Morgunblaðið - 30.07.1985, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 30.07.1985, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JtJLl 1985 19 „Gimli var alíslenskur bær fram að aldamótum“ Rætt við Vestur-íslendinginn Helga Austmann, fyrrverandi aðstoðarlandbúnaðarráðherra Manitoba „ÞEGAR ég bjó í Winnipeg var ég nærri búinn að tapa íslenskunni en nú bý ég í Gimli og þar eru góðar aðstæður til þess að halda málinu við,“ sagði Helgi Austmann, fvrrverandi aðstoðarlandbúnaðarráðherra Manitoba-fylkis í Kanada, er blaðamaður átti við hann stutt spjall á dögunum. Helgi var staddur í heimsókn kom til fyrirheitna landsins í hér á landi einu sinni sem oftar vestri frá Setbergi á Fellum í ásamt konu sinni, Lillian Árna- Borgarfirði eystra, en móðurfólk- son, og það fór ekki hjá því að það ið frá Viðidalstungu í Húna- vekti nokkra aðdáun blaðamanns vatnssýslu. Kona hans Lillian er hve góða íslensku hann talar, þó einnig af íslensku bergi brotin af íslensku foreldri sé, því hann er eins og föðurnafnið bendir til, fæddur og uppalinn í Kanada og dóttir Guðmundar Árnasonar úr kom ekki til Islands fyrr en á full- Húnavatnssýslu og sænskrar orðinsárum. konu hans. „Ég er fæddur í Manitoba og „Við höfum verið að heimsækja einnig foreldrar mínir, Halldór ættingja okkar hér á landi,“ segir Ágúst Austmann og Hanna Sig- Helgi. „Og nú vitum við af svo valdason," segir Helgi Austmann. mörgum að við gætum hæglega „Það var alltaf töluð íslenska á verið hér í marga mánuði án þess heimilinu þegar ég var barn. Þá að komast yfir að hitta þá alla. var engum elliheimilum til að Við erum búin að fara hringinn dreifa og því bjuggu afar og ömm- umhverfis landið og heimsækja ur, fædd á fslandi, á flestum mikið af fólki. Það er okkur afar heimilum." mikils virði að hafa þessar rætur Föðurfólk Helga Austmann hér á fslandi og þó að konan mín Helgi Austmann tali ekki islensku þá skilur hún talsvert í henni. Við eigum tvö börn, sem alltaf eru að fá meiri og meiri áhuga á fslandi og ég vonast til að geta komið með þau með mér hingað næst.“ Helgi Austmann hefur um ára- tuga skeið verið frammámaður í landbúnaðarmálum Manitoba. Eins og áður sagði er hann fyrr- verandi aðstoðarlandbúnaðarráð- herra fylkisins, en sú staða er skipuð fagmanni frekar en stjórn- málamanni. Einnig á hann sæti í stjórnarnefnd háskólans í Mani- toba og hefur starfað mikið að málefnum landbúnaðardeildar háskólans. „Faðir minn var bóndi í Manitoba og ég bjó með honum þangað til ég fór í háskóla," segir Helgi þegar hann er spurður um störf sín að landbúnaði í Kanada. „Ég lagði fyrst stund á landbún- aðarfræði í Kanada en tók síðan magisters- og doktorsgráðurnar í Bandaríkjunum. Síðan hafa af- skipti mín af landbúnaðarmálum aðallega verið á sviði upplýsinga- þjónustu og kennslu fyrir ungt fólk og bændur í landinu. Einnig hef ég verið ráðgjafi við ýmis fyrirtæki á sviði landbúnaðar og ferðast talsvert um heiminn sem ráðgjafi á vegum ríkisstjórnar Kanada. Það síðasttalda geri ég ennþá, en ég hætti sem aðstoðar- ráðherra landbúnaðarmála árið 1979 eftir tíu ára starf. Þá fannst mér komið nóg og var farið að langa að gera eitthvað annað.“ Helgi hefur haft nokkur sam- skipti við bændur á Islandi, hefur m.a. tvisvar skipulagt hópferðir félaga í Búnaðarfélagi íslands til Gimli. „Gimli var eiginlega alís- lenskur bær fram að aldamótum. Þegar íslendingar komu þangað, árið 1875, fengu þeir leyfi til að setja upp lítið þing og Gimli var kallað „The Repuplic of New Ice- land“, eða „Lýðveldið Nýja ís- land“. Árið 1887 víkkaði Mani- toba-fylkið út landamæri sín þannig að þau náðu yfir Gimli, sem varð við það „The Municipal- ity of Gimli“. En það er svipuð eining og íslensk sýsla, bara minni. Núverandi stjórnskipulag á Gimli á því eitthundrað ára af- mæli eftir tvö ár, 1987,“ sagði Helgi Austmann. „Og ég var ein- mitt að enda við að ræða það við þá í Búnaðarfélaginu, að nú væri kominn tími til að skipuleggja nýja hópferð íslenskra bænda til Gimli á hundrað ára afmælinu.“ Um kropp- inn, kyn- líf og ást Erlendar bækur Jóhanna Kristjónsdóttir. Janne llejgaard, Krop & Kærlighed Útg. Modtryk 1985. Kynlífsfræðslu skal, lögum samkvæmt, veita í skólum, þegar unglingar eru komnir á vissan ald- ur. Ekki finnst mér ótrúlegt að sú fræðsla komi mjög flatt upp á ungmennin: einhvern veginn er það svo að frá unga aldri gera flestir sér einhverjar og misjafn- lega skýrar hugmyndir um þennan stóra þátt í lífi manneskjunnar. Bók Janne Hejgaard sem ég hef nýlega lesið og kom út í síðasta mánuði er áreiðanlega ágætis lesning, bæði fróðum sem síður fróðum unglingum. Farið er kurt- eislega en haglega með þetta efni sem mörgum finnst erfitt að ræða um. { formála segir að bókin skyldi einkum lesin af unglingum 14—16 ára og síðan er kaflinn Om sex — hvad er det fróðlegur og læsilegur. Börn og unglingar segja síðan frá fyrstu kynlífsreynslu sinni, smekklega skrifaður kafli af höfundi og einlægni unglinganna til fyrirmyndar. Kafli er um kyn- færi, getnaðarvarnir og einnig eru þættir í bókinni, þar sem hommar og lesbíur tjá sig. Fjallað er um kynsjúkdóma, klámrit og kvik- myndir og margt fleira sem allt er unnið af viðkunnanlegri hrein- skilni. Mikið af vönduðum mynd- um eftir Preben Kirkholt auka enn á gildi bókarinnar. V^terkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! VTÐ TRÚUM ÞVÍ EKKI * Við trúum þvíekki oð þú viljir bíða mánuðum saman eftir hœstu ávöxtun sparifjár þíns. Þess vegna bjóðum við hœstu vexti Innlánsreiknings með Ábót strax á fimmtudaginn á alltþað fésem þú leggur inn fyrir mánaðamót. Að hika er sama og að tapa. Á VAXTATINIXNN MEÐ OKKUR UTVEGSBANKINN RÁÐGJAFINN VÍSAR VEGINN

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.