Morgunblaðið - 30.07.1985, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 30. JÚLÍ 1985
27
ívar Guðmundsson
Það er talið til kosta íslenska
kjötsins, að það hefir góðan lit, er
ekki of feitt, eins og t.d. nýsjál-
enskt lambakjöt. Lærin eru sér-
staklega talin heppileg vegna
mátulegrar stærðar, 3—5 pund
eða svo. Stærð og þungi skrokk-
anna er talið til ágætis, þar sem
það fellur undir heitið „unglamb",
sem talið er mikilsvert með tilliti
til markaðs.
Fryst eða ófrosið
Þeir Sigurgeir og Gunnar Páll
sögðu að mikið hefði verið rætt
um kosti og galla frysts kjöts og
ófrysts. Það er ekki nokkur vafi á
að bandarískar húsmæöur kjósa
ófrosið þegar þess er kostur, en
sætta sig við frosið, ef annað er
ekki fáanlegt. Það eru nú mögu-
leikar á að flytja kjöt langar leiðir
ófrosið, en kælt. Jafnvel frosið
kjöt væri talið heppilegra að hafa
í svokölluðum „crayovac“-umbúð-
um, en það eru loftþéttar umbúðir,
sem geyma matvæli óskemmd
miklu lengur en áður þekktist.
Hvað úr þessu verður hjá okkur
íslendingum er ekki gott að segja,
en það yrði til batnaðar og örygg-
is, hvort sem um er að ræða frosið
eða kælt.
Dregur úr framleiðslu
bandarísks lambakjöts
Fullyrt er að draga muni til
muna úr lambakjötsframleiðslu
Bandaríkjamanna á næstu árum.
Hinsvegar hefir orðið meiri ásókn
á bandaríska markaðinn frá Ný-
sjálendingum og Ástralíu-
mönnum. Jafnvel Svíþjóð og
Danmörk eru nú farin að flytja
inn lambakjöt til Bandaríkjanna
(sjá meðfylgjandi rammagrein.)
Ástralía er nýfarin að flytja inn
ófrosið lambakjöt til Bandaríkj-
anna. Telja sumir, að það verði til
þess að gera öðrum innflytjendum
lífið leitt, en það þarf ekki að vera
til baga, ef rétt er að staðið.
Ástralíukjötið þykir ekki gott.
Nýsjálendingar eru farnir að selja
sitt kjöt i smáskömmtum, t.d. kót-
elettur og aðra bita í neytenda-
pökkum. Það hefir gefist mátulega
vel.
Islenska lambakjötið á sér
framtíð, ef menn vilja það. Kunn-
ugum er ljóst, að það verður erfitt
að vinna markað fyrir íslenska
dilkakjötið, en það er hægt, ef
réttum aðferðum er beitt við þá
markaðsöflun.
Svo er að sjá, sem við höfum
gert flest þau mistök, sem hægt er
að gera í þessu efni. Þau mistök
verða ekki til einskis, ef við lærum
af reynslunni og bætum okkar ráð.
Verðlagið
Þegar spurt var um verðlag, litu
þeir Sigurgeir og Gunnar Páll
hvor á annan og brá fyrir brosi út
í annað munnvikið. „Eins og er,“
var svarið, „er verðlagið ekki að
okkar skapi“.
í fyrra fengu Nýsjálendingar og
aðrir innflytjendur lambakjöts að
jafnaði sem svarar 80 krónum
fyrir kílóið. Innlenda lambakjötið
er talsvert dýrara.
íslendingar eiga von á betra
verði ef þeim tekst að sannfæra
neytendur um að islenska kjötið sé
betra en annaö aðflutt, eða jafnvel
eins gott ef ekki betra en það inn-
lenda. En þá verður einungis að
velja úrvalskjöt til útflutnings og
mistök mega ekki eiga sér stað. En
þótt þetta sé allt fyrir hendi er
björninn ekki unninn fyrr en við
höfum leiðrétt þá galla, sem eru á
framleiðslu, meðferð og geymslu
lambakjöts á íslandi. Síðan þarf
að sannfæra bandaríska neytend-
ur um gæði kjötsins. — Það er
umfangsmikið verkefni á upplýs-
inga- og auglýsingasviðinu.
„Við höfum satt að segja farið
með löndum,“ segja þeii- félagarn-
ir að lokum „þegar spurt hefur
verið um framleiðslukerfi okkar.
Það væri niðrandi fyrir okkur að
það kæmist í hámæli á erlendum
vettvangi.“
Við, sem höfum fylgst með þeim
tilraunum, sem gerðar hafa verið
til þess að koma íslensku dilka-
kjöti á markað hér vestra, þykj-
umst finna að nú verði þáttaskil í
þeim málum, ef teknar verða upp
þær framleiðslu- og söluaðferðir,
sem þeir félagar virðast ætla að
leggja til.
Höfundur er fyrrverandi adalræðia-
maður íslands í New York.
