Morgunblaðið - 16.08.1985, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 16.08.1985, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 16. ÁGÚST 1985 Norðurlandamótið í skák: Úrslitakeppnin fer fram íNoregi Skák Margeir Pétursson l'KIR Jóhann Hjartarson, Helgi Ólafsson og Norðmaðurinn Simen Agdestein munu tefla úrslita- keppnina um Norðurlandameist- aratitilinn í skák í nóvember næst- komandi. Fer keppnin fram f Gjö- vik, þar sem Norðurlandamótið sjálft var haldið í júlí. Þar sem Norðmenn héldu mótið sjálft áttu þeir einnig rétt á að halda auka- keppnina og vildu ekki láta hana af hendi þó Skáksamband fslands hafi boðist til að standa fyrir henni. Þó þeir Jóhann, Helgi og Agdestein séu nú allir alþjóðlegir meistarar á pappírnum má telja næsta víst að það verði þrír stór- meistarar sem berjist í aukakeppn- inni, því þess er að vænta að Al- þjóðaskáksambandið sæmi þá alla formlega stórmeistaratitlinum á þingi sínu síðar í þessum mánuði. Þeir Jóhann og Agdestein náðu einmitt siðasta áfanga sín- um að þessum eftirsótta titli á Norðurlandamótinu i Gjðvik, þar sem þeir urðu efstir með átta vinninga ásamt Helga. Jó- hann byrjaði mjög vel, vann þrjár fyrstu skákirnar og tefldi af miklu öryggi allt til loka mótsins. Hann vann tvær skákir til viðbótar og gerði sex jafntefli. Helgi fór einnig vel af stað, en tap fyrir Agdestein setti strik i reikninginn. Með því að vinna tvær síðustu skákirnar komst Helgi þó í efsta sætið. Agdestein tapaði í fyrstu umferð fyrir Dan- anum Curt Hansen, en tók síðan gifurlegan sprett, fékk sjö vinn- inga úr næstu átta skákum og var einn efstur. Heimamenn voru næstum farnir að hrósa sigri, en Agdestein slakaði á í lokin, tvö jafntefli í síðustu um- ferðunum urðu þess valdandi að þeir Helgi og Jóhann komust upp að hlið hans. Frábær árangur hjá þeim Jó- hanni og Helga og gríðarleg framför frá tveimur síðustu Norðurlandamótum, þegar ís- lensku þátttakendurnir komust vart nálægt toppnum. íslending- ur hefur ekki unnið Norður- landameistaratitilinn siðan 1971 þegar mótið var haldið hér í Reykjavík. Þá sigraði Friðrik Ólafsson með yfirburðum. Síðan þá hafa Danir, Svíar og Norð- menn unnið titilinn til skiptis. Úrslit í landsliðsflokki urðu þessi: 1.—3. Agdestein, Helgi ólafs- son og Jóhann Hjartarson 8 v. af 11 mögulegum. 4. Hansen (Danmörku) 7 v. 5. Helmers (Noregi) 6V4 v. 6. Yrjölá (Finnlandi) 5*A v. 7. Schússler (Svíþjóð) 5 v. 8. Wiedenkeller (Svíþjóð) 4*A v. 9. —10. Máki (Finnlandi og 0st-Hansen (Danmörku) 4 v. 11. Westerinen (Finnlandi) 3'A v. 12. Hansen, J. Chr. (Færeyjum) 2 v. Curt Hansen (Norðurlanda- meistari 1983) og Knut Helmers (Norðurlandameistari 1981) náðu ekki að blanda sér i topp- baráttuna. Schússler er einn af mörgum efnilegum Svium sem komu fram fyrir u.