Morgunblaðið - 16.08.1985, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 16.08.1985, Blaðsíða 7
7 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 1985 Alfreð Flóki sýnir í Listmunahúsinu Á morgun verður opnuð sýning á margar sýningar hér heima og er- verkum Alfreðs Flóka i Listmuna- lendis. Sýningin er opin virka húsinu, Uekjargötu 2. Á sýningunni daga frá 10—18, laugardaga og eru um 40 teikningar unnar með sunnudaga frá 14—18, lokað er á tússi, rauðkrít og litkrít. Myndirnar mánudögum. eru flestar unnar á sl. tveim árum. Sýningin stendur til 1. septem- Alfreð Flóki hefur haldið fjöl- ber. Athugasemd frá iðnaðarráðherra Morgunblaðið heiðrar mig með leiðaraskrifum t dag og þykir mér mikið vænt um að blaðinu stendur ekki á sama um mína hagi. En Morgunblaðinu þyrfti að verða oft- ar hugsað til mín. T.d. þegar blaða- maður þess og varaformaður Nátt- úruverndarráðs, Elín Pálmadóttir, flennir út fréttir á baksíðu blaðsins um málefni, sem Náttúruverndar- ráð hlaut að halda í trúnaði þar til andsvör höfðu borizt, ef það vildi ekki hætta á að talið yrði auglýsing og yfirborðsmennska. En Morgunblaðið varð í þetta skiptið fyrst með fréttirnar, eins og fyrri daginn, og óska ég ykkur til lukku með það og Elínu varafor- mann. Þegar unga stúlkan ykkar hringdi til mín til Hafnar í Horna- firði og sagði mér frá frétt blaðsins kom ég af fjöllum. Enn jókst undr- un mín þegar hún tjáði mér að sjón- varpið hefði flutt um málið fréttir, sem á hefði mátt skiljá að málið væri afgreitt í Iðnaðarráðuneytinu. Það var því heldur stutt í undirrit- uðum, sem ég bið ykkur siðgæðis- verði mína sjálfskipaða mikillega að afsaka. En mest var það nú vegna þess að ég kann ekki að meta að verðleikum fréttamennskuna, sem gamalgrónir og frægir frétta- menn ykkar stunda með þessum hætti. Svo megið þið telja viðbrögð mín tilefnislaus ef ykkur svo sýnist. Það er hver fyrir sinn smekk eins og svalan sagði þegar hún bauð Trítli litla ánamaðkinn en hann vildi ekki. Og nú hefi ég lesið bréf Náttúru- verndarráðs, sem stimplað er mót- tekið í Iðnaðarráðuneytinu 13. ág- úst, eða daginn eftir að ykkur Morgunblaðsmönnum mun hafa borizt það í hendur. Þessu bréfi hefi ég nú svarað en verð að biðja ykkur fyrirgefningar á þeirri fastheldni á gamlan „ósið“ að ætla að sjá svo um að viðtakandi bréfs míns, Náttúruverndarráð, fái það í hendur á undan fjölmiðlum. Ekki er að vita nema þið verðið fyrstir með fréttirnar samt vegna sérstöðu ykkar innandyra í ráðinu. Mikið varð ég hissa á ummælum hins hógværa formanns Náttúru- verndarráðs, Eyþórs Einarssonar, sem hann viðhefur við varaformann sinn á 4. síðu Mogga í dag, þar sem hann segir að það sé „mál ráðherr- ans ef hann hefir ekki fengið bréf okkar" áður en það er fengið í hend- ur stærsta fjölmiðli í heimi miðað við höfðatölu. Gæti nú ekki verið að málið komi póstburðinum eitthvað við? Ber að skilja ummælin á þann veg að ég hafi sýnt vanrækslu í starfi með því að sitja þingflokksfund Sjálfstæðis- flokksins á Höfn í Hornafirði f stað þess að brjóta upp bréf I ráðuneyt- inu? Hefði það þó ekki nægt vegna þess að Iðnaðarráðuneytinu barst bréf Náttúruverndarráðs 13. ágúst sem fyrr segir, eða sama daginn og fréttin birtist í Morgunblaðinu, en öllum má ljóst vera að hún hefir verið skrifuð mánudaginn 12. ágúst. Ég kveð ykkur með