Morgunblaðið - 30.07.1985, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JtJLÍ 1985
49
Eyvindarstaðaheiði:
140 hross rekin
án mikilla árekstra
Hestar ferðamanna setja strik
í reikninginn varðandi beitarálagið
SKAGFIRÐINGAR hófu að reka hross sín á Eyvindarstaðaheiði um helgina,
og fór uppreksturinn fram með friði og spekt að því er best er vitað, þó
formlegt samkomulag hafi enn ekki verið gert um það mál. Um 140 hross
verða rekin á heiðina í sumar, sem er mikið færra en farið hefur á heiðina
undanfarin ár.
Morgunblaðift/Olfar
Forráðamenn Flugleiða og fulltrúar de Havilland-verksmiðjanna við Dash 8-vélina á ísafjarðarflugvelli.
Dash 8- flugvél í
heimsókn á ísafirði
Íaafirði, 29. júlí.
ÞAÐ birti yfir ísfirðingum um há-
degisbilið í dag þegar skínandi hvít
flugvél, með hvítum og rauðum
röndum, sveif inn fjörðinn undir
hækkandi þokubökkum. Þarna var
á ferðinni Dash 8-flugvél frá kanad-
ísku de Havilland-flugvélaver-
ksmiðjunum. í vélinni voru forráða-
menn Flugleiða í boði flugvélaverk-
smiðjunnar, en fsland er síðasta
landið sem vélin heimsækir í heims-
reisu sinni.
í örstuttu spjalli sagði Sigfús
Erlingsson hjá Flugleiðum að vél-
in væri ekki á vegum Flugleiða
enda engar ákvarðanir enn verið
teknar um endurnýjun á innan-
landsflugflota félagsins. Flugvélin
er of dýr fyrir núverandi fargjöld
á innanlandsleiðum en eldsneytis-
verð hefur þar mikið að segja og
það gæti breyst mikið á skömmum
tíma. Hann sagði að vélin væri
innréttuð fyrir 38 farþega en
fjölga mætti sætum í 42.
Eftir örstutta dvöl á ísafjarðar-
flugvelli lagði vélin upp aftur til
Reykjavíkur. Farþegar sem áttu
pantað far með morgunflugi Flug-
leiða til Reykjavíkur horfðu á eftir
flugvélinni í sólskini og logni, en
máttu bíða þar til síðdegis vegna
skorts á flugvélum, en álagið á
Föðurnafn
misritaðist
f VIÐTALI sem nýlega birtist í
Morgunblaðinu við Jón í Skálanesi
misritaðist nafn prestsins á Stað sr.
Jóns Þorvaldssonar (ekki Þórðar-
sonar).
Þegar Jón í Skálanesi hringdi til
að vekja athygli á þessu gat hann
þess til gamans að bamið, sem svo
erfiðlega gekk að koma i heiminn
að þurfti að sækja lækni í tvísýnu,
var strákur og hann er nú ráðu-
nautur Strandamanna, Brynjólfur
Sæmundsson. Hann áréttaði líka
til skýringar að á meðan bílvegur-
inn var ekki kominn fram hjá
Skálanesi og farið um Gufudals-
háls, eins og getið var um í grein-
inni, þá var þar ekki farið á bílum
heldur eins og menn ferðuðust
fyrir bílaöld.
flugflota Flugleiða er svo mikið, hér fyrst í morgun, getur orðið
að ef einhver seinkun verður á margra tíma bið eftir flugvél.
flugi vegna veðurs, en þoka var Úlfar
ftala var gerð fyrir heiðina í vet-
ur að kröfu Bólstaðarhlíðarhrepps
í Austur-Húnavatnssýslu, sem á
heiðina á móti Seylu- og Lýtings-
staðahreppum í Skagafjarðarsýslu.
Hrepparnir, Landgræðslan og Bún-
aðarfélag íslands áttu í vor viðræð-
ur um framkvæmd ítölunnar.
Landgræðslan og Skagfirðingarnir
gerðu samkomulag um takmarkað-
an upprekstur hrossa á heiðina, en
Bólhlíðingar hafa ekki getað fallist
á samkomulag með slíkum ákvæð-
um. Þrátt fyrir að formlegur samn-
ingur hafi ekki verið gerður er bú-
ist við að upprekstur hrossanna
fari fram með friði og spekt í
sumar.
Hafsteinn Lúðvíksson fjallskila-
stjóri Seyluhrepps sagði að Skag-
firðingar hefðu ekki notað sinn
kvóta á heiðinni að fullu fyrir
sauðfé og rekið hross upp í það sem
upp á vantaði. Hann sagði að þeir
hefðu tekið á leigu jörð í Svartár-.
dal og rækju 150—180 hross þang-
að, og leystu sín mál þannig.
Hafsteinn sagði að óvenju mikið
væri um ferðamenn á hestum á Ey-
vindarstaðaheiði í sumar, ekki síst
í hópum á vegum fyrirtækja sem
skipuleggja slíkar ferðir yfir Kjöl.