Helga Kress
Grænlendingur, (einnig karlmað-
ur), einn Sami (kona), og að end-
ingu sex íslendingar, sem allir eru
karlmenn. Af þessu 21 skáldi eru
því aöeins tvær konur. Og engin
íslensk kona hlýtur þá náð fyrir
augum framkvæmdastjórnar að
vera talin í röð fremstu ljóðskálda
hér á landi.
Þetta er þeim mun hlálegra þar
sem vaxtarbroddinn í íslenskri
ljóðlist er einmitt að finna í ljóða-
gerð kvenna. Má þar t.a.m. nefna
skáld eins og Vilborgu Dagbjarts-
dóttur, Nínu Björk Árnadóttur,
Þuríði Guðmundsdóttur, Þóru
Jónsdóttur, Ingibjörgu Haralds-
dóttur og Steinunni Sigurðardótt-
ur. Sú íslenska ljóðlist sem ætlun-
in er að kynna umheiminum er því
ekki einkynja, heldur sýnir hún
engan veginn rétta mynd af þvi
besta í íslenskri ljóðagerð í dag.
Það er-leitt til þess að vita, að
menntamenn og skáld, að öðru
jöfnu málsvarar mannréttinda og
jafnréttis, skuli gera sig bera að
öðrum eins fordómum í garð
kvenna og hér kemur fram. Það er
því full ástæða til að hvetja konur
til þess að koma hvergi nærri
þessari hátíð þeirra. Að fylla þar
hvorki áheyrendabekki, né vera
meðal þeirra „fjölmörgu íslensku
skálda“ sem eiga að rölta á milli
vinnustaðanna og sjúkrahúsanna
með ljóð sín, meðan skáldbræð-
urnir spóka sig á Parnassi og
kynna ljóð sín umheiminum.
Helga Kress er dósent í almennri
bókmenntafræði við Hiskóla ís-
lands.
Uganda:
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir GUÐMUND MAGNÚSSON
Ættbálkarígur í hernum
leiddi til valdaráns
ÞAÐ VORU að öllum líkindum ættbálkadeilur innan stjórnarhersins í
Uganda, sem leiddu til þess að Milton Obote forseta var steypt af stóli á
laugardag. Þeir menn sem tóku völdin tilheyra Acholi-ættbálknum í
norðurhluta landsins, en forsetinn fyrrverandi er af ættbálki Langi-
Hermenn af Acholi-ætt-
bálknum telja, að þeim hafi
verið mismunað. Langi-menn hafi
hlotið bestu embættin í hernum og
ekki þurft að beita sér eins í bar-
áttu við skæruliða, sem berjast
gegn stjórnvöldum, og Acholi-
menn. Álitið er að flestir þeirra
sem fallið hafa í viðureigninni við
skæruliðana hafi verið af Acholi-
ættbálknum.
Óánægjan innan hersins hafði
verið að grafa um sig um nokkurt
skeið og fyrr í þessum mánuði
sauð upp úr. Þá gripu Acholi-
hermenn í norðurhluta Uganda til
vopna gegn Langi-hermönnum og
stefndu suður til höfuðborgarinn-
ar Kampala. Mótspyrna reyndist
ekki mikil og árla á laugardag var
lesin yfirlýsing í ríkisútvarpið þar
sem tilkynnt var að stjórnarbylt-
ing hefði verið gerð í landinu.
Á mánudag var svo frá því
greint, að Tito Okello, hershöfð-
ingi, yfirmaður hers Uganda,
hefði formlega verið settur í emb-
ætti sem æðsti valdamaður lands-
ins. Okello, sem er 71 árs að aldri,
er af ættbálk Acholi-manna. Orð-
rómur hafði verið á kreiki um
nokkurt skeið að hann væri farinn
norður í land og ætlaði að liðsinna
hersveitum, sem gert höfðu upp-
reisn gegn stjórn Obotes.
Tvívegis steypt af stóli
Milton Obote hefur nú tvívegis
verið steypt af stóli, en ólíklegt
þykir að hann eigi afturkvæmt
að þessu sinni. Hann var forsæt-
isráðherra er Uganda hlaut
sjálfstæði frá Bretum árið 1962
og tók við sjálfstæðisviðurkenn-
ingu bresku stjórnarinnar úr
höndum hertogans af Kent við
hátíðlega athöfn f höfuðborginni
9. október það ár. Liðsforingi af
Kakwa-ættbálknum, Idi Amin
að nafni, dró breska fánann
niður og hinn nýja fána Uganda
að húni. Fjórum árum síðar
veitti Amin Obote aðstoð er
hann steypti Frederick Mutesa,
þáverandi forseta, af stóli. Obote
varð forseti og nam úr gildi
stjórnarskrá þá, sem Bretar
höfðu fært hinu unga ríki.
