Morgunblaðið - 30.07.1985, Síða 26

Morgunblaðið - 30.07.1985, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 1985 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, simi 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 360 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 30 kr. eintakiö. Okkur miðar áleiðis að eru enn þungir skýja- bakkar á himni íslenzkra atvinnu- og efnahagsmála: • viðskiptahalli við umheiminn, sem óx verulega á liðnu ári; • erlendar skuldir, sem höggva stór skörð í lífskjör þjóðarinn- ar; • verðbólga, sem skekkir sam- keppnisstöðu íslenzkrar fram- leiðslu; • lítill hagvöxtur, er tefur kjarabata í landinu. Samkvæmt heimildum í grein Jóhannesar Nordal, seðlabanka- stjóra, í síðasta hefti Fjármála- tíðinda, óx viðskiptahallinn, sem nam 2,4% af þjóðarfram- leiðslu 1983, í 6% 1984, eða í 4.130 m.kr. Þá hafa verið reikn- aðar tekjumegin dæmisins 2.766 m.kr., sem starfsemi varnar- liðsins skilaði á liðnu ári. Án þeirra tekna hefði viðskipta- hallinn numið langleiðina i sjö milljarða króna. Erlendar skuldir, sem vóru 36,7% af þjóðarframleiðslu 1981, námu í lok liðins árs 52,3 milljörðum króna eða 61,9% af vergri þjóðarframleiðslu. Meg- inhluti viðskiptahalla genginna ára hefur verið jafnaður með erlendum lántökum. Skulda- byrðin hefur og þyngst meir en hækkun skuldanna í erlendri mynt segir til um vegna minni þjóðarframleiðslu og verðhækk- unar erlendrar myntar, einkum bandaríkjadals, umfram hækk- un verðlags á framleiðslu okkar. Verðbólguhraði, sem var um 130% á fyrsta ársfjórðungi 1983, náðist niður í 15% fyrir lok þess árs. Þessi snögga hjöðnun verðbólgunnar leiddi til nokkurs stöðugleika í at- vinnu- og efnahagslífi okkar, sem hafði víðtæk jákvæð áhrif. Á liðnu hausti sló skyndilega í bakseglin með Iaunahækkunum og gengislækkunum og verð- bólga fór um tíma upp í 50%. Hún hefur að vísu hjaðnað að nýju og verður milli 20% —30%, að óbreyttu, síðar á árinu. Engu að síður skekkir þessi verðbólga samkeppnisstöðu íslenzkrar framleiðslu, heima og heiman, og torveldar vöxt og tæknivæð- ingu atvinnuvega okkar. Meðalaukning þjóðarfram- leiðslu sl. tíu ár, 1975—1984, var aðeins 1,5% á ári, og árlegur vöxtur þjóðartekna á mann að- eins 0,3%. Hér var um mjög al- varlega breytingu til hins verra að ræða, enda var meðalaukn- ing þjóðarframleiðslu þrisvar sinnum hærri tíu árin þar á undan, eða 4,7%, og vöxtur þjóðartekna á mann 4,2%. Þessi neikvæða þróun síðustu tiu árin þrengdi verulega svigrúm til að efla almenna þjónustu í land- inu, auka kaupmátt eða leysa tekjuskiptavanda. Þrátt fyrir þá skýjabakka, sem hér hafa verið tíundaðir, rofar þó 1 heiðan himin hér og þar í ríkis- og þjóðarbúskapn- um. Nefna má nokkur dæmi: • Verðbólga hefur hjaðnað verulega og getur hjaðnað áfram, ef þjóðin heldur vöku sinni. Síðustu heildarsamningar aðila vinnumarkaðarins benda til þess að vaxandi skilningur sé á nauðsyn þjóðarátaks til að vinna okkur út úr kreppufjötr- um genginna ára. Hjöðnun verðbólgu styrkir rekstrarör- yggi fyrirtækja og atvinnuör- yggi fólks. • Þjóðarframleiðsla