Morgunblaðið - 30.07.1985, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLl 1985
Saudi-Arabar
gera íranska píla-
grfma afturreka
Nikosía, Kýpur, 29. júli. AP.
SAMBÚÐ Saudi-Araba og írana versnaði mjög í dag, eftir að stjórn Saudi-
Arabíu fyrirskipaði að tveimur farþegavélum með íranska pflagríma til
Mekka innanborðs skyldi snúið frá og ekki leyft að fara á leiðarenda.
Mohammed Khatami, sem fer
með málefni islam í írönsku ríkis-
stjórninni, sagði þetta fyrirlitlega
atlögu gegn islam. íranir til-
kynntu einnig að vegna þessara
aðgerða Sauda myndi hætt við all-
ar ferðir íranskra pílagríma til
Mekka á þessu ári.
Tilkynningin um málið kom
flatt upp á menn, því að í gær,
sunnudag, hafði íransstjórn
kunngert að Saudar hefðu ákveðið
að leyfa 150 þúsund írönskum
pílagrímum að koma til Mekka i
ár. Ekki er vitað hvað varð til að
breyta þessari ákvörðun, en sam-
búð ríkjanna hefur verið mjög
stirð síðustu ár og meðal annars
hefur það vakið reiði Sauda að ír-
anskir pílagrímar hafa oft og ein-
att efnt til sérstakra pólitískra
fundahalda í Mekka.
Færeyingar hand-
taka þrjá Breta
Þórahöfn, Færeyjum, 29. júlí. Frá frétUritara MorgunblaAHÍnH, Jogvan Arge.
STJÓRNANDI grindhvalaveiða í Vestmanna í Færeyjum, lét um helgina
handtaka þrjá Breta sem voru að reyna að koma í veg fyrir að grindhvala-
vaða kæmist inn í höfnina í Vestmanna.
Mennirnir þrír voru á hraðbáti,
en grindahvalaformaðurinn fór
um borð i hann og stöðvaði til-
raunir Bretanna. Lögreglan var
síðan kölluð á staðinn og síðan
komu fleiri lögreglumenn frá
Þórshöfn.
Um grindhvalaveiðar í Færeyj-
um gilda sérstakar reglur og
formaðurinn hefur heimild sam-
kvæmt færeyskum lögum til að
handtaka fólk sem truflar veið-
arnar.
Lögreglan segir að mennirnir
þrír hafi verið leiddir í allan
sannleika um að reyni þeir að
endurtaka leikinn, muni þeim taf-
arlaust verða vísað úr landi.
Fimm daga
hálendisferð
Brottför alla miðvikudaga í sumar frá og með 10. júli
J. DAGUR: Ekið Sprengisand og gist í Nýjadal. 2. DAGUR: Ekið
áfram norður, Bárðardal, Goðafoss til Mývatns og gist þar. 3.
DAGUR: Mývatns- og Kröflusvæði skoðuð, ekið síðdegis til Ak-
ureyrar og gist þar. 4. DAGUR: Ekið til Hveravalla og gist þar.
5. DAGUR: Frá Hveravöllum til Kerlingarfjalla, Gullfoss, Geysis,
Laugavatns, Þingvalla og til Reykjavíkur.
INNIFALIÐ: Fullt fæði, leiðsögn og gisting í tjaldi. Einnig er
hægt að gista í skálum og á hótelum.
VERÐ AÐEINS 6.900.-
Allar nánari upplýsingar í síma 687912 og hjá ferðaskrifstofu \
BSÍ, Umferðarmiðstöðinni, sími 22300. 1
Snæland Grímsson hf.
Feröaskrifstofa. Sími 687912.
Kvöld- og helgarsími: 75300 og 83351
Metsölubku) á hverjum degi!
Prinsessur ræöast við
Prin.se.ssan af Wales ræðir við aðra prinsessu, „ísprinsessuna", eins og
segir í útlendum myndatexta með þessari mynd. Díana prinsessa fylgdist
með sýningu skautadansaranna Jayne Torvill og Christopher Dean í
Wembley-höllinni í lok síðustu viku. Hitti Díana skautaparið að máli að
tjaldabaki fyrir upphaf sýningarinnar. f fylgd Díönu var hertogaynjan af
Norfolk, en hún er lengst til hægri á myndinni.
ÓT-sjúklingur
frá Argentínu
lést í Kína
Pekine, 29. jálí. AP.
KÍNVERSK heilbrigðisyflrvöld
skýrðu frá því í dag að feróamaður
frá Argentínu hefði látist í Kína úr
ónæmistæringu (AIDS) og ákveðið
hefði verið að gera víðtækar varúð-
arráðstafanir til að koma í veg fyrir
smitun sjúkdómsins.
í skýrslu heilbrigðisráðuneytis-
ins sagði að fjölskylda mannsins
hefði vitað að hann var með sjúk-
dóminn og hefði hann verið
greindur í honum í Bandaríkjun-
um. Maðurinn hefði og verið sam-
kynhneigður og ýmislegt hefði
bent til að hann hefði vitað að
hann ætti skammt eftir ólifað.
Hann var 34 ára og veiktist
fyrir sex vikum og var þá settur á
sjúkrahús í Peking með háan hita,
svitakóf og andþrengsli. Lyf léttu
ekki líðan hans.
