Morgunblaðið - 30.07.1985, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 30.07.1985, Qupperneq 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 1985 100 ára minning: Ólöf Þorkelsdóttir frá Miðhóli Fædd 30. júlí 1885 Diin 26. nóvember 1963 Þegar ég frétti lát þessarar góðu vinkonu minnar setti mig hljóða. Ekki vegna þess að mér kæmi and- látsfregnin á óvart, heldur vegna þess að hugur minn hvarflaði um stundar sakir til löngu liðins tíma, þegar ég fyrir fullum fjörutíu ár- um var svo lánsöm að kynnast þessari háttprúðu, hljóðlátu og hlýlyndu konu og binda við hana vináttu sem síðan hefur haldist þótt fundum hafi fækkað fjar- lægðar vegna. Frú Ólöf Þorkelsdóttir var fædd að Ósbrekku í Ólafsfirði 30. júlí 1885, dóttir Þorkels Dagssonar og Sigríðar Þorláksdóttur. Hún mun hafa flust á barnsaldri með for- eldrum sínum inn í Sléttuhlíð í Skagafirði. Ung að árum giftist Ólöf Tómasi Jónassyni og reistu þau bú að Miðhóli í Sléttuhlíð. Þar bjuggu þau til ársins 1923. Hafði Tómas þá tekið að sér forstöðu Kaupfélags Fellshrepps, síðar Kaupfélags Austur-Skagfirðinga, Hofsósi, og hélt því starfi til dauðadags. Tómas var hið mesta glæsimenni, gæddur ágætum gáf- um og óvenjulegri höfðingslund, ör á fé og vildi hvers manns vanda leysa. Hann var mikill forvígis- maður samvinnu- og félagsmála og bjartsýnismaður, þótt við mikla erfiðleika væri að etja. Fljótt var heimilið á Sandi — en svo nefndist hús kaupfélagsstjór- ans á Hofsósi — rómað fyrir framúrskarandi gestrisni. Margir þurftu að hitta húsbóndann vegna stöðu hans og þar mun flestum hafa verið boðin hressing og húsa- skjól. „Þangað er gengið sem gefið er“ segir gamla máltækið og það sannaðist á þessu heimili. Það eru engar ýkjur að þar var oft húsfyll- ir nætur og daga. ólöfu og Tómasi fæddust 11 börn og eru 8 þeirra á lífi. Voru börnin myndarleg og mannvænleg svo orð var á gert. Þar að auki dvöldust venjulega á Sandinum börn eða unglingar úr sveitinni á vetrum, sem stunduðu nám í skólum á Hofsósi. Af þessu má sjá að verkahringur húsfreyj- unnar var all stór, enda vinnudag- ur hennar venjulega ærið langur, eða svo mundi nú ýmsum þykja, en aldrei var kvartað, aldrei talaði hún styggðaryrði til nokkurs manns eða um nokkurn mann og ætíð, hvernig sem á stóð, tók hún á móti gestum og gangandi með sömu hæglátu hlýjunni, sem henni var svo eðlileg. Ætíð jafnfús að fórna fé og tíma og framreiða allt það besta, sem búið átti. Ólöf átti svo ríka kærleiks- og fórnarlund, að hún var ekki einungis ástrík móðir börnum sínum, heldur vildi hún einnig hlynna að og hjálpa öllum samferðamönnum, einkum þó þeim, sem erfiðast áttu og harðast urðu úti í lífsbaráttunni. ólöf var fríð kona og snyrtileg, sviphrein og geðþekk. Hún var Ijóðelsk og söngelsk og hafði fagra söngrödd. Hn var sívinnandi og sérlega verkhög. öll hennar verk báru vott um vandvirkni, smekk- vísi og samviskusemi. Það var nú ekki ætlun min að skrifa langa lofgrein um ólöfu. Hún hefði síst kært sig um það svo yfirlætislaus sem hún var. Ólöf varð fyrir margs konar lífsreynslu og fékk að bergja beiskan bikar sorgarinnar, en allt mótdrægt bar hún með sérstakri þolinmæði og stillingu og virtist ótrúlegt hvaða þrek þessari fín- gerðu konu var gefið, þegar mest á reyndi. Hún varð fyrir þeirri sáru sorg að missa mann sinn i sjóinn á Skagafirði 7. febrúar 1939. Hann var þá að Ieggja af stað til Reykja- víkur fyrir kaupfélagið. Tómas var harmdauði öllum er hann þekktu, þótt þyngstur harmur væri kveð- inn að eiginkonu, móður og börn- um. Ólöf bar harm sinn í hljóði með ró og skapfestu. í þessu sam- bandi vil ég geta móður Tómasar, Guðrúnar Tómasdóttur, sem varð Ólöfu mikill styrkur í sorginni. Hún dvaldi alla tið með ólöfu frá því er þau hjónin Tómas og Ólöf hófu búskap, og andaðist hjá henni í hárri elli. Guðrún var góð og velgefin höfðingskona. Hún var börnunum á Sandi ástrík amma og átti ríkan þátt i gestrisni og góðvild heimilisins. Eftir að ólöf varð ekkja fluttist hún aftur að Miðhóli í Sléttuhlíð. Mun þá efna- hagurinn hafa verið þröngur, þvi ekki græddist þeim hjónum fé á Hofsósi, sem ekki var heldur viðbúið. Á Miðhóli bjó hún svo með yngstu börnum sínum, Margréti og Eggert, þar til heilsan þraut. Árið 1957 mun hún hafa