óx um 2,7% 1984 samanborið við 5,5% samdrátt 1983 og 1,5% sam- drátt 1982. Mikilvægt er að efla og fjölhæfa atvinnulíf í landinu og auka hagvöxt, sem er for- senda raunhæfra kjarabóta. • Árið 1983 var verulegur halli á ríkisbúskapnum, sem m.a. kom fram í skuldasöfnun ríkis- sjóðs. Hinsvegar var tekjuaf- gangur hjá ríkissjóði 1984. Fjárlög 1985 gera að vísu ráð fyrir gjöldum umfram tekjur, enda hefur hlutfall ríkisskatta af þjóðartekjum verið lækkað, en markvisst hefur verið unnið að því að draga úr ríkisumsvif- um og ríkisútgjöldum, sem endanlega eru borin uppi með skattheimtu á hendur almenn- ingi. • Innlendur sparnaður, sem nánast var úr sögu, hefur eflzt síðustu mánuði. Frá áramótum til júníloka 1985 hafa almenn innlán í banka og sparisjóöi aukizt um 28,2% eða sjö millj- arða króna en útlán um 13,4% eða fjóra milljarða. Það er mjög mikilvægt að efla innlendan peningasparnað. Hann styrkir fjárhagsöryggi einstaklinga. Hann vinnur gegn viðskipta- halla. Hann gerir innlent at- vinnulíf síður háð erlendu lánsfé (sparnaði), en greiðslu- byrði erlendra lána þýðir í raun stórfellda fjármagnsflutninga úr landinu. Við eigum enn langa leið út úr þeim kreppuvanda, sem njörvaði sig inn í íslenzkt at- vinnu- og efnahagslíf á áttunda áratugnum og fram á árið 1983. Okkur hefur hinsvegar miðað nokkuð áleiðis, þrátt fyrir of mikla sundurþykkju og nokkur víxlspor. Leiðin út úr kreppu og vandamálum yrði hinsvegar greiðfærari ef við færðum skipulag atvinnu- viðskipta- og fjármála til frjálsræðisáttar. Þá næðum við fyrr því marki að gera þjóðarbúskap okkar sam- keppnisfæran og búa sjálfum okkur hliðstæð kjör og ná- grannaþjóðir njóta. Markaður fyrir íslenskt dilkakjöt í Bandaríkjunum Fulltrúar bænda kynna sér málið í New York — eftirívar Guðmundsson NEW YORK: - Það eru mögu- leikar á að vinna álitlegan markað fyrir íslenskt dilkakjöt í Banda- ríkjunum, ef rétt er að farið. — Þetta er álit tveggja íslendinga, sem hér hafa verið á ferð undan- farið til að kynna sér markaðs- möguleika í framtíðinni og kanna hvað farið hefir úrskeiðis í út- flutningi og sölu íslenska dilka- kjötsins hér vestra, þegar það hef- ir verið á boðstólum. Fjárbændur á íslandi hafa áhyggjur af því að fækka verði fé til muna á næstu árum. Hafa bændur stofnað með sér félög víða um land og myndað landssam- band. Það eru þessi félög, sem standa að ferð þeirra dr. Sigur- geirs Þorgeirssonar, frá Búnaðar- félagi íslands og Gunnars Páls Ingólfssonar, forstjóra „ísmats", til Bandaríkjanna, þar sem margir telja, að þar sé besti framtíðar- markaður fyrir íslenskt dilkakjöt. Ber margt til, meðal annars hið hreina og heilsusamlega umhverfi, sem lömbin alast upp í. Einnig sú staðreynd, að þau eru laus við kemísk efni í fóðri og þar að auki þykir íslenskt dilkakjöt bragðgott og létt undir tönn. Það kemur sér allt vel í þeim áróðri um ómeng- aða fæðu, sem nú fer eins og eldur í sinu um Bandaríkin. íslenska kjötiö óþekkt Segja má, að íslenska dilkakjöt- ið sé óþekkt í Bandaríkjunum. Það hafa að vísu verið gerðar nokkrar tilraunir