„Sjúklingurinn hafði á þeim tíu
dögum sem hann dvaldi hér sam-
band við ýmsa og fór víða. Hann
kann að hafa stofnað heilsu
margra hér í hættu," sagði tals-
maður heilbrigðisyfirvalda.
Ekki er skýrt frá því hvenær
maðurinn lézt, en sagt að kona
hans hafi komið til Kína og flutt
heim jarðneskar leifar hans.
Sihanouk hótar
Rauðu khmerunum
Pekinx, 29. júlí. AP.
NORODOM Sihanouk, prins og
fyrrverandi þjóðhöfðingi í Kamb-
odíu, hefur hótað því að hætt verði
samstarfi þriggja skæruliðasam-
taka sem berast gegn víetnamska
hernum í Kambódíu, eftir að her-
menn Rauðu khemeranna felldu
38 hermenn Sihanouks. Sihanouk
hefur sent skeyti um málið til
Asean-samtaka sex Suðaustur-
Asíuríkja, en samtökin hafa barizt
fyrir því að fundin yrði pólitísk
lausn á stöðugum bardögum í
Kambódíu.
Kihanouk
I STUTTU MALI
Thailenzkur ráðherra
framdi sjálfsmorö
Baagkok, 29. júlí. AP.
DAMRONG Lathapipat, vísinda-
og orkumálaráðherra Thailands,
skaut sig árla mánudags, örfáum
mínútum áður en ríkisstjórnar-
fundur samsteypuflokkanna
fjögurra sem fara með völd í
Thailandi, átti að hefjast.
Samkvæmt fréttum sat ráð-
herrann í bifreið sinni úti fyrir
stjórnarráðshúsinu og var að lesa
dagskrá ríkisstjórnarfundarins.
Skyndilega dró hann upp byssu
beindi henni að höfði sér og
hleypti af. Hann var snarlega
fluttur í sjúkrahús en var þá lát-
inn. Ekki er vitað um ástæðu
fyrir sjálfsmorðinu, að sögn
samráðherra Damrong, en haft
eftir óstaðfestum heimildum að
hann hafl undanfarið verið
áhyggjufullur og kvíðinn vegna
ótilgreindra verkefna í ráðuneyti
sínu.
Fjölgar í Lýöræöis-
flokkasambandinu
Wasfaington, 29. júlf. AP.
FLOKKAR frá Tyrklandi og Lúx-
emborg fengu aðild að Evrópu-
sambandi lýðræðisflokka, á
alþjóðaráðstefnu þessara flokka
sem stendur yflr í Washington.
Það voru tyrkneski Föðurlands-
flokkurinn sem Turgut Ozal, for-
sætisráðherra stýrir og Kristilega
lýðræðissambandið í Lúxemborg.
ísraelar gera árás
á búöir skæruliöa
í Líbanon
Beirút, 29. júli. AP.
ÍSRAELSKAR herþotur gerðu í
dag árásir á bækistöðvar Palest-
ínuskæruliða í Bcka-dal, sem er í
Austur-Líbanon og á yflrráða-
svæði Sýrlendinga. Er talið að
árásirnar hafl verið gerðar í
hefndarskyni við árásir shíta um
helgina. Ekki var vitað hve marg-
ir létu líflð í loftárás ísraela, en
Sýrlendingar sögðu að börn og
konur hefðu verið á meðal þeirra
sem létust.
Átök blossuðu upp í Trípólí um
helgina, en þar hafði allt verið
með kyrrum kjörum fjóra daga.
Tvær sprengjur sprungu og leyn-
iskyttur gerðu árásir á borgara í
borginni með þeim afleiðingum
að einn maður lét líflð.
Bardagar brutust einnig út
milli tveggja öfga fylkinga mú-
hameðstrúarmanna og kristinna
manna. Sigldu átökin i kjölfar
frétta þess efnis að tveir helstu
leiðtogar múhameðstrúarmanna
og kristinna hefðu komist að
samkomulagi um að taka saman
höndum til að reyna að koma á
friði í landinu.
Óeirðir tvær nætur
í Kalundborg
Kaupmannahöfn, 29. júlí. AP.
TIL ÓLÁTA Itom á ný í Kalund-
borg í Danmörku við hótel
íranskra flóttamanna aðfaranótt
sunnudags. Lögreglan barðist þá
í nokkra klukkutíma við tvö
hundruð manna hóp ungmenna
sem létu óspart í Ijósi andúð sína
á að írönsku flóttamennirnir
væru á svæðinu og væri réttast
að reka þá úr landi.
Stjórnmálamenn hafa lýst
áhyggjum sínum vegna þcssara
atvika sem urðu tvær nætur í röð
við hótelið og sagt að kynþátta-
hatur sé augljóslega að magnast í
landinu. Talsmenn lögreglu gera
minna úr málinu og segja að
þarna hafl einkum verið að verki
bjórdrukkin ungmenni. Bent er
þó á að flest séu ungmennin at-
vinnulaus og hafl látið í Ijós
gremju yflr því að erlendir flótta-
menn taki atvinnu frá dönskum.
Allmargir voru handteknir bæði
kvöldin og nokkrir urðu fyrir
minniháttar meiðslum.