þ.b. tíu árum, en stöðnun virðist nú hrjá flesta þeirra. Ein sennilegasta skýring- Helgi Olafsson halaði drjúgt inn með drottningarindversku vörn- inni. in á þessu er að sænska skák- sambandið heldur engin mót fyrir sína beztu menn og gerir ekkert til að koma þeim á fram- færi. Hinn 81 árs gamli sænski stórmeistari, Erik Lundin, sigr- aði í meistaraflokki með yfir- burðum, hlaut 7V4 vinning, en næsti maður, Norðmaðurinn Grotnes hlaut 6VV vinning. Ás- kell Örn Kárason frá Akureyri var mjög framarlega í flokknum lengst af, en tap fyrir sænska öldungnum í næstsíðustu umferð eyðilagði möguleika. Tólf ára piltur frá Reykjavík, Þröstur Árnason, vakti athygli fyrir góða taflmennsku og náði 4VV vinning. Tómas Björnsson hlaut fióra vinninga og Jóhannes Agústsson þrjá og hálfan. Svíinn Frank Svensson sigraði í Almennum flokki A. Jón Þór Bergþórsson og Einar T. Óskars- son hlutu 4‘A vinning eða 50% og Magnús Sigurjónsson hlaut fjóra vinninga. Það kom sér vel fyrir Helga ólafsson að vera öllum hnútum kunnugur í drottningarind- versku vörninni, en hún er ásamt Sikileyjarvörninni al- gengasta byrjunin nú á dögum. Helgi vann þrjár skákir á svart Jóhann Hjartarson náði síðasta áfanga að stórmeistaratitli á Norð- urlandamótinu. með þessa byrjun og gegn þeim Wiedenkeller og Yrjölá náði hann yfirburðastöðu strax i byrjuninni: Hvítt: Yrjölá jFinnlandi) Svart: Helgi Ólafsson Drottningarindver.sk vörn 1. d4 — Rf6, 2. c4 — e6, 3. Rf3 — b6, 4. g3 — Ba6, 5. b3 — Bb4, 6. Bd2 — Be7, 7. Bg2 Skákin Wiedenkeller—Helgi tefldist þannig: 7. Rc3 — 0—0, 8. e4 — Bb7, 9. Bd3 —d5, 10. e5? (10. cxd5 — exd5, 11. e5 er mun betra) Re4, 11. De2 — Rxd2, 12. Rxd2 — dxc4, 13. Be4 — c6! 14. Rf3 - cxb3,15. axb3 - Rd7,16. h4?! - f5, 17. exf6 - Rxf6, 18. 0-0-0?! Bb4! 19. Ra2 - Ba3+, 20. Kc2 - Rxe4, 21. Dxe4 - Dd5, 22. Dxd5 - exd5, 23. Hd3 - Bc8, 24. Kc3 - Bf5, 25. He3 - Be4 og hvítur gafst upp. 7. — c6, 8. Bc3 — d5, 9. Re5 — Rfd7, 10. Rxd7 — Rxd7, 11. Rd2 — 0—0,12. 0—0 — Hc8,13. e4 — dxe4! Betra en 13... b5, 14. Hel — dxc4, 15. bxc4 — Rb6 (Kaspar- ov-Karpov, 6. einvígisskákin) og nú hefði hvítur getað náð yfir- höndinni með 16. c5! 14. Rxe4?! Eftir þennan eðlilega leik nær Simen Agdestein er síðasta Ijónið á vegi íslensks Norðurlandameist- ara. svartur frumkvæðinu. Betra var því 14. Bxe4. 14. — b5, 15. cxb5 — cxb5, 16. b4? Vegna staka peðsins á d4 er hvíta staðan lakari, en þetta ger- ir illt verra. Bb7, 17. Rc5 — Bxg2, 18. Kxg2 — Rb6!, 19. Db3 — Dd6, 20. Hfdl - Dc6, 21. Kgl — Ilfd8, 22. Bb2 - h5, 23. a4?! Örvæntingarfull tilraun til að létta á stöðunni. 23. — bxa4, 24. Rxa4 — Dc2!, 25. Hd3 25. - Bxb4! Vinnur peð og skákina. 26. Rxb6 — axb6, 27. Dxc2 — Hxc2, 28. Hb3 — Ba5, 29. Hbl — Hd5! 30. Kg2 — Hf5, 31. Hf3 — Hb5 og hvítur gafst upp. Skrúðgarðar í Rangár- vallasýslu verðlaunaðir Selfoom, 13. igúrt. Samband sunnlenskra kvenna veitti í gær, sunnudaginn 12. ágúst, verðlaun fyrir skrúðgarða. Verðlaun- in voru veitt í hófi sem haldið var í félagsheimili sambandsins, Selinu á Selfossi. Fyrstu verðlaun að þessu sinni hlaut garður Olgu Stefánsdótt- ur Hjarðartúni Hvolhreppi. Garðyrkjuverðlaun SSK eru veitt úr minningarsjóði um Rögnu Sigurðardóttur frá Kjarri í ölfusi sem lést 1980, en hún var mikill frumkvöðull ræktunar í sveitum og þéttbýli. í reglum sjóðsins segir að hlutverk hans sé að veita viður- kenningu þeim