Morgunblaðið - 30.07.1985, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLl 1985
51
Ofneysla áfengis
getur valdið brott-
vísun úr Þórsmörk
— Nýjar umgengnisreglur og aukin löggæsla til
þess að stemma stigu við ölvun í Þórsmörk
„Ástæda þess að við setjum þessar reglur er sú að það
hefur borið um of á ölvun í Þórsmörk, enda hefðu þær ekki
verið settar ef vandamál tengd meðferð áfengis hefðu ekki
komið þarna upp,“ sagði Höskuldur Jónsson, forseti Ferða-
félags Islands, í samtali við Morgunblaðið í tilefni nýútgef-
inna reglna, sem kveða á um að ofneysla áfengis geti valdið
brottvísun úr Þórsmörk eða synjun um dvalarleyfi þar.
Spjaldið með umgengnisregl-
unum í þórsmörk hefur verið
prentað í fjögur þúsund eintök-
um og verður því m.a. dreift í
langferðabílum á leið til Þórs-
merkur. Þeir aðilar sem standa
að reglunum eru Skógrækt ríkis-
ins, sýslumaðurinn í Rangár-
vallasýslu, Ferðafélag Islands,
Farfuglar, Útivist, Austurleið hf.
og hreppsnefndir Fljótshlíðar-
hrepps og Vestur-Eyjafjalla-
hrepps. Munu þessir aðilar hafa
samstarf um að framfylgja regl-
unum, en í þeim segir einnig að
hópar sem koma til dvalar í
Þórsmörk þurfi að hafa sérstak-
an fararstjóra er sé talsmaður
hópsins.
„Vandamálin er tengjast of-
neyslu áfengis á þessum stað eru
margs konar," sagði Höskuldur
Jónsson. „það er ekki aðeins að
mönnum sé ekki hættulaust að
vera ósjálfbjarga þarna, því að
þótt staðurinn sé fagur þá eru
margar hætturnar, heldur er
samferðafólki ami að slíku, og í
þriðja lagi vill fylgja mikilli
óreglu umgengni sem er lítt við-
unandi á jafnfögrum stað og
Þórsmörk er.
Aðspurður hvernig reglunum
yrði fylgt eftir sagðist Höskuldur
búast við að það tæki einhvern
tíma að festa þær í sessi en hins
vegar hefðu bæði dómsmálaráðu-
neytið og Ferðafélag íslands lagt
fram fé til sérstakrar löggæslu í
Þórsmörk. Þannig hefur lögregla
verið í Þórsmörk um helgar að
undanförnu og verður svo áfram.
„Það er ásetningur allra, sem
að þessu standa, að Þórsmörk
verði fyrst og fremst staður þar
sem fólk getur notið hvíldar í ró
og næði og þeirrar fegurðar og
útivistar sem þar gefst tilefni til
við venjulegar aðstæður. það er
tilgangur langflestra sem í
Þórsmörk koma og óreglu, sem
VELKOMIN
í ÞÓRSMÖRK
Hjálpið okkur vernda Þórsmörk meft þvi aft hat.i
eítiríarandi í huga.
1. Skiljift ekki eitir rusl né urftift þaft á víftavangi.
2. Kveikift ekki elda.
3. Ríiift ekki upp grjót. Hlaftift ekki vörftur.
4. Graíift ekki upp jurtir.
5. Haiift næturró á tjaldsvæftinu írá kl. 00:30-
07:00
Ofneysla áfengis getur valdift brottvísun
úr Þórsmörk efta synjun um dvalarleyfi.
LEYFI þarf til aft tjalda á eftirtöldum svæftum:
Leyfift veitir:
Langjddl Ferftafélag íslands
Básum Útivist og Skógrækt ríkisins
F.ndum Skógrækt ríkisins
Slyppufiili Farfuglar og Skógræt ríkisins
Húsadal Austurleift hí. og Skógrækt ríkisins
Hópar sem koma til dvalar í Þórsmörk þurfa aft hafa
sérstakan fararstjóra er sé talsmaftur hópsins.
Hvolsvelli, 5. júlí 198S.
Skogra-kl ríkisins
Sýslumafturinn í Rangár\'allasvslu
Fcrft.itV*lag íslamls
F.trtuglar
Útivisl
Auslurlcift lii.
Ftr«*|>|)MK*ÍiHl Fl|öt*.|ilift.irhicpps
HnigiMiciiHl Vcslui-I v jaijallalifc|>(>s
Spjaldið með umgengnisreglum I
Þórsmörk.
kemur í veg fyrir þann tilgang og
bitnar á saklausu fólki, er ekki
hægt að una,“ sagði Höskuldur
Jónsson.
/ "
Frúin hlær
MIKLATORG
ATH. Tökum alla bíla á skrá og einnig vörubifreiöir.
Komið og skoðið tilboðspallinn
BiLflsoui GCJÐFINNS
Við Miklatorg — Sími 621055
Fcest nú í
bókaverslunum
um land allt
Arleg handbók húsbyggjenda
er komin út í fjórða sinn
stœrri og efnismeiri en nokkru sinni
MEÐAL EFNIS: