Morgunblaðið - 16.08.1985, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.08.1985, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 1986 Fólk á förnum vegi tekið tali í borgarblíðunni dís kvaðst hafa haft æði mikið að gera nú í sumar. „Ég er búin að fara á reiðnámskeið í Saltvík, siglinganámskeið í Nauthólsvík og svo að sjálfsögðu í sveitina," sagði hún og andvarpaði þungan. „En nú er svo stutt eftir af sumrinu að ég er farin að hlakka til að byrja í skólanum," upplýsti Hjördís, og bætti svo við eftir stundarhik, „þá fara fimleikarn- ir líka að byrja og ég get varla beðið eftir því. Fimleikar eru mitt uppáhald." Þegar hér var komið sögu tylltu sér hjá okkur systkinin Þorkell og Edda Guðrún Sig- valdabörn. Kváðust þau einnig hafa haft nóg fyrir stafni undan- farna mánuði, verið uppi í Borg- arfirði eina vikuna, Edda Guð- rún, 6 ára, tekið þátt í sundnám- skeiði og stóri bróðir hennar, Þorkell, sem er 10 ára, farið á tvö knattspyrnunámskeið hjá KR. „Ég er alveg hissa á því hvað Edda er orðin dugleg að synda,“ sagði Þorkell, hreykinn af systur sinni, „hún þarf varla nokkurn kút lengur, nema kannski á baksundinu," bætti hann við. Ekki vildi Edda segja frekar frá afrekum sínum en fræddi okkur þess í stað á ótrú- legri hæfni bróður síns með bolt- ann. „Hann æfði fótbolta einu sinni og getur sparkað alveg svakalega hátt og langt," sagði hún áköf. „Þú ættir bara að sjá hann.“ Fimmti og jafnframt yngsti aðilinn í þessum fríða og fjöruga VALD veðra og vinda yfir skapferli manna og hugarfari er óumdeilan- legt. Sólin gægist fram úr skýjun- um og samstundis gerir fiðringur vart við sig í fótum fólks, götur og stræti taka skyndilegum stakka- skiptum, fjöldinn allur fækkar fót- um og bæjarlífið, sem mörgum finnst yfirleítt heldur dauft, tekur kipp, listamenn koma úr felum, setja upp sýningar á götuhornum eða spila og syngja, glamra og gaula, samborgurum sínum til óblandinnar ánægju. Það er víst óhætt að fullyrða að veðurguðirnir hafi verið íbúum sunnan- og vestanlands heldur hliðhollir þetta sumarið, sem og síðastliðinn vetur, og víst hefur heiðríkja hugans því einn- ig verið í hámarki. Á miðvikudag ríkti fádæma blíðviðri í höfuð- borginni og nágrenni, iðandi mannlíf var víðast hvar í bænum og notuðu þeir borgarbúar, sem ekki voru við vinnu, daginn til hinna ýmsu hluta, dytta að húsi sinu, fylgjast með fólkinu, synda sér til heilsubótar, huga að gróðrinum eða bara sitja og sleikja sólskinið. Eitt átti allt þetta fólk þó sameiginlegt — lundin var leikandi létt og þótti öllum gaman að vera til á góð- viðrisdegi, sem þessum. í sto í Vesturbænum Vestur í bæ voru börn nokkur í boltaleik í blíðunni. Snaggara- legur snáði, Guðmundur Björn Sófusson, 9 ára, sat uppi í grasbrekku og fylgdist með at- höfnum hinna af miklum áhuga. „Þorkell hitti mig með boltan- um, svo nú er ég úr leik,“ út- skýrði hann, er hann var inntur eftir því hvers vegna hann væri ekki úti á vellinum. „Þessi leikur heitir „Sto“ og er ofsalega skemmtilegur," bætti hann við og á eftir fylgdu langar útskýr- ingar á helstu leikreglum. Að- spurður kvaðst hann hafa eytt nær öllum helgum sumarsins uppi í sumarbústað í Laugardal, nærri Laugarvatni. „Annars fór ég líka á fótboltanámskeið hjá KR,“ bætti hann við, „við spilum svo mikið fótbolta þegar veðrið er svona gott. Ég æfði líka í fyrra, en er hættur því núna,“ sagði Guðmundur Björn. „Ég fæ stundum að vera með í fótboltanum," sagði Hjördís Sig- urðardóttir, 10 ára, stolt á svip. „Stundum eru strákarnir samt ferlega leiðinlegir," bætti hún við, „og láta mig bara vera dóm- ara, til að losna við mig.“ Hjör- Þokkaleg þrenning: Valgerður, Svavar Helgi og Jóna. Guðbjörg í sælureit sínum. Sólskinsstund á milli stríða Brosmildar blómarósir: Helga, Jóhanna og Ana Maria. Morgunblaftið/Bjarni. Fríður og fjörugur flokkur: Talið frá vinstri: Ásgerður, Hjördís, Edda, Guðmundur Björn og Þor- kell. „Forvitninni tapar maður ekki, þó svo maður eldist." Ögmundur, Guð- rún, Elsa og Axel. flokki var Ásgerður Arna Sóf- usdóttir, systir Guðmundar Bjarnar. „Ég hef skemmt mér ofsalega vel í sumar,“ upplýsti hún, „meðal annars farið að heimsækja afa og ömmu á Akur- eyri og er reyndar að fara þang- að núna á eftir. Svo er ég nátt- úrulega alltaf uppi í