Morgunblaðið - 16.08.1985, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.08.1985, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 1985 3 Lækur vid laug- ina í Laugardal Framkvæmdum lýkur þar í vetur VIÐ sundlaugina í Laugardal er verið að útbúa 11 metra langan „nudd“-læk, sem svipar til læks- ins í Nauthólsvík. Að sögn Ragn- ars Steingrímssonar forstjóra er lögð áhersla á að lokið verði við verkið í haust. Auk lækjarins er ráðgert að setja upp vatnsrenni- braut við laugina í framtíðinni. Stefnt er að opnun nýju við- byggingarinnar með búnings- og sturtuaðstöð í mars á næsta ári. Þar verður sami skápafjöldi og nú er en rýmra um þá og sturtum fjölgar í 32. í kjallara nýbygg- ingarinnar er ráðgerð aðstaða fyrir sundfélögin. Gufuböð og ljós verða sett upp í gamla húsinu þeg- ar búningsaðstaðan hefur verið flutt. Ragnar sagði að vonir stæðu til að sundlaugargestum fjölgaði úr 600 þúsund í 800 þúsund á ári með nýrri og bættri aðstöðu. Verðstríð á loðnu: Af tvennu illu er skárra að yfirborga — segir Jón Reynir Magnússon, framkvæmdastjóri SR STJÓRN Sfldarverksmiðja ríkisins hefur nú ákveðið að greiða 10%ofan á gildandi lágmarksverð á loðnu. í frétt frá SR segir að aðrar verksmiðjur hafi yflrborgað lágmarksverðið frá upphafl um 10% og sjái stjórnin sér ekki annað fært en að fara að dæmi þeirra. Með yflrborguninni er verðið mjög svipað hér og í Færeyjum eða heldur hærra. Lágmarksverðið sem ákveðið var, miðað við fltuinnihald loðnunnar nú, er 2.200 til 2.300 krónur. „Þú verður að spyrja þá sem eru að yfirbjóða verðið," sagði Jón Reynir Magnússon, framkvæmda- stjóri SR, er blaðamaður Morgun- blaðsins innti hann eftir hvernig á því stæði að loðnukaupendur yfir- borguðu loðnu nú, þrátt fyrir að þeir hefðu greitt atkvæði gegn gildandi lágmarksverði, þar eð þeir hefðu talið það of hátt. Ein- ungis tvær verksmiðjur hafa hafið loðnubræðslu, verksmiðja SR á Raufarhöfn og síldarbræðsla Hraðfrystihúss Eskifjarðar á Eskifirði. Tveir loðnubátar voru væntanlegir til Raufarhafnar í gær, Hákon og Örn. Jón sagði að verð það sem yfir- nefnd hefði ákveðið hefði verið of hátt í sjálfu sér. Hins vegar sagði hann að ef maður ætlaði á annað borð að bræða loðnu, þá væri einn- ig dýrt að fá kannski einn bát í viku og vera í sífellu að setja verk- smiðjuna í gang. Af tvennu illu væri það skárri kosturinn að yfir- borga loðnuna. Markaðurinn fyrir loðnuafurðirnar hefði ekki breytzt til batnaðar, þetta væri einfald- lega samkeppni um loðnuna, svo hægt væri að halda einni verk- smiðju SR í gangi, verksmiðjunni á Raufarhöfn. Jón sagði að stytzt væri til Raufarhafnar frá loðnumiðunum og því hagkvæmast fyrir loðnu- bátana að sigla þangað. Hins veg- ar hefðu Eskfirðingar yfirborgað loðnuverðið um 10%, auk þess sem þeir tækju þátt í olíukostnaði af siglingunni til Eskifjarðar um- fram þann kostnað sem fylgdi því að sigla til Raufarhafnar að því er honum skildist. „Verðmyndun á loðnu er svo flókin að það er ekki nema fyrir sérfræðinga að skilja hana og á meðan