Morgunblaðið - 16.08.1985, Side 25

Morgunblaðið - 16.08.1985, Side 25
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 1985 MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 16. ÁGÚST 1985 25 Útgefandi nHfltfeifr hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoóarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 400 kr. á mánuöi innanlands. (lausasölu 35 kr. eintakið. Sala Flugleiða- bréfanna Albert Guðmundsson, fjár- málaráðherra, hleypti krafti í umræður um sölu á eignarhluta ríkisins í ýmsum fyrirtækjum sumarið 1983. Sverrir Hermannsson, iðnað- arráðherra, var hins vegar framkvæmdasamari í þeim efnum næstu misserin og seldi hlut ríkisins í nokkrum fyrirtækjum, sem ráðuneyti hans hafði með að gera. Nú, tveimur árum síðar, hefur fjármálaráðherra hafizt handa um sölu á hlutabréfum ríkisins í þremur fyrirtækjum og gerir það á þann veg, að vakið hefur athygli og umtal. Þegar fjármálaráðherra skýrði frá því fyrir nokkru, að hann hygðist bjóða hlutabréf ríkisins í Flugleiðum, Eim- skipafélaginu og Rafha til sölu á því verði, sem Fjárfest- ingarfélag íslands hafði við mat á bréfunum talið eðlilegt, voru bæði stjórnmálamenn og kaupsýslumenn sammála um, að verðið væri alltof hátt og hæpið að nokkur fengist til að kaupa bréfin á svo háu verði. Niðurstaðan varð hins vegar sú, að tveir aðilar kepptu um bréfin fyrir þá krónutölu, sem upp var sett. Greiðslukjörin eru á hinn bóginn með þeim hætti, að fjármálaráðherra getur ekki staðið á því, að hann hafi selt þau fyrir hæsta matsverð Fjárfestingarfé- lagsins. Raunvirði kaupsamn- ingsins fer eftir verðbólgu- þróun á næstu árum en ljóst er þó, að bréfin hafa verið seld á mun hærra verði en talið var mögulegt fyrir nokkrum vikum. Að því leyti hefur fjármálaráðherra gert viðunandi samning fyrir hönd skattgreiðenda í landinu. Sölufyrirkomulagið hefur verið gagnrýnt. Margir telja eðlilegt að sala á bréfum sem þessum fari fram á þann hátt, að tilboð séu opnuð á ákveðn- um tíma að viðstöddum bjóð- endum. Fjármálaráðherra og Fjárfestingarfélagið hafa svarað því til, að um slíkt hafi ekki verið að ræða. Bréfin hafi verið auglýst fyrir ákveð- ið verð og að viðskiptum þess- um hafi verið svipað háttað og kaupum og sölu fasteigna. Þegar tilboð hafi komið hafi seljandi hvenær sem var get- að tekið ákvörðun um að taka því eða hafna. Þótt sölufyrirkomulag og greiðslukjör hafi verið um- deild hefur harðasta gagn- rýnin þó beinzt að því, að margir telja, að stjórn Flug- leiða hf. hafi fengið upplýs- ingar um það, hvað í tilboði Birkis Baldvinssonar fólst. Þess vegna hafi Flugleiða- stjórnin gert tilboð, sem var ofurlítið betra en tilboð Birk- is Baldvinssonar og fjármála- ráðherra hafi hlotið að taka því. Spurt er: hvaðan komu upp- lýsingar til Flugleiða um efni tilboðs Birkis Baldvinssonar? Það fer auðvitað ekki á milli mála, að það er óviðun- andi með öllu, að upplýsingar af þessu tagi berist til keppi- nautar. Þó má benda á, að upplýsingar um beina pen- ingagreiðslu Birkis komu í fréttatíma Ríkisútvarpsins og voru hafðar eftir honum sjálfum. Þær upplýsingar hafa að sjálfsögðu komið stjórn Flugleiða að gagni en meira þurfti til. Það lýsir hins vegar mikilli vanþekkingu á íslenzku