismál- um, Eduard Schewardn- adse, frá Georgíu, tók við embætti Gromykos. Christian Scmidt- Háuer, sérfræðingur í málefnum Austur Evr- ópu og Sovétríkjanna, var á fundinum í Kreml og skrifaði grein um viðburðina í þýska viku- blaðið Die Zeit. Eftirfar- andi frásögn er byggð á þeirri grein. bak við tjöldin. En þessi stuttorði og gagnorði stíll á betur við nýju stjórnarherrana og fellur Grom- yko betur en býzanskur stíll Brezhnevs-tímabilsins. Og hinn þaulsetni gamalreyndi ráðherra hefur vissulega óskað þess lengi að taka við æðsta embætti þjóðarinn- ar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.