Hann sagði að í þessum ferðum
væru margir hestar, sem einhvers
staðar þyrfti að beita, og væru það
einkum hólf við gangnamannaskál-
ana og uppgræðslusvæði sem fyrir
valinu yrðu. Hann sagði að ekki
væri hægt að amast við þessum
ferðalögum, en þetta væri orðinn
snar þáttur í beitarálaginu á heið-
inni, sem þyrfti að koma skipan á.
Sagði hann að fullur skilningur
virtist á þessu máli hjá þeim sem
skipulegðu þessar ferðir, og hefðu
forráðamenn eins fyrirtækisins
haft samband og óskað eftir sam-
komulagi við eigendur heiðarinnar.
___ hagkvæmur
auglýsingamiðill!
úrvalsm
A meðan hin ráðsetta Sally Stanford blður eftir úrslitun-
um I bæjarstjórakosningum I Sausollto I Kalifornlu, leitar
hugur hennar aftur til bannáranna. Þá var hún ung kona
nýsloppin út af betrunarhæli eftir tveggja ára vist. Þá hét
hún Marcie Bowman og var ákveöin I aö hagnast á
ástandinu. Hófst hún þvl handa við aö brugga og selja
ólöglegt áfengi. Marcie kynnist hinum upprennandi lög-
fræðingi Ernest De Paulo og tekur bónorði hans. Juliu
systir Ernestos, llkar ekki við Marcie og gerir allt til að
losa fjölskylduna við hana. Að lokum kemst Julia yfir
lögregluskýrslur sem gefa óyggjandi vlsbendingu um for-
tlð Marcie. Ernest keppir að þvl að verða fylkisstjóri og
neyðist þvl til aö fórna Marcie og syni þeirra John David á
stalli framans. Marcie kaupir Iftiö hótel. Lögreglan sér nú
kærkomið tækifæri til að knésetja Marcle og Ernesto, sem
er oröinn frægasti verjandi glæpamanna I San Fransisco.
Marcie er ákærö fyrir að reka vændishús, en dómurinn
fellur henni I vil. Engu að slður eru kjaftasögurnar komnar
.á kreik og mannorð hennar aö engu oröið. Nú þegar fyrra
llferni Marcie er hvort sem er orðiö opinbert, heldur hún
ótrauö á vit nýrra ævintýra. Hún tekur sér nafnið Sally
Stanford og opnar stórglæsilegt veitinga- og þjónustuhús,
þar sem menn fá slna villtustu drauma uppfyllta.
Aðalhlutverk:
Dyan Cannon (Master ol the Game)
Armand Assante (Unfaithfully Yours, Evergreen)
Zohra Lampert
Susan Tyrell
Magnþrungin mynd sem fjallar á opinskáan hátt
um angistina sem fylgir f kjölfar þess að ung
stúlka veröur fórnarlamb drukkins ökumanns.
Hvernig bregðast ættingjarnir við hinum misk-
unnarlausu og óréttlátu örlögum ungrar frísklegr-
ar stúlku sem framtlðin virtist brosa við?
Hvað gerist i hugskoti ökumannsins sem valdur
er að dauða stúlkunnar? Getur hann nokkru
sinni réttlætt gerðir slnar fyrir sjálfum sér eða
öðrum?
Knýr réttlát reiði föður stúlkunnar til að leita
sökudólqinn uppi oq_hefna sin á honum?
Aðalhlutverk:
James Farentino (Dynasty)
Don Murray
Penny Fuller
Millie Perkins
Einkaréttur á íslandi
Dreifing
tUÍAorhf
Daniel Corban sem er nýkvæntur Elizabeth,
kemur til lögreglunnar I smábænum Skuykill
og tilkynnir aö eiginkonan sé horfin. Elizabeth
Corban er vellauðug og á engan annan ætt-
ingja að en eiginmanninn. Nokkru eftir hvarf-
ið birtist kona nokkur I fylgd prestsins á
staðnum og heldur þvl fram að hún sé hin
týnda eiginkona. Daniel Corban kannast ekki
við konuna og vlsar staðhæfingu hennar
algerlega á bug.
Levine rannsóknarlögreglumaður tekur að
sér að komast að sannleikanum. Ef Daniel
Corban er að segja satt, hljóta presturinn og
konan að hafa komið hinni réttu Elizabeth
Corban fyrir kattarnef. Tilgangur þeirra virð-
ist þvl vera sá að komast yfir eignir Corban-
hjónanna.
Daniel Corban heldur fast viö framburö sinn,
en konan heldur þvl fram að Daniel sé
óreglusamur I meira lagi og stórgleyminn að
auki. Getur hún fært óyggjandi rök fyrir full-
yrðingum slnum sem styrkja stöðu hennar.
Aður en Daniel Corban áttar sig er hann á
góöri leiö með að verða sturlaöur og á yfir
höfði sér að vera sakaður um morð.
Aöalhlutverk:
Jack Klugman
Elizabeth Ashley
James Franciscus
Joe Fabiani
r