þjóð- félagi, ef menn telja, að um skipulagðan „leka“ hafi verið að ræða frá einhverjum aðila innan stjórnkerfisins til Flugleiða. Sannleikurinn er sá, að í okkar litla samfélagi er nánast útilokað að halda nokkrum hlut leyndum. Fyrir því er gömul reynsla og ný. Þess vegna er líklegasta skýr- ingin sú, að eftir að tilboð Birkis Baldvinssonar hefur verið til umfjöllunar, í ein- hverjum hópi einstaklinga, berist upplýsingar um efni tilboðsins frá manni til manns og þannig til eyrna Flugleiðastjórnar án þess að það hafi verið ásetningur nokkurs einstaklings í stjórn- kerfinu að það gerðist. Hitt er alveg ljóst, að menn geta ekki stundað eðlileg viðskipti við þessar aðstæður. Líklegt má telja, að þær miklu umræður, sem orðið hafa um sölu Flugleiðabréf- anna, verði til þess, að athygli beinist í auknum mæli að viðskiptum með hlutabréf og gildi þeirra verði metið með öðrum hætti en hingað til. óhætt er að fullyrða, að fjár- öflun í formi útboðs hlutafjár og viðskipti með hlutabréf geta átt verulegan þátt í að efla íslenzkt atvinnulíf. Væntanlega verða því þessar miklu umræður um Flug- leiðabréfin til góðs, þótt ým- islegt hafi verið athugavert við þessa sölu. . " " : ' ■' ... . ^ •- "' » ■■■***.. ' \0, ' ^ fb •'•■ ''•' ; 4i. - ' / v- % '4 & x. ■ „ < k x Sovézk Bear-D-eftirlitsflugvél á flugi undan íslandsströndum meöan á æfingum stóö. Trjónan fram úr nefi hennar er til töku eldsneytis á flugi. Morgunblaðið/Varnarliðift á Keflavikurflugvelli. Sovézkur tundurspillir af Udaloy-gerð. Skipin eru búin eldflaugum, eitt slíkt var í forystu fyrir flotanum sem sigldi suður fyrir Island í upphafi æfinganna nú og hélt síðan norður á milli íslands og Færeyja, væntanlega í hlutverki NATO-skipanna, sem send yrðu á hættu- og átakatímum með liðsauka til Noregs. Morgunblaðið/Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli. Sovézka fiugmóðurskipið Kiev við æfingarnar. Skipið er 37.000 tonn. Um borð í því eru stýrifiaugar, sem nota má, til að granda herskipum. Flaugarnar draga 550 km og þeim er unnt að skjóta úr Hormone-þyrlum skipsins. Um borð í skipinu eru einnig Helix-þyrlur og Forger-orrustuþotur, sem hefja sig til flugs og lenda lóðrétt. Flotaæfingar Sovétmanna og varnir Norðmanna — eftir Arne Olav Brundtland Hinar nýafstöðnu flotaæfingar Sovétmanna á hafinu umhverfis Noreg minna Norðmenn á mikil- vægi lands þeirra og norðurslóða í hernaðarlegu tilliti. Æfingarnar, sem fóru fram í júlí, eru hinar umfangsmestu í 10 ár. Þær voru með svipuðu sniði og fyrri æfingar Sovétmanna á þess- um slóðum árin 1968 (Sever), 1970 og 1975 (Okean). Þá eins og nú var um að ræða samæfingar stórra flota frá Kólaskaga og úr Eystra- salti á hafsvæðinu vestur af Nor- egi. Æfingarnar miðuðu að því að beita hinum öfluga flota Sovét- manna þannig, að þeir gætu náð tangarhaldi á Noregi og Dan- mörku og komið í veg fyrir að hjálp bærist frá ríkjum Atlants- hafsbandalagsins. Frá öryggissjónarmiði Dana og þó einkum Norðmanna benda æf- ingar þessar á hættuna á að ríkin einangrist frá bandamönnum sin- um, ef til ófriðar dregur, og Sovét- mönnum gefst tími til að nýta flota sinn. Sovétmönnum er um- hugað um að efla varnir sinar við árás úr vestri. Frá öryggissjón- armiði