flutt al- farin suður til Hallfríðar dóttur sinnar og Ásbjarnar Pálssonar húsasmíðameistara, Kambsvegi 24 í Reykjavík, þar sem hún and- aðist 26. nóvember 1963, þrotin að heilsu og kröftum. Ólöf naut mik- ils ástríkis hjá dóttur sinni og tengdasyni, svo og öðrum börnum sínum, tengdabörnum og barna- börnum er í Reykjavík dveljast. Þó mun hugurinn oft hafa leitað heim í Hlíðina hennar fríðu. Hún átti ríka átthagaást og unni mjög sveitinni sinni. Ég veit að börn, tengdabörn og barnabörn Ólafar sakna mjög ást- ríkrar móður, tengdamóður og ömmu og ég votta þeim innileg- ustu samúð. Það er líka huggun í sorginni að þessi látna sæmdar- kona á heimvon góða í himninum. Ég vildi með þessum linum flytja þessari framliðnu vinkonu hjartans þakkir fyrir góðvild, gestrisni og vinarhug er hún auð- sýndi mér og mínum í svo ríkum mæli á löngu liðnum árum að það verður ógleymanlegt og að lokum segja: „Far þú í friði friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt.“ (V.Br.) Sigurlína Björnsdóttir frá Hofi. '—-*--------------------"\ Kransar og kistuskreytingar. Sendum um allt land. Blómmtofa Ftíðfinm Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öli kvöld til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við Öll tilefni. Gjafavörur. t Ástkær eiginkona mín, móöir, tengdamóöir og amma, HÓLMFRÍÐUR INGIMUNDARDÓTTIR, Þykkvabæ 21, Reykjavík, andaöist i Borgarspítalanlum 27.júlí. Fyrir hönd aöstandenda, Ágúst Friöþjófsaon, Ragnar Ágústsson, Linda Ágústsdóttir, Einar Ágúatsson, og barnabörn. t Eiginmaöur minn, faöir og afi, JAKOB S. KVARAN, Sólheimum 23, andaöist 23. júlí. Jaröarförin hefur fariö fram í kyrrþey. Emilie J. Kvaran, Peter Kvaran, Emelý K. Kvaran. Móöir okkar, PÁLlNA BJARNADÓTTIR, Rauöagerði 74, lést á öldrunarlækningadeild, Hátúni 10b, aöfaranótt 29. júlí. Jarö- arförin auglýst síöar. Börnin. + Eiginmaöur minn, KRISTJÁN MAGNÚSSON, Skólavegí 5, Keflavík, lést 20. júli í Danmörku. Útförin hefur fariö fram. Guörún Magnússon. + Móöir okkar, DÝRFINNA ODDFRIÐSDÓTTIR, lést á Hrafnistu i Reykjavik 28. júlí. Hrefna Pedersen, Soffía Bjarnadóttir. + JÓHANNA JÓHANNSDÓTTIR, Nýjabæ, Garöabæ, sem lést á Hrafnistu í Hafnarfiröi 27. júlí, veröur jarösungin frá Hafnarfjaröarkirkju fimmtudaginn 1. ágúst kl. 10.30. Börn og barnabörn. + Eiginmaöur minn og faöir okkar, KRISTJÁN JÓHANNESSON, læknir, lést föstudaginn 26. júlí. Guörún Árnadóttir, Árni Þór Kristjánsson, Hildur Kristjánsdóttir, Gunnar Kristjánsson, Sigrún Jóna Kristjánsdóttir. + Eiginmaöur minn, faöir okkar og sonur, GRÉTAR HAFSTEINSSON, Vesturbergi 15, Reykjavík, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 30. júlí kl. 15.00. Ragnheiöur Guönadóttir, Karen Grátarsdóttir, Guöni Hrafn Grátarsson, Hafsteinn Hrafn Grétarsson, Guölaug Ingibjörg Grétarsdóttir, Ingibjörg Guömundsdóttir, Hafsteinn Björnsson. + Móöir okkar og tengdamóöir, INGIBJÖRG KORTSDÓTTIR, er lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund þ. 26. þ.m., veröur jarö- sungin frá nýju kapellunni í Fossvogi fimmtudaginn 1. ágúst kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afbeönir. Þeir sem vilja minn- ast hinnar látnu láti orgelsjóö Hallgrímskirkju njóta þess. Minningarkortin liggja frammi í Hallgrímskirkju á milli kl. 15.00 og 17.00 daglega. Sveinfríöur Sveinsdóttir, Skapti Ólafsson, Jón Björgvin Sveinsson, Erla Karladóttir, Gunnar Reynir Sveinsson, Ásta Thorstensen, Þór Sveinsson, Guörún Ástdls Ólafsdóttir. + Fósturmóöir mín, tengdamóöir, amma, systir og mágkona, INGIGERDUR Ó. SIGUROARDÓTTIR, áóur Álfheimum 50, veröur jarösungin frá Langholtskirkju miövikudaginn 31. júlí kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hinnar látnu er vinsamlega bent á Minning- arsjóö Langholtskirkju. Ragnhildur J. Pálsdóttir, Hjörtur I. Vilhelmsson, Sæmundur Sigurösson, Vilhelm Ingimundarson, Jóhanna E. Vilhelmsdóttir, Sigríöur Þóröardóttir. + Faöir okkar, tengdafaöir og afi, ÁGÚST FRIÐRIKSSON, járnsmföameistari, sem andaöist á Hrafnistu 24. júlí sl., veröur jarösunginn frá Foss- vogskirkju miövikudaginn 31. júlí kl. 13.30. Ásta Ágústsdóttir, Ragna Ágústsdóttir, Ágúst Morthens, Nfna Ágústsdóttir, Gunnar Þorsteinsson, Hrefna Halldórsdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.