Morgunblaðið - 17.07.1985, Side 32

Morgunblaðið - 17.07.1985, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLl 1985 Minning: Hörður Felixson loftskeytamaður Fæddur 17. nóvember 1933 Dáinn 10. júlí 1985 Um daginn sá ég Hörð í síðasta sinn. Ég var á leið í dagsins önn og mætti honum og konu hans á förn- um vegi. Við vorum akandi, ég rétt nam augnatillit þeirra, svo sem í sekúndubrot. Og nú er hann dáinn, eins og hendi væri veifað, langt um aldur fram. Þannig gengur lífið, áður en lit- ið er við er sviðið breytt. Við í fjölskyldu hans erum fátækari, horfinn er góður drengur. Hann átti barnaláni að fagna, eignaðist fimm mannvænleg börn, sem nú eru uppkomin. Sjaldan hef ég kynnst eins barngóðum manni og Herði. Af listgreinum höfðaði tónlistin til hans, hann var góður söngmað- ur og hafði yndi af angurværri tónlist. Ef einhver, sem ég hef fyrir hitt, var rómantískur maður þá var Hörður Felixson það. Guð blessi minningu hans. Einar Hákonarson Örfá kveðjuorð. Að hryggjast og gleðjast hér um fáa daga, að heilsast og kveðjast, það er lífsins saga. (P.Árdal). Látinn er langt um aldur fram og öllum harmdauði er þekktu Hörður Felixson, góður drengur og samstarfsmaður minn gegnum tíðina. Síst grunaði mig fyrir nokkrum dögum rétt fyrir sumar- leyfi mitt að sá fundur yrði okkar síðasti um bil. Hörður var einn jákvæðasti og besti drengur sem hugsast gat, vel á sig kominn og naut sín í starfi og leik. Hann var á yngri árum leik- inn í íþróttum og alla tíð dæma- iaus þrekmaður til líkama og sál- ar. Ég votta fjölskyldu hans sam- úð mína og bið almættið að styðja. Helgi Jensson Genginn er góður drengur, vin- ur og vinnufélagi. Glaðsinna, málhagur, skapfastur en ljúfur. í dagsins önn lagði hann ávallt gott til mála. Harðar Felixsonar er sárt saknað og þökkuð sam- fylgdin. Guð blessi hann og þá sem hann trega. JP Hörður Felixson fæddist í Reykjavík 17. nóvember 1933 og lést úr hjartaslagi á heimili sínu að morgni 10. júlí sl. Foreldrar hans voru hjónin Felix 0. Sigur- bjarnarson, sem lengi var verk- stjóri hjá Reykjavíkurborg, og Sigríður Jónsdóttir frá Kalastaða- koti í Borgarfirði. Hörður ólst upp við Laugaveg- inn og gekk ungur í Val og lék knattspyrnu með þeim í mörg ár og lengi í meistaraflokki. Hann lauk prófi frá Loftskeyta- skólanum árið 1954 og hóf skömmu síðar störf hjá Landsíma fslands og vann þar til dauðadags eða í rúm 30 ár, lengst af við fjar- skiptastöðina í Gufunesi. Hörður kvæntist 7. ágúst 1954 Ragnheiði Hjálmarsdóttur sím- stöðvarstjóra á Hólmavík Hall- dórssonar og konu hans Sólveigar Magnúsdóttur. Ragnheiður er sjúkraliði á Borgarspítalanum. Börn þeirra eru: Drífa, sálfræð- ingur, f. 16. des. 1954 gift Jack E. James, búsett í Ástralíu. Daði, tölvufræðingur, f. 4. apríl 1956, sambýliskona Pat A. Dixon. Sonur þeirra er Daníel Andri. Leifur, íþróttakennari, f. 25. mars 1957. Rafn, starfsmaður hjá Sements- verksmiðju ríkisins, f. 14. okt. 1958. Ragnheiður, sjúkraliði, f. 25. apríl 1961, sambýlismaður Jóhann