þetta sjóðakerfi er í gangi skil ég ekki hvernig hægt er að tala um frjálsa verðmyndun," sagði Jón Reynir er hann var spurður hvort ekki hefði verið rétt að leyfa frjálsa verðmyndun á loðnu, en það vildu útgerðarmenn er lágmarksverðið var ákveðið. Hann sagði að þegar búið væri að bæta við aukagreiðslum vegna sjóðakerfis og annars, við skipta- verð eins og það var ákveðið, 1.175 krónur fyrir tonnið, væri raun- verulegt verð til útgerðarmanna 2.250 krónur. Þá er miðað við 20% feita loðnu með 15% þurrefni. „Þetta kerfi er búið til af þeim ágætu mönnum, sem síðan heimta frjálst verðlag. Það eru útgerð- armenn. Þeir hljóta að vilja hafa kerfið svona úr því þeir búa það til, ekki erum það við fiskkaup- endur sem erum ábyrgir fyrir því,“ sagði Jón ennfremur. Aðspurður hvort hann byggist við frekari yfirborgunum á loðnu- verðinu sagðist Jón engu vilja um það spá, hann vissi ekki hvert framhaldið yrði. Hann sagðist vera svartsýnn á að heimsmark- aðsverð á loðnumjöli, sem hefur verið lágt, hækkaði. Öðru málu gegndi ef til vill um lýsið, sem hefði hækkað aðeins að undan- förnu. Hafrannsóknarstofnun: Kynningarfundur um hvalarannsóknir HAFRANNSÓKNARSTOFNUN stendur fyrir kynningarfundi í dag á hvalarann- sóknum og fyrirhuguðum veiðum íslendinga í vísindaskyni vegna þeirra. Fundur- inn hefst kl. 13.30 og verður haldinn í Borgartúni 6. Fundarstjóri verður Jakob Jakobsson forstjóri Hafrannsóknarstofnunar. Á fundinum verða flutt átta erindi um ýmsa þætti rannsóknanna. Þau eru eftirfarandi: 1. Rannsóknaráætlun Hafrannsókn- arstofnunarinnar — markmið og framkvæmd — Jóhann Sig. — Haf- rannsóknarstofnunin. 2. Gerð reiknilíkana af hvalastofn- um — Þorvaldur Gunnlaugsson og Guðmundur Guðmundsson — Reiknifr.st. — Raunvís.d. HÍ. 3. Erfðamörk í stofnum hvala til stofngreiningar — Alfreð Arnason — Blóðbankinn. 4. Hormónamælingar og þungun hvala — ísleifur Ólafsson og/eða Matthías Kjeld — Rannsóknarst. Landspítalans. 5. Fosfór í beinum hvala — Páll A. Pálsson, yfirdýralæknir 6. Taugakerfi hvala — rannsóknir á hrörnunareinkennum — Ólafur Jensson, Blóðbankinn. 7. Rannsóknir á Keldum — Valgerð- ur Andrésdóttir. Tilr.st. Hí, Keldum. 8. Whaling and Science: The need for true conservation — Richard Lambertsen University of Florida. (Nauðsyn raunhæfrar verndunar) Grillmatur í úrvali amborgari neð brauði AÐEINS .00 pr.stk. Hegt úrvd ikborði nrýsósu /epPaS°sU JÓ • . papnkusosu barbequesosu /uvgr. O/oo 48<x> ll/2ks-98oo Nýslátrað svín y, víÐisgrillpylsur á AÐEINS 195 .00 pr.kg. Lopdon 'l/iö Nýreykt|^j||þ jHfö Kynnum * í Mjóddinni: spi og osti -----'MloMtogL- Steiktar Piparsteik Glóðareteikt með knorrpiparsósu o. i;!'n^ari Steikt svúiasíða ,Uil7ZMr ^auóriir0 Tirippapiparssteik SyB^Zmönur ísnomasósu m. piparsösu. Salat, CTa.„ -rN" DiÚPmt6sS,iSkUr Lax^EINS298- Va"'' wniiin íslensk krækiber 40.0° 1/2 kg. Opið tilkl.21 í Mjóddinni - ^ - en til kl. 19 í Starmýri og Austurstræti AUSTURSTRÆTI 17 - STARMYRI 2 MJÓDDINNI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.