þeirra er því skiljanlegt að þeir vilji mæta fjandmönnum sín- um eins vestarlega og kostur er til þess að geta styrkt varnir eigin landsvæða, hernaðarsvæðanna i norðri. Vígbúnaðurinn þar ræður miklu um að ógnarjafnvægið rask- ist ekki, einkum vegna þess að þar eru stöðvar kafbáta þeirra, sem bera kjarnorkuflaugar. En þessi áhersla Sovétmanna á varnir til vesturs og suðurs hefur í för með sér að Noregur, og Dan- mörk að vissu marki, einangrast frá bandamönnum sínum. Ef ófriður skylli á gæti það reynst ríkjum Atlantshafsbandalagsins mjög erfitt að koma til hjáípar. Aðstoðin gæti borist of seint eða liðsaukinn gæti einfaldlega verið stöðvaður af Sovétmönnum. Teldu ríki NATO að hjálp þeirra bærist of seint, þaö gæti leitt til þess að ekki yrði reynt að koma Noregi og Danmörk til hjálpar. Það er erfitt að meta nákvæmlega hvenær staðan krefst þess, að óskað sé eft- ir aðstoð Atlantshafsbandalags- ins. Vitaskuld vona bæði Norð- menn og Danir, að þeir þurfi aldr- ei að kalla á hjálp. Það er einnig vert að hafa í huga að slíkt kall getur orðið til þess að auka enn á óvissuna og leitt til átaka, sem unnt hefði verið að koma í veg fyrir, ef menn hefðu haldið still- ingu sinni. Sú hernaðarlega staða, sem skapaðist við æfingar Sovét- manna, er ekki ný og óþekkt. Svip- uð tilvik hafa komið upp við fyrri æfingar þeirra á þessum slóðum og bæði Norðmenn og Atlants- hafsbandalagið vitað að hér væri á ferðinni ógn sem finna yrði svar við. Birgdastöðvar í kjölfar æfinga Sovétmanna fyrir 10 til 15 árum urðu nokkrar umræður um mikilvægi þess aö tryggja að floti Bandaríkjamanna væri reiðubúinn og nógu vel út- búinn til að brjóta sterkar varnir flota Sovétmanna í námunda við Noreg. t mörg ár hafði verið geng- ið að því sem vísu, að bæði viljinn og getan væru fyrir hendi. Ein afleiðing þessara umræðna var beiðni Norðmanna um að Bandaríkjamenn reistu birgða- stöðvar á norsku landsvæði. Þessi beiðni þótti í samræmi við þá stefnu Norðmanna að heimila ekki erlendar herstöðvar á norskri grund, og var álitin styrkja hana, þar sem með þessu gæfist norsk- um stjórnvöldum tækifæri til að bíða með að kalla á aðstoð Banda- ríkjamanna við varnir landsins á ólgutímum. Nákvæmlega hvenær óskað er eftir aðstoð getur skipt sköpum. Það myndi taka allt að 30 daga að flytja liðsauka Atlants- hafsbandalagsins sjóleiðina til Noregs, en flugleiðis tæki það um það bil 30 klukkustundir. Þar sem ýmis þyngri og veigameiri her- gögn eru til staðar í birgðastöðv- unum gæti herafli, sem flogið væri með til Noregs, verið tilbúinn til bardaga nánast um leið og hann lenti. Flotaæfingar Sovétmanna síð- ustu 10 árin hafa verið umfangs- meiri en þær, sem fram fóru nú í júlí. Á þessum árum hafa Sovét- menn verið að reyna ný hergögn á ýmsum veigaminni æfingum. Nú í sumar gat að líta afrakstur flota- uppbyggingar Sovétmanna síðustu árin og er ljóst, að þeir ráða nú yfir stærri og öflugri herskipum en áður. Þótt æfingarnar sjálfar boði engar stórfelldar breytingar er auðséð að þær flotadeildir, sem verið var að samæfa, eru mun öfl- ugri en áður. Þetta er atriði, sem vert er að hafa í huga. í sjálfu sér gefur þessi uppbygging ekki til kynna aukna árásarhættu, en hún sýnir, að Sovétmenn telja