sumarbú- stað með Guðmundi, pabba og mömmu,“ bætti hún við. Að- spurð kvaðst hún eiga að byrja í 6 ára bekk nú í haust og að sjálfsögðu hlakkaði hún til þess. „Ég er svona aðeins farin að undirbúa mig,“ sagði Ásgerður, „farin að læra stafina og svoleið- is, svo ég kvíði ekkert fyrir." Bezta sumarið í áraraðir Við Norðurbrún hittum við fyrir hjónin Guðrúnu Jónsdóttur og Ögmund Ólafsson, ásamt vinafólki þeirra, þeim Elsu og Axel Jansen. „Við segjum sko allt ljómandi gott, enda ekki annað hægt í svona stórkostlegu veðri,“ sagði Guðrún, er gesti bar að garði. „Ég er nú orðinn 91 árs,“ skaut Ögmundur inn í, „og man satt best að segja, varla eft- ir öðru eins sumri og þessu,“ og tóku hin í sama streng. „Reynd- ar er ég nú Rangæingur," upp- lýsti Guðrún, „og það kom nú fyrir í minni sveit, hér í gamla daga að veðrið væri svona gott, en þetta er besta sumarið nú í áraraðir.“ „Við hjónin komum nú bæði frá Danmörku," sagði Axel, „og að undanskildu fyrsta sumrinu mínu hér á landi, 1929, man ég ekki eftir öðru eins sumri, enda höfum við setið hér á bekkjunum í allt sumar og not- ið sólargeislanna, fylgst með fólkinu sem framhjá fer,“ bætti hann við. „Já, maður tapar ekki forvitninni, þó svo maður eldist," sagði Guðrún og hló. Aðspurð kvaðst Elsa hafa búið hér í ein 55 ár. „Ég kom hingað ári á eftir Axel, kynntist honum hér og höfum við búið á íslandi allan okkar búskap,“ sagði hún. „Guð- rún vill nú meina að ég hafi elt hann hingað, en það er nú meira í gamni en alvöru, því ég þekkti hann ekkert áður.“ „Við höfum líka kunnað með eindæmum vel við okkur hér,“ upplýsti Axel, „og gætum ekki hugsað okkur að búa erlendis. Hér er allt svo mun frjálsara." Næstar á vegi okkar urðu þær stöllur, Jóna Kristinsdóttir og Valgerður Guðmundsdóttir. „Veðrið í sumar hefur verið væg- ast sagt frábært," sögðu þær, „og áhrifin láta ekki á sér standa, skapið verður mun betra og allt miklu skemmtilegra," bættu þær við. „Einnig er heilmikill munur að vera með börn í svona veðri,“ sagði Jóna, „þá er hægt að vera með þau úti allan daginn, fara í bæinn og skoða fólk, í stað þess að loka sig inni og láta sér leið- ast — ja, í það minnsta þegar maður er á kvöldvakt, eins og ég er núna.“ Þessu virtist sonur Jónu, Svavar Helgi Jakobsson, 10 mánaða gamall, hjartanlega sammála, ef marka má skemmtilega skrækina, sem hann gaf frá sér við þessi orð móður sinnar. Heill heimur útaf fyrir sig Það væri synd að segja að allir hefðu legið í leti þennan fagra eftirmiðdag. Guðbjörg Jónsdótt- ir var ein þeirra sem notaði dag- inn til að huga að plöntum og trjám í garði sínum. „Ég stóðst ekki mátið, tók mér frí úr vinn- unni og ákvað að njóta blíðunnar í dag,“ upplýsti hún, „nú fer þetta besta sumar, sem ég man eftir, að styttast og því ekki seinna vænna en að njóta þess,“ bætti hún við. „Ég er nú svo heppin að eiga góðan garð, þar sem hægt er að liggja í sólbaði, grilla úti og hvaðeina, heilan heim út af fyrir sig. Því höfum við lítið farið út úr bænum I sumar og þaðan af síður til út- landa. Eg hreinlega tími því ekki. Það er helst á veturna, sem við höfum skroppið til Kanarí, en sumrin vil ég eiga hér heima," sagði Guðbjörg og hélt síðan áfram að vökva jurtir sínar. Á Austurvelli sátu þrjár ung- ar blómarósir, sleiktu sólskinið og slöppuðu af. Voru þetta þær Helga Jónsdóttir, Jóhanna Methúsalemsdóttir og Ana María Millens, allar 17 ára að aldri. „Þegar veðrið er svona gott er alveg frábært að vera til,“ var samdóma álit þeirra vinkvenna. „Við Helga vinnum vaktavinnu, svo við eigum oft frí yfir hábjartan daginn," upplýsti Jóhanna, „og getum þá verið bara í bænum eða farið í sund, sem er ofsalegur munur." Að- spurð kvaðst Ana vera atvinnu- laus í bili, svo ekki þyrfti hún að hanga inni. „Það er svo gaman að fylgjast með fólkinu í bænum á svona dögum," bætti hún við, „enda er bæjarstemmningin orð- in svo mun skemmtilegri með tilkomu útimarkaðarins og grænmetistorgsins." Aðspurðar kváðust þær venjulega vera í ljósum á veturna, en hefðu eig- inlega tekið sér frí frá þeim tækjum nú í sumar og látið nátt- úruna sjá um að gylla sig. „Það er líka svo hræðilega dýrt að vera í ljósum," sagði Helga og hinar samsinntu því með því að kinka kolli. IAA.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.