Morgunblaðið - 16.08.1985, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 16.08.1985, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. ÁGÖST 1985 47 • Hvar er boltinn ... Rúnar Georgsson og Aðalsteinn Aöalsteinsson kljást hér um knöttinn sem sést ekki á myndinni þar sem hann var á aöeins hærra plani en þeir. Líkar vel hérna — sagði Pétur á Spáni í gær PÉTUR Pétursson, knattspyrnu- maöur Irá Akranesi, hefur gengið frá samningum viö spænska fé- lagið Hercules Alicante eins og viö skýröum frá í gær. Pétur hefur skrifaö undir samning og nú er bara aö bíða og sjá hvort forráða- menn Hercules og Antwerpen ná samningum en forráöamenn Antwerpen koma í dag til Spánar til aö ganga frá samningum. „Mér líst mjög vel á allar að- stæður hér, ég lék einn leik með liöinu um daginn sem senter og ég er keyptur sem slíkur. Félagiö leik- ur í 1. deild hér og því gekk ekkert of vel i fyrra, hélt sór þó í deildinni. Félagiö hefur keypt nokkra leik- menn á þessu ári og er þvi nokkurt spurningarmerki i deildinni núna. Þeir keyptu meðal annars Kempes og nokkra aöra,“ sagöi Pétur í stuttu spjalli viö Morgunblaöiö i gærkvöldi. „Eg kem heim á þriðjudaginn og fer síöan aftur utan á föstudag. Mér skilst og sýnist á öllu aö ég muni verða í byrjunarliöinu og síö- an verður maður bara aö spjara sig til aö halda sætinu þar. Ég er ekki í mjög góöu úthaldi en ég byrja nú aö æfa á fullu og reikna Æ • Pétur Pétursson meö aö komast fljótlega i gott form þannig að ég er bara bjart- sýnn." — Hvaö gerist ef ekkert geng- ur saman með forráöamönnum Hercules og Antwerpen? „Ég trúi ekki ööru en þeir hjá Antwerpen samþykki þetta og ef ekki þá er ekkert annaö fyrir mig aö gera en koma heim, en ég trúi ekki ööru en þetta gangi allt upp núna,“ sagöi Pétur aö lokum. Víðir sigraði í botnbaráttunni VÍÐIR sigraöi Víking í fallbarátt- unni þegar liöin mættust á Garðsvelli í gærkvöldi með þrem- ur mörkum gegn engu eftir aö staöan haföi veriö 0:0 í leikhléi. Með þessu tapi, sem er þaö tólfta í röö hjá Víkingum, eru þeir svo gott sem fallnir í aöra deild en álagurinn um hverjir fylgja þeim eftir harönar enn. Mikiö jafnræöi var meö liöunum í fyrri hálfleik, liöin skiptust á um aö sækja án þess þó aö skapa sér veruleg marktækifæri. Besta marktækifæriö fékk Daníel Ein- arsson, Víöi, á 15. mínútu. Hann fókk knöttinn þar sem hann var einn og óvaldaöur innan um Vík- ingsvörnina, eftir varnarmistök, en missti knöttinn of langt frá sér til Ögmundar markvaröar. Á 19. mínútu meiddist Klemens Sæmundsson, Víöi, og varö aö yf- irgefa völlinn og í hans staö kom Guömundur Knútsson sem síðar átti eftir aö koma mikið viö sögu í leiknum. Síöustu fimm mínútur fyrri hálf- leiksins sóttu Víkingar mjög og voru þá nærri því aö skora þegar Einar Einarsson átti hörkuskot úr miöjum vítateig en knötturinn snerti varnarmann og breytti um stefnu og úr varö hornspyrna. i upphafi síöari hálfleiks sóttu liðin á víxl og á 51. mín. áttl Helgi Ingason, Víkingi, hörkuskot rótt utan markteigshornsins en knött- urinn fór rétt framhjá. Aðeins