síðustu 40 árin til að selja dilkakjöt frá íslandi í Banda- ríkjunum. En það hefir gengið hálfkæringi næst hvernig hefir verið staðið að þeim málum, og flestar tilraunir þar að lútandi fæðst andvana. Þeir félagar, Sigurgeir og Gunn- ar Páll, hafa heimsótt kjötiðnað- arstöðvar hér i borginni, skoðað kjötbúðir og rætt við kaupmenn og dreifendur kjötvara til að kom- ast að því hvaða ráð væru best til að koma íslenska dilkakjötinu inn á bandarískan markað. Þeim hefir alls staðar verið tekið vel og marg- ir hafa boðið samvinnu og hvatt til þess að tslendingar hefji inn- flutning á dilkakjöti. „Það hefir verið lærdómsríkt," sögðu þeir, er ég átti tal við þá áður en þeir héldu heim sl. föstu- dag, „að kynnast meðferð og markaðsháttum Bandaríkja- manna á kjöti. Gaman að kynnast og fara um gamla kjötiðnaðar- hverfið við 14. götu, þar sem einu sinni var einn stærsti kjötmarkað- ur heims, og þar sem sagt var að hægt væri að fá hverja einustu tegund kjötmatar, sem framleidd væri í heiminum, hvort heldur var antilópubringa frá Afríku eða ís- bjarnarsteik úr Norðurhöfum. Nú er að rísa upp nýtt kjötiðnaðar- hverfi í matvælasvæðinu i Hunts Point í Bronx. Þar var gaman að fylgjast með skurði nautakjöts í neytendaumbúðir. Þar er verka- mönnum, sem ýta nautsskrokkum eftir færibandi, greitt sem svarar 500 krónum í kaup á klukkustund og eitt og hálft tímakaup í eftir- vinnu.“ Gælt við neytendur Kjötverslanir hafa verið að taka nokkrum stakkaskiptum í New York nýlega. Kjötkaupmenn leggja áherslu á að bjóða kjöt í smekklegum umbúðum og um- hverfi. „Tilbúið í pottinn", eða á pönnuna, er vitanlega sjálfsagt. En það þarf líka að vekja áhuga viðskiptavinanna. Nýjung í kjötbúðum eru svoköll- uð „Emporium". Bandarískt lambakjöt er selt „ferskt“. Það er að segja, það er ekki fryst heldur kælt. Það er og sú aðferð, sem not- uð er við sölu á kjúklingakjöti og lambakjöti. Þetta fyrirkomulag er til óhagræðis fyrir okkur íslend- inga vegna fjarlægðar, en er tækni í geymslu og umbúðum sem við þurfum að gefa gaum að. Þessi að- ferð gæti staðið íslendingum til boða, ef þurfa þyrfti. Þeir félagar áttu viðtöl við for- ystumenn í kjötsölumálum í New York, t.d. einn af forstjórum d’Ag- ostino-matvöruverslananna, sem eru einkum frægar fyrir að hafa jafnan bestu kjötvörur í borginni á boðstólum. Dominick Salzano, forstjóri dreifingarfyrirtækis, sem dreifir kjötvörum til 150 verslana, var einn af þeim fáu, sem hafði kynnst íslensku dilkakjöti. Hann taldi það bera af öðru dilkakjöti og hvatti íslendingana til að hefja innflutning sem fyrst og bauð að- stoð sína í því sambandi ef ákvörðun yrði tekin um að hefja innflutning til Bandaríkjanna á dilkakjöti frá íslandi. Kostir íslenska kjötsins Það kemur fyrir að maður rekst á Bandaríkjamann, sem hefir bragðað íslenskt dilkakjöt, eins og Salzano, sem er nefndur hér að framan. Dómur þeirra manna, sem hafa bragðað kjötið okkar er á einn veg. Það sé fyrirtak og það skeri sig úr frá öðru kjöti. Sumir telja, að íslenskt dilkakjöt hafi bragð af „villibráð", en að bragðið sé veikt og