Morgunblaðið - 17.07.1985, Side 45

Morgunblaðið - 17.07.1985, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 1985 45 N]áll skoraði úr víti á lokasekúndunni og KA-menn fóru í 8-liöa úrslit bikarsins KA varö fyrsta liðiö til aö tryggja sér sæti í undanúrslitum Bikarkeppni KSÍ þegar liðið sigr- aði Víði úr Garöi á Akureyrarvelli í gærkvöldi. Úrslit leiksins urðu 2:1 og skoraði Njáll Eíösson sig- urmarkiö úr vítaspyrnu á síðustu sekúndu leiksins. í leikhlái var staöan 0:1 fyrir Víöi, en KA tókst að jafna og sigurmarkiö kom síö- an á síöustu sekúndunni. Litiö gerðist fyrstu mínútur leiksins en fyrsta færiö kom þó á 10. mínútu þegar Tryggvi Gunn- arsson komst einn inn fyrir vörn Víös en Gísli Hreiöarsson, mark- vöröur Víöis, náöi aö verja. Boltinn hrökk til Steingríms sem skaut framhjá. KA — Víðir 2:1 Skömmu síöar átti Njáll gott skot aö Víðismarkinu en rétt fram- hjá. Lítiö annað markvert geröist í fyrri hálfleik annaö en Víöismenn skoruöu eina mark sitt á 35. mín- útu. Grétar Einarsson tók horn- spyrnu, renndi knettinum út á Guöjón Guömundsson sem gaf hann inn í vítateig þar sem Gísli Eyjólfsson tók hann viöstöðulaust og skoraöi af stuttu færi. KA var meira meö knöttinn í fyrri hálfleik en fleiri uröu færin ekki. Tíöindalítill fyrri hálfeikur. KA-menn hófu síöari hálfleikinn af miklum krafti og strax á fyrstu mínútum átti Þorvaldur Þorvalds- son gott skot af um 25 metra færi en rétt framhjá. Á 57. mínútu jöfn- uöu norðanmenn síöan. Rúnar Georgsson hugöist senda knöttinn á Gísla markvörö en Tryggvi komst inn í sendinguna, gaf fyrir markiö og þar myndaöist þvaga og endaöi þaö meö því aö knötturinn berst aftur til Tryggva þar sem hann var á markteigshorninu. Hann skaut föstu skoti sem lenti í varnarmanni á marklínunni og þaöan í netið. Heimamenn héldu uppteknum hætti og voru heldur meira meö boltann en hvorugu liöinu tókst þó aö skapa sér umtalsverð mark- tækifæri fyrr en undir lok leiksins. Daníel Einarsson átti góöa fyrir- gjöf sem hrökk af varnarmanni og rétt yfir mark KA. Njáll átti þrumu- skot rétt framhjá markinu og síöan á síöustu sekúndu leiksins og er menn voru farnir aö huga aö fram- lengingu var dæmd vitastpyrna. Vítaspyrna þessi var umdeild. Guöjón Guöjónsson gaf knöttinn til baka á Gísla markvörö sem tók knöttinn upp. Tryggvi fylgdi vel á eftir og kom alveg í bakiö á Guö- jóni sem var rétt um metra frá markveröinum. Guöjón snýr sér viö og rekur olbogann í magann á Tryggva sem féll í völlinn og Friö- geir Hallgrímsson dómari dæmdi umsvifalaust vítaspyrnu. „Ég gaf á Gisla, Tryggvi kom í bakið á mér og ég sneri mér snöggt viö og Tryggvi, sem lék þetta mjög vel, lét sig detta í völlinn. Þaö var ekki til í dæminu aö þetta væri vítaspyrna," sagöi Guöjón Guómundsson, fyrir- liði Víöis, eftir leikinn. Njáll Eiösson skoraöi af öryggi úr vítaspyrnunni. Ekki vannst tími til aö byrja á miöju þvi leiktíminn var liöinn. Víöismenn mótmæltu þessum dómi kröftuglega og endaöi þaö meö því aö Rúnar Georgsson var rekinn af leikvelli en hann haföi skömmu áöur fengiö aö sjá gula spjaldiö hjá dómaranum. Besti maöur KA í þessum leik var Erlingur Kristjánsson en hjá Víöi var Einar Ásbjörn Ólafsson bestur. Viðar leikur ekki með ÍBK í vetur — móðgun víö mig hvernig staðið var að ráðningu Hreins Þorkelssonar sem þjálfara, segir hann VIDAR Vignisson, landsliös- maður í körfuknattleik úr Kefla- vík, hefur ákveöiö aö leika ekki meö ÍBK í úrvalsdeildinni í vetur eins og til stóð. Viöar, sem er 22 ára, stundaöi nám í Bandaríkjunum síöastliöin fjögur ár og lék meö liöi Luther College í lowa. Áöur en hann hélt utan lék hann meö ÍBK. Um ástæöu þess aö hann leik- ur ekki með sínu gamla félagi í vetur eins og til stóö, sagöi Viöar í gær í samtali viö Morgunblaöiö: „I sumar spuröi Sigurður Val- geirsson, stjórnarmaöur í körfu- knattleiksdeild ÍBK, hvort ég heföi áhuga á aö þjálfa meistara- flokk félagsins með Hreini Þor- kelssyni — sem þá stóö til aö kæmi til Keflavíkur. Ég svaraði neitandi — sagöist hins vegar vera tilbúinn aö þjálfa liðiö meö Hrannari Hólm, sem leikur með liöinu og þjálfaði þaö um tíma síöastliöinn vetur eftir aö Björn Víkingur Skúlasoon hætti. Ég gaf mínar ástæöur fyrir þessu svari — m.a. þá aö Hrannar er bak- vöröur en ég framherji, þannig aö á æfingum gæti hann þjálfaö bakveröina á öörum vallarhelm- ingnum og ég aöra leikmenn á hinum. Viö Hrannar höfum síöan þjálf- aö liöiö síöastliönar þrjár vikur. Ákveöiö var aö Hreinn myndi leika meö liöinu en síöan var þaö um helgina aö okkur barst til eyrna aö hann ætti einnig aö þjálfa liöiö. Eftir æfingu í gær- kvöldi (fyrrakvöld) undir stjórn okkar Hrannar var síöan haldinn fundur meö leikmönnum og Sig- uröi Valgeirssyni — og þar til- kynnti Siguröur aö Hreinn heföi undirritaö saming um aö hann þjálfaöi liöiö. Ég tók þessa ákvöröun sem móögun viö mig og tilkynnti því á fundinum aö ég myndi ekki leika meö liðinu í vet- ur.“ Hreinn á aó taka viö þjálfun liðsins 1. september — og aö öll- um líkindum mun Hrannar Hólm vera með liöið á meðan. Hann •Viöar Vignisson mun leika áfram meö liöinu. Viöar er mjög sterkur leikmað- ur. Hann veröur hér á landi næsta vetur en sagöist ekki ákveðinn hvort eða hvar hann léki. Missir Keflvíkinga er vissu- lega mikill og fengur þess félags sem Viöar gengi til liðs viö mikill aö sama skapi — ef af því veröur aö hann leiki. fíffn KRABBASÚPA Sérstaklega vandað hráefni og meistaraleg meðferð, gerir súpurnarað þeirri bragðljúfu gæðafæðu sem er svo eftirsóknarverð á borðum sælkera. Súpurnar njóta sín einnig vel í sjávarréttagratíni og sósum. Þú opnar ora dósoggæóin komaíijós!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.