Morgunblaðið - 30.07.1985, Page 4

Morgunblaðið - 30.07.1985, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 1985 Kista Sigurðar Greipssonar borin úr Skálholtskirkju. Frá vinstri: Bjarni Sigurósson, Þórir Sigurðsson, Greipur Sigurðsson, Karl Bjarnason, Már Sigurðsson og Sigurður H. Greipsson. Útför Sigurðar Greipssonar ÚTFÖR Sigurðar Greipssonar í Haukadal var gerð frá Skálholti síðastliðinn laugardag að við- stöddu fjölmenni. Sr. Guðmundur Óli Ólafsson í Skálholti jarðsöng og Sr. Eiríkur J. Eiriksson flutti ræðu. Kór Skálholtskirkju söng og Einar Markússon flutti frumsamið orgelverk eftir Eirík Bjarnason frá Hveragerði. íþróttafólk frá Ung- mennafélagi Skarphéðins stóð heiðursvörð við athöfnina í Skál- holtskirkju. Jarðsett var i Haukadalsk- irkju og sá Sr. Guðmundur óli Ólafsson Skálholtsprestur um athöfnina þar. Að athöfninni lokinni var boðið til kaffisams- ætis í Aratungu. Líkamsárás á Hlemmi: Enn er leitað að árásarmanninum UNGUR maður, sem handtekinn var á laugardagsmorguninn, grunaður um að hafa ráðist með fólskulegum hætti að vanfærri konu á Hlemm- torgi nóttina áður, var látinn laus um helgina. Vitni bar, að hann hefði verið í tilteknu húsi um nóttina og ekki farið þaðan. Eins og skýrt var frá í blaðinu á sunnudaginn fannst konan liggj- andi og blæðandi á Hlemmi snemma á laugardagsmorguninn. Hafði komið að henni maður um nóttina og viljað fá heim með sér, en er konan neitaði því sparkaði hann í kvið hennar. Hún gat gefið lýsingu á manninum, og var ungur maður handtekinn síðar þann sama morgun. Sá hefur hvað eftir annað gerst sekur um grófar lík- amsárásir. Konan var flutt í sjúkrahús, en hún mun nú vera að ná sér og er ekki talið að fóstrið hafi beðið skaða af árásinni. Árásarmannsins er enn leitað. Rannsóknaskattur Kfeiliðjunnar: Ótvírætt að féð ber að greiða í ríkissjóð — segir fjármálaráðherra „ÉG VEIT ekkert um málið annað en það sem ég heyrði í fréttum fyrir nokkrum dögum og forsvarsmaður Kísiliðjunnar staðfesti í samtali við mig, að hann hefði fengið þau boð frá iðnaðarráðherra að veita fé til rannsókna við Mývatn án þess að féð færi í gegnum ríkissjóð. Ég gat ekki annað en bent honum á, að samkvæmt framleiðsluleyfinu, sem Sverrir stóð sjálfur að, á féð að renna í ríkissjóð,“ sagði Albert Guðmundsson fjármálaráðherra í samtaii við Morgunblaðið í gær, um þá ráðstöfun iðnaðarráðherra, Sverris Her- mannssonar, að fela Kísiliöjunni að hefja strax greiðslu á fé, sem Kísiliðj- unni ber að greiða til rannsókna „á áhrifum efnistökunnar á dýralíf og gróður við Mývatn", eins og segir samningi ríkisins við Kísiliðjuna um áframhaldandi námaleyfi til næstu 15 ára. 13 punda bleikja veiddist í Mývatni Róbert B. Antonsson, fram- kvæmdastjóri Kísiliðjunnar, sagði blaðamanni Morgunblaðsins að það væri ótvírætt samkvæmt Miðfjörður: Heyskap víða lokið SUAarbakka. 29. júll. Í SÍÐUSTU viku voru tveir ágætis þurrkdagar hér í Miðfirði og var þá mikið hirt inn af heyjum. Á nokkrum bæjum er slætti lokið og búið að hirða og alls staðar vel á veg komið. Grasspretta er í góðu meðallagi. Hey munu verða með mesta móti þar sem fyrningar voru miklar á síðasta vori. Ekki er enn vitað um fóðurgildi en líklegt að það verði í hærra lagi. Sennilega mun það vera einsdæmi hér að heyskap sé lokið í júlilok, svo viða sem nú er raun á, en sláttur byrjaði yfirleitt um mánaðamótin júní/júlí. Benedikt Suðlæg átt með „ vætu sunnanlands - GERT er ráð fyrir suðlægri átt næstu tvo til þrjá daga. Væta * verður sunnanlands og vestan, en Ukléga þurrt á Norður- og Austur- landi. Hitastig verður 10 til 15 gráður, en heldur hlýrra á Norð- austurlandi. samningnum, að rannsóknaféð ætti að renna í rikissjóð, sem síð- an ætti að ráðstafa fénu. „Kísiliðjan hefur hingað til greitt einn dollara á hvert fram- leitt tonn í ríkissjóð, eða sem svar- ar rúmri milljón króna á ári, sem á að verja til rannsókna á lifríki Mývatns," sagði Róbert. „En þetta fé hefur hins vegar sokkið í ríkis- hítina fram til þessa án þess að miklar rannsóknir hafi farið fram. í nýja námaleyfinu er gert ráð fyrir viðbótargjaldi sem i raun tvöfaldar þennan skatt sem Kísil- iðjan greiðir til rannsókna. Við- bótargjaldið á að reiknast frá 1. júni síðastliðnum, og þvi er Kísil- iðjan í sjálfu sér ekki skuldbundin til að hefja greiðslur á því fyrr en í lok ágúst, vegna 60 daga gjald- frests sem við höfum. En við höf- um fallist á að greiða eitthvað fyrirfram svo rannsóknir megi hefjast hið allra fyrsta," sagði Róbert. Mývmlnæveit, 29. Júlí. AP. LEIFUR Hallgrímsson I Vogum veiddi 13 punda bleikju og aðra minni í net í syðriflóa Mývatns. Á meðfylgjandi mynd heldur hann á veiðinni og er minni bleikj- an af þeirri stærð er nú veiðist mest í Mývatni. Undanfarið hefur silungsveiðin í Mývatni verið mjög góð. Kristján Ekkja Picassos valdi Kjarvalssal: Merkasti myndlistarvid- burður í sögu Listahátíðar — segir Salvör Nordal framkvæmdastjóri „ÞETTA er stórkostlegt tækfæri og án efa merkasti myndlistarvið- burður í sögu Listahátíðar," sagði Salvör Nordal, framkvæmdastjóri Listahátíðar í Reykjavík, um fyrir- hugaða sýningu á verkum Pablos Picasso, en sýningin verður opnuð um leið og Listahátíð ’86, hinn 31. maí næstkomandi. Jacqueline Pic- asso, ekkja listamannsins, kom til íslands á laugardag til að kanna aðstæður hér og valdi hún sýning- unni stað í Kjarvalssal Kjarvals- ataða. Salvör Nordal sagði að Jacqueline Picasso myndi sjálf velja verkin á sýninguna og stjórna uppsetningu þeirra. Ekki væri endanlega ákveðið hversu margar myndir yrðu á sýning- unni né vitaö um heildarverð- mæti þeirra listaverka sem hingað koma. Salvör sagði að hér væri um að ræða afar kostnað- arsama sýningu, fyrst og fremst vegna trygginga á verkunum, gæslu þeirra og flutnings. Sagði hún að unnið væri að lausn þeirra mála. Það var fyrir milligöngu ís- lenska listamannsins Erró að Jacqueline Picasso ákvað að kanna aðstæður hér og sagði Salvör að ef ekki hefði notið sambanda hans í listalífi París- arborgar hefði aldrei getað orðið af sýningu þessari. Jacqueline Picasso skoðar aðstöðuna á Kjarvalsstöðum. Með henni á myndinni eru Hrafn Gunnlaugsson, formaður stjórnar Listahátfðar, og Alfreð Guðmundsson, forstöðumaður Kjarvalsstaða.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.