Valdaferill hans að þessu sinni
stóð aðeins í fjögur ár. Hinn 25.
janúar 1971 rændi Idi Amin, sem
þá var orðinn hershöfðingi, völd-
um og naut til þess stuðnings
hersins. Á meðan sat Obote þing
leiðtoga ríkja innan breska sam-
veldisins í Singapore.
t fyrstu var valdatöku Amins
fagnað, enda Obote óvinsæll
fyrir ofsóknir sem hann hafði
staðið fyrir á hendur Baganda-
ættbálknum, stærsta ættbálk
Uganda. Afstaða manna til hans
breyttist fljótlega, enda átti
hann eftir að verða einhver
grimmasti harðstjóri sem saga
Afríku á þessari öld kann frá að
greina. Ógnarstjórn hans leiddi
til dauða um 300 þúsund
Ugandamanna og var stór hluti
þessa fólks veginn af hermönn-
um Amins á þeim átta árum,
sem hann sat við stjórnvölinn.
Kosningasvik?
Hinn 11. apríl 1979 var endi
bundinn á harðstjórn Amins.
Það voru ugandiskir uppreisn-
armenn og útlagar, sem steyptu
stjórninni, og nutu til þess at-
beina hermanna frá Tanzaníu.
Amin flúði land og fékk hæli í
Saudi-Arabíu sem pólitískur
flóttamaður. Þar dvelst hann
enn, en kveðst tilbúinn að snúa
heim aftur og gefa nýjum vald-
höfum ráð. Vilji þeir á hinn bóg-
inn ekki þiggja þau segist hann
geta hugsað sér að berjast gegn
þeim.
í kosningunum í Uganda í des-
ember 1980, hinum fyrstu frá þvi
Iandið hlaut sjálfstæði, vann
t
i
1 * ■’7T^ h
Sögufræg mynd: Milton Obote, þé'?randi forsætisráðherra Uganda, tek-
ur við sjálfstæðisviðurkenningu Breta úr höndum hertogans af Kent 9.
október 1962.
Milton Obote
svonefnt „Alþýðuráð Uganda"
yfirburðasigur og Milton Obote
sneri heim úr útlegð í Tanzaníu
og tók á ný við forsetaembætti,
sem hann gegndi fram á laug-
ardag.
Fljótlega eftir að Obote komst
til valda kom hann á bandalagi
milli Langi-ættbálksins og
Acholi-ættbálkins, sem ekki
reyndist traust, og hóf baráttu
gegn Baganda-ættbálknum.
Ymsir héldu því fram, að svik
héfðu verið i tafli í kosningunum
og helstu andstæðingar Obote
hófu skæruhernað gegn honum.
í þeim hópi eru Bagandi-menn
og menn af Banyankole-ætt-
bálknum fjölmennastir, en leið-
togar skæruliða segjast hins
vegar andvígir ættbálkaríg og
stefna að þjóðarsáttum. Þeir
hafa líklega 9 þúsund manns
undir vopnum, en til samanburð-
ar má geta þess að í stjórnar-
hernum eru um 40 þúsund
manns. Helsti leiðtogi skæruliða
er Yoweri Museveni, fyrrum
varnarmálaráðherra, en hann
hefur dvalið í Svíþjóð sl. þrjá
mánuði. Museveni segist ekki
hafa átt beina aðild að valdarán-
inu, en vera reiðubúinn til sam-
starfs við hina nýju leiðtoga,
eins og þeir hafa raunar opinb-
erlega óskað eftir. Hann kveðst
hafa gefið hermönnum sínum
fyrirmæli um að hætta bardög-
um þar til í ljós kemur hver
framvinda mála í landinu verð-
ur. „Þetta eru menn sem ég
þekki vel,“ sagði hann í viðtali
við AP-fréttastofuna á mánu-
dag. „Við börðumst saman gegn
Amin. Ég veit hverjar skoðanir
þeirra eru.“
Maður, sem þekkir vel til í Ug-
anda, sagði í samtali við blaða-
mann Morgunblaðsins á mánu
dag, að hann ætti ekki von á þvi
að miklar breytingar yrðu í
landinu fyrst í stað. Hann taldi
hins vegar líklegt, að til upp
gjörs kæmi milli hinna nýju
valdhafa innan nokkurra mán-
aða og benti m.a. á að Tito
Okello væri maður aldurhniginn
og ólíklegt að hann gæti setið
lengi á valdastóli.
í yfirlýsingu, sem stjórn
Okello sendi frá sér í byrjun vik
unnar, sagði, að hún stefndi að
þvi að sameina ættbáika lands
ins og hygðist efna til frjálsra
kosninga. Slíkar yfirlýsingar
valdaránsmanna láta kunnug-
lega í eyrum, en reynslan ein
sker úr um hvort þetta eru orðin
tóm eða fyrirheit sem staðið
verður við. I því efni virðist hins
vegar engin ástæða til bjartsýni
Heimildir: The Times, AP o.fl.