Morgunblaðið - 30.07.1985, Page 6

Morgunblaðið - 30.07.1985, Page 6
.? 6 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLt 1985 ÚTVARP / S JÓN VARP Ber er hver ... Afar undarleg kvikmynd var á dagskrá sjónvarpsins nú á sunnudagskveldið. Bar myndin nafnið: „Heyrðu" og var kynnt með svofelldum pistli í dagskrá: Kvikmyndin gerist á ísafirði, við Djúp og norður á Hornströndum sumarið 1978. Ungur maður kem- ur heim eftir nám erlendis. Hann skoðar mannlífið á heimaslóðun- um, en leggur síðan land undir fót. Hann staldrar við hjá heimilis- fólkinu í Vigur, en heldur síðan norður á Strandir og í Jökulfirði. Þar hittir hann Jón Helgason, sem segir honum frá lífinu á Hesteyri í gamla daga. Binnig kemur fram í myndinni sagnamaðurinn Finn- bogi Bernódusson, en hann rekur ættir Vestfirðinga til trölla og tröllblendinga." Þannig hljómaði sú klausa og ekki vantaði að ungi maðurinn trítlaði með bakpokann sinn um heimaslóðirnar. En skrýt- ið þótti mér þá hann tók að spyrja sveitungana tíðinda. Það var nefnilega eins og blessaður mað- urinn hefði misst minnið, þá hann dvaldi í hinum erlendu námsstofn- unum, því hann spurði eins og álf- ur út úr hól um hluti sem inn- fæddum Vestfirðingum ættu að vera fullljósir. Var engu lfkast en stráksi væri i spurningaleik slík- um er Ómar stundar í Stiklum og Ingvi Hrafn í Rangeroverþeysi- reiðinni. Og ekki bætti úr skák að kvikmyndatökumennirnir sem mér sýndust flestir útlendingar ef frá er talinn Sigurður Grímsson, virtust ekki kunna að beina mynd- auganu að viðmælendum stráksa. Þannig var áhorfandanum sjaldn- ast ljóst hvor þeirra Vigurbræðra hafði orðið. Gæti ég raunar rakið fleiri dæmi klaufaskapar þess er stýrði myndavélinni, en mál er að linni um þessa dularfullu mynd sem hefir vafalaust glatt margan manninn á Vestfirðingakveldi og skemmt þýskum sjónvarpsáhorf- endum og túrhestum. Áhugamenn: ómar hefir annars þegar gert náttúrufari og eyðibyggðum þess- arar gullkistu okkar íslendinga prýðileg skil og er óþarfi að endur- taka þær reisur með nánast áhugamenn að baki myndavélar- innar. Á hinn bóginn væri kannski ekki úr vegi að gefa áhuga- mönnum á sviði kvikmyndagerðar færi á að viðra framleiðslu sína á skjánum, til dæmis á síðkveldi eða í tómstundahorni er skæri smá sneið af hinum „ótextuðu" íþrótta- þáttum Bjarna Felixsonar er enn fljóta með íþróttadagskrá laug- ardagsins, þvert á reglugerðarfyr- irmæli æðsta yfirmanns Sjón- varpsins, sjálfs menntamálaráð- herrans. Jacqueline Picasso: Ég get svona undir lokin ekki stillt mig um að hnýta svolitlu aft- an við þá gleðifrétt er barst sjón- varpsglápurum nú um helgina, að ekkja Picasso, Jacqueline, hefði ákveðið að sýna hér á Listahátíð myndir eftir bóndann úr einka- safninu. Sjónvarpsfréttamaðurinn klykkti út með því að segja: Ekki er vitað til að Picasso-myndir séu til i einkaeigu hérlendis. Ég vil í þessu sambandi rifja upp fyrstu íýsingu Jóhannesar Helga á ann- arri málaraekkju, Tove Engil- berts, í þeirri dásamlegu ævisögu Húsi málarans er fjallar náttúr- lega um Jón heitinn Engilberts: Yfir tíglað teppið, fram hjá fálátu Búddalíkneski á stalli, svífur kona fisléttum skrefum og speglast I glerjum frummynda eftir Picasso og Sigurd Winge, Tove, kona Jóns... Ó 1 a f u r M. Jóhannesson Boðið upp í morð — þriðji þáttur endurfluttur H Þriðji þáttur 35 sakamálaleik- — ritsins „Boðið upp í morð“ verður endur- fluttur á rás 1 i kvöld kl. 22.35. I öðrum þætti gerðist þetta: Skömmu eftir að Bill Dawson ákveður að taka að sér hlutverk Larr- ys Hurst í viðureigninni við Gaylord, er hinum raunverulega Larry byrl- að eitur. Bill heldur til Lundúna, svo sem um var samið, en Joy Tennent, sem verða átti honum