nauð- synlegt að geta teflt fram öflugum flota og eru reiðubúnir til að leggja fram fjármagn til þess. Það vakti athygli nú i sumar að vel búnar landgöngusveitir tóku virkari þátt en áður í æfingunum. Áður var látið nægja að draga landgöngupramma meðfram strönd Noregs, en nú æfðu sveit- irnar landgöngu á Kólaskaga. Þar sem hlutverk þessara sveita á stríðstímum er svo til eingöngu bundið við innrásir, verða Norð- menn að taka þetta atriði til ræki- legrar skoðunar. Flugsveitum lítið beitt Sú staðreynd, að flugsveitum var lítiö beitt við æfingar á Nor- egshafi, kann að benda til að Sov- étmenn séu ekki búnir að full- vinna áætlanir sínar varöandi að- gerðir flotans á ófriðartímum. Nýjustu flugvélar Sovétmanna, einkum þotur af svonefndri Back- fire-gerð, hafa áður verið að æf- ingum norður og vestur af Noregi. Þær þotur af þessari gerð, sem búnar eru til bardaga yfir sjó, eru öflug árásar- og varnartæki. Margar skýringar koma til greina Kort þetta sýnir höfuðdrættina í þeim miklu flotaæfingum, sem Sovétmenn efndu til með tugum herskipa og fiugvéla á Norður-Atlantshafi og Noregs- hafi um og fyrir síðastliðin mánaðamót. Skip úr Svartahafsfiota, Eystrasalts- flota, og Norðurflota Sovétmanna, söfnuðust saman sunnan íslands. Þau héldu síðan til norðurs. Þessi skip gegndu hlutverki NATO-skipa í æfingun- um, en á hættutíma myndu þau til dæmis flytja liðsauka til Noregs. í GIUK-hliðinu, það er á milli íslands, Bretlands og Noregs, mynduðu sovézk- ir kafbátar víggirðingu gegn „NATO-flotanum", önnur kafbátahindrun var norðar, en þegar nær dró Kóla-skaganum, heimahöfnum stærsta fiota Sov- étríkjanna og einu mesta víghreiðri veraldar, komu herskip og flugvélar einnig til sögunnar til að stöðva för „NATO-skipanna“. á því, hvers vegna þeim var ekki beitt að þessu sinni. í fyrsta lagi kann að vera, að Sovétmenn hafi ekki lokið þjálfun flugmanna til að taka þátt í að- gerðum sem þessum. í öðru lagi kann skýringin að liggja í hugmyndum Sovétmanna um samræmdar aðgerðir á sjó og í lofti. Vestrænir hernaðarsérfræð- ingar telja það veikieika, ef flota- deildir njóta ekki verndar flug- sveita og er ótrúlegt annað en að starfsbræður þeirra í austri séu á sama máli. Ef floti Atlantshafs- bandalagsins sigldi inn á Noregs- haf treysta Sovétmenn ef til vill á að eldflaugar frá herskipum þeirra gætu grandað flugvélum frá flugmóðurskipum Bandaríkja- manna. Þá kann einnig að vera, að Sovétmenn hugsi sér að nota flug- vellina í Norður-Noregi til vernd- ar flotanum ef til ófriðar dregur. Það myndi vafalaust reynast erf- itt að hertaka þessa flugvelli, en frá þeim gæti flugher Sovétmanna veitt flotanum mun öflugri vernd en ella. En á friðartímum er vit- askuld ekki unnt að æfa áætlun sem þessa. Það þýðir þó ekki að Norðmenn líti framhjá þeim möguleika að Sovétmenn hyggist ná þessum flugvöllum á sitt vald, ef til átaka kemur. Einn mikilvægasti liður varnaráætlana Norðmanna er sá, að liðsauki Atlantshafsbandalags- ins verði ferjaður til Noregs með flugvélum. Meðal annars vegna þessa voru gerðir samningar um byggingu birgðastöðva i Noregi fyrir flugflota ríkjanna, em gengið hefur undir nafninu COB-áætlun- in. Flotaæfingar Sovétmanna sýna að Norðmenn geta ekki