Morgunblaðið - 30.07.1985, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLl 1985
3
Lótus fri Götu hefur hér vinninginn yfir bróður sinn Tvist og jafnaði hann met Glóu frá Egilsstöðum í 350 metra
stökki en iður hafði hann b&u metið í 250 metra stökki um þrjú sekúndubrot. Knapi i Lótus var Róbert Jónsson en
Erlingur Erlingsson situr Tvist. Morgunbla»ií/Valdimar
„Hátfðisdagar hestafólks“ á Melgerðismelum:
Tvö íslandsmet
og tvö met iöfnuð
í TVEIMUR greinum náðist betri tími
en gildandi Islandsmet er og í þriðju
greininni var gildandi íslandsmet
jafnað i „Hátíðisdögum hestafólks**
sem handnir voru á Melgerðismelum
um helgina.
Mótið stóð yfir í tvo daga og strax
fyrri daginn skeiöaði Villingur frá
Möðruvöllum 250 metrana á 21,5
sekúndum sem er einu sekúndu-
broti betri tími en gildandi ts-
landsmet. Metið á Skjóni frá Móeið-
arhvoli og var það sett á metamót-
inu mikla á Vindheimamelum í ág-
úst 1979. Daginn eftir náði Leistur
frá Keldudal sama tíma og Lótus
frá Götu bætti metið í 250 metra
unghrossahlaupi um þrjú sekúndu-
brot. Tími hans var 17,3 sek. en
gildandi met er 17,6 sek. og var það
Don frá Hofsstöðum sem setti það
met á áðurnefndu móti á Vind-
heimamelum.
Fyrri dag mótsins var blankalogn
en á sunnudag var dálítill hliðar-
vindur og undir lokin hafði hann
snúist a móti en um leið dró úr
vindhraða. Fyrir hvert met sem sett
var gáfu hjónin, í Litla-Dal eitt fol-
ald, að vísu með fyrirvara um að
metin verði staðfest af stjorn
Landssambands hestamannafélaga.
í mettilraunum sem gerðar voru
eftir að formlegum kappreiðum
lauk náðust góðir tímar, Hómer
skeiðaði 250 metrana á 22,0 sek. og
var stökkhesti hleypt með en sá
hafði ekki við Hómer sem bókstaf-
lega stakk hestinn af. Og Lótus
jafnaði met Glóu frá Egilsstöðum í
350 metra stökkinu 23,9 sek. og í 300
metra brokki sigraði Sörli Magnús-
ar og Gísla Halldórssona á 31,9 sek.
sem er níu sekúndubrotum frá gild-
andi meti. I 150 metra skeiðinu
sigraði Penni Magnúsar á 14,1 sek
og í 800 metra stökki sigraði Lýs-
ingur frá Djúpadal á 60,1 sek.
Mikil ánægja ríkti meðal kepp-
enda kappreiða með hlaupabraut-
ina og töldu flestir hana þá bestu á
landinu.
Morgunblaðið/Sig. Sigm.
Sannur keppnisandi hjá Reyni Hjartarsyni á Sámi t.v. og Sigurbirni Bárðars-
yni á Gormi eftir að þeir háöu gæðingaeinvígi sem lauk meö sigri Sigur-
björns.
MorgunblaÖiÖ/Vaidimar
Eftir sex ár tókst að bæta íslands-
met Skjóna frá Móeiöarhvoli í 250
metra skeiöi og var þar aö verki Vill-
ingur frá Mööruvöllum en knapi var
Eiríkur GuÖmundsson. '
-1 mm m
ggÞ
Hl Æf al
■ ■} x
Brottför 23. ágúst -16 dagar
PORTO CARRAS stendur
á Siþonía-skaga, nýtízku-
legasti sumarleyfisstaður í
Grikklandi. Dvalið á lúx-
ushótelinu
MELITON BEACH með
hálfu fæði. Hér eru bað-
strendur hvítar og hreinar
og fram undan fagurblátt
Eyjahafið. Iþróttaaðstaðan
er frábær, m.a. nýr 18 holu
golfvöllur, 9 tennisvellir,
sjóskíði og seglbretti, sigl-
ingar, útreiðar o.fl.
í þessari ferð gefst kostur á
að ferðast um meginland
Grikklands undir frábærri
leiðsögn Sigurðar A. Magn-
ússonar, m.a. um Make-
dóníu, Þessalíu og Böótíu,
þegar boðið verður upp á
3ja daga kynnisferð, þar
sem ekið verður hjá
Olympsfjalli, heimkynnum
guðanna, stansað í Trikk-
ala, gist í Delfí eina nótt og
dvalið tvo daga í Aþenu.
Siguröur A. Magnússon
Hægt er að bæta við nokkrum dögum í
Ósló eða Kaupmannahöfn í lok ferðar.
\
Feröasicrifstofan
0TSÝN
Austurstræti 17, símar 26611 — 23510