Morgunblaðið - 30.07.1985, Side 37

Morgunblaðið - 30.07.1985, Side 37
37 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ1985 Dalvíkingar leggja í’ann á seglskút- unni Nínu _ Dahík. 24. júli. Á LAUGARDAG lögðu þrír ungir Dalvíkingar upp í siglingu til Fær- eyja á seglskútunni „Nínu“ frá Dalvík. Ætluðu þeir að sigla austur fyrir land og kváðust mundu bíða þar æskilegs byrjar yfir hafið en þeir töldu að siglingin tæki þá fimm sól- arhringa. Eigandi skútunnar er Haraldur Rögnvaldsson en hún var sjósett fyrir 2 vikum og var þá gefið nafn- ið „Nína“, en landkönnuðurinn Kristófer Kólumbus sigldi fari með því nafni. Skútan er smíðuð í Hafnarfirði og innréttuð hjá skipasmíðastöð- inni Vör á Akureyri. Hún er 8,35 m á lengd og 2,60 m á breidd og ristir 1,40 m. Seglbúnaður skút- unnar er danskur. Jafnframt er hún búin 7 hestafla BMW-vél og getur gengið 7 mílur undir vél. Allur frágangur og búnaður skút- unnar er vel úr garði gerður en i henni er sjálfstýring, fjarskipta- tæki, staðsetningartæki er tekur við merkjum frá gervltunglum og þá er Nína búin felliskrúfu þannig að þegar kúplað er frá leggjast skrúfublöðin aftur og minnkar það mótstöðuna og getur gefið allt að einni sjómílu í ganghraða. Öll- um innréttingum er mjög hagan- lega fyrir komið og býsna vel um skipverja búið. Haraldur Rögn- valdsson, eigandi gkútunnar, vann hluta af innnréttingunum og síð- ustu þrjár vikurnar hefur hann ásamt Stefáni Hallgrímssyni unn- ið að því að gera skútuna klára til siglingarinnar en þeir eru báðir í áhöfn Nínu ásamt félaga þeirra, Guðmundi Júlíussyni, allir vanir sjómenn. Árið 1982 sótti Haraldur námskeið í siglingum á S-Eng- landi. Var hann þar í skóla fyrir siglingamenn sem heitir Solent School of Yachting. Þeir félagar kváðust vera orðnir spenntir fyrir því að hefja ferð sína, enda langþráð stund að renna upp. Haraldur var búinn að láta snyrta hár sitt og skegg en hann hafði heitið því að láta ekki skerða það fyrr en skútan væri komin á flot. Hann var því orðinn æði loðinn í andliti, enda hár hans fengið að vaxa óskert í nær 2 ár. Þeir félagar hugsuðu sér að vera komnir til Færeyja á Ólafsvökuna og taka þátt í gleðskap þarlendra. Fréttaritarar meginþorra þjóöarinnar daglega! Auglýsinga- síminn er224 80 fllttgutiMfifetft Seglskútan Nína ferðbúin í Dalvíkurhöfn. Skipverjar á Nínu leggja i riðin fyrir ferðina. B 0 K I N Sparibókmeðsávöxtum Gullbókin sameinar kosti annarra spamaðar- leiða, en sníður af vankanta þeirra. og þeim fer sífellt fjölgandi,enda höfum við hækkað vextina um 2% - úr 31 upp í 33% á ári. Samkvæmt spá Seðla- bankans, hækkar lánskjara- vísitala um 10,6% til áramóta, en það samsvarar 22,3% á ári. Ársfj órðungslega er gerður samanburður á kjömm Gullbókar og verðtryggðum þriggja mánaða reikningum. Það skiptir engu máli hve oft þú tekur út, þú færð ætíð fulla vexti á alla þfna innstæðu. Dæmi: Pú tekur út 10.000 kr. af 100.000 króna innstæðu. 1,7% vaxtaleiðrétting, 170 kr. af 10.000 króna úttekt, dregst frá við vaxta- færslu um næstu áramót. Innstæðan, 90.000 krónur, ber eftir sem áður hæstu vexti - nú 33% - allan tímann. bCnaðarbankinn TRAUSTUR BANKI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.