því ekki fráhrindandi. Lambakjötsinnflutningur til Bandaríkjanna Lambakjötsinnflutningur Bandaríkjanna 1984 .... Á sl. ári fluttu Bandaríkjamenn inn lambakjöt frosid og ófrosið samtals 18.377.688 ensk pund að cif verðmæti US$: 13.707.225. Inn- flutningurinn skiptist þannig á lönd: (Magn reiknað í enskum pundum og verðmæti í US$). Magn Verð: Kanada 220 753 ísland 11.432 11.378 Svíþjóó 2.016 753 Danmörk 27.191 21.610 Bretland 30.027 38.735 Ástralía 2.781.824 2.875.800 Nýja Sjáland 15.526.502 10.756.933 Fremstu ljóðskáld — eftir Helgu Kress 1 Morgunblaðinu 18. júlí sl. getur að líta furðulega frétt, ásamt við- tali við Knut ödegáard forstjóra Norræna hússins og Einar Braga skáld um norræna ljóðlistarhátfð sem fyrirhugað er að halda hér í haust. Mun hátíðin haldin á veg- um Norræna hússins, auk þess sem hún fær fjárhagslegan stuðn- ing frá ýmsum fleiri opinberum aðilum, og má þar nefna Norræna menningarmálasjóðinn, Norrænu höfundamiðstöðina og Reykjavík- urborg. Af orðum þeirra félaga, sem virðast töluð í alvöru, má glöggt sjá, að hér er ekki um neina venju- lega hátíð að ræða, þar sem hvaða ótínt skáld sem er getur troðið upp og flutt ljóð sín. Þetta er hátíð á heimsmælikvarða og meira að segja sú fyrsta sinnar tegundar, þar sem norræn ljóðlistarhátíð hefur aldrei nokkurn tímann verið haldin í heiminum fyrr. Að slíkri hátíð standa vitaskuld aðeins bestu menn. Framkvæmdastjórn skipa því tiu karlmenn, og hafa þeir unnið þrotlaust starf að und- irbúningi í heila sex mánuði. Að sögn þeirra Knuts ödegárd og Einars Braga á hátíðin að verða stór í sniðum, og vonast þeir til að með henni takist að sameina krafta norrænna skálda, svo að nýtt skeið hefjist í norrænum ljóðabókmenntum. í þessu skyni hefur 21 ljóðskáldi frá öllum nor- rænu máisvæðunum verið boðin þátttaka, auk sex þekktra skálda utan Norðurlandanna, til þess að hátíðin geti orðið með alþjóðlegu ívafi, eins og þeir orða það. Það furðulegasta við fréttina er þó ekki það „sjónarmið ný- Íendubúans" sem Guðbergur hefur einhvers staðar kallað svo, og felst í þeirri minnimáttarkennd smá- þjóða að vera sífellt að leita eftir staðfestingu á eigin ágæti hjá sér stærri þjóðum, heldur sú lýsandi fjarvera kvenna af þeim háa vett- vangi sem hátíðinni er ætlað að vera. Nú taka þeir félagar það sér- staklega fram, að gestirnir séu „ekki valdir af handahófi", heldur sé hér um að ræða fremstu skáld Evrópu, auk þess sem margir séu „prófessorar og lærifeður" sinnar þjóðar í ljóðagerð. Er það virki- lega meining þeirra, að konur séu þar ekki á meðal? Eða er hér verið að útiloka konur vegna kynferðis? Af norrænum þátttakendum, sem „sitja hátíðina", eins og það er svo hátíðlega orðað, eru þrír Danir, tveir karlmenn og ein kona, þrír Svíar, allt karlmenn, þrír Norðmenn, allt karlmenn, þrír Finnar, allt karlmenn (hefur framkvæmdastjórnin nokkurn tímann heyrt getið um Eevu-Liisu Manner, sem er eitt fremsta Ijóðskáld á Norðurlöndum i dag, og þótt víðar væri leitað?), einn Færeyingur (karlmaður), einn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.