Melsteð. Sonur hennar er Hörður Jónsson. Hörður mágur minn er mér minnisstæðastur fyrir hvað hann var elskulegur, kátur og þægilegur í öllu viðmóti og alltaf boðinn og búinn að leysa hvers manns vanda. Hið sviplega lát Harðar var fjölskyldunni mikið áfall og óvænt þar sem hann hafði ekki kennt sér meins og voru þau hjón- in nýkomin úr velheppnaðri ferð til dóttur sinnar í Ástralíu. Ég votta systur minni, börnum, tengdabörnum og barnabörnum innilegustu samúð. Magnús Hjálmarsson í dag er kvaddur vinur og starfsfélagi um árabil, Hörður M. Felixson, loftskeytamaður. Dauða hans bar að óvænt og skyndilega, er hann veiktist á heimili sínu 10. þ.m. og var látinn innan fárra stunda. Maður á bezta aldri, ávallt heilsuhraustur og fullur af lífs- þrótti og gáska, skyndilega liðið lík. Já, það er skammt milli lífs og dauða. En eitt sinn skal hver deyja, og sagt er að þeir deyi ung- ir, sem guðirnir elska. Það er óhagganleg staðreynd, að Hörður er dáinn, svo sárt sem það annars er fyrir fjölskyldu hans, vini og starfsfélaga. Hörður Matthías Felixson fæddist í Reykjavík 17. nóvember 1933. Ólst hann þar upp í foreldra- húsum, en foreldra/ hans voru sæmdarhjónin Felix Sigurbjarn- arson og Sigríður Jónsdóttir, sem í áratugi bjuggu á Laugavegi 132. Að loknu gagnfræðaprófi hóf Hörður nám við Loftskeytaskól- ann og lauk þaðan loftskeytaprófi vorið 1954. Hann gerðist starfs- maður Pósts og síma árið 1955. Starfaði hann sem loftskeytamað- ur og símritari við fjarskiptastöð- ina í Gufunesi til 1963 er hann fór til Bandaríkjanna til náms í lór- antækni. Að loknu n ámi hóf hann störf við lóranstöðina að Gufu- skálum á Snæfellsnesi og starfaði þar til ársins 1970 er hann flutti aftur til Reykjavíkur og hóf störf að nýju við fjarskiptastöðina í Gufunesi, þar sem hann svo starf- aði til dauðadags. Herði var flest vel gefið. Hann var fríður maður og myndarlegur á velli, vel greindur, hreinskiptinn og glaðvær og átti sérlega gott með að umgangast fólk. Hann var einn þeirra, sem ávallt eru já- kvæðir gagnvart lífinu og tilver- unni, náunganum og umhverfinu, jafnt í mótbyr sem meðbyr. Hann ljómaði af lífsþrótti og starfsork- an virtist óþrjótandi, því í mörg ár stundaði hann tvöfalda vinnu, auk þess sem mikill tími fór í íþróttir. Hörður æfði og lék knattspyrnu um árabil með Knattspyrnufélag- inu Val, og minntist hann þess tíma ávallt með mikilli ánægju, enda eignaðist hann þar marga góða félaga. Einum þeirra fylgdi Hörður til grafar fyrir fáum dög- um og mun hann þá vart hafa grunað að svo skjótt yrði hann sjálfur brott kvaddur. Starf Harðar í Gufunesi, radíó- fjarskipti við flugvélar, er oft mjög krefjandi, því vinnuhraði og nákvæmniskröfur eru miklar, en þarna lék allt í höndum hans og er ekki ofsagt að hann hafi verið einn færasti afgreiðslumaður stöðvar- innar. Starfsemi stöðvarinnar og starfsfélagar Harðar nutu í ríkum mæli góðs af ósérhlífni hans, dugnaði og greiðvikni. Fyrir það eru færðar þakkir. Er vissulega skarð fyrir skildi og vandfylt. Mun