samferða, virðist horfin. í staðinn hittir hann gamla kærustu, Marjorie Blair, og telur hana á að þykjast vera Joy Tennent. Saman halda þau svo á fund hins dularfulla Geylord Hurst. Leikendur í þriðja þætti eru: Hjalti Rögnvaldsson, María Sigurðardóttir, Erlingur Gíslason, Helgi Skúlason og Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir. Sögumað- ur er Arnar Jónsson. Leikstjóri er Karl Ágúst Úlfsson, sem einnig samdi leikritið upp úr skáldsögu Johns Dickson Carr. „Okkar á milli“ ■i „Okkar á milli" I 00 nefnist þáttur ““ sem er á dag- skrá rásar 1 í kvöld klukk- an 20.00. Þar spjallar Sig- rún Halldórsdóttir við ungt fólk um störf þess og áhugamál. Að þessu sinni eru gestir hennar tvær 16 ára gamlar stúlkur. Önn- ur þeirra heitir Auður El- ísabet Jóhannsdóttir, en hún var önnur tveggja stúlkna sem báru sigur úr býtum í Elite-fyrirsætu- keppninni, sem haldin var fyrir nokkru. Hún stundar ■i Herdís Egils- 05 dóttir kennari — og rithöfundur les í dag annan Istur sögu sinnar „Eyrun á veggjun- um“ í morgunstund barn- anna sem hefst að venju klukkan 9.05. „Eyrun á veggjunum" er sönn saga kotroskinnar I nám í Fjölbrautaskólan- um í Breiðholti og vinnur í verslun í sumar. Mun Sigrún ræða við hana vítt og breitt um fegurðar- samkeppni og hvaða áhrif þátttaka I þeim hefur á ungar stúlkur. Hinn gesturinn heitir Ásdís Þórhallsdóttir. í fyrra þegar hún var að- eins fimmtán ára gömul vann hún sem blaðamaður á Þjóðviljanum og sá þar um unglingasíðu. Hún lék fimm ára stelpu, sem treystir eigin hyggjuviti betur en annarra, axlar mikla ábyrgð og getur ekki hugsað þá hugsun til enda, hvernig samfélagið hefði farið að án hennar. Sagan er fjórir lestrar og henni lýkur fimmtudag- inn 1. ágúst. einnig í mynd sem sjón- varpið hefur verið að gera að undanförnu og er liður í samnorrænum mynda- flokki sem ber heitið „Unglingur í heimalandi". Mynd þessi var tekin upp í Flatey á Breiðafirði og verður bráðlega sýnd í sjónvarpi bæði hér á landi og á hinum Norðurlönd- unum. Verður í þættinum rætt við hana um hvernig hafi verið að vinna sem blaðamaður svo ung að árum og um kvikmyndina og gerð hennar. Herdís Egilsdóttir les sögu sína „Eyrtin i veggjunum" í Morgunstund barnanna. „Eyrun á veggjunum" Það eru víðar myndarlegir borgarísjakar en við Nýfundna- land. Þessi mynd var tekin i Húnaflóa irið 1983. ísjakar og orkulindir — kanadísk heimildamynd bjonvarpið syn- OA 35 ir í kvöld kan- ^ v adiska heimildamynd um borgar- ísjaka undan ströndum Nýfundnalands og áhrif þeirra á olíuvinnslu Kanadamanna á þessum slóðum. Á þessu svæði eru að jafnaði á reki u.þ.b. 10.000 borgarísjakar, margir geysistórir, eða allt að 50 milljón tonn að þyngd. Á svæðinu er að finna oliu sem þörf er á að nýta í náinni framtíð, en ísinn stendur í vegi fyrir því að unnt sé að vinna hana. Menn leita nú leiða til að sigrast á ísnum, en það er allt annað en auðvelt. í þessari mynd, sem gerð er af Peter d’Entremont, er fylgst með þessari baráttu mannsins við ægivald náttúnnar. Þýðandi er Bogi Arnar Finnbogason. ÚTVARP ÞRIÐJUDAGUR 30. júlí 7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn. Morgunorð. 7.20 Leikfimi. Tilkynningar 7.55 Daglegt mál. Endurtek- inn þáttur Valdimars Gunn- arssonar frá kvöldinu áöur. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. Dagskrá. 8.15 Veöurfregnir. Morgunorð. Jónas Þórisson, Hveragerði. talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: .Eyrun á veggjunum" eftir Herdlsi Egilsdóttur Höfundur les (2). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). Tónleikar. 10.45 .Ljáöu mér eyra" Málmfrlður Siguröardóttir á Jaöri sér um þáttinn. RÚVAK. 11.15 I fórum mínum Umsjón: Ingimar Eydal. RÚVAK. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12^0 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar 12.30 Inn og út um gluggann Umsjón: Emil Gunnar Guö- mundsson. 13.40 Létt lög 14.00 .Úti I heimi", endurminn- ingar dr. Jóns Stefánssonar Jón Þ. Þór les (19). 14.30 Miðdegistónleikar a. „Tilbrigöi um vögguljóö" eftir Ernst von Dohnanyi. Korrtél Zemplény leikur á pl- anó meö ungversku rlkis- hljómsveitinni; György Lehel stjórnar. b. .Adagio" fyrir strengja- sveit eftir Samuel Barber, og c. Forleikur að „Candide" eftir Leonard Bernstein. Fil- harmónluhljómsveitin I Los Angeles leikur; Leonard Bernstein stjórnar. 15.15 Út og suöur Endurtekinn þáttur Friöriks Páls Jónssonar frá sunnu- degi. 15.45 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veöurfregnir. 16.20 Upptaktur Guömundur Benediktsson. 17.00 Fréttir á ensku. 17.05 „Hvers vegna, Lamla? eftir Patriciu M. St. John Helgi Ellasson les þýöingu Benedikts Arnkelssonar (2). 19.25 Sól og strönd annar þáttur, og teiknimynd- in um Millu Marlu. (Nordvis- ion — danska sjónvarpið) Þýöandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Isjakar og oilulindir (lceberg Alley) Kanadisk heimildamynd um borgarls- jaka undan ströndum Ný- 17.40 Siödegisútvarp Sverrir Gauti Diego. Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.45 Til- kynningar. Daglegt mál. Sigurður G.' Tómasson flytur þáttinn. 20.00 Okkar á milli Sigrún Halldórsdóttir rabbar við ungt fólk. 20.40 A refaslóðum Jón R. Hjálmarsson ræöir við Sigurö Asgeirsson I Gunnarsholti á Rangárvöll- um. 21.10 Erna Sack syngur 21.35 Útvarpssagan: „Ther- esa" eftir Francois Mauriac Kristján Arnason þýddi. Kristln Anna Þórarinsdóttir les (5). fundnalands og áhrif þeirra á olluvinnslu Kanadamanna á þessum slóöum. Þýðandi Bogi Arnar Finnbogason 21.35 Hver greiöir ferjutollinn? Sjötti þáttur. Breskur fram- haldsmyndaflokkur I átta þáttum. Aöalhlutverk: Jack Hedley og Betty Arvaniti. Þýðandi Jón O. Edwald. 22.25 Bætt samskipti norðurs og suöurs (North and South Corea: 22.05 Tónleikar 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Leikrit: „Boðið upp I morð" eftir John Dickson Carr Þriðji þáttur endurtekinn: Augliti til auglitis. Þýðing, leikgerð og leik- stjórn: Karl Agúst Úlfsson. Leikendur: Hjalti Rögnvalds- son, Marfa Siguröardóttir, Erlingur Glslason, Helgi Skúlason, Lilja Guörún Þor- valdsdóttir og Arnar Jóns- son. 23.20 Kvöldtónleikar a. Carlo Bergonzi syngur lög eftir Francesco Tosti meö hljómsveit undir stjórn Edo- ardo Mueller. b. Leontine Price og Laura Londi syngja atriöi úr óper- Step Towards Unification). Bresk fréttamynd um bætta sambúö Norður- og Suöur- Kóreu, en um 40 ára skeið hefur andaö köldu milli rlkj- anna. Ýmislegt bendir til þess að eining Kóreu gæti oröið aö raunveruleika. Þýð- andi og þuiur Guöni Kol- beinsson. 22.50 Frétttir f dagskrárlok unni „II Trovadore" eftir Giuseppe Verdi meö Operu- hljómsveitinni I Róm; Arturo Basile stjórnar. c. Sinfónluhljómsveitin I Tor- onto leikur „Rósariddar- ann", hljómsveitarsvltu eftir Richard Strauss; Andrew Davis stjórnar. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. ÞRIÐJUDAGUR 30. júll 10.00—12.00 Morgunjsáttur Stjórnandi: Páll Þorsteins- son. 14.00—15.00 Vagg og velta Stjórnandi: Glsli Sveinn Loftsson. 15.00—16.00 Meö slnu lagi Lög leikin af Islenskum hljómplötum. Stjórnandi: Svavar Gests. 16.00—17.00 Þjóölagaþáttur Stjórnandi: Kristján Sigur- jónsson. 17.00—18.00 Fristund Unglingaþáttur. Stjórnandi: Eövarð Ingólfs- son. Þriggja mlnútna fréttir sagö- ar klukkan: 11:00, 15:00, 16:00 og 17:00. SJÓNVARP ÞRIÐJUDAGUR 30. júll

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.