leyft sér að slaka á hvað varðar eigin varn- ir og varnarsamstarf ríkja Atl- antshafsbandalagsins. Hernaðar- legt mikilvægi Noregs er slíkt að Norðmenn mega ekki sofna á verðinum, ef takast á að varðveita frelsi og sjálfstæði landsins. Flotaæfingar Sovétmanna minna jafnframt á nauðsyn þess að við- ræður um afvopnun og takmörkun vígbúnaðar taki i auknum mæli til flota stórveldanna. AukiÖ samráð nauðsynlegt Sovétmenn sögðu ekki frá því að æfingar þessar væru fyrirhugað- ar. Við upphaf æfinganna, þegar kafbátar og herskip Sovétmanna voru að koma sér fyrir á þeim stöðum þar sem ráð var fyrir þeim gert, var kapall til olíuleita klippt- ur aftan úr norska rannsóknar- skipinu „Marlene Östervold“. Sov- étmenn kváðust iðrast þessa. En ekki verður hjá því komist að ætla, að ástæðan fyrir því að kap- allinn var klipptur aftan úr skip- inu hafi verið sú, að hann hafi truflað fjarskipti milli skipa Sov- étmanna. Ef Sovétmenn hefðu sýnt meiri samstarfsvilja og sagt frá þeim æfingum sem í hönd fóru, hefði ef til vill mátt koma í veg fyrir þetta leiðindaatvik. Þetta sýnir að umræður á afvopn- unarráðstefnu Evrópu í Stokk- hólmi, þar sem m.a. er fjallað um hvernig auka megi traust á milli þjóða á hernaðarsviðinu, verða einnig að taka til flotaæfinga auk æfinga herafla á láði og í lofti. Umræður um þetta atriði myndu ekki eingöngu þjóna hags- munum Norðmanna. Hins vegar er það mikið í húfi fyrir Norð- menn, að þeir ættu að huga að þvf að fá málið tekið upp á Stokk- hólmsráðstefnunni. Höfundur er sérfræóingur í örygg- is- og afropnunarmilum hji norsku utanríkismilastofnuninni. Hann er ritstjóri tímaritsins ínt- ernasjonal Politikk. Staða forstjóra skrifstofu Norrænu ráðherranefndarinnar: „Vilji Noregs vegur þungt, en endan- leg ákvörðun hefur ekki verið tekin“ — segir Matthías Á. Mathiesen, samstarfsráðherra „ÞAÐ ER öðru fremur fyrirkomulag ráðningarinnar sem hefur verið um- ræðuefnið á fundum okkar sam- starfsráðherranna í sumar. Endan- leg afgreiðsla málsins hefur ekki verið á dagskrá ennþá og fyrr en svo verður, eða málin skýrast með öðr- um hætti, er ekki rétt að ég tjii mig um einstaklinga. Vitaskuld vegur þó vilji samstarfsráðherra Noregs og norsku ríkisstjórnarinnar þungt í þessu máli og þannig væri það raun- ar hvaða þjóð svo sem ætti að til- nefna,“ sagði Matthías Á. Mathie- sen viðskiptaráðherra ( samtali við Morgunblaðið er hann var inntur eftir afstöðu íslendinga til ráðningar forstjóra hinnar nýju skrifstofu Nor- rænu ráðherranefndarinnar í Kaup- mannahöfn, en um þetta mál hefur mjög verið fjallað ( fjölmiðlum á Norðurlöndum að undanfornu og deilt er um stöðuna af hálfu forsæt- isráðherra Noregs og Svíþjóðar, Káre Willochs og Olof Palmes. Matthfas var einnig spurður um afstöðu íslendinga til ráðningar framkvæmdastjóra Flóttamanna- hjálpar Sameinuðu þjóðanna en um það embætti er einnig deilt á meðal ráðherranna tveggja. Matthías sagði að það mál heyrði undir utanríkisráðherra og því gæti hann ekki tjáð sig um málið. Hann sagði að skipulagsbreyt- ing á hinu formlega samstarfi rík- isstjórna Norðurlanda hefði lengi verið á döfinni, og um það mál samdar ýmsar álitsgerðir. Sú álitsgerð, sem einkum hratt fram þeim breytingum, sem nú eru í