vanalegri vinsemd og veit að rúm verður gefið í Morgunblaðinu á morgun fyrir þetta stutta tilskrif. Sverrir Hermannsson Aths. ritstjóra: Sverrir Hermannsson, iðnaðar- ráðherra, bætir ekki fyrir ókurteisi við formann Rannsóknarstöðvar Náttúruverndarráðs við Mývatn með því að veitast að varaformanni Náttúruverndarráðs með ásökunum um trúnaðarbrot. Morgunblaðið vísar á bug staðhæfingum ráðherr- ans, að Elín Pálmadóttir, blaða- maður, misnoti aðstöðu sfna í Nátt- úruvemdarráði í þágu blaðsins. Öfug formerki Athugasemd frá nokkrum kórfélögum Pólýfónkórsins ATHUGASEMD við frásögn af Ítalíuferd Pólýfónkórsins frá nokkrum kórfélögum: „Það hefur verið gaman að rifja upp Ítalíuævintýrið með grcinargóðri frásögn Morgunblaðsins af hljómleikaferð okkar, lausa við ýkjur, væmni og skrum, sem stundum einkennir slíkar frásagnir. Okkur finnst skjóta skökku við í jafn látlausri og hógværri lýs- ingu og H.H. blaðamaður viðhef- ur, að hann skuli leggja sérstaka áherzlu á þreytu flytjenda. Við teljum að flutningurinn hafi alls ekki verið með þreytumerkjum og fullyrðum fyrir hönd félaga okkar, þótt ferðalagið væri mjög krefjandi, að engum dettur þreyta í hug í sambandi við ferð- ina, heldur aðeins gleði og þakk- læti fyrir að fá að vera þátttak- endur í jafnhrífandi listviðburði og þeirri upphöfnu stemmningu, sem stjórnandanum tókst að ná fram. Ingólfur kann tökin á kórn- um. Ekki aðeins hefur hann óvenjulega þekkingu á manns- röddinni og beitingu hennar, heldur lag á að ná fram fegursta hljómnum, jafnvel úr börkum, sem virðast hásir, þegar byrjað er að syngja. Ingólfur er alvarleg- ur listamaður en hann hefur næmt skopskyn og samlíkingar hans eru oft hnyttnar og mark- vissar og vekja kátínu á æfingum. Þennan þátt í undirbúningi geysivandasamra tónleika virðist blaðamaðurinn ekki hafa skilið, og þá er ekki von að ókunnir les- endur skilji túlkun hans á tækni- legum aðferðum stjórnandans við að undirbúa hljómleikana. Hjá honum gildir sú regla að fá söng- fólkið til að syngja án nokkurrar áreynslu á raddirnar og losna þann- ig við þreytuna. Þess vegna varð söngur kórsins betri og betri við hverja endurtekningu. Án þessa sérstaka hæfileika Ingólfs Guð- brandssonar hefði risið á þessum eftirminnilegu hljómleikum ekki orðið jafnhátt og flutningurinn hlotið jafnlofleg ummæli og raun bar vitni.“ Morgunblaðið/Sig.Jóns. Bjarni Kristinsson á Brautar- hóli í Biskupstungum með buff- tómat í annarri hendi og venju- legan tómat í hinni. Bufftómat- arnir verða risastórir Selfossi, 13. ágúst. BJARNI Kristinsson á Brautar- hóli í Biskupstungum ræktar óvenjulega tegund tómata, svo- kallaða bufftómata sem eru mun stærri en þeir tómatar sem menn eiga að venjast. Fréttaritari Morgunblaðsins hitti Bjarna á dögunum og þá sýndi hann mun- inn á þessum tómötum og venju- legum tómötum. Bufftómaturinn sem Bjarni heldur á á myndinni er 730 grömm en hann hefur fengið tómat af þessari gerð sem hefur vegið 780 grömm. Sig. Jóns. sem smyrja vel! OLÍS stöðin Klöpp v/Skúlagötu OLÍS stöðin Knarrarvogi Við smyrjum allar gerðir bíla. Bjóðum olíuskipti og eigum mikið úrval af smursíum. Leggjum áherslu á fjölbreytta og vandaða þjónustu. Rennið við, - sannreynið það. Klöpp v/Skúlagötu og Knarrarvogi Opið mánudaga til föstudaga kl. 8-18. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.