einstaklingum á sambandssvæði SSK sem skara fram úr í matjurta- og skrúð- garðaræktun. Þetta er þriðja árið sem verð- launaveiting fer fram. Fyrsta árið voru veitt verðalun fyrir mat- jurtaræktun í Rangárvallasýslu annað árið fyrir matjurtaræktun í Morgunblaðið/Sig.Júl. Eigendur garðanna í Rangárvallasýslu sem hlutu viðurkenningu. Guðrún Olga Stefánsdóttir, Hjarðartúni, Hvols- hreppi, Rosmary Vilhjálmsdóttir, Lyngási 3, Holtahreppi, Guðný Valberg, Þorvaldseyri, A-Landeyjum, Guðný Geirs- dóttir, Smáratúni, Fljótshlíð og Lára Kristjánsdóttir, Ashóli, Ásahreppi. Þær munu taka vel á móti gestum og sýna garða sína um næstu helgi, 17.—18. ágúst. Árnessýslu og nú fyrir skrúðgarð í Rangárvallasýslu. Næsta ár verða veitt verðlaun fyrir skrúðgarða- rækt í Árnessýslu. Fyrstu verðlaun hlaut garður Olgu Stefánsdóttur að Hjartar- túni í Hvolhreppi. Fjórir aðrir garðar hlutu viðurkenningu, garð- ur Guðnýjar Valberg að Þorvalds- eyri A-Eyjafjöllum, garðurinn að Smáratúni í Fljótshlíð hjá Guð- nýju Geirsdóttur, að Lyngási 3 í Holtahreppi hjá Rosmary Vil- hjálmsdóttur og garður Láru Kristjánsdóttur að Áshóli í Ása- hreppi. Þessir 5 garðar verða til sýnis um næstu helgi 17—18. ágúst. í kaffisamsæti sem haldið var af þessu tilefni kom fram að verð- launaveitingarnar hafa verið mik- il hvatning fyrir konur að takast á við ræktun. Halla Aðalsteinsdótt- ir formaður SSK sagði m.a. að slfk hvatning væri einmitt i anda Rögnu frá Kjarri, sem var óþreyt- andi við að hvetja fólk til dáða í þessu efni. Dómnefndin sem valdi verð- launagarðana í Rangárvallasýslu var skipuð konum úr Árnessýslu og þær sögðust hvetja alla til að fara og skoða garðana sem allir væru vel þess virði og sumir hreint afrek. Sig. Jóns. „Mér fínnst allar plöntur fallegar“ Selfowti 13. igúsL „Ég er auðvitað alveg himinlif- andi með þessi verðlaun, það er ómögulegt að segja annað,“ sagði Guðrún Olga Stefánsdóttir frá Hjartartúni, Hvolhreppi, sem hlaut fyrstu verðlaun fyrir skrúðgarð sinn. Hún sagði að garðurinn væri 20 ára gamall og væri á flat- lendi, sem væri opið fyrir verstu og köldustu vindáttunum. „Þetta hefur verið sífelld barátta við að halda lífi í jurtunum þar til hrfslurnar í skjólbeltunum urðu stærri og fóru að skýla gróðrin- um,“ sagði Guðrún og nefndi að hún hefði fengið mörg ráð um hvernig best væri að haga rækt- uninni en vindurinn hefði stund- um gert þau ráð að engu á einni nóttu. „Ég eyði miklum tíma í garð- inn. Þetta er fullt starf fyrir eina manneskju. Ég geri mest af því að þrífa garðinn það er með hann eins og annað hjá manni að þetta passar sig ekki sjálft og það verður að hugsa um þetta svo það líti vel út. Ég held að garðræktin sé smitandi og maður skilur ekkert í þeim sem ekki hafa áhuga á að hafa snyrtilegt í kringum húsin hjá sér,“ sagði Guðrún og bætti við að það væri auðvelt að gleyma sér við garðyrkjustörfin. Aðspurð um uppáhaldsplöntur sagði Guðrún: „Eg held upp á allt mögulegt og geri ekki upp á milli. Mér finnast allar plöntur fallegar.“ Sig. Jóns.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.