undirbúningi, er skýrsla „Benk- ow“-nefndarinnar svonefndu: þingmannanefndar sem birti skýrslu sína 21. október 1983. Matthfas var einn nefndarmanna. Sérstök úttekt um hvernig standa mætti að sameiningunni var lögð fyrir samstarfsráðherr- ana 10. ágúst 1984 og var þá fjall- að um málið í ríkisstjórnum land- anna. Ríkisstjórnir sumra land- anna settu fram ákveðin skilyrði fyrir samþykkt sameiningarinnar, Matthfas Á. Mathiesen m.a. setti norska ríkisstjórnin fran* það skilyrði að fyrsti for- stjóri hinnar nýju skrifstofu í Kaupmannahöfn skyldi vera Norðmaður. Á það var fallist af hinum ríkisstjórnunum. Ríkis- stjórn Islands lagði í þessu sam- bandi m.a. sérstaka áherslu á að Islendingar gegni áhrifastöðum i hinni nýju skrifstofu til jafns við aðrar Norðurlandaþjóðir. Núverandi forstjóri Oslóarskrif- stofunnar, Svfinn Ragnar Sohl- man, mun láta af störfum á miðju næsta ári, og talið hefur verið nauðsynlegt að nýr forstjóri hefði nokkurn tíma til að vinna með honum svo og fráfarandi forstjóra menningarmálaskrifstofunnar í Kaupmannahöfn, Norðmanninum Oddvar Lie, en sameiningin mun eiga sér stað á tímabilinu 1. apríl — 1. október á næsta ári. „Það hefur vissulega verið mikið rætt um það í fjölmiðlum á Norð- urlöndum að fráfarandi fram- kvæmdastjóri norska hægri flokksins, Fridtjov Clemet, sé efst- ur á blaði norsku ríkisstjórnarinn- ar,“ sagði Matthías. „Hafa fjöl- miðlar verið að spá í spilin með hliðsjón af því að í málgagni Norðurlandaráðs „Nordisk Kon- takt“ 29. maí segir að eftir öllum sólarmerkjum að dæma muni leið Clemet brátt liggja til Kaup- mannahafnar, þar sem hans bíði mikilvæg staða hjá ráðherra- nefndinni. Þessi ummæli þóttu ótímabær á þessum vettvangi og hafa valdið nokkrum ýfingum á þeim forsendum að norska ríkis- stjórnin hafi einungis eitt nafn fram að færa og hindri þannig samstarfsráðherra Norðurlanda í að velja á milli fleiri einstaklinga. Búast má við að norski sam- starfsráðherrann muni fyrir hönd norsku ríkisstjórnarinnar bera upp fleiri nöfn, þótt gera megi ráð fyrir að norska rikisstjórnin kjósi helst Clemet. Við samstarfsráðherrarnir munum hittast aftur 20. septem- ber — og á þeim fundi, eða jafnvel fyrr, verður búið að gera út um málið. Formleg tillaga norska samstarfsráðherrans hefur ekki borist og áður en hún kemur eða málin skýrast með öðrum hætti, get ég ekki tjáð mig frekar um stöðuna," sagði Matthías Á. Mathiesen að lokum. Um stöðu framkvæmdastjóra Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna sagði Geir Hallgrímsson utanríkisráðherra að málið yrði ráðið til lykta samkvæmt hlutar- ins eðli á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. „Málið hefur borið á góma milli ráðherranna og höfum við gefið Norðmönnum loforð um stuðning, einfaldlega vegna þess að okkur líst betur á frambjóð- anda þeirra, Tom Vraalsen, fyrr- um sendiherra þeirra hjá Samein- uðu þjóðunum.“ Svíar gera hins- vegar tillögu um Anders Thun- borg, fyrrum varnarmálaráð- herra. Daninn Poul Hartling gegnir nú stöðunni og verður hans timabil útrunnið um næstu áramót. Hinsvegar hefur komið til tals að- framlengja kjörtimabil Hartlings um nokkra mánuði að sögn Geirs.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.