Morgunblaðið - 17.07.1985, Page 48

Morgunblaðið - 17.07.1985, Page 48
EVTT NORT AilS SUUMLR MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 30 KR. Aflahrotunni lokið í bili: Talsvert af afla togara í gúanó „ÉG ER MJÖG ánægður hvað menn voru fljótir að taka við sér og ná stjórn á þessu. Að mínu mati er aflatoppurinn búinn núna,“ sagði Benedikt Gunn- arsson, forstöðumaður ferskfiskdeildar Ríkismats sjávarafurða, í samtali við Morgunblaðið um aflahrotuna, sem gerði í síðustu viku. Þá fengu togararnir sem kunnugt er 40 tonna höl og allt uppí 80 tonn af þorski á sólarhring á Vestfjarðamiðum. Benedikt sagði að talsvert af afla sumra togara hefði hreinlega verið dæmt í gúanó. Þess þekkti hann dæmi bæði frá Reykjavík og Þorlákshöfn. Algengt hefði verið að 60—70% aflans hefði farið í 1. flokk í stað 85—90%, sem væri eðlilegt og því 30—40% verið dæmt óhæft til frystingar í 2. og 3. flokk. Skipshafnirnar hefðu ein- faldlega ekki ráðið við að gera að fiskinum. Stór hluti aflans hefði verið blóðgaður dauður og þunn- ildaskemmdir komið fram þegar fiskurinn hefði verið slægður. „Þetta var stuttur hvellur og menn fljótir að átta sig. Vonandi verða þeir ennþá fljótari að því næsta ár, svo þetta þurfi ekki að endurtaka sig,“ sagði Gunnarsson ennfremur. Benedikt Sliskja tengivagns féll á fót konu KONA slasaðist á fæti þegar sliskja á tengivagni féll á fót hennar þegar hún átti leið um Hafnarstræti. A tengivagninum var valtari, sem nota átti við malbikunarframkvæmdir. At- burðurinn varð síðdegis í gær og var konan flutt í slysadeild. Mortfunbladið/Júlíus Gjaldskrá tannlækna verði lækkuð HAGSTOFAN hefur reiknað út laun tannlækna og skulu þau hækka um 16.2% frá 1. marz síðastliðnum, en tannlæknar höfðu hækkað laun um 42.69% frá sama tíma. Þeir höfðu lát- ið reikna launataxta og tilkynnt Tryggingastofnun og Reykjavíkur- borg um 42.69% launahækkun sjálf- um sér til handa. Úrskurður Hagstofunnar er bindandi. Laun tannlækna voru tekin til umræðu á Alþingi í júní síðastliðnum. Davíð Oddsson, borg- arstjóri, lagði fram tillögu í Borg- arráði um að reikningar yrðu ekki greiddir samkvæmt hinum nýja taxta tannlækna og að Hagstofan reiknaði út laun þeirra. Tannlæknum ber að endurgreiða hluta reikninga, sem þeir fengu greidda samkvæmt taxtanum, sem þeir létu reikna fyrir sig. Morgunblaðið/Bjarni Heiðar Skúli Steinsson heldur á froskinum í Sædýrasafninu í gær. Froskurinn var heldur ræfilslegur þegar komið var með hann í safnið en hafði braggast ótrúlega og skipt litum, var grár og gugginn en var orðinn brúnn og sællegur. Froskur tók sér far með gámi „ÉG VAR að hugsa um snáka og annað álíka á meðan ég var að hreinsa úr gáminum og dauðbrá auðvitað þegar froskurinn stökk á mig,“ sagði Heiðar Skúli Steinsson, starfsmaður á Gúmmíverkstæðinu við Rétt- arás. Heiðar var að taka hjólbarða frá Þýskalandi út úr vöruflutningagámi þegar hann varð var við frosk- inn, sem var skítugur en samt sprækur. Froskurinn er sennilega búinn að vera í rúman mánuð í gáminum, sem ekki var annað í en vatn og hjólbarðar. Heiðar lét Sædýrasafnið vita um frosk- inn og komu menn þaðan og sóttu hann en þetta mun vera fyrsti froskurinn sem safnið eignast. Stjóm Framkvæmdastofnunar ríkisins: Lána 50 % af kostnaði við byggingu fiskeldisstöðva Úthlutaði 92 milljóiram til 23 stöðva í gær STJÓRN Framkvæmdastofn ríkisins markaði þá stefnu á fundi sínum á Akureyri í gær að lána fram- vegis 50% af framkvæmdakostnaði fiskeldisfyrírtækja að uppfylltum ákveðmim skilyrðum. Talsvert á þriðja tug umsókna með fram- kvæmdakostnað upp á samtals 319 milljáair kr. lágu fyrir stjórn stofn- unarinnar, en hún hefur alls til ráð- stöfunar til fiskeldis 117 milljónir kr. á árinu. Samþykkti stjórnin að veita 23 stöðvum lán alls að fjárhæð 92 milljónir kr. til framkvæmda í ár. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum nýlega að heimila fiskeldis- fyrirtækjum að taka erlend lán fyrir 67% af stofnkostnaði (fram- kvæmdakostnaði og rekstrar- kostnaði fyrstu árin) miðað við að eigendur legðu fram 25% kostnað- ar og 8% yrði fjármagnað innan- lands. Gunnlaugur Sigmundsson, framkvæmdastjóri Framkvæmda- stofnunar ríkisins, sagði að það væru yfirleitt aðeins stærstu fyrirtækin sem ættu kost á erlend- um lánum, flest fyrirtækin sæktu því á innlendan lánamarkað. Jafn- Þriðji hver íslendingiir veikist af krabbameini — Sjö hundruð ný tilfelli árlega TÍÐNI krabbameina hér á landi hefur aukist að meðaltali um 1 % á ári hjá körlum og 1,2% á ári hjá konum á undanförnum 30 árum. Þetta kemur fram í grein sem þeir Jónas Ragnarsson og dr. G. Snorri Ingi- marsson rita í nýjasta hefti tímaritsins Heilbrigðismál. Krabbamein eru aðallega flokkuð eftir líffærum og eru flokkarnir rúmlega fjörutíu. Tíðni sumra krabbameina hefur aukist mjög á fyrrnefndu tíma- bili, en önnur eru nú mun sjald- gæfari en áður var. Þannig er magakrabbamein nú mun sjald- gæfara en fyrir þremur áratug- um. Brjóstakrabbamein í konum og krabbamein í blöðruhálskirtli karla eru hins vegar stöðugt að verða algengari. Sama máli gegnir um lungnakrabbamein og blöðrukrabbamein, sem nú eru tvöfalt til þrefalt algengari en áður var. Bæði þessi krabbamein eru talin tengd tóbaks- reykingum. Lungnakrabba- meinið er nú næstalgengasta krabbameinið hjá báðum kynj- um, en það var mjög sjaldgæft fyrir nokkrum áratugum. Fram kemur í greininni að nú mun láta nærri að þriðji hver íslendingur fái krabbamein ein- hvern tíma á ævinni. Margir þeirra læknast. Önnur hver kona og þriðji hver karlmaður, sem krabbamein greinist í, eru á lífi fimm árum eftir að sjúkdómur- inn greinist. Niðurstöður þessar eru byggðar á skipulegri skrán- ingu krabbameina, sem hófst hér á landi árið 1955. framt lægi það fyrir að engir aðrir fjárfestingarlánasjóðir lánuðu til fiskeldis. Því hefði verið ákveðið að Framkvæmdastofnun tæki málið að sér og lánaöi 50% fram- kvæmdakostnaðar til fiskeldis- stöðva gegn því að eigendur legðu fram eigið fé sem næmi 25%, en stofnunin lánaði yfirleitt aðeins 20% framkvæmdakostnaðar sem viðbótarlán til annarra atvinnu- fyrirtækja. Hann sagði þó að þau fyrirtæki sem nýttu sér heimild. til erlendra lána fengju ekki lán frá stofnun- inni og bjóst hann yið að stærri fyrirtaekin færu þá leiðina en miðlungs og smærri fyrirtækin tækju lán hjá Framkvæmdastofn- nn Framkvæmdastofnun hefur 117 milljónir kr. til ráðstöfunar til fiskeidisfyrirtækja á árinu: Fram- kvæmdasjóði er ætlað að lána 55 milljónir samkvæmt lánsfjáráætl- un, 50 milljónir koma samkvæmt samþykkt um nýsköpun í atvinnu- lífinu og í lánaáætlun Byggðasjóðs eru 12 milljónir ætlaðar til fisk- eldis. Fyrr á árinu var 2 milljón- um varið til fiskeldis og á fundin- um í gær var ákveðið að lána 92 milljónir til viðbótar, þannig að Framkvæmdastofnun hefur þegar lánað 94 milljónir til atvinnu- greinarinnar, en í fyrra lánaði stofnunin rúmlega 20 milljónir til fiskeldis.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.