hans sárt saknað á vinnustað. Hörður tók símritapróf árið 1960 og yfirsímritapróf 1970. Hann varð eftirlitsmaður með símritun árið 1974 og nokkur und- anfarin ár annaðist hann kennslu á símritaranámskeiðum og upp- rifjunarnámskeiðum í flugfjar- skiptum. Hörður kvæntist árið 1954 eftir- lifandi eiginkonu sinni, Ragnheiði Hjálmarsdóttur, frá Hólmavík. Reyndist hún honum hinn ágæt- asti förunautur. Þau eignuðust fimm börn, sem öll eru uppkomin. Söknuður þeirra er sár, en minn- ingar um góðan dreng verða ekki frá þeim teknar. Ég votta þeim öllum dýpstu samúð. Stefán Arndal t Móöir okkar, tengdamóöir og ar-ima, ARNLÍN ÁRNADÓTTIR, Laugaróavegi 24, Raykjavík, andaöist 15. júlí í Hafnarbúöum. Börn, tengdabörn og barnabörn. t Móöir okkar, JÓHANNA KRISTJÁNSDÓTTIR, Aóalstræti 39, Patraksfiröi, andaöist á heimili sínu 14. júlí. Fyrir hönd vandamanna, Magnús Friörikaaon, Sigríöur Friöriksdóttir, Gunnar Friöriksaon. t Eiginmaöur minn, BJARNI JÓNSSON, Drópuhlíö 30, andaöist i Landspítalanum aö morgni 16. júlí. Jensína Guólaugsdóttir. t Maöurinn minn, faöir og tengdafaöir, JASON SIGURDSSON, lést á Hrafnistu aöfaranótt mánudagsins 15. júlí. Ingibjörg Banjamínsdóttir, Banedikt Jaaonaraon, Margrét Hróbjartsdóttir. t Bróðir minn, RÚTURHANSSON fró Hóli íKöldukinn, andaöist á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 14. júli. Þórlaug Hansdóttir. t Eiginmaður minn, JÓN SIGURDSSON, Stóra Lambhaga, andaöist aöfaranótt 15. júlí. Fyrir hönd vandamanna, Svandís Haraldsdóttir. t Útför móður okkar og tengdamóður, JÓNÍNU JÓNSDÓTTUR Álfheimum 16, veröur gerö frá Langholtskirkju fimmtudaginn 18. júli kl. 13.30. Sigríöur Guömundsdóttir, Jóna Guðmundadóttír, Þóröur Halldórsson, Ragnar Júlíusson. t Móöir okkar og tengdamóöir, SIGURBJÖRG BJARNADÓTTIR. Álftagróf, veröur jarösungin frá Skeiöflatarkirkju föstudaginn 19. júlí kl. 14.00. Elín Tómasdóttir, Erna Léra Tómasdóttir, Helga Tómasdóttir, Sigríóur Tómasdóttir, Ólafur Björnsson, Kristinn Þ. Jóhannsson, Gunnar Auöunn Oddsson, Valdimar Gíslason. t Systir okkar, ELÍNBORG MAGNÚSDÓTTIR, Rauóarérstíg 42, veröur jarösungin frá Fossvogsklrkju fimmtudaginn 18. júlí kl. 10.30. Guóbjörg Magnúsdóttir, Jón Magnússon, Eymundur Magnússon. t Móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, EINARBJÖRG BÖDVARSDÓTTIR, Marklandi 10, sem andaöist í Borgarspítalanum þann 12. júlí veröur jarösungin frá Fossvogskapellu föstudaginn 19. júlí kl. 13.30. Freysteinn Gíslason, Aðalsteinn Gíslason, Haraldur Glslason, Auóur Ingrún Gísladóttir, Skúli Gíslason, Hrafnhildur Gísladóttir, tengdabörn, barnabörn og barna- barnabörn. t Faöir okkar, tengdafaöir og afi, KRISTJÁN EINARSSON, rafvirkjameistari, Grettisgötu 48, sem andaöist miövikudaginn 10. júlí veröur jarösunginn frá Hall- grímskirkju, fimmtudaginn 18. Júlí kl. 15.00. Eyrún Kristjénsdóttir, Anna Kristjánsdóttir, Tor Orstadius, Einar Kristjénsson, Guörún Guömundsdóttir, Edda Kristjánsdóttir, Hrafn Gunnlaugsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.