fimm mínútum síöar átti Vilberg Þor- valdsson, Víöi, skot framhjá Vík- ingsmarkinu úr mjög svipuöu færi. Þaö var síöan á síöustu 19. mín- útunum sem mörkin þrjú voru skoruö. Þaö fyrsta skoraöi Guö- mundur Knútsson á 72. mínútu eft- ir góða fyrirgjöf frá Einari Ásbirni sem haföi einleiklö upp hægri kantinn. Hann gaf inn fyrir vörnina sem Guömundur stakk af og skor- aöi síöan framhjá Ögmundi sem kom út á móti honum. Á 82. mínútu bætti Guðmundur ööru marki viö fyrir Víði. Víkingar voru í sókn þegar hreinsaö var frá markinu og fékk Guömundur knöttinn rétt innan viö miölínu og stakk Víkingsvörnina hreinlega af og skoraöi annaö markiö af öryggi. Víkingar vildu fá rangstööu þegar þetta geröist en Guðmundur var á eigin vallarhelmingi þegar knettin- um var spyrnt og var fyrstur aö taka viö sér. Víöir — Víkingur 3:0 Víkingar fengu eitt marktæki- færi áöur en Víöismenn skoruöu þriöja markiö. Aöalsteinn Aöal- steinsson átti þá góöan skalla rétt yfir markiö eftir góöa fyrirgjöf. Þriöja og síöasta mark leiksins skoraöi Einar Ásbjörn þegar rétt rúm mínúta var til leiksloka. Hann fékk sendingu inn fyrir vörnina, lék á ögmund og skoraöi í tómt mark- ið. Á lokamínútu leiksins fékk Guð- mundur Knútsson síöan gulliö tækifæri til aö bæta viö sfnu þriöja marki, komst enn einn inn fyrir vörnina, en skaut aó þessu sinni framhjá. Bestu menn Víöis voru þeir Guömundur Knútsson og Einar Ásbjörn Ólafsson og einnig var Gísli Eyjólfsson traustur í vörninni. ögmundur var góöur í markinu og veröur ekki sakaöur um mörkin. Andri Marteinsson og Ámundi Sig- mundsson voru elnna bestir af leikmönnum Víkings, Helgi Inga- son átti einnig þokkalegan leik. f stuttu méli: Garösvöllur 1. deild Víölr — Víkingur 3:0 (0:0) Mörk Vföia: Guömundur Knútsson á 72. og 82. mín. og Einar Ásbjörn Ólafsson á 89. mín. Gul tpjöld: Grétar Elnarsson, Viöi, og þeir Amundi Sigmundsson og Andri Marteínsson úr Víkingi. Dómari: Eysteinn Guömundsson og dæmdi hann mjög vel. Áhorfendur: 304. EINKUNNAGJÖFIN: Víöir: Gísli Heiöarsson 3, Klemens Sæm- undsson 2, Rúnar Georgsson 2, Einar Asbjörn Ólafsson 4, Ólafur Róbertsson 3, Guöjón Guö- mundsson 2, Siguröur Magnusson 2. Vilberg Þorvaldsson 2, Grétar Einarsson 3. Damel Ein- arsson 3, Gísli Eyjólfsson 3, Guömundur Knútsson (vm. á 19. mín.) 4. Víkingur: ögmundur Kristinsson 3, Jóhannes Báröarson 2. Magnús Þorvaldsson 2, Aöal- steinn Aöalsteinsson 3, Trausti Ómarsson 2, Helgi Ingason 3, Jóhann Þorvaröarson 3, Andri Marteinsson 3, Ámundi Sigmundsson 3, Einar Einarsson 2, Björn Bjartmarsson 2, Jó- hann Holton (vm. á 77. mín.) lék of stutt. Pítu-húsið IÐNBUÐ 8, GARÐABÆ SÍMI 64 12 90 OPIÐ TIL KL. 05 LAUGARDAGS- OG SUNNUDAGSMORGNA Æðislegir næturréttir sem kitla bragðlaukana: PÍTUR EINS OG ÞÆR GERAST BESTAR GIRNILEGIR HAMBORGARAR OG ÝMISLEGT ANNAÐ GÓÐGÆTI Eiríkur, faðir pítunnar á íslandi, er með sitt eldhressa lið i eldhúsinu og frammi í sal er gamla góða „djúkboxið“ á fullu. Sendum einnig heim ef þú kemst ekki á staðinn. PEPSI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.