Morgunblaðið - 30.07.1985, Side 5

Morgunblaðið - 30.07.1985, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLl 1985 5 Morgunbladid/Ingvar Guðmundsson Eldur í steikarpotti ELDUR kom upp í raóhúsi f Jöklaseli í Breiðholti upp úr kvöldmat á sunnudaginn. Virðist bálið hafa kviknað út frá steikarpotti á eldavél- inni og var talsverður eldur í eldhúsinnréttingu þegar slökkviliðið kom á staðinn. íbúðin var full af reyk og hlutust af nokkrar skemmdir, auk þess sem eldhúsið skemmdist af eldi. Tveir voru fluttir í slysadeild vegna gruns um reykeitrun en alvarleg slys urðu ekki á fólki. Greiðlega gekk að slökkva eldinn. Hofsós: Unnið að endurbótum á elsta húsi landsins Bjp, Höfdaströnd, 29. júli. í NÆSTA mánuði er ákveðið að elsta hús landsins, að því er talið er, sem stendur á Hofs- ósi, verði tekið til gagngerðra endurbóta. Stefán Gunnars- son, smiður á Hofsósi, er ráð- inn af þjóðminjaverði til þessa verks enda er þar brýn þörf á. Nú munu aðeins vera tvö hús uppistandandi, eitt á Grænlandi og annað á Hofsósi, sem eru nákvæmlega eins. Er talið að tólf hús hafi verið sett niður á Græn- landi og íslandi af sömu gerð, líklegast um 1777. Þó hafði ég heyrt, að efni í Hofsóshúsið hafi verið flutt frá Noregi og sett upp 1735. Öll eru þessi tólf hús horfin nema þessi tvö. Um 1955 hrundi smávegis úr grunni Hofsóshúss- ins og komu þá fram mjög gamlir hollenskir peningar. Því miður er ekki miklu fé veitt til viðgerðar á Hofsóshúsi, en nauðsynlegt er að varðveita þennan stórmerka forngrip. — Björn í Bæ Áburðarfluginu lokið í sumar: 1.700 tonnum dreift af áburði og fræi LANDGRÆÐSLA ríkisins hef- ur lokið áburðardreifíngu sumarsins. Áburðarflugvélarn- ar, Páll Sveinsson og TF-TÚN, luku við dreifínguna sl. föstu- dag. í sumar var dreift rúm- lega 1.700 tonnum af áburði og fræi, sem er svipað magn og í fyrra. Stefán H. Sigfússon sagði að 1.378 tonnum hefði verið dreift með Páli Sveinssyni og 350 tonn- um með TF-TÚN. Af þessu eru 460 tonn á Eyvindar- og Auð kúluheiðar fyrir Landsvirkjun vegna Blönduvirkjunar, rúm 600 tonn í friðaðar landgræðslugirð- ingar, aðallega í Árnes-, Rang- árvalla- og Þingeyjarsýslum, og 600 tonn á önnur svæði víðs veg- ar um landið í samvinnu við bændur og sveitarfélög. Atvinnu- flugmenn flugu Páli Sveinssyni í sjálfboðavinnu eins og áður, á móti flugmönnum Landgræðslu- nnar. Sala f Grimsby: Meðalverðið 50 krónur í GÆR seldi Gideon 97,6 tonn af þorski og ýsu í Grimsby fyrir samtals 4,8 milljónir króna. Það jafngildir að með- alverð fyrir kflóið var krónur 49,63. Þá voru seld 169 tonn af gáma- fiski fyrir 5,8 milljónir. Meðal- verðið er 36,26 krónur, sem kem- ur til af að mikið var af fremur lélegum kola í aflanum sem seld- ur var. í dag selur Þorri SU í Grims- by, auk þess gámafisks sem verð- ur seldur. _______Nú qefst tækifæri til að fá____ toppvörur um hásumar og fyrir aöalhelgi sumarsins á mjög góöu veröi stendur sem hæst verslunum samtímis I í Garbó er mikið úrval af skóm á út- sölunni. Þær vörur sem eru ekki á út- sölunni